Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						14  2. september 2007  SUNNUDAGUR
Á
hugi minn á jafnréttismálum 
kviknaði fyrst þegar ég var 
þrettán ára. Þá fór móðir mín 
út að vinna. Hún var lærður 
hjúkrunarfræðingur en hafði 
verið ein heima með fjögur 
börn. Það að komast aftur í samband við líf 
og starf gjörbreytti henni. Ég gerði mér þá 
fyrst grein fyrir því hve mikilvægt það er 
fyrir konur að mennta sig, en það var nú ekki 
sjálfsagt á þeim tíma,? segir Kristín í upp-
hafi samtals. Hún segir að þótt margar konur 
hafi unnið úti á þessum tíma í Eyjum, í kring-
um 1965, hafi störf þeirra yfirleitt verið í 
fiskverkun. Sú framtíð freistaði Kristínar 
ekki. 
Árið 1967 hóf hún nám í Menntaskólanum í 
Hamrahlíð. Leið hennar lá því næst í háskóla-
nám, þar sem hún lagði stund á sagnfræði. 
?Frá því ég man eftir mér hef ég haft áhuga á 
sögu. Snemma beindist áhuginn einkum að 
lífi og starfi kvenna og las ég mér vel til um 
þær sem mér þótti hafa skarað fram úr á ein-
hvern hátt,? segir Kristín og nefnir sem 
dæmi þær Marie Curie og Helen Keller. ?Það 
var samt ekki fyrr en ég var komin í háskóla 
að ég fór almennilega að gera mér grein fyrir 
stöðu þeirra út frá víðara sjónarhorni.? 
Sýnilegar konur
?Andrúmsloftið um og yfir 1970 var sérstakt. 
Það var ofsalega mikið að gerast og margt 
sem vakti okkur til vitundar um stöðu mála. 
Þá var Rauðsokkuhreyfingin líka að koma 
fram,? segir hún og brosir. 
Kvennaárið sem haldið var árið 1975 hafði 
mikil áhrif á Kristínu og árið eftir gekk hún 
til liðs við Rauðsokkurnar. Þar var saman-
kominn fjöldi ungra kvenna sem síðar áttu 
eftir að kveðja sér hljóðs á vettvangi stjórn-
málanna, til að mynda þær Guðrún Ögmunds-
dóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. 
?Það kom þó að því að okkur þótti Rauð-
sokkuhreyfingin komin í blindgötu. En konur 
voru enn mjög vakandi og forsetaframboð 
Vigdísar Finnbogadóttur varð að veruleika. 
Við gerðum okkur grein fyrir því hve mikil-
vægt skref það var í að konur yrðu sýnilegar. 
Umræðan í kringum framboð hennar var þó 
oft á tíðum alveg með ólíkindum. Vigdís var 
fráskilin og mörgum þótti sem það væri 
alveg ótækt að ekki yrðu hjón á Bessastöðum 
og veltu því mikið fyrir sér hver ætti eigin-
lega að hugsa um heimilið og fleira í þessum 
dúr. Þetta allt varð mjög vekjandi og skömmu 
síðar varð Kvennaframboðið til,? segir Krist-
ín en hún var einn stofnenda þess árið 1982. 
Upp úr því segir hún hafa sprottið margar 
nýjar hugmyndir. Vikið var frá marxískum 
áherslum Rauðsokkuhreyfingarinnar en þess 
í stað lögð áhersla á menningarlegan mun 
karla og kvenna. Dregið var fram það 
jákvæða sem konur hefðu fram að færa auk 
sögu þeirra, sem lítill gaumur hafði verið 
gefinn, og hvatt til þess að konur ættu full-
trúa sem víðast í samfélaginu. Sama ár og 
Kvennaframboðið varð til bauð það fram til 
sveitarstjórnarkosninga á Akureyri og í 
Reykjavík og fékk tvo fulltrúa kjörna á hvor-
um stað. 
