Tíminn - 14.08.1976, Blaðsíða 12
12
TÍMINN
Laugardagur 14. águst 1976
Frá grafik-sýningunni.
fólk í listum
Má bjóða
yður
Picasso?
Tvær merkilegar sýningar
á Kjarvalsstöðum
UM þetta leyti standa yfir tvær
merkilegar sýningar aö Kjar-
valsstööum og hafa þær þaö
sammerkt, aö þaö eru ekki
listamennirnir sjálfir sem aö
þeim standa, heldur aörir
menn, þótt auövitaö hafi þeir
lagt til myndirnar, en þetta er
sýningin GRAFÍK, sem Félagiö
Myndkynning hefur sett upp, og
sýning ,,Gr safni Gunnars Sig-
urössonar” I Geysi.
Þessar sýningar koma á
„agúrkutima”, þegar myndlist-
argagnrýnendur skrifa litið i
blöð, hafa eins og aðrir fengið
nóg á löngum vetri og vilja
gjarnan hugsa um eitthvað ann-
að. En núna þegar fáort sumar-
ið er að syngja sitt siðasta vers
varð ekki hjá þvi komizt að lita
heim að Kjarvalsstöðum til að
missa ekki af umtalsverðum
hlutum.
Sýning á verkum úr safni
Gunnars heitins Sigurðssonar i
Geysi (1922-1970) er ekki sú
fyrsta, sem komin er úr einka-
safni. Reykvikingar og reyndar
fleiri landsmenn hafa verið ör-
látir á að lána verk sin almenn-
ingi um stund, svo fleiri mættu
njóta en þeir einir, og vitna ég
þar til fjölmargra yfirlitssýn-
inga á Kjarvalsstöðum og i öðr-
um sýningarsölum borgarinnar,
— en svona mikla sýningu úr
einkasafni manns, höfum við
ekki séð áður, að ég man. A sýn-
ingunni eru 92 myndir eftir ást-
sæla listamenn, og nægir að
nefna nöfn eins og Snorra Arin-
bjarnar, Sverri Haraldsson,
Þorvald Skúlason, Valtý Pét-
ursson, Kristján Daviösson,
Ninu Tryggvadóttur og Kjartan
Guðjónsson, en alls munu vera á
sýningunni verk eftir 21 lista-
mann, sem allir hefðu átt svip-
aðan rétt á að teljast upp hér.en
ég nefni þessi nöfn aðeins til
þess að sýna, að verkin eru ekki
af verri endanum, heldur eru
þau öll eftir viðurkennda menn.
Allir sem um list, eða mynd-
listir hafa hugsað, vissu að til
var ágætt safn listaverka i eigu
Gunnars Sigurðssonar i Geysi.
Hann hafði til þess ágætt tæki-
færi að eignast myndir, þvi aö
hann var handgenginn lista-
mönnum og myndlistinni. Um
þetta segir Björn Th. Björnsson
á þessa leiö:
„Salurinn uppi á Fréyjugötu,
sem Gunnar hafði látið gera úr
efri hluta gömlu vinnustofu As-
mundar, var fremur en nokkur
annar staður i bænum vettvang-
ur hins nýjasta i islenzkri list,
alla vega á árunum 1949 til 1955.
Og á heimili þeirra Gunnars og
Guðrúnar Lilju heilsaði kaffi-
sopinn upp á fleiri unga lista-
menn en nokkurt kaffihús. Ég
man hver ósköpin stundum voru
skorin þar og smurð af fransk-
brauði.-
Að sjálfsögðu bar salurinn sig
ekki á þessu' oddaliði einu
saman, heldur var og efnt til
„vinsælla” sýninga, svo sem
yfirlits á myndum Emils Thor-
oddsens, eða á nýjustu mál-
verkum Jóns Stefánssonar, og
skáld lásu þar upp úr verkum
sinum, svo sem Þórbergur úr ó-
prentuðum Sálminum, og meira
Gunnar Sigurðsson, listaverka-
safnari.
Málverk eftir Snorra Arinbjarnar.
að segja slepuðum við þangað
upp flýgli, svo Lanzki-Ottó gæti
músiserað um myndir á sýningu
eftir Moussorski.”
Ennfremur þetta:
„Sumar myndanna hrifu
Gunnar svo þegar i fyrstu, að
hann lagði á þær fölur. Aðrar
fékk hann að velja upp i greiðsl-
ur, og enn gáfu listamenn hon-
um marga mynd, vitandi að
betra heimkynni yrði þeim ekki
kosið. Þannig er þetta safn
Gunnars Sigurðssonar ekki slikt
sem auðmaðurinn — konnisör-
inn — fyllir eftir kerfi og drepur
i skörðin: Það er miklu fremur
lifandi dókúment skamms en
mikils umbrotaskeiðs i list okk-
ar. Það er dagbók tiðinda, sem
öll þóttu ekki fréttnæm á liðandi
stund, en munu samt lifa flest
hin, sem voru með stærra letri
þrykkt.”
Það, sem vekur athygli
manns við fyrstu sýn, er það
hversu góð eihtök af hverjum
málara Gunnar Sigurðsson
hefur eignazt. Hvort hann var
mikill auðmaður veit ég ekki,
þótt vafalaust hafi hann haft
rúman fjárhag, eftir þvi sem
gerðist hjá fólki. Það eitt nægir
þvi miður ekki til þess sem
þarna er sýnt, að hafa átt aura.
Myndirnar eru valdar af svo
mikilli smekkvisi, að undrun
sætir. Málararnir eru ólikir, en
samthefur sýningin svo sterkan
heildarsvip, að þær gætu allar,
þess vegna, verið eftir sama
mann, ef við ekki vissum betur.
