Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 81. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						-Eöstudagur 11. aprll 1980
Enn gefur
Gísli á Grund
Á fundi sem haldinn var á veg-
um Reykjavikurprófastsdæmis,
9. april s.l. til þess að ræöa um
kirkju- og liknarmál, afhenti Gisli
Sigurbjörnsson, forstjóri, séra
ölafi Skúlasyni, dómprófasti
fimm milljónir króna gjöf til
Reykjavikurprófastsdæmis.
Sagði Gisli I ræðu sinni, aö með
gjöf þessari vildi hann og aorir
forystumenn Elliheimilisins
Grund minnast liöins ti'ma, en á
þessu ári eru 40 ár frá stofnun
Reykjavikurprófastsdæmis , en
þó sérstaklega hvetja til enn
meira starfs að liknar- og safnað-
armálum. Er ætlun gefanda, aö
stofnaöur veröi sjóöur i vörzlu
dómprófasts, sem á næstu árum
vaxi, unz hægt er aö veita úr hon-
um til stuönings kirkjulegu starfi
i prófastsdæminu og jafnvel
kirkjubyggingum.
Margir úr hópi presta og for-
ystumanna sóknarnefnda og
kvenfélaga urbu til a6 taka undir
þakkarorð dómprófasts og minn-
ast þeirra mörgu atvika frá liðn-
um árum, þegar Gisli Sigur-
björnsson veitti sófnuðum styrk á
margvislegan hátt. Enda er eld-
móður hans og áhugi á kirkjuleg-
um málum velþekktur og stuön-
ingur hans mikils metinn.
t samráöi viö Gisla mun dóms-
prófastur kveðja til menn til aö
semja skipulagsskrá og finna
leiðir til aö efla sjóð þennan, svo
ao hann megi sem allra fyrst
koma ao góðum notum i prófasts-
dæminu, enda er vi6a fjár þörf.
Vigdís efst í Eyjum
BSt — Skoöanakannanir vegna
tilvonandi forsetakjörs fara fram
víða um'land. Nýlega fór fram
slik skoðanakönnun meoal starfs-
fólks tsfélags Vestmannaeyja. t
kosningunni tóku þátt 118
manns. Úrslitin uröu þannig:
Vigdis Finnbogadóttir varö efst
með 53 atkv., Guðlaugur Þor-
valdsson fékk 25, Albert
Guomundsson 15, Rögnvaldur
Pálsson 3 atkv. og Pétur Thor-
steinsson 2, en auðir og ógildir
seðlar voru 20.
Foreldraráð Hvassaleitisskóla:
Mótmælir frestun á smíði
íþróttahúss
KL — Nykjöriö foreldraráð
Hvassaleitisskóla hefur nýlega
sent Fræösluráði Reykjavikur
bréf, þar seih þaö mótmælir
þeirri ákvörðun ráðsins að fresta
frekari framkvæmdum viö Smiði
iþróttahúss skólans.
1 bréfi foreldraráðsins kemur
fram, að Hvassaleitisskóli hefur
Sigurður Helgason á
sáttafund með flug-
mönnum í dag
AM — 1 dag kl. 9.30 hefjast að
nýju viðræöufundir í flugmanna-
deilunni, en fyrir páska var á-
kveðið að gera nokkuð hlé á við-
ræðum, þar sem ákveðið var aö
Sigurður  Helgason,  forstjóri
Flugleiða sæti næsta fund, en
hann var fjarverandi fyrir páska.
Guðlaugur Þorvaldsson, sátta-
semjari rikisins, sagði blaðinu i
gær að nú mundi verða tekið til
þar sem frá var horfið og mundi
Gunnar Schram, sem áður
stýrði viðræðunum, en hefur ver-
ið erlendis að undanförnu einnig
sitja fundinn sem sáttasemjari.
Eins og kunnugt er hafa við-
ræðufundirnir til þessa einkum
snúist um starfsaldurslistamálið
og þá setið lengst af fulltrúar
flugmannafélaganna einir.
