Tíminn - 14.01.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.01.1976, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 14. janúar 1976. TÍMINN 7 tJtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: í>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Glsla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalsíræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingaisimi, 19523. Verö I lausasölu lir. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á'mánuði. -— . Blaðaprent ii'.f: Óskhyggja brezkra stjórnvalda Af hálfu brezkra stjórnvalda er reynt að túlka viðbrögð islenzku rikisstjórnarinnar við ásiglinga- tilraunum brezkra herskipa sem þreytumerki, sprottin af þvi, að islenzku varðskipunum hafi ekki tekizt um nokkurt skeið að klippa á togvira togar- anna, sem hafi haldið sig innan verndarsvæðis brezka flotans. Islenzka rikisstjórnin óttist, að Is- lendingar séu að biða ósigur i þorskastriðinu, og þvi gripi hún til örþrifaráða. Hér skal ekki dæmt um, hvort þessi túlkun brezkra stjórnvalda stafar fremur af sjálfsblekk- ingu eða óskhyggju, en hvort tveggja væri jafn- rangt. íslendingar hafa gert sér ljóst frá upphafi þorskastriðsins, að það gæti orðið langt, og þvi bú- ið sig undir það, að striðsgæfan gæti ýmist verið hliðholl íslendingum eða Bretum. Þetta skiptir ekki höfuðmáli, þegar upp verður staðið, heldur hitt, hver úrslit lokaþáttarins verða. Hann ætla Is- lendingar sér að vinna, og verða að vinna, ef lif- vænlegt á að vera á íslandi i framtiðinni. Þess vegna er það þrautseigjan og úthaldið, sem skiptir öllu máli i þorskastriðinu. Sá verður sigurvegari, sem þolir bezt að þreyja þorrann og góuna. Brezk stjórnvöld skulu ekki telja sér trú um, að brezkum sjómönnum þyki fýsilegt að veiða undir herskipavernd á mjög takmörkuðu svæði. Það þýðir ekki heldur að halda þvi fram, að islenzku varðskipin valdi ekki truflun á veiðum Breta, þótt ekki sé alltaf verið að klippa á togvira. Fyrir is- lenzka sjómenn er það ekki heldur litilsvert, að verndarsvæði herskipanna er ekki nema litill hluti þess svæðis, þar sem brezkir togarar gátu áður veitt óhindrað. Að sjálfsögðu geta Bretar náð ein- hverjum afla með þessum hætti, en tölur þeirra um aflamagnið tekur enginn alvarlega. Bretar eru svo vanir að birta striðstölur, sem enga stoð hafa átt i veruleikanum. I striðinu um Bretland munu þeir t.d. hafa talið sig hafa skotið niður fimm sinn- um fleiri flugvélar heldur en Þjóðverjar áttu alls i siðari heimsstyrjöldinni. Brezkum stjórnvöldum skal þvi sagt i mesta bróðerni, að íslendingar eru fjarri þvi að gefast upp. Georg Brandes sagði einu sinni um Islend- inga, að þrennt væri mest á íslandi, eldurinn i iðr- um jarðar, snjórinn á jöklunum og þráinn i Islend- ingum. Það munu brezk stjórnvöld lika fá að reyna ef þau halda áfram að reyna að eyðileggja lifsaf- komu Islendinga. Treystum sjólfum okkur Óskhyggja Breta um uppgjafarhug Islendinga kann eitthvað að stafa af því, að sumir stjórnar- andstæðingar hafa verið að krefjast þess, að Atlantshafsbandalagið eða Bandarikin leystu deil- una við Breta á einni viku. I þessu felast vissulega nokkur merki um óþreyju. Sjálfsagt er að reyna á stuðning þessara aðila til hins itrasta. En þrátt fyrir það er nauðsynlegt að hafa hugfast, að fyrst og fremst verðum við að treysta okkur sjálfum og halda óhikað áfram, þótt einhverjar vonir bresti. Ef þorskastriðið á að vinnast, verður það fyrst og fremst að vera verk íslendinga sjálfra. Timinn til hafréttarráðstefnunnar styttist lika, og þá skapast nýr möguleiki til að heyja striðið á nýjum vett- vangi. