Ísafold - 05.11.1904, Blaðsíða 3

Ísafold - 05.11.1904, Blaðsíða 3
283 Mannalát. Einn raeðal mestu merkiamanna bændastéttar frá öldinDÍ sem leið er nylega látinn í hárri elli, kominn fast að níræðn. f>að erPétur Ottesen dbim. á Ytra-Hólmi á Akranesi. Hann dó 20. f. m. Hann hét fullu nafni Oddur Pétur Ottesen, og var Lárusson, kaupmanns í Reykjavík, Oddssonar notarius Stef- ánssouar. Oddur var hálfbróðir Ólafs stiftamtmanns Stefánssonar, en al- bróðir Sigurðar biskups á Hólum (f 1797). Móðir Péturs heitins, en kona Lárusar kaupmanns var Sigríður |>or- belsdóttir Bergmaun; |>orkell sá var föðurbróðir Björns umboðsmanns 01- sens á fángeyrum og þeirra systkina. Pótur heit. fluttist 8 vetra vestur á Snæfellanes, að Hallbjamareyri, með fóstra 8Ínum Jóni Asmundssyni spí- talahaldara, en þaðan að Munaðarhóli í Neshreppi ytra til Knud Schiöth, er þar bjó og þau hjón. J>ar kvæntist hann tvítugur Guðnýju Jónsdóttur, fátækri stúlku, og byrjaði búskap sama ár á Eiði, fluttist 2 árum síðar að Svein88töðum, bjó þar 6 ár, og þá að Munaðarhóli; þar bjuggu þau 18 ár, þar til 1859, er Ottesen keypti Ytra- Hólm á Akranesi að ekkjufrú þórunni M. Stephensen og fluttist þangað bú- ferlum sama vor. |>ar bjuggu þau hjón 32 ár, þar til 1891, er þau létu af búskap, en við tók Oddgeir sonur þeirra. Hún dó ár 1894, eftir nær 60 ára farsælan hjúskap. J>au eign- uðust 10 börn, er 3 lifa: Oddgeir kaup- maður á Ytra-Hólmi, Pétur bóndi á Jprándarstöðum, og Jón Bergmann, bóndi f Hrísakoti. f>að er satt sagt um Pétur heit. Ottesen, að hann var frábær »atorku- maður, hagsýnn, framsýnn, fengsæll, spakur, hjartaprúður og hollur í ráð- um«, eins og stendur í grafminning hans (B. G.) Hann byrjaði búskap með mjög litl- um efnum, en það lagaðist fljótt, og þurfti haDn þó mikið í kostnað að leggja, reisa við öll hús á jörðinni, koma sér upp skipastól m. m. Iðju- semi og atorku hans fylgdi og fágæt hepni. Hann var hákarlaformaður vetur og sumar, og hverjum manni aflasælli. Aldrei skar hann niður há karl, væri þess nokkur kostur, að koma honum nokkurestaðar á land. Hann var og afbragðs selaskytta og refa, — lá í skothúsi um nætur milli róðra og elti tóur uppi um daga. Eyddi mjög bít undir Jökli um sína daga. Fyretur manna þar verkaði hann salt- fisk á öllum árstímum; áður var alt hert. Landbúnað stundaði hann og svo, að fyrirmynd varað. Hann byrj- aði þar og fyrstur manna á kartöflu- rækt, og það að miklum mun; bætti tún og girti. þessum miklu fram- kvæmdum fylgdi hin mesta gestrisni og hjálpsemi við bágstadda, oft höfð- ingleg; þau hjón voru þar samhent og samtaka. — Hann fékk snemma medal- íuna »ærulaun iðni og hygginda til efl- ingar almennra heilla«, og dannebrogs- maður varð hann 1862. HaDn varstór- um vel efnaður orðinn, er hann flutt- ist suður. þar mun hann ekki hafa gert meira en haldast við. Eurðu-ern var hann fram undir síðustu æfiár; en fljón biluð, þó ekki blindur. Eystra lézt í vor, hvítasunnumorg- un (22. maí), annar bændaöldungur enD eldri, |>órður Arnason á Kirkjubólsseli í Stöðvarfirði, 93 ára, fæddur 1811 á Krosai á Berufjarðar- Btrönd. Foreldrar hans voru bænda- hjónin Árni þórðarsou og Lisebet Bessadóttir á Krossi. Hann kvæntist 1835 Kristínu þórarinsdóttur frá Ein- arsstöðum í Stöðvarfirði. Hún lifir mann sinn, 87 ára gömnl; með henni lifði hann í hjónabandi 67 