Framboðið var upphaf Kvennalistans, sem 
fyrst bauð sig fram til alþingiskosninga árið 
1983 og síðast árið 1995. 
?Það voru miklar deilur um hvort framboð 
til Alþingis hefði verið rétt skref en ég vil 
meina að svo hafi verið og áhrif þess verið 
mikil. Bæði fjölgaði konum mikið á þingi en 
auk þess komust ýmis mál á dagskrá í tengsl-
um við konur og börn,? segir Kristín ákveðn-
um rómi og nefnir sem dæmi kynbundið 
ofbeldi.
Eftir að Kvennalistinn rann sitt skeið end-
anlega árið 1999 segist Kristín hafa óttast að 
bakslag yrði í umræðu um jafnréttismál í 
samfélaginu. Það hafi þó ekki varað lengi, 
bæði hafi Femínistafélag Íslands komið fram 
og sem henni þyki konur innan allra stjórn-
málahreyfinga orðnar sýnilegri og meira 
vakandi fyrir málefninu. 
Snúið inn í heim fræðanna
Eftir að hafa verið að störfum fyrir Samein-
uðu þjóðirnar í Kosovo á árunum 2000 til 2001 
ákvað Kristín að ljúka meistaranámi í sagn-
fræði. Námið leiddi hana aftur inn í heim 
fræðanna. Árið 2003 varð hún stundakennari 
við Háskóla Íslands og tveimur árum síðar tók 
hún við stöðu forstöðumanns á Rannsóknar-
stofu í kvenna- og kynjafræðum. 
Ferill Kristínar á sviði jafnréttismála er 
því orðinn æði fjölbreyttur. Hún hefur verið 
þátttakandi í grasrótarhreyfingu Rauðsokk-
anna, þingmaður fyrir Kvennalistann, dipl-
ómat á vegum Sameinuðu þjóðanna, fræði-
maður við Háskóla Íslands; ?Og nú er ég að 
verða embættismaður. Þannig að þetta er 
fremur fjölbreyttur ferill,? segir Kristín og 
kímir.
?Við verðum að vita hver staðan er til að 
geta unnið að úrbótum,? segir Kristín þegar 
mikilvægi rannsókna á sviði kynjafræða ber 
á góma. Hún segir mikið áhyggjuefni að við-
horf ungs fólks sé að verða íhaldssamara í 
tengslum við kynhlutverk, eins og nýlegar 
rannsóknir hafa leitt í ljós. ?Það er ógnvekj-
andi að sjá þetta og verður að bregðast við 
með aukinni umræðu og kennslu.
Það er búið að slaka of mikið á umræðunni 
og í ljós hefur komið að í grunnskólum er 
ekki verið að nota það kennsluefni sem til er 
um jafnréttimál. Skólar virðast halda að 
þessu máli þurfi ekki að sinna. Ég mun beita 
mér fyrir breytingum á því sviði.?
Bakslag í jafnréttismálum
?Ég óttast að bakslag hafi orðið í jafnréttis-
málum á síðari árum en um leið er umræðan 
um þau, og vilji til hennar, mjög mikill. Það 
skortir þó eftirfylgni og aðgerðir. Hér er 
náms- og starfsval mjög hefðbundið og vinnu-
markaðurinn kynskiptari en víða í Evrópu. 
Það tengist launamuninum og því hve hefð-
bundnar kvennastéttir eru láglaunaðar. 
Ég vona að mönnum sé að verða það ljóst hvað 
það er gríðarlega þarft að bæta kjör umönn-
unarstéttanna og hve hlutverk þeirra er mikil-
vægt. Ef þessir hlutir eru ekki í lagi kemur 
það niður á öllu samfélaginu. Tap vinnumark-
aðarins á lágum launum umönnunarstétta er 
mikið. Það kemur fram í óánægju, veikindum, 
álagi og ofboðslegri starfsmannaveltu þar 
sem fólk gefst upp vegna slæmra tekna. Þetta 
allt er dýrt, auk þess sem við missum menntað 
fólk úr störfunum. 