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Tillögur Tindemans um einingu Evrópu Breytist Efnahagsbandalagið í ríki? A FUNDI æðstu manna Efnahagsbandalags Evrópu, sem haldinn var I Paris 1972, var ákveðið að stefna að þvi, að bandalagið væri orðið traust rikjasamsteypa (European union) fyrir árslok 1980. Heldur þótti þó miða hægt i þessa átt tvö næstu árin, og var þvi samþykkt á fundi æðstu manna i desember 1974 að fela Leo Tindeman, forsætisráðherra Belgiu, að vinna að álitsgerð um, hvemig framkvæmdum yrði bezt hraðað i þessum efnum. Tindeman hefur siðan unnið að þessari skýrslu, og tókst honum að ljúka henni rétt fyrir áramótin. Skýrslan var svo birt opinberlega siðast liðinn miðvikudag . Siðan hefur hún verið verulega rædd, bæði utan og innan bandalagsins. Yfirleitt fær skýrslan góða dóma að þvi leyti að hún sé raunsæ og taki tillit til mismunandi ástæðna i a ð i ld a r 1 ö n d u m Efna- hagsbandalagsins. Undirtekt- ir hafa verið jákvæðar i flest- um löndum Efnahagsbanda- lagsins, nema helzt i Dan- mörku og Bretlandi. Dönum virðist litast fremur illa á að togast inn i nýtt stórveldi, þar sem áhrif Dana munu fara minnkandi eftir þvi sem sam- eining rfkjanna verður nánari. Danir virðast eiga eftir að reyna , að það er auðveldara að ganga i slikt bandalag en að komast úr þvi, ef snúa ætti til baka. Aður en vikið er að skýrsl- unni, þykir rétt að kynna Tindeman nokkrum orðum. Hann er 53 ára gamall og hefur um skeið verið einn af helztu leiðtogum Kristilega flokksins i Belgiu. Siðan i april 1974 hefur hann verið forsætis- ráðherra i samstjórn Kristi- lega flokksins og Frjálslynda flokksins, en áður var hann varaforsætisráðherra i sam- stjórn Kristilega flokksins og sósialdemókrata. Þar áður var hann landbúnaðarráð- herra. A árunum 1965-1973 var hann formaður i samtökum kristilegra flokka i Evrópu og kynntist sem slikur mörgum helztu stjórnmálaleiðtogum i Efnahagsbandalagsins. TINDEMAN leggur mikla áherzlu á, að höfuðáherzlu verði að leggja á aukið sam- starf i efnahagsmálum, gjald- miðilismálum og félagsmál- um..Þannig verði að ná fram verulegum árangri, sem al- menningur taki eftir. Að öðrum kosti festi Evrópuhug- sjónin ekki nægilega rætur hjá almenningi, en það sé frum- skilyrði þess, að hún heppnist. Hann segist gera sér ljóst, að þessu marki verði að ná i áföngum, og það verði að gera mismunandi kröfur til þátt- tökurikjanna, eftir þvi hvar þau eru stödd efnahagslega. Þannig verði Bretland, Irland og ttalia að njóta vissra undanþága og hljóta vissa að- stoð frá hinum þátttökurikjun- um. Samstarf um efnahags- málin sé hinsvegar ekki einhlýtt, og það geti ekki dafn- að nægilega, nema nánara samstarf takist á öðrum svið- um, og þó einkum á sviði utan- rikismála. Samstarfið geti ekki blessazt inn á við, nema það sé lika náið út á við. Eink- um telur Tindeman mikil- vægt, að samstarfið út á við sé Leo Tindeman náið á fjórum sviðum: 1 fyrsta lagi er þar