Tíminn - 07.02.1974, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 7. febrúar 1974.
TÍMINN
n
Stúdentar
leika í
Danmörku
og Noregi
íslenzka stúdentaliðið í körfuknattleik
er byrjað að undirbúa sig fyrir
Norðurlandamót hdskóla, sem fer
fram í Reykjavík n.k. haust
Leikmenn IS-liðsins i
ferðinni, verða þessir:
Steinn Sveinsson fyrirliði
Helgi Jensson
Albert Guðmundsson
1. deildarlið íþrótta-
félags stúdenta í körfu-
knattleik, heldur utan til
keppnisfarar á morgun
og mun leika þrjá leiki á
Norðurlöndum.
Stúdenta-liðið mun leika
gegn háskólum í Osló,
Árósum og Kaupmanna-
höfn og mun ferðin taka
u.þ.b. viku tíma. Fyrsti
leikurinn verður í Osló á
laugardaginn, síðan
verður leikið í Árósum
n.k. þriðjudag og síðasti
leikurinn verður leikinn
í Kaupmannahöfn
fimmtudaginn 14.
febrúar.
Ekki er vitað nákvæmlega
um styrkleika allra liðanna,
sem islenzka stúdenta-liðið
leikur gegn, en þó er nokkurn
veginn öruggt, að liðin i Osló
og Kaupmannahöfn eru með
þetta 3-5 landsliðsmenn innan
sinna vébanda.
Alls fer 18 manna hópur i
þessa keppnisferð, sem er
liður i undirbúningi stúdenta-
liðsins fyrir Körfuknattleiks-
mót háskóla á Norður-
löndum, sem haldið verður i
Reykjavik á hausti komanda.
Liðið hefur sjálft fjármagnað
þessa ferð.
Ingi Stefánsson
Þorleifur Björnsson
Þórður Óskarsson
Guðjón Steingrimsson
Jónas Þ. Steinarsson
Jónas Haraldsson
Guðni Kolbeinsson
David Janis
Steindór Gunnarsson
Þorgils Sigurðsson
Bjarni Smárason
Þjálfari liðsins er Dennis
Goodman og fararstjóri
verður Valdimar Ornólfsson.
Heimsmeistaramótið d skíðum:
Islendingar aftar-
lega í röðinni
íslenzku keppendun-
um á heimsmeistara-
mótinu i alpagreinum,
sem fer fram i St. Moritz
i Sviss, gekk ekki allt of
vel í stórsvigskeppninni,
sem haldin var i fyrra-
dag, Hafnaði Árni
Óðinsson í 50. sæti á
3:46,4 minútum og
Hafsteinn Sigurðsson
varð 53. i röðinni á
3:52,01 minútum, en
Haukur Jóhannsson var
dæmdur úr leik.
Alls tóku 68 keppendur þátt i
stórsvigskeppninni og varð
Italinn Gustavo Thoeni heihns-
meistari á 3:07,92 minútum, en
Geir og Göpp-
ingen-kennarar
sigursælir...
Þeir unnu handknattleikskeppni kennara
með yfirburðum
GEIR og kennarar á Kreis--
Göppingensvæðinu urðu sigur-
vegarar I kennarahandknatt-
leikskeppni S-Þýzkalands.
Úrvalslið kennara á
Kreis-Göppingensvæðinu léku í
fjögurra liða úrslitum i Stuttgart,
en þar fór fram iþróttahátlð um
sl. helgi. Geir og félagar unnu aila
leiki sina með yfirburðum og er
sigurinn mikill heiður fyrir þá,
þvi að kennaraliðin I Þýzkalandi
eru mjög sterk og skipuð nær ein-
göngu mönnum, sem að staðaldri
æfa og lcika handknattleik.
Enska knattspyrnan:
HVERJIR VERÐA
í NEFNDINNI?
Tilraunir stjórnar KSi, einkum formannsins, Ellerts
B. Schram, til að fá Hafstein Guðmundsson til að vera
áfram einvald um val landsliðsins, hafa mistekizt.
Þykir nú líklegt, að KSí bregði á það ráð að skipa sér-
staka landsliðsnefnd, þriggja eða fimm manna, og
hafa ýmsir verið nefndir sem væntanlegir nefndar-
menn, þ.á.m. Bjarni Fefixson, Helgi Daníelsson, Örn
Steinsen, Helgi V. Jónsson, Ríkharður Jónsson og
formáðurinn, Ellert B. Schram.
Leeds heldur ófram
sigurgöngu sinni
l»SC>5{03«Cl
GYFA
skinn-
ieikfimiskór
og
fimleikaskór
Þarf nú aðeins tvo leiki ón taps til að
jafna 53 óra gamalt met
Burnley, sem lék 30 leiki ón taps
ó sama keppnistímabilinu
Leeds heldur áfram sigur-
göngu sinni í 1. deildar
keppninni. Leikmenn
Leeds voru þó heppnir að
vinna Arsenal á heimavelli
sínum, Elland Road, því að
Arsenal hafði yfir, 1:0, um
miðjan síðari hálfleik, en
Alan Ball skoraði mark
Arsenal á 26. min. fyrri
hálf leiksins. Þá skoraði
Peter Simpson sjálfsmark,
og staðan varð 1:1. Og að-
eins fimm mín. siðar var
staðan orðin 3:1 fyrir
Leeds. Arsenal-liðið, sem
var betra liðið, brotnaði al-
gjörlega þegar sjálfs-
markið kom. Skozki lands-
liðsmaðurinn Joe Jordan
skoraði bæði mörk Leeds,
það fyrra með skalla og
það siðara eftir frábært
einleikssóló — hann lék á
hvern leikmann Arsenal á
fætur öðrum og renndi síð-
an knettinum laglega
framhjá Bob Wilson,
markverði Arsenal. Tveir
leikmenn voru bókaðir í
leiknum, þeir Pat Rice,
Arsenal og Norman Hunt-
er, Leeds.