Viðhorfið að eðlilegt sé að karlar fái hærri 
laun en konur er ríkjandi í íslensku samfé-
lagi. Þá hafa rannsóknir sýnt að þess gætir 
ekki síður meðal kvenna. ?Við erum aldar 
upp í þessu viðhorfi og mótaðar af því. Konur 
viðhalda kerfinu á meðan þær gera ekki upp-
reisn gegn því,? segir hún.
Kristín segir erfitt að vita til þess að bar-
áttumál nú og fyrir þrjátíu árum séu mikið til 
hin sömu. Þar fyrir utan hafi mikil og erfið 
viðfangsefni bæst við, svo sem klámvæðing, 
kynbundið ofbeldi og mansal. ?Við höfum öll 
tilhneigingu til að draga fremur fram það 
sem betur má fara heldur en það sem áunnist 
hefur. Það er þó mikilvægt að minna sig á 
sigrana til að halda í bjartsýnina. Við megum 
ekki gleyma því að þótt við séum að benda á 
það sem fer miður er staða kvenna á fáum 
stöðum jafn góð og hér á landi.?
Hlutverk Jafnréttisstofu
Talið berst að framtíðinni og þar með Jafn-
réttisstofu. ?Þetta er eftirlitsstofnun en auk 
þess á stofan að sjá til þess að jafnréttislög 
séu virt og eiga frumkvæði að nýjum leiðum 
til að stuðla að jafnrétti. Ég vil að Jafnréttis-
stofa verði mikið sýnilegri. Það stendur 
fyrir dyrum að ljúka endurskoðun jafnrétt-
islaga og það þarf að semja nýja fram-
kvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir rík-
isstjórnina. Eitt af stefnumálum 
ríkisstjórnarinnar er að draga úr kynbundn-
um launamun og hækka laun lægst launuðu 
stéttanna. Í þeim málum getur Jafnréttis-
stofa komið með ráðgjöf. Þá er einnig brýnt 
að auka rannsóknir til að bæta þekkingar-
grunninn og einnig þarf að draga karlmenn 
meira inn í umræðuna, vinna að breyttum 
hugmyndum um karlmennsku og styrkja 
konur,? útskýrir hún þegar spurt er út í hlut-
verk Jafnréttisstofu og þau verkefni sem 
liggja fyrir. 
?Stundum heyrir maður raddir um að 
jafnréttisbaráttan hafi orðið til þess að tekið 
hafi að halla á karlmenn. Þar finnst mér 
umræðan komin í algert öngstræti. Það á 
sér stað mjög alvarleg umræða um forræð-
ismál og réttindi einstæðra feðra. Það þarf 
að fara mjög gætilega í slíkum málum því 
fyrst og fremst eru það hagsmunir barn-
anna sem eiga að ráða. Þau á ekki að gera að 
leiksoppi umræðunnar. Mér þykir svo vert 
að minna á að það eru aðeins um hundrað ár 
frá því konur fengu yfirhöfuð rétt yfir börn-
um sínum. Þar til þá voru börn eign karla og 
þeirra fjölskyldna. 
Vissulega geta karlmenn staðið höllum 
fæti, rétt eins og konur, en þegar maður 
horfir á félagslega stöðu karla annars vegar 
og hins vegar félagslega stöðu kvenna sjá 
allir að karlmenn ráða lögum og lofum. Sjáið 
ríkisstjórnina, Hæstarétt, fjármálakerfið, 
íslensku útrásina og aðra staði þar sem völd-
in eru. Það er enn mikið til í því sem sagt var 
hjá Sameinuðu þjóðunum 1975: ?Þar sem 
völdin eru, þar eru konurnar ekki.? 