um að ræða afstöð- una til nýrrar efnahagslegrar alþjóðlegrar samvinnu (þar undir viðskipti við þróunar- löndin). I öðru lagi um afstöðu efnahagsbandalagsrikjanna til Bandarikja Norður-Ame- riku. 1 þriðja lagi afstöðuna til varnarmálanna. I fjórða lagi afstöðuna til deilna og átaka, sem muni risa upp i ná- grannarlkjum Efnahags- bandalagsrikjanna. Tindeman leggur áherzlu á, að samstarf um varnarmálin sé sérstak- lega mikilvægt. Nú sé öryggi Efnahagsbandalagsrikjanna tryggt með samstarfinu i At- lantshafsbandalaginu (írland er að visu utan þess), en óvist sé, hve lengi það haldist, og Efnahagsbandalagsrikin þurfi að geta orðið sjálfum sér nóg i þessum efnum, m.a. á sviði hergagnaframleiðslu. Þetta verði hins vegar ekki gert i einu vetfangi, heldur verði þetta að þróast stig af stigi. TINDEMAN leggur þannig til, að samstarf verði aukið á öllum sviðum, og ríkin sam- einist smátt og smátt á þann hátt. Þetta telur hann þó ekki fullnægjandi, heldur þurfi að gerast breyting á sjálfu skipu- lagi bandalagsins. Hann telur, að æðstu menr. rikjanna þurfi að halda a.m.k. þrjá fundi á ári, i stað tveggja nú, og að á fundum þeirra eigi að marka meginstefnuna. Þá eigi fundir æðstu manna að gera tillögur um formann stjórnarnefnd- arinnar, sem hefur daglegar framkvæmdir með höndum i samræmi við stefnumótun þjóðarleiðtoganna, og þing bandalagsins eigi siðan að staðfesta útnefningu hans. Formaðurinn tilnefnir siðan aðra stjórnarnefndarmenn, en þeireru nú tilnefndir af hinum ýmsu þátttökurikjum. Þannig verður stjórnarformaðurinn eins konar forsætisráðherra Efnahagsbandalagsins og nefndarmennirnir eins konar ráðherrar hans. Þá leggur Tindeman til að neitunarvald einstakra rikja verði smám saman látið hverfa úr sögunni að sú skipan komist á, að minnihluti verði að beygja sig fyrir meirihlutanum. Vafalitið er þetta stærsta breytingín, sem felst I tillögum hans. Þá leggur hann til að völd þings- ins verði aukin, og að það verði kosið beinum kosningum i þátttökurikjunum, en fulltrú- ar á það ekki valdir af þjóð- þingunum, eins og nú er. Raunar er búið að ákveða á fundi æðstu manna banda- lagsins, að þessari skipan verði komið á fyrir 1978, og hafa öll þátttökurikin þegar fallizt á þá breytingu, nema Bretland og Danmörk, en bú- izt er við þvi, að þessi lönd muni einnig gera það. Ljóst er af þessu að yrði farið eitir öllum tillögum Tindemans, yrði miklu fremur rétt að tala um Efnahags- bandalagið sem riki eða rikjasamsteypu en bandalag. Að undanförnu hefur þróunin lika stefnt i þá átt, en stórum hægar en Tindeman gerir ráð fyrir. Eins og áður segir, hefur skýrslunni verið framur vel tekið i flestum löndum Efna- hagsbandalagsins, nema helzt i Danmörku. Anker Jörgensen forsætisráðherra hefur m.a. lýst yfir þvi, að hann sé ekki sammála öllum atriðum skýrslunnar, en stjórnin muni láta semja sérstakt álit um hana og leggja það fyrir utan- rikismálanefnd þingsins. Kjeld Olesen, talsmaður sósialdemokrata i þinginu. hefur sérstaklega lýst sig and- vígan þvi, að neitunarvaldið verði afnumið. Þá hefur Mog- ens Glistrup tekið skelegga afstöðu og sagt, að ekki komi til mála að samþykkja ýmsar hugmyndir Tindemans. nema að undangenginni þjóðarat- kvæðagreiðslu. Þ.Þ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.