Tíminn - 12.07.1979, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.07.1979, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 12. júll 1979. 13 MYNDLIST Sumarið ’79 Um Septem-sýning - una á Kjarvalsstöðum Septem-sýningin á Kjarvalsstööum Nú hefur verið opnuð á Kjarvalsstöðum mik- il sumarhátið i listum, þar sem þrjár fylking- ar listamanna sýna verk sin, en það eru Septem-hópurinn myndhöggvarafélagið og svo tólf ungar konur, sem þrykkja tau og gera margt annað eins og grafik, leirmuna- gerð og fleira. Þetta heitir Sumar á Kjarvalsstöðum. Aö þessu sinni skal þó aðeins fjallað um sýningu Septem- manna, en þeir eru I vestursal, og þar eru sýndar 90 myndir. Það hefur vantaö alveg klára skilgreiningu á þvi hvað Septem-hópurinn stendur fyrir. Þóra Kristjánsdóttir, fram- kvæmdastjóri Listráðs, bætir nokkuð úr þessu, en hún segir i sýningarskrá um hópinn: „Septem-hópurinn varð til 1974, er sjö (þaöan nafnið) myndlistarmenn tóku sig saman og efndu til sýningar i Norræna húsinu. Þaö hefur örlaö á þeim misskilningi að þessi hópur væri nokkurskonar endurlifgun gömlu September- sýningarinnar frá 1947, en svo er ekki, þrátt fyrir þaö að kjarni hópsins er að nokkru sá sami. Margir af fyrri félögum eru látnir, einn fluttur úr landi og aðrir hafa bæst i hópinn. Septem-hópurinn hefur haldið árlega sýningu i Norræna hús- inu frá 1974 — einn listamaður hefur bætst i hópinn og eru þeir nú 8. Auk þess hafa tveir þekktir erlendir listamenn tekið sem gestir þátt I sýningum Septem- hópsins. Yngsti hópurinn er Galleri Langbrók — tólf lista- konur stofnuðu galleriið á Vita- stig 12 í fyrrasumar. Þar er miðstöð textílþrykkjara en einnig er þar á boöstólum vefnaður, grafík,vleirmunir og sérhannaður fatnaður. Allir þessir þrir listamannahópar sýna nú, sem hópar i fyrsta skipti á Kjarvalsstööum. Alls sýna hér nú 32 listamenn I sum- ar við hlið meistara Kjarvals en verk eftir hann I eigu Reykja- víkurborgar getur að llta i austursal. Ef þessi sýning mælist vel fyrir og svona tilhög- un reynist forvitnileg er ætlunin að halda áfram á sömu braut og bjóða listamönnum aftur næsta sumar. Þeir sem nú sýna eru Sigurjón Ólafsson (1908) Þorvaldur Skúlason (1906), Kristján Daviðsson (1917), Valtýr Pétursson (1919) Jóhannes Jó- hannesson (1921) Guðmunda Andrésdóttir (1922) og Steinþór Sigurðsson (1933). Upphaflega mun hafa staðið til að Karl Kvaran yrði með eins og áður en hann féll frá þvl vegna þess að hann hafði ný- veriðlokið sýningu á sama stað. Er það að sumu leyti vont en að öðru leyti gott. Myndir Karls Kvarans hafa oft látið ófrið- lega á Septem-sýningum verið of hávaðasamar fyrir heildar- blæinn i fremur takmörkuðum húsakynnum (Norræna Húsinu) en núna þegar búið er að bera vitið úr bænum þar og flytja I Kjarvalsstaði þar sem nóg rými er hefðu myndir Karls fallið betur að öðru efni. Ein besta sýningin tii þessa Ég tel ekki minnsta vafa á þvl að þetta er besta sýning Septem-hópsins fram til þessa og er þá átt við sýninguna sem heild. Kannski er þetta sumpart vegna þess að áður voru húsa- kynnin ekki eins rúm. Það er ekki gott að sýna mikla fleka, stórar myndir I Norræna húsinu en á Kjarvalsstöðum má vel sýna stórar myndir, einkum I dagsbirtu og njóta stórmyndir þeirra Kristjáns Davlðssonar og Jóhannesar Jóhannessonar sin þar mjög vel svo dæmi séu nefnd. Það sem mesta athygli vekur eru liklega höggmyndir eöa skúlptúrar Sigurjóns Ólafsson- ar. Um það hefur áður verið skrifað hér I blaðinu að það fari mjög vel á að hafa höggmyndir á málverkasýningum, eða mál- verk á höggmyndasýningum, ef menn vilja frekar orða það svo. Plnupons Sigurjóns Ólafssonar vekja manni ávallt einhverja sérstaka gleði, þegar maður mætir augum þeirra á sýning- um. Svo er einnig að þessu sinni. Maður dáir ekki aöeins hand- bragðið heldur hrífst af form- um, linum, uppátækjum og styrkleika þessara smámynda innan um skrautfjaðrirnar á veggjunum. Af málurunum eru þaö eink- um þrir, sem boða tiðindi aö þessu sinni. Valtýr Pétursson sem nú sýnir landslagsmyndir (auk annars) Jóhannes Jó- hannesson sem hefur breytt til og Kristján Daviðsson sem á þarna tvær stórar myndir sem gefa hans deild og sýningunni sérstakan svip. Aðra myndina hefi ég séð áður en hina ekki. Þær varpa birtu og yl yfir þessa sýningu og eru hennar forsegl ef svo má segja. Um Þorvald Skúlason þarf ekki að fjölyröa. Hann er þarna að vanda með góða hluti enda liklega upp á sitt besta einmitt núna. Hin styrka hönd stýrir djörf- um linum og formum af hóg- værð. Einna mesta athygli hljóta myndir Valtýs Péturssonar að vekja. Nú hefur hann endanlega risið úr körinni eins og þar stendur. Málar nú landslags og figurativt, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Að vlsu er Valtýr þarna meö abstraktmyndir llka og gefst því gott tækifæri til þess að bera saman gamalt og nýtt og hvernig búferlin hafa tekist. Fær maður ekki betur séð en að myndir hans haldi lifinu gegn- um þessi ferðalög. Steinþór Sigurðsson er með stórgóðar myndir á þessari sýn- ingu. Tækni hans er sérlega áhugaverð og litaskynið næmt. Þetta eru gullfallegar myndir og sagt I þvi samhengi, það er ekki endilega nauösynlegt að fegurð og list haldist alltaf i hendur, þótt þjóðtrúin segi annaö. Sem sagt I fáum oröum. Besta Septem-sýningin til þessa. Jónas Guðmundsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.