Á vígstöðvum kvennabaráttunnar
Staða jafnréttismála á Íslandi hefur gjörbreyst frá því að Kristín Ástgeirsdóttir lék sér sem barn í Vestmannaeyjum. Fáir, ef 
nokkrir, hafa meiri þekkingu á þeim breytingum en með sanni má segja að hún hafi barist fyrir jöfnum hlut karla og kvenna 
í samfélaginu á öllum vígstöðvum. Hún er nú nýskipuð framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Karen D. Kjartansdóttir settist niður 
með Kristínu og leit yfir farinn veg og hina óförna braut sem eftir er að ryðja.
KriStín ÁStgeirSdóttir Rauðsokka, þingmaður, diplómat, fræðimaður og nú embættismaður. Fáir þekkja sögu jafnréttismála á Íslandi betur en Kristín Ástgeirs-
dóttir, sem hefur barist fyrir jafnri skiptingu valds á flestum vígstöðvum. FRéttablaðið/gva
? JafnréttiSmÁl Á alþJóðavettvangi
Kristín Ástgeirsdóttir hefur  
ekki aðeins látið sig varða 
um stöðu kvenna á Íslandi. Á 
árunum 2000 til 2001 starfaði 
hún á vegum utanríkisráðu-
neytisins og UNiFEM, þróunar-
sjóðs Sameinuðu þjóðanna fyrir 
konur, í Kosovo. ?ég hvet alla til 
að vinna við slík störf, ekki síst 
á átakasvæði líkt og Kosovo var 
á þessum tíma. Þó að hatur og 
sársauki einkenndi líf fólksins 
var svo margt sem hægt að 
gera sem ýtti undir jákvæðar 
breytingar.
Konurnar þar voru mjög 
valdalausar en jafnframt voru 
mjög öflugar kvennahreyfingar 
að störfum á þessu svæði. Þær 
unnu að skilgreiningu vandans 
og tóku á honum, til að mynda 
með aðgerðum gegn ofbeldi á 
konum og gegn ólæsi þeirra,? 
segir hún. 
Erfitt er að gera sér grein fyrir 
þeim mikla vanda sem Kristín 
og aðrir þeir sem unnu að upp-
byggingu samfélagsins í fyrrum 
Júgóslavíu stóðu frammi fyrir 
á þessum tíma. Konurnar þar 
höfðu orðið fyrir miklu ofbeldi, 
ekki aðeins af hendi óvina í 
stríði heldur einnig af karlkyns 
heimamönnum. Ofbeldið 
sem börnin höfðu orðið fyrir 
segir Kristín ekki hafa  mátt 
ræða á þessum tíma.  ?Okkar 
starf fólst mikið til í að leiða 
konurnar saman. Sundurlyndið 
og samkeppni milli fólksins var 
gríðarlegt og en það varð að 
sameinast um uppbyggingu 
samfélags síns. Síðar tóku 
önnur verkefni við, til að mynda 
leiðbeiningar við gerð jafnrétt-
islaga og ekki síst aðgerðir gegn 
ofbeldi,? segir Kristín.
Í tengslum við umræðuna 
um  störf Kristínar í Kosovo 
minnist hún kvennaráðstefn-
unnar í Kína árið 1995. Hún 
var þá þingmaður og sat 
ráðstefnuna en þar var meðal 
annars fjallað um skipulagðar 
nauðganir á konum í Rúanda 
og Júgóslavíu. ?Þar var nauðgun 
fyrst skilgreind sem stríðsglæp-
ur. Þar til þá hafði það þótt 
eitthvað sem eðlilegt væri að 
karlmenn gerðu þegar stríðsá-
stand ríkti,? segir hún. Minnug 
þessa mikla áfanga í sögu 
jafnréttismála.
Skólar virðast halda að þessu máli þurfi ekki 
að sinna. Ég mun beita mér fyrir breytingum 
á því sviði.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88