Sumartími sundstaða
lengdur um mánuð
— ýmsar minni háttar lagfæringar gerðar í samráði við
fastagesti sundstaðanna
Kás — A fundi tþróttaráðs
Reykjavfkur I gær var samþykkt
að leggja tíl við borgarráð að
sumartlmi sundstaðanna I borg-
inni yrði lengdur um einn mánuð.
Hann hæfist nii 15. april I stað 1.
mal áður, og lyki ekki fyrr en 15.
september I stað 1. september áð-
ur.
Einnig var lagt til að sundstað-
irnir yrðu opnir á þessum tima
frá þvi kl. 8 á morgnana til kl. 21 á
kvöldin á virkum dögum, en til kl.
18 um helgar. Gildir þessi opnun-
artimi bæði um Vesturbæjar- og
Laugardalslaugina, og hefur
aldrei verið lengri að þvi er Vest-
urbæjarlaugina varðar. Hins veg-
Alvöru trimmbraut
í Laugardalnum?
Kás — A fundi Iþróttaráðs
Reykjavlkurborgar I gær voru
lagðar fram hugmyndir um að
bæta aðstöðu trimmara i Laugar-
dalnum, hugsanlega með þvl að
leggja alvöru trimmbraut þar,
sem boðið bæti upp á y msa mögu-
leika hvað lengd varöar, og sem
ef til vill mætti nota til skiða-
göngu þegar svo viðraði að vetr-
arlagi.
Fyrrnefnd hugmynd var reifuð
I sambandi við verkefni sem sam-
starfsnefnd þriggja nefnda á veg-
um borgarinnar vinnur nú að, þ.e.
Iþróttaráðs, Æskulýösráðs og
Umhverfismálaráðs, um könnun
á útivistarmöguleikum I borginni,
sem gefið hef ur verið nafnið „Lif I
borg".
Ef úr verður, þá er hugmyndin
að trimmarar geti haft búnings-
aðstöðu I Laugardalslauginni, en
siöar væri hugsanlegt að fjölga
þeim stöðum i dalnum, þar sem
mðgulegt væri að hafa fataskipti.
ar er lagt til að Sundhöllinn verði
ekki opin lengur en til kl. 15 á
sunnudögum.
A fundinum var lögð fram til-
laga frá Eiriki Tómassyni, for-
manni tþróttaráðs, um að gerðar
verði ýmsar minniháttar lagfær-
ingar á sundstöðunum i' samræmi
við óskir og ábendingar þeirra
sem sækja þá að staðaldri, eftir
þvi sem unnt er fjárhagslega.
„Hér er um ymis atriði að
ræða, sem ekki eru stór i sniðun-
um — en geta skipt þá verulegu
máii sem reglulega sækja sund-
staðina", sagði Eiríkur Tómas-
son, I samtali við Timann. Nefhdi
hann i þvi sambandi að sérstök-
um sólskylum yrði fjölgað og
þeim komið upp viöar en nú er, og
gerðar yrðu ýmsar minniháttar
breytingar og lagfæringar á hús-
næði.
Heilbrigðisráðherra:
Skipar tóbaksnefnd
Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra skipaði hinn 27. mars
s.l. nefnd sem fengið er það hlut-
verk að endurskoða lög nr.
27/1977 um ráðstafanir til þess að
draga úr tóbaksreykingum með
hliðsjón af fenginni reynslu
undanfarinna ára.
Auk endurskoðunar laganna er
nefndinni jafnframt falið að ann-
ast framkvæmd gildandi laga i
samvinnu viö ráðuneytiö, þar til
annað verður akveðiö. Kemur þvl
nefndin i stað Samstarfsnefndar
um  reykingarvarnir",  sem
skipuð var við gildistöku laga nr.