Indverjinn Kevin Keelan átti
slórleik i marki Norwich gegn
Queens Park Rangers á Ellerslie
Road I Lundúnum á þriðjudags-
kvöldið. Hann varði vitaspyrnu
frá Gerry Francic og var maður-
inn á bak við fyrsta útisigur Nor-
wich á keppnistimabilinu og
fyrsta tap Q.P.R. á heimavelli.
Norwich, sem er nú i alvarlegri
fallhættu, komst í 2:0 — fyrst
skoraði Trevor Howard, og siðan
skoraði John Benson með skalla.
Mark Q.P.R. skoraði Stan Bowl-
es.
Úrslit leikja á þriðjudaginn
urðu þessi:
KEVIN KEELAN... markvörður
Norwich. Bjargar hann liði sinu
frá falli I ár?
1. DEILD:
Ipswich—WestHam 1:3
Liverpool—Coventry 2:1
Q.P.R.—Norwich 1:2
Sheff. Utd.—Wolves 1:0
Southampton—Newcastle 3:1
2. DEILD:
Luton—Nott. For. 1:1
Ipswich, sem vann stórsigur yf-
ir Southampton á laugardaginn á
Portsman Road, 7:0 tapaði 1:3,
þar fyrir West Ham á þriðjudags-
kvöldið. Fyrirliði Ipswich, Mick
Mills, skoraði fyrsta mark leiks-
ins — sjálfsmark sem færði
„Hammers" 0:l>Brian Hamilton
jafnaði siðan 1:1, fyrir heima-
menn. Það dugði ekki, þvi að Billy
Bond, fyrirliði West Ham, tók
góðan sprett rétt á eftir — hann
gaf góða sendingu til John
McDowell, sem skoraði 1:2 fyrir
Lundúnaliðið, og siðan innsiglaði
Clyde Best, sigur West Ham með
góðu marki.
Það voru 21.656 áhorfendur á
Anfield Road, þegar Liverpool
vann góðan sigur yfir Coventry.
Alec Lindsay tók forustuna fyrir
heimamenn, þegar hann skoraði
örugglega úr vitaspyrnu. Kevin
Keegan bætti siðan marki við, en
Jim Horrtes minnkaði muninn
fyrir Coventry. — SOS.
þetta er i þriðja sinn i röð, sem
hann hlýtur heimsmeistaratitil i
þessari grein. í öðru sæti varð
Austurrikismaðurinn Hans
Hinerseer og i þriðja sæti Pior
Gros frá ftaliu.
A sunnudaginn fer keppni i
svigi_ fram og verða fslending-
arnir þrir þá meðal keppenda.
Svo virðist sem keppnispró-
grammið hafi breytzt frá þvi,
sem upphaflega var ákveðið.
LEIK-
MENN
AJAX
HÓTA
Segjast ekki leika
með hollenzka
landsliðinu í HAA
Niu landsliðsmcnn hollenska
liðsins Ajax, hafa hótað þvi að
leika ekki með i HM-keppninni
i knattspyrnu, sem fer fram i
V-Þýzkalandi i sumar.
Ástæðan fyrir þvi er, að leik-
m ö n n u m h o 1 1 e n z k a
landsliðsins var lofað 2 millj.
króna, ef þéim tækist aö
komast i lokakeppnina i V-
Þýzkalandi. Nú segja þeir, að
þeir liafi verið sviknir um
grciðslu. HoIIenzka knatt-
spyrnusambandið hefur að-
eins borgað þeim um 1. millj.,
og sambandiö hefur ekki gert
sig liklegt til að borga mis-
mnninn, sem það þó lofaði
lcikmönnunum.
Svíar
unnu
Dani
Danir, sem leika með is-
lendingum i riðli i HM i hand-
knattleik, fengu slæma útreið
á þriðjudagskvöldið i
Kaupmannahöfn, þegar Sviar
heimsóttu þá. Landsleik
þjóðanna lauk með yfirburða-
sigri Svia 16:10, eftir að staðan
hafði verið 10:6 i hálfleik.
Björn Andersson var mark-
hæstur hjá Svium, hann
skoraði 3 mörk, en Flemming
Ilanssen skoraði flest mörk
fvrir Dani eða fjögur.
Ports-
mouth
áfram
Portsmouth hefur tryggt sér
rétt til að leika gegn Notting-
ham F'orest í 5. umferð
ensku bikarkeppninnar. Ports
mouth vann Orient 2:0 á
þriðjudagskvöldið á velli
Crystal Palace i Lundúnum,
Selhurst Park.