Tíminn - 14.01.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.01.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miðvikudagur 14. janúar 1976. Úthlutun bókmenntaverðlauna Norðurlandaróðs dregst á langinn vegna veðurs: „Islenzku höfundarnir koma vel til álita" — segir einn dómnefndarmannanna SJ-Reykjavik. Sjö menn úr út- hlulunarnefnd búkmenntaverð- launa Norðurlandaráðs tepptust i Glasgow á mánudaginn vegna vélarbilunar. i gær sátu þeir þar veðurtepptir, og siðdegis var óvisthvort flogið yrði i gærkvöldi. Menn þessir voru á leiö hingað vegna úthlutunar bókmennta- verðlaunanna, en ákveðið skyldi á fundi i gær I hvers hlut þau kæmu. Aö sögn Ólafs Jónssonar bókmenntafræöings, sem á sæti i nefndinni, eru félagar hans i nefndinni timabundnir, og stóð þvi til að hefja fund strax og þeir kæmu, en óiiklegt taldi hann að það gæti orðið I gær, vegna þess hve koma þeirra heföi dregizt á langinn. ólafur taidi úthlutunina geta oröið spennandi að þessu sinni, engin bók væri viss með sigur, ef svo má að orði komast, eins og I fyrra þegar fullvist mátti telja fyrirfram aö verðlaunin féllu i skaut Finnanum Hannu Salama eins og raunin varð. Að mati Ólafs Jónssonar kemur vel til mála að verðlaunin komi i hlut þeirra islenzku höfunda, sem til greina koma við úthlutunina, Jakobínu Sigurðardóttur eða Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. Nokkuð flókin atkvæðagreiðsla fer fram um bækurnar, sem lagð- ar hafa verið fram til keppninnar en þær eru tiu. Dómnefndarmenn kynna eina bók — hver frá sinu landi. Siðan fer fram almenn skoðanakönnun um bækurnar, og mega dómnefndarmenn ekki greiða atkvæði með bókum frá sinum eigin löndum i fyrstu lotu. Hugmyndin með úthlutunar- reglunum er að tempra saman á hæfilegan hátt skoðanir dóm- nefndarmanna á bókunum og hvöt þeirra hvers og eins til að ýta bókum landa sinna áfram. Til- kynnt verður strax að loknum fundi dómnefndar hver hlýtur bókmenntaverðlaunin. Einn dómnefndarmanna er þegar kominn til landsins.danski prófessorinn Billeskov-Jensen, sem flutti hér erindi á mánudags- KvoldTiánín!élú^éng^fRæff i nefndinni og var formaður henn- ar um skeið. Af okkar hálfu situr Vésteinn Ólason lektor I dómnefndinni auk Ólafs Jónssonar. Bækur þær, sem úthlutunar- nefndin dæmir um að þessu sinni, eru af okkar hálfu Lifandi vatnið eftir Jakobinu Sigurðardóttur I sænskri þýðingu Inger Pálsson, Du minns en brunn, en það nafn hafa ljóð Ólafs Jóhanns Sigurðs- sonar fengið I sænskri þýðingu Inge Knutsson (Að brunnum og Að laufferjum), af hálfu Svia Haksringarna, skáldsaga eftir Kjerstin Ekman, og Blávalen, smásögur eftir Werner Aspen- ström, af hálfu Norðmanna, For- tællinger om frihet eftir Björg Vik, og Pusteövelse, ljóð eftir Rolf Jacobsen, af hálfu Dana Del- finen ljóð eftir Thorkild Björnvig, og Dinosaurusens sene eftermid- dag eftir Peter Seeberg, af hálfu .Finna Dyre prins, skáldsaga eftir Christer Kihlman, sem skrifar á sænsku, og Hemlandet skáldsaga i sænskri þýðingu eftir Alpo Ruuth. Þröstur Sigtryggsson skipherra: ffMeginárangurinn sá, að Bretar halda sig yið eitt veiðisvæði" hafa fundið upp mótleik við þeim aðferðum. Ein minna hug- mynda er sú, og þá hugmynd myndi ég setja efst á óskalista minn, ef svo má að orði komast. Hún er i þvi fólgin að fengið yrði einhvers konar skip til gæzlu- starfa, sem hefði ganghraða um eða yfir 40 milur á klst. Hentugt