Gunnar Sigurðsson hefur þvi átt
meira i þessu safni en tóma pen-
inga, — lika skoðun, sem stóð
föstum fótum.
Sýningin er verðmæt heimild
um vissan þátt i myndlistarsögu
aldarinnar og safnið þyrfti þess
vegna endilega að varðveitast i
heild sinni.
Um einstakar myndir verður
ekki fjallað hér, en ég vil þó sér-
staklega vekja athygli á frá-
gangi öllum. Farið er inn á
nokkuð nýja braut við að hengja
myndirnar upp, réttlinustefn-
unni er hafnað, og tekin er inn
dálitil ringulreið i það starf,
svona til tilbreytingar, en þeir
sem hengdu upp sýninguna voru
þeir Jóhannes Jóhannesson og
Guðmundur Benediktsson.
Listunnendur ættu ekki að
láta hjá liða að skoða þetta á-
gæta safn, og Kjarvalsstaðir
ættu að athuga hvort myndlán
frá einstaklingum, hvort sem
um heil söfn er að ræða eða
ekki, gætu ekki orðið einn þátt-
urinn i rekstri Kjarvalsstaða i
framtiðinni.
Myndkynning
sýnir grafik
Með safni Gunnars Sigurðs-
sonar, deilir heimsfrægðin
vestursal Kjarvalsstaða, en,
i norðurhluta hans eru sýndar
grafikmyndir eftir ýmsa heims-
fræga nafntogaða listamenn.
Nægir þar að nefna Picasso,
Salvador Dali, Victor Vasarely,
ERRO, og marga fleiri.
Yfirleitt er eitt myndlistar-
verk eftir hvern þeirra mörgu,
er þarna eru sýndir, en myndir
Erros eru á þriðja tug talsins.
Það er ekki á hverjum degi,
sem við fáum að sjá jafn marga
ágæta, heimsþekkta menn undir
sama þaki. Áð vlsu eru þetta
ekki merkilegustu verkin sem
þeir gerðu, enda varla von, en
alheimssnillingurinn leynir ekki
á sér, heldur býr til fleiri hluti
góða en vonda, en aöallega þó
góða.
Stærstur er hlutur Erros I
þessari sýningu, en þar eru
myndir úr hinni frægu mynda-
röð MADE IN JAPAN en i
myndaröðinni er teflt saman
vigvélum og kynfærum, ástalifi
og hernaði.
Erro er frægasti islenzki
myndlistarmaðurinn.um það er
ekki blöðum að fletta, og það
hefur dregizt óhæfilega lengi að
haldin sé stór sýning á verkum
hans hér heima. Samt er hann
ekki afkróaöur neins staðar,
stórsýning var til dæmis á
myndum hans suöur i Munchen
ifyrra,og sýningarganga út um
allan heim á ver-kum hans, og
sem dæmi um tiltrúna úti i
heimi, þá hefur Erro m.a. gert
frimerki fyrir Kúbu, svo eitt-
hvað sé nefnt.
Grafiklistin hefur átt örðugt
uppdráttar á Islandi lengi, en nú
er hún sem betur fer á hraðri
uppleið. Mestu munar um her-
ferð ungra grafiklistamanna,
þvi opinber söfn hafa litið sinnt
grafik óumbeðin.
Nægir að minna á hina míkíu
yfirlitssýningu á grafik, sem
haldin var i vor, myndir
Hundertwassers og kinversku
grafiksýninguna, sem haldin
var i fyrra. Allt þetta treystir
grundvöll þrykklistarinnar, og
það sama mun þessi ágæta sýn-
ing Myndkynningar gera. Bætt
er úr sáru hungri eftir góðum
grafiksýningum og heimsfrægð-
in sjálf er leidd til öndvegis, þótt
i smáum stil sé. En svo mikið er
vist, að Islendingum er ekki á
hverjum degi boðið að kaupa
Picasso fyrir 120 þúsund kall.
Aðalsteinn Ingólfsson,
framkvæmdastjóri listráðs seg-
ir á þessa leið i aðfararorðum:
„Ég held samt að hvalreki
sem þessi sýning er, hafi ekki
komið á fjörur islenzkra grafik-
unnenda um árabil. Hér sjáum
við koparstungu eftir Picasso,
sem signeruð er i plötuna,
einkennandi fyrir hinn hvatlega
og örugga teiknistil meistarans
og hér er sömuleiðis til sýnis
handbragð og sérkennilegur
myndheimur Salvadors Dali
sem i fjóra tugi ára hefur verið
frægastur súrrealista. Hér er
einnig að finna verk eftir Victor
Vasarely sem verið hefur frum-
kvöðull i optiskri afstraktlist
undanfarin 20 ár og hefur m.a.
haft ómæld áhrif á nokkra is-
lenzka listamenn. Einnig eru
hér nýjar stjörnur á mynd-
listarhimninum, t.d. Yvaral
(sonur Vasarelys) sem getið
hefur sér mjög gott orð fyrir
strendingasjónhverfingar sinar
og fágað handbragð. Aðrar list-
rænar tilhneigingar i evrópskri
list eiga hér fulltrúa, — t.a.m.
sjáum við belgiska listamann-
inn Corneille úr Kóbra-hópnum
með kröftugt ljóðrænt verk eins
og hans er von og visa og hér er
frakkinn Soisson, sem bergt
hefur af sama brunni. Ekki má
heldur gleyma Italanum
Gaetano Pompa og furðuveröld
hans eða frakkanum Max
Papart sem verið hefur i
fremstu röð grafiklistamanna
og bókaskreytingamanna i
Evrópu i mörg ár.”
Báðum þessum ágætu
sýningum lýkur á sunnudags-
kvöld.
Jónas Guðmundsson