Tíminn - 03.06.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.06.1977, Blaðsíða 1
Stjörnuhrap á Laugardalsvelli — bls. 25 HOTEL KLA Rauðardr ’stíg 18 Gisfing Morgunverður 120. tölublað— Föstudagur 3. júni 1977 —61. árgangur ] Slöngur — Barkar — Tengi ■BSBESiSaualH SMIÐJUVEGI 66 Kópavogi — Sími 76-600. Hér eru þeir Gunnar Guðjónsson ,,grásleppu- karl” og Gummi háseti hans á leið á miðin. Tíminn fór með þeim í róður og inni í blaðinu er fleiri myndir að finna frá sjóferð þeirri. (Tímamynd: Gunnar) Wm 1*2, * mm mmw- ■■■ , ÉÉilKin Tveir stórir skjálftar frá Kötlu í gær: Peir stærstu síðasta áratug HV-Reykjavik. — Jú, þaö hefur skolfiö svolftið hjá okk- ur I dag og meðal annars komu tveir allsnarpir skjálftar rétt fyrir klukkan þrjú. Sá stærri þeirra, sem mældist rétt upp undir fimm stig á Richter-kvarða, kom fyrst, en I kjölfar hans fylgdi annar, sem mældist nokkuð minni, eða rétt um fjögur stig. Raunar eru þetta lik- lega stærstu skjálftar sem komið hafa hér f um áratug, ábyggiiega held ég stærstir siðan 1967, sagði Einar H. Einarsson, böndi á Skamma- dalshóli, f Mýrdal, i viðtaii viö Timann í gær. Vart varð allnokkurra hræringa á Kötlusvæðinu i gær og auk þessara tveggja stóru jaröskjálfta mældust margir minni eftirskjálftar, og þegar blaðamaður Timans ræddi við Einar, skömmu fyrir kvöldmat i gær, var ekki komin kyrrð á enn. — Sennilega er þetta frá Kötlu komiö, sagði Einar ennfremur i gær, enda greinilega einhver umbrot þarna undir jöklinum. Mér þætti þó trúlegt að þetta verði ekki meira I svipinn, úr þvi þetta byrjar svona hratt, en fjarar út. Svipað og sprunguskjálftarnir viö Reykjanesið. Ef þetta færi hægt af stað og ykist, þá þætti mér það liklegt til aö vita á tiðindi. Mér þykir ótrúlegt að þessir skjálftar hafi valdið nokkrum skemmdum, þvi þótt þeir fyndust víða, allt austur f Skaftárdal og I Vik, sem er mjög óvenjulegt, þá náðu þeir ekki að hreyfa hús- gögn. Þeir komu hins vegar ljósakrónunum af staö. Við eigum að visu alltaf von á Kötlu, hvað úr hverju, miðað viö þá umbrotaaukn- ingu.sem verið hefur frá ári til árs, en ætli þaö dragist ekki að minnsta kosti fram á haustið. Eins og fram kemur i viðtalinu við Einar hefur skjálftatiöni á Kötlusvæöinu aukizt jafnt og þétt undan- farin ár. Hefur jafnvel komiö til þess að Mýrdalssandi væri lokaö fyrir umferö um nætur. Timinn hafði i gær sam- band við Þóri Kjartansson, hjá almannavarnanefndinni iVik i Mýrdal. Þórir kvað al- mannavarnanefndina ekki hafa verulegan viöbúnaö, umfram það sem venjulegt væri, vegna þessara skjálfta. Lögreglumenn heföu verið beggja megin viö sandinn og heföu . þeir það hlutverk að vara fólk, sem út á hann fer, við þvi að hættuástand gæti verið að skapast. Var í gær látið nægja að hvetja fólk þannig til að hraða ferð sinni yfir sandinn, en óliklegt var talið að honum yröi lokaö fyrir umferð i nótt. Þórir sagði i gær, að al- mannavarnanefnd heföi menn á sandinum, til dæmis á Háfelli, þar sem sést vel inn yfir jökulinn. Væru þessir „vaktmenn” i tal- stöðvarsambandi við nefnd- ina og myndu láta vita ef ein- hver merki umbrota sæjust. Þórir sagöi ennfremur, að umferö um sandinn yrði lik- lega ekki bönnuð i nótt, nema þvi aðeins að skyggni yröi lé- legt, eöa aörar aöstæöur gerðu umferö varasama. Afleitt ef þör- ungaverk- smiðjan bregzt KEJ-Reykjavik. — Viö viljum ekki trúa þvi ennþá að ekki veröi reynt aö koma fótunum undir Þörungaverksmiöjuna aö nýju, sagöi Ingi Garöar Sigurösson oddviti Reykhóla- hrepps I samtali viö Tlmann I gær. Eins og fram hefur komiö ITimanum ákvaö stjórn verk- smiöjunnar aö hætta tilraun- um til reksturs og hefur nú sagt upp starfsmönnum frá 1. júnf aö telja. Ingi Garðar, sem einnig á sæti I stjórn fyrir- tækisins, sagöi aö fyrir stjórn- ina hafi ekki veriö um annaö aö ræöa, hins vegar væri þetta mikiö alvörumál fyrir Reyk- hólahrepp sem hefur 25-30% tekna sinna frá verksmiöjunni og ýmissa annarra hagsmuna aö gæta. Sagöi Ingi að ef svo færi að verksmiöjan yröi endanlega lögö niður, mundi margt fólk flytjast brott úr hreppnum, og 4 leiguibúðir sem hreppurinn byggði i sambandi við verk- smiðjuna, mundu þá aö likind- um standa auöar. Þau eru fleiri sveitarfélögin en Reykhólahreppur sem hafa beinna og óbeinna hagsmuna að gæta I sambandi við Þörungaverksmiöjuna. Tim- inn haföi i gær samband við Eirik Asmundsson kaup- félagsstjóra á Króksfjaröar- nesi, Gisla Agústsson oddvita Gufudalshrepps og Grim Arnórsson oddvita Geirdals- hrepps. Voru þeir allir á einu máli um slæmar afleiðingar þess, aö verksmiðjan yrði iögð niöur, en töldu heimamenn vanmegnuga til aö ráöa fram úr þessum málum á meöan rikisvaldið héldi að sér höndunum. Hins vegar voru þeir yfirleitt sammála um að þær tilraunir sem geröar hafa veriö á vegum verksmiðjunn- ar einkum hvað varöar hand- öflun á þangi og vinnslu á smáfiski, viröist geta oröiö lausn á vandanum, en það eru einmitt tillögur byggðar á þessum tilraunum, sem ekki fá afgreiðslu hjá rikisstjórn- inni. Ingi Garöar Sigurðsson taldi aö ekki þýddi að neita þvi aö stórfelld mistök hafi átt sér stað i rekstri fyrirtækisins ár- ið 1976. Hann vildi þó meina aö aöstandendur verksmiöjunnar heföu lært á þeim mistökum Framhald á bls. 4 '0$k H1 i . wWiEffla mmÆ ÍÍBli |m| Sjómannadagnr í 40. skipti — bls. 14-15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.