væri að taka slikt skip i notkun þegar vora fer, ef þessi átök standa þá enn yfir, og skipið yrði notaö til að klippa á togvira togaranna. Ég get ekki á þessari stundu bent á eitthvað sérstakt skip i þessu augnamiði. Það er hins vegar alltaf mats- atriði stjórnvalda hversu langt skal ganga i málum sem þess- um. Allt fram til þessa tima hef ég verið frekar hlynntur að- gerðum stjórnvalda i þessari deilu og þeim stiganda sem skapazt hefur i henni. — telur Breta ná allt að 80% fyrri afla Gsal-Reykjavik — Eini raun- hæfi árangurinn, sem islenzku varðskipin hafa náð i þessu þorskastriði er sá, að óskum brezku skipstjóranna um fjölg- un veiðisvæða I tvö, hefur ekki verið sinnt af brezkum stjórn- völdum, segir Þröstur Sig- tryggsson, skipherra á Ægi m.a. i viðtali við Timann. — Þröstur segir, að tvö veiðisvæði útheimti hclmingi fleiri freigátur en nú eru, — eða 8 talsins. t viðtalinu kemur fram, að Þröstur telur brezku togarana geta veitt nú allt að 80% af þeim afla, sem þeir veiða hér, þegar engar deil- ur eru uppi milli þjóðanna um fiskveiðar Breta. Þröstur kveðst hafa ýmsar hugmyndir á takteinum varð- andi frekari hindranir ts- Iendinga á veiðum brezku togaranna. Hann nefnir, að æskilegt væri að fá hingað hrað- skrei>tt skip til þess að klippa á togvira brezku togaranna. Skip, sem hefði ganghraða um og yfir 40 mflur á klst. — Nei, ég get ekki sagt að þetta þorskastrið sé harðara en það siðasta — ekki samkvæmt minni reynslu. Mér sýnist hins vegar skipstjórar freigátanna vera fljótari nú að finna réttu aðferðirnar til að hindra varð- skipin. — Attu við ásiglingartil- raunirnar? — Nei, ég hef aldrei orðið var við þessar ásiglingartilraunir, hvorki i þessu þorskastriði né hinu siðasta. Það sem ég á við, er að þeir stilla sér þannig upp, að við höfum möguleika á að sigla á þá. Ég get að visu ekki dæmt um önnur varðskip, en þeir hafa ekki reynt að sigla á Ægi. Það hefur verið auðvelt fyrir mig að sleppa við stefnu- breytingar freigátanna, sem hefðu getað leitt til áreksturs. Ég hef reynt að gera nauðsyn- legar stefnubreytingar frekar i fyrra lagi en seinna. — Hverja telur þú vera skýringuna á þvi, að Þór lendir oftar i átökum viö Bretana en önnur varðskip? — Ég hef enga skýringu á þvi, en hins vegar hefur mér dottið i hug, að skýringin sé fólgin i þvi, að Þór er veikbyggðasta varð- skipið og einnig elzta varðskip- ið. Séþaðmarkmið Bretanna að laska eða gera ófært eitt af is- lenzku varðskipunum, þá hlýtur það að vera tjónaminnst fyrir Bretana að leggjast á veik- byggðasta varðskipið. — Telur þú að varðskipunum hafi orðið vel ágengt við að hindra veiðar brezku togar- anna, eftir að freigáturnar komu á tslandsmið? — Það liggur I augum uppi, að brezku togararnir hafa veitt mun meira eftir að flotinn kom á miðin, en áður en hann kom. Ég tel að togararnir geti veitt allt að 80% nú af þeim afla sem þeir veiða hér þegar engin varð- skip eru til hindrunar. Varð- skipin hindra þau þvi um 20% við veiðarnar, ásamt veðri og öörum ytri ástæðum. Hins veg- ar tel ég, að Landhelgisgæzlan geti-fyllilega varið landhelgina og haldið öllum brezka togara- flotanum frá veiðum, ef brezki flotinn væri ekki á miðunum. Ég vil gjarnan koma þvi að I þessu sambandi, að tölur þær, sem Lúðvik Jósepsson alþingis- maður talaði um i sjónvarpinu fyrir nokkru um afla Breta hér, eru alrangar. I mörg ár hafa Is- lenzkir