27/1977. I hina nýju nefnd hafa
verið skipuð:
Sigrún  Stefánsddttir,  frétta-
maður,
Þorvarður  Ornólfsson,  fram-
kvæmdastjóri,
Auðólfur Gunnarsson, læknir,
Björn Bjarman, ritliöfundur og
Ingimar Sigurðsson, deildarstjóri
og er hann jafnframt formaður
nefndarinnar.      ,
verið I smiðum I nær þvi tvo ára-
tugi, en er þó enn dlokið. Smiði
iþróttahússins hófst sumarið 1976,
ener þóekkilengra komið en svo,
að þeim framkvæmdum, sem nú
standayfir, er ætlað að gera hús-
næðið fokhelt.
Allan starfsaldur skólans hafa
nemendur hans orðið að sækja
leikfimikennslu i aðra skóla.
miklar
tr, sem
: að hálf-
Þurfa þeir að fara yfir
umferðargötur, og  þeir
f jærst bua, geta veriö allt i
tima á leiðinni þangað.
t kjallara væntanlegs iþrótta-
húss er gert ráð fyrir heilsu-
gæsluaðstöðu, en hún hefur engin
verið i skólanum til þessa. Hefur
þvl stundum orðið að fella niður
kennslu i einhverjum bekknum,
þegar skólalæknir hefur komið til
eftirlits, til að rýma fyrir læknis-
skoðuninni.
Upphaflegáætlun gerði ráð fyr-
ir, aö Iþróttahusiö yrði tekið I
notkun haustið 1980, en verði
staðið við ákvörðun Fræðsluráðs
um frestun framkvæmda við hús-
bygginguna er séð, að svo verður
ekki fyrr en I fyrsta lagi á árinu
1981.
Fyrirferðarmesta verkið á sýningunni er „Nfger til dýrðar", batfk-
verk eftir finnsku listakonuna Yosi Anaya. Er það alls 13 m að lengd,
þar af hvila 9 á gólfi, en 4 hanga. Tlmamynd
Norræn vef jarlist á
Kjarvalsstöðum
KL — A morgun veröur sýningin
Norræn vefjarlist II opnuð að
Kjarvalsstöðum. Þetta er I annað
sinn, sem slfk sýning er sett upp
hér á landi, fyrri sýningin var
einnig aö Kjarvalsstöðum, fyrir
þrem árum.
Upphafið að þessu sýningar-
haldi er það, að & árinu 1974 kom
saman vinnuhópur veflistar-
manna i Danmörku með það að
markmiði að koma saman um-
fangsmikilli sýningu, sem gerði
almenningi ljóst, að hér er sjálf-
stæð listgrein á ferðinni. Þá þegar
höfðu ýmsir norrænir veflistar-
menn vakið athygli með verkum
sinum, bæði heima og erlendis.
Þetta samstarf leiddi til fyrstu
Norrænu vef jarlistsýningarinnar,
sem opnuð var I Listasafninu í
Alaborg 1976 og var siðan send
um öll Norðurlönd.
t upphafi var ákveðið að stefna
að þvi að koma upp slikri sýningu
á þriggja ára fresti, og var önnur
sýningin opnuð i Röhsska listiðn-
aðarsafninu I Gautaborg f fyrra-
sumar. Er það hiin, sem nú lýkur
ferð sinni um Norðurlönd með
viðdvölá Kjarvalsstöðum. A sýn-
ingunni eru 93 listaverk eftir 87
listamenn frá öllum Norðurlönd-
unum, þar af eiga fslenskir höf-
undar 8 verk.
Fjöldi sjóða og stofnana styrkir
sýninguna, þ.á.m. menntamála-
ráðuneyti allra Norðurlandanna.
Undirbúning og uppsetningu
hafa annast þær Asgerður Búa-
dóttir, Asrún Kristjánsdóttir og
Þorbjörg Þórðardóttir. Þeim tií
aðstoðar hafa verið þeir Stefán
Halldórsson og Guðmundur
Benediktsson.
Sýningin að Kjarvalsstöðum
verður opin til 4. mai.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20