ár og bjó jafnlengi á Hvalnesi og Kirkjubólsseli. Einkabarn þeirra, þórarinn, fylgdí honum til grafar 67 ára. Hann var búinn að vera blindur í 20 ár, er hann lézt, var þó á ferli fram til hins síð asta og 8tjórnaði búi sínu, gekk um andvirki sín, tók móti heyi í hlöður sínar á sumrum, en leysti hey handa gripum á vetrum, og inni við vaDn hann að tóskap. Hann var maður fríður sýnum, prúðmenni og fjörmað- ur, og góður búhöldur. Ásamt konu sinni naut bann virðÍDgar og vinsælda 8amtíðarmanna sinna og var jafnan talinn merkis og sómabóndi. Alsystir |>órðar sál. var Elísabet Árnadóttir á Kolmúla í Reyðarfirði, amma frú Elísabetar, konu Friðriks Wathne. Hún lézt fyrir fám árum, 99 ára (fædd fyrir 1801). Stöðvarfirði 26. okt. 1904. G. V. Skilnadarsanisæti héldu um 50 land- varnarflokksmenn Einari sýslnmanni Bene- diktssyni 27. f. m., hér í Iðnaðarmanna- húsinu. í>ar töluðu þeir Jón Jensson yfir dómari (fyrir minni heiðursgestsins), cand. jur. Sigurður Eggerz, cand. mag. Bjarni Jónsson, revisor Indriði Einarsson, Pétur Jónsson blikksmiður og heiðursgesturinn. Kvæði var sungið fyrir minni hans, eftir L. S. Þar i er þetta eitt erindið: / Frá Hlíðarenda horfir Gunnar niður um héraðsmiðju gesti kærum mót, og velkomið að vera skáldið biður og vigir atgeir strönd og dalamót. Hann héraðsgoða gefur hogann tryggur: ei geigaði ör af strengnum þeim er fló, hirð ei að gripu ör sem úti liggur, er inni fyrir hefir skeyti nóg. Gufuskip Breifond kom i gær til Edinborgarverzlunar frá Leith með ýmsar vörur og útlendar fréttir þær, er þetta bl. flytur. Með póstgufuskipi Laura (Aasberg), sem héðan fór síðast 20. f. m., tóku sér far meðal annara til Khafnar Emil Schou bankastjóri, frk. Leopoldína Danielsson og Árni Siemsen verzlunarm. Með strandbát Hólum, sem kom i gærmorgun austan um land, var mikill sægur farþega, sumir segja á 5. hundrað á leiðinni frá Djnpavog til Yest- manneyja. Skipið var á 2. viku hingað af Seyðisfirði. Hingað komu meðal ann- ara þeir Magnús Einarsson dýralæknir og bæjarfulltrúi, Guðjón Guðmundssou ráðu- nautur og cand. mag. Guðmundur Finn- bogason. X eðurathuganir í Reykjavik, eftir Sigríði Björnsdóttur. 1904 okt. nóvb. Loftvog millim. Hiti (C.) C*r- c-r (D O* P -* zr 8 cx Skýmagn Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Ld29. 8 759,3 6,7 S 2 10 6,5 2 757,2 5,0 S 2 10 9 754,5 2,7 S 2 10 Sd30. 8 756,5 -0,3 sw 1 G 13,6 2 759,8 0,8 sw 1 8 9 763,8 2,7 s 1 9 Md31.8 766,6 0,7 sw 1 9 1,3 2 767,3 1.3 w 1 8 9 769,5 1,7 88W 1 3 Þd 1.8 769,6 -0,3 0 9 3,4 2 769,0 1,6 NE 1 10 9 761,1 1,7 6E 1 10 Md 2.8 746,7 3,7 sw 1 10 1,1 2 739,0 5,0 sw 2 10 9 749,9 4,7 s 1 9 Fd 3.8 753,1 1,8 0 9 2 755,6 1,6 NE 1 6 9 755,9 2,0 NE 1 8 Fd 4.8 752,1 1,7 s 1 10 4,2 • 2 754,3 4,6 8 1 6 9 744,7 3,1 8 1 5 Tryggvi kongur (Em. Nielsea) fór héðan áleiðis til útlanda, Noregs og Kaupmh. aðfaranótt 30. f. m., með fu\\ fermi af vörum og um 30 farþega, meðal annara til Kaupmh. Chr. Nielsen agent, frk. María Bachmann, 2 enskar dömur, frk. Gunnh. Thorsteinsson, Hjörtur Frið- riksen snikkari, frk. Valg. Steinssen, Carj Andersen, Sigurjón 0. Jónsson, o. fl. En til Noregs Ingólfur bakari Sigurðson og kona hans, Matth. skipstj. Pórðarson, Jón Helgason pientari, 6 norskir strand- menn, þar á rneðal kapt Waardahl og Ross, o. fl. Laus piestaköll. Auðkúla i Svinadal (Auðkúlu og Svínavatns sóknir). Mat kr. 827.28. Á prestakalliuu hvílir lán til kirt jubyggingar tekið 18U4, uppruna- lega tíOO kr., nú að eftirstöðvum 300 kr., sem afborgast með 30 kr. árlega auk 4°/0 vaxta. Veitist frá næstu fardögum, með fyrirvara um breytingar, sem gerðar kunna að verða á prestakallinu. Auglýst 3. nóvbr. 