stjórnmálamenn valdið mér vonbrigðum, en svona langt hélt ég að enginn myndi ganga f þvi að falsa staðreyndir. Lúðvik Jósepsson veit það jafn- vel og aðrir Islendingar, að togarar sem hafa landað 13. nóvember i Bretlandi hafa veriö við veiðar frá 26. október. Lúð- vik veit það fullvel, að það eru milli 40 og 50 brezkir togarar að veiðum á þessum tima, — og þó miðað sé við lægri töluna og reiknað með 5 tonna afla á þau 40 skip I 50 daga, þýðir það alls lO.OOOtonn. Bretarnirgáfu upp 9 þús. tonn. En svona er hægt að falsa staðreyndir frammi fyrir alþjóð án þess að blikna. — Bretarnir virðast vera með fjórar freigátur nú að staðaldri á miðunum, og þó brezku togararnir missieitt og eitt troll og þurfi að hifa 1-2 á sólarhring, vegna nærveru varðskips,get ég ekki séð, að það sé þess vald- andi, að afli þeirra minnki að verulegu ráði. Hinu er ekki að leyna að þetta skapar spennu og taugaóstyrk , bæði hjá togara- skipstjórum og freigátuskip- stjórum. Það virðist vera stefna Breta, að þvi fleiri varðskip, sem send eru á miðin, þvi fleiri freigátur senda þeir. — Nú segir þú, að Bretar geti nú veitt hér 80% af þeim afla, sem þeir veiða hér venjulega, þegar engar deilur eru uppi. Eru til einhverjar aðrar aðferð- ir til að hindra veiöar brezku togaranna? — Já, þær eru til og mér hefur dottið ýmislegt i hug i þvi sam- bandi. Ég tel að við getum um tima hindrað veiðar þeirra meira en nú, eða þar til þeir Þröstur Sigtryggsson, skipherra á Ægi ásamt konu sinni, Guðrúnu Pálsdóttur, börnum þeirra þrem- ur, og tveimur barnabörnum, t.f.v. Margrét Hrönn, Þröstur Rúnar, Þröstur Sigtryggsson, Guðrún Pálsdóttir, Sigtryggur Hjalti, Sigtryggur örn og Bjarnheiður Dröfn. „ Timamynd: Gunnar — Ykkur skipherrum á varð- skipunum hefur verið tiðrætt um skipstjóra freigátanna, og ýmist nefnt þá „gentlemen” eða kokkteildrengi. Hver er þín skoðun, Þröstur, á þessum skipstjórum? — Ég hef ekki haft það mikil samskipti við þessa menn, að ég geti myndað mér skoðun á þeim upp til hópa. Ég býst við, að á freigátunum séu menn með mismikla hæfileika, eins og alls staðar. Hvað mig sjálfan áhrær- ir þá get ég ekki annað sagt, en að þeir hafi verið mjög tillits- samir i sinum siglingum I nám- unda við Ægi. Þeir hafa að visu reynt að sigla fyrir okkur, neyða okkur til að breyta stefnu, — og ég hef látið það eftir þeim. Ég hef breytt stefnu áður en til áreksturs kemur. — Robert Gerken, yfirmaður freigátunnar Andrómedu, hælir þér mjög sem skipstjóra. Hefur þú átt einhver sérstök samskipti við hann á miðunum? — Nei, það get ég ekki sagt. Hann var yfirmaður flotadeild- ar Breta, og ég tel, að okkur á Ægi hafi einm. tekizt dável upp i þvi, að leika á hans flotavernd. Við komum að brezku togurun- um Ur ýmsum áttum, óvænt, og náðum að klippa á togvira tveggja togara I siðasta túr. Brezku flotaskipin hafa siglt með varðskipinu og reynt mis- munandi grófar hindrunar- siglingar. Skipstjórar þessara skipa eru mismunandi lagnir og misfljótir að tileinka sér ýmiss siglingaratriði, þegar um svona siglingar er að ræða. — Hver er ástæðan fyrir þvi, að varðskipunum hefur ekki tekizt að klippa á togvira i jafn rikum mæii siðustu vikur og þar á undan? Eru freigátuskip- stjórarnir kannski farnir að þekkja ykkar herbrögð það vel, að þeir geti komið I veg fyrir klippingar? — Nei, það liggur ekki i þvi, Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.