Tíminn - 10.06.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.06.1977, Blaðsíða 1
Byggðastefnan skilar árangri - Sjá bls. 2 GISTING MORGUNVERÐUR SÍMI 2 88 66 - Rannsóknarlögregla rikisins tekur til starf a 1. júM: Lögreglu- o o vald og dómsvald aðskilið Gsal-Reykjavik. — Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlög- reglustjóri sagði á blaða- mannafundi f gær, að með lög- um um rannsoknarlögreglu rikisins væri stigið eitt siðasta skrefið i breytingum á Islenzk- um réttarfarslögum, en þau mál hefðu verið I endurskoðun um nokkurra áratuga skeið. Með lögum um það embsfetti yrði lögregluvald oog dóms- vald svo til alveg aðskilið, þvi sakadómur færi ekki lengur með yfirstjórn rannsókna I opinberum málum og frum- kvæðið væri I höndum rann- sóknarlögreglunnar sjálfrar. Tilefni fundarins i gær var, ab 1. júll næst komandi tekur rannsóknarlögregla rikisins formlega til starfa. Það var 16. desember sl., sem sam- þykkt voru lög á Alþingi um rannsóknarlögregluna, og i beinu framhaldi af þeirri lagasetningu, eða 3. janúar, var staða rannsóknarlög- reglustjóra auglýst laus til umsóknar. — Réttum mánuði siðar var Hallvarður Ein- varðsson, þáverandi várasak- sóknari, skipaður I stöðuna. Frá þeim tima hefur verið unnið sleitulaust aö undirbún- ingi stofnunarinnar, og hefur það aðallega beinzt að tvennu. Annars vegar útvegun á hent- ugu húsnæöi og hins vegar skipulagningu rannsóknarlög- reglunnar frá grunni. Hall- varður hefur haft veg og vanda af undirbúningsstarfinu en með honum hafa einkum starfað Eirikur Tómasson aö- stoðarmaður dómsmálaráð- herra, ólafur W. Stefánsson skrifstofustjóri í dómsmála- ráðuneyti og Þórir Oddsson aðalfuiltrúi yfirsakadómarans I Reykjavik. Rannsóknarlögregla rlkis- ins hefur með höndum lög- reglurannsóknir brotamála i Reykjavik, Kópavogi, Sel- tjarnarnesi, Garðakaupstað, Hafnarfirði og Kjósarsýslu, að þvi leyti sem þær eru ekki I höndum lögreglustjóra þar. Með sama hætti skal rann- sóknarlögreglan hafa með höndum rannsóknir brota- Hallvarður Einvarðsson, forstöðumaður Tannsóknarlög- reglu rlkisins, á blaðamannafundinum I gær. Til hægri á myndinni situr Eiríkur Tómasson, aðstoðarmaður dóms- málaráðherra, en Eirlkur hefur starfað mikið við undir- búning þessarar nýju stofnunar. Þótt staðarval rannsóknarlögreglu rikisins sé umdeilt verður ekki annað sagt en að stað- urinn sé miðsvæðis I þeim umdæmum sem stofnunin tekur til. Þetta kort, sem sýnir 7 km radiusutan um Auðbrekku 61, tekur af allan vafa um það. mála i Keflavik, Grindavlk, Njarövikum, Gullbringusýslu og á Keflavikurflugvelli þegar dómsmálaéáðherra ákveður. Meiri háttar brotamál Rannsóknarlögreglan hefur aðeins með höndum rannsókn meiri háttar brotamála, þar sem embætti lögreglustjóra á höfuöborgarsvæöinu, þar sem starfandi verða sérstakar rannsóknarlögregludeildir, er ætlað að annast rannsóknir á minni háttar málum, s.s. um- ferðarslysum og brotum á umferðarlögum, brotum á lögreglusamþykktum, brotum á áfengislögum öðrum en á- fengissmygli, brotum á lögum um tilkynningar aðseturs- skipta, auk annarra mála- flokka, eftir þvi sem ákveöið veröur I reglugerð. Um þessar mundir er ein- mitt verið að vinna að samn- ingu slikrar reglugerðar, en i þvi sambandi hefur verið mót- uð sú stefna aö fela viökom- andi lögreglustjórum rann- sókn, sem flestra þeirra mála, er minni háttar teljast. A blaðamannafundinum I gær kom fram, að reglugerð þessi ættiaö verða tilbúin I kringum 1. júll næstkomandi. Veitir aðstoð út um allt land Þó svo að rannsóknarlög- regla rikisins hafi með hönd- Framhald á bls. 23 Gsal-Reykjavik. — í gær var gengið frá ráðningu helztu yfirmanna rannsókna rlög- reglu rikisins, sem tekur formiega til starfa 1. júli næst komandi. Auk Hallvarðs Ein- varðssonar rannsóknarlög- reglustjóra verða helztu yfir- menn rannsóknarlögreglunn- ar þessir: Þórir Oddsson deildarstjóri og staðgengill rannsóknarlögreglus tjóra, Erla Jónsdóttir deildarstjóri, örn Höskuldsson deildar- stjóri, Njörður Snæhólm yfir- lögregluþjónn, GIsli Guð- mundsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn og Ragnar Vignir aðstoðaryfirlögregluþjónn og jafnframt forstöðumaður tæknideildar rannsóknarlög- reglunnar. Aiur þessir starfsmenn rannsóknarlögreglu rikisins hafa starfað á vegum Saka- dóms Reykjavikur og rann- sóknarlögreglunnar i Reykja- vik. Deildarstjórarnir þrir voru ekki meðal umsækjenda um stöður hjá rannsóknarlög- reglu rikisins, þegar umsókn- arfrestur rann út 27. siðasta mánaðar, en að sögn Eirfks Tómassonar aðstoðarmanns dómsmálaráðherra sóttu þau um skömmu eftir að frestur- inn rann út, enda höfðu þá far- ið fram viðræður við þau i nokkurn tima vegna starfa á vegum rannsóknarlögreglu rikisins. Hallvarður Einvarðs- son rannsóknarlögreglustjóri sagði, að hugur þessa fólks hefði alltaf verið bundinn starfi á vegum þessa nýja embættis, en hins vegar hefðu launakjör verið óviss — og væru enn. Eftirerað ráða i stöðu skrif- stofustjóra, stöður 29 rann- sóknarlögreglumanna og boð- unarmanna og stöður þriggja aðstoðarmanna við skráningu, vélritun og fleira. Þess skal getið, að alls sóttu liðlega 60 um stöður rannsóknarlög- reglumanna og boðunar- manna við hina nýju rann- sóknarlögreglu. Frá og með 1. júli nk. hefur dómsmálaráðuneytið gert það að tillögu sinni, að fjöldi starfsmanna við hina nýju rannsóknarlögreglu verði sem hér segir: 1) Rannsóknarlög- Framhald á bls. 20 Lokaspretturinn hafinn?- Sjá bak Slöngur — Barkar — Tengi BwSHmunaH SMIÐJUVEGI 66 Kópavogi — Simi 76-600, [ 124. tölublað—Föstudagur 10. júnl 1977 — 61. árgangur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.