1904. Umsóknarfrestur til 18. desbr. 1904. Þóroddsstaður í Köldnkinn (Þóroddstaðar og Ljósvatns sóknir). Mat kr. 1058,27. Uppbótin, iOO kr., er með ráðherrabréfi 1 júlí 1691 útlögð i jörðum (Stj.tíð B, bls. 9i). Veitist frá næstu fardögum, með sama fyrirvara og Auðkúla. Auglýst 3. nóvbr. 1904. Umsóknarfrestur til 18. deshr. 1904. Sfðdegispuðsþjónusta á morgun kl. 5 (sira Jón Helgason). |“|eRMEÐ leyfi eg mér að biðja þá, sem skulda fyrir organspil í dóm- kirkjunni, að borga mér það sem fyrst. Krisján jþorgrímsson. Þorskanetatrossa með öllu tilheyr- andi hefir tapazt. Brennimark: Þ. E.; Vesturkot (skorið). Finnandi skili henni til Þorsteins Eggertssonar Vesturkoti, Leiru. Minar hjartans þakkir vottu eg öllum þeim er heiðruðu jarðarför mlns elskulega eiginmanns, Hafliða Jónssonar, sem drukn- aði frá þilskipinu Bergþóru 5. septbr. á Patreksfirði og á annan hátt sýndu mér hluttekning í þessari þunghæru sorg minni, einkum vil eg nefna sóknarprest minn sira Jóhann Þorkelsson, verzlunarm. Guðmund Matthiasson og konu hans Pálinu Magnús- dóttur, Steingrim Steingrímsson og konu hans Guðnýu systur mina fyrir alla góða umhugsun, og bið eg af hjarta góðan guð að launa þeim öllum velgjörðir sinar. Klöpp 1 Reykjavik */n ’04 Aldis Sigurðardóttir. Ábyrgðarfélagið MUNDUS (danskt hlutafélag) tekur að sér: Barnatrygging (Útborgun í lifanda lffi eftir ákveðinn árafjölda; deyi barnið áður, endurborg- ast öll iðgjöld, nema hið fyrsta; deyi sá sem tryggir barnið, þarf eigi lengur að borga iðgjöld, en tryggingin gengur samt sem áður eigi úr gildi). Lífsábyrgð. Lífrentur. Læknisvottorð eigi nauðsynleg. Ef þess er óskað, kaupir félagið ábyrgðirnar eftir 3 ár, og veitir mönn- um lán út á ábyrgðarskírteini. B o n u 8 fimta bvert ár. Aðalumboðsmaður fyrir ísland: Cand. jur. Eggert Claessen Reykjavík. Radér-hnífar, ómissandi fyrir skrifara og bókhaldara, fást í bókverzlun ísafoldar. eru beðnir að vitja Isa- foldar í af- greiðslustofu blaðsins, Austurstræti 8, þegar þeir eru á ferð í bænum IVFeð tiulusk. Breifond, sem kom í gær til verzl. Bdinborg komu alls konar ávextir svo sem : Bauanas Perur Epli fl. teg. (Amerikönsk) Cítrónur Melónur o. fi. Laiíkur oy Kryddvðrur allskonar; einnig bin annáluðu Sandovvsbönd Cocoa o. m. fl. Svo og fle8tar nauðsynjavörur; enu- fremur allmikið af hinum annáluðu Edinborgar oíllkolum. Fataetni ódýruat hjá Matthíasi Matthíassyni. Saft, sæt og súr er bezt hjá Matth- Matthíassyni. B er aCtiö öen Seóste. fæst a ð e i n s bjá Mattli. Matthíassyni. H Ötgerðarmenn y í EDINBORG fæst nú flestalt það er til þilskipaútgerðar og segla- saums heyrir. |>ar á meðal : Diktjárn, V argak jaftar, Skipasköfur, Melspígarar, Kúffnálar, Krókstjakar. Seglhanzkar o. m. m. fl. EIMREIÐIN. Fjölbreyttasta tímarit á íslenzku. Ritgerðir, myndir, sögur, kvæði. CRAWFORDS ljúffenga BISCUITS (smákökur) tilbúið af CRAWFORDS £ Son Ediuborg og London Stofnað 1813. Einkasali fyrir ísland og Færeyjar F. Hjorth & Co. Kjöbenhavn.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.