Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						30  17. nóvember 2007  LAUGARDAGUR

Þ

egar stríð braust út milli Asera og 

Armena árið 1992 lögðu Aserarnir í 

Nagorno-Karabakh og nágrannasveitum 

á flótta til Aserbaídsjan. Þeir settust að í 

yfirgefnum skólum og verksmiðjum, 

strákofum og gömlum lestarvögnum. 

Hvar sem skjól mátti finna. Þar bjuggu þeir bláfátæk-

ir með fjölskyldum sínum í fjölda ára og gera jafnvel 

enn þann dag í dag. Flóttamenn eru alls hátt í ein 

milljón talsins í Aserbaídsjan og því um eða yfir tíu 

prósent af mannfjöldanum.

Sumir drukknuðu í ánni

Alesgerov Yagub Allahverdi er flóttamaður og 

barnakennari í Imishli, einum af bæjarhlutunum sem 

ríkisstjórn Ilham Alijevs, forseta Aserbaídsjan, hafa 

byggt fyrir flóttamenn frá Nagorno-Karabakh og 

nágrannasveitum. Hann á fimm börn sem öll eru 

fullorðin, þar af gegnir tvítugur sonur hans her-

skyldu um þessar mundir, og svo á hann nokkur 

barnabörn. Allahverdi er barnakennari að menntun 

og atvinnu, kenndi í barnaskóla áður en fjölskyldan 

lagði á flótta. 

Fjölskylda Allahverdis er ein af þeim fjöldamörgu 

sem lögðu á flótta frá heimabæ sínum, í þessu tilviki 

í Jebrayil, í stríðinu sem geisaði milli Armena og 

Asera árin 1992 til 1994. Allahverdi rifjar upp 

flóttann frá Jebrayil. Hann segir að allir úr héraðinu, 

íbúar í níutíu þorpum, hafi lagt á flótta á sama tíma. 

Hann hafi farið með fjölskyldu sína yfir Araz-ána til 

Íran. Sumir hafi drukknað í ánni en aðrir hafi komist 

á bátum yfir með aðstoð Írana. Þau hafi verið svo 

heppin að komast yfir.

Heima er ferskt loft

Frá flóttanum hafði Allahverdi búið með fjölskyldu 

sinni í gömlum lestarvagni í nágrenni Imishli í 

suðurhluta Aserbaídsjan þegar hann var svo heppinn 

að fá úthlutað húsi í flóttamannahverfi milli Imishli 

og borgarinnar Sabirabad sem var reist fyrir 

flóttamennina fyrir nokkrum árum. Fjöldinn allur af 

flóttamönnum býr í þessu hverfi en það er liður í 

áætlun Ilham Alijevs, forseta Aserbaídsjan, að gera 

átak í húsnæðismálum flóttamannanna og laga 

félagslegar aðstæður þeirra.

Allahverdi rifjar upp búsetuna í lestarvagninum 

og segir að það hafi verið skelfilegt, kalt og hvorki 

hægt að kynda upp né elda. Þegar þeim hafi boðist 

nýtt hús haustið 2003 hafi þau ekki hikað við að taka 

því boði og nú búi átta manns í húsinu hjá þeim. 

?Þetta er ágætt húsnæði en við viljum flytja aftur 

heim í héraðið okkar. Við komum úr fjallahéraði þar 

sem er ferskt loft en hér niðri á sléttunni er mjög 

heitt. Ég vona að við getum flutt heim sem fyrst,? 

segir hann. 

Byggir heilu hverfin

Ríkisstjórn Ilham Alijevs hefur nú beitt sér í nokkur 

ár fyrir því að reisa bæi og þorp fyrir flóttamenn-

ina, nokkurs konar flóttamannahverfi, og hafa marg-

ir þeirra þegar fengið þak yfir höfuðið, garð fyrir 

búsmalann sinn og skóla og heilbrigðisþjónustu 

fyrir sjálfa sig og börnin sín. Tæp tuttugu prósent 

flóttamanna í Aserbaídsjan eru þegar fluttir í slíkt 

hverfi og stefnt er að því að helmingurinn verði 

kominn í slíkt áður en árið er liðið. 

Flóttamennirnir í Aserbaídsjan hafa nú beðið í 

fimmtán ár eftir því að komast heim og er engan 

bilbug á þeim að finna. Hagur þeirra fer batnandi en 

þó er fjarri því hægt að segja að þetta fólk búi við 

allsnægtir, það lifir á jörðinni og dregur fram lífið á 

stuðningi frá ríkinu og sölu af afurðum, til dæmis 

ávöxtum og grænmeti og mjólkinni úr kúnni í 

bakgarðinum. Það er ekkert afgangs og margir geta 

ekki einu sinni keypt skólabækur eða skólabúninga 

fyrir börnin í skólann. Mörg börn sitja því heima og 

missa af skólagöngu. 

Armenar eru óvinir okkar

Allahverdi verður ákveðinn þegar Armenar koma til 

umræðu. ?Þeir eru óvinir okkar,? segir hann, ?og 

eiga að skila landinu okkar. Við erum friðsöm þjóð 

og okkar markmið er að snúa heim aftur.? 

Allahverdi telur að sonur sinn, sem nú gegnir 

herskyldu, sé tilbúinn til að deyja fyrir föðurlandið. 

Það sama gildi um hann sjálfan. ?Við viljum leysa 

þetta friðsamlega en ef það gengur ekki þá erum við 

tilbúnir til að fara í stríð,? segir hann og telur engin 

mörk á því hversu langan tíma forsetinn hafi til að 

leysa deiluna um Nagorno-Karabakh og nærsveitir. 

?Þegar kallið kemur þá förum við í stríð.? 

Þrátt fyrir það sem á undan er gengið telur 

Allahverdi að hann og fjölskylda hans geti átt í 

vinsamlegum samskiptum við armenska nágranna 

sína þegar og ef þau snúa aftur. 

Við komum úr fjallahéraði þar 

sem er ferskt loft en hér niðri á 

sléttunni er mjög heitt. Ég vona að 

við getum flutt heim sem fyrst

Reiðubúnir að fara í stríð

Í Aserbaídsjan er hátt í ein milljón flóttamanna frá Nagorno-Karabakh og nágrannasveitum og segjast Aserar hafa hæsta hlut-

fall flóttamanna í heiminum. Stefnt er að því að helmingur þeirra verði kominn með þak yfir höfuðið í lok árs. Guðrún Helga 

Sigurðardóttir hitti Allahverdi-fjölskylduna sem bjó í gömlum lestarvagni í rúm tíu ár en býr nú í húsi í flóttamannahverfi.

FENGU GOTT HÚSNÆÐI Sadagat Balayeva og Alesgerov Yagub Allahverdi með barnabarn sitt í kjöltunni. Allahverdi-fjölskyldan dregur fram lífið með 

mjólkinni úr kúnni í bakgarðinum, grænmetisræktun og svo sinnir Alesgerov barnakennslu í flóttamannahverfinu. Samt má segja að þau séu heppin. 

Fjölskyldan er ein af þeim sem hafa fengið gott húsnæði frá ríkisstjórninni.  FRÉTTABLAÐIÐ/GUÐRÚN HELGA SIGURÐARDÓTTIR

Í VOSBÚÐ OG KULDA Flóttamennirnir búa enn í vosbúð og kulda 

í strákofum og gömlum lestarvögnum. Þessi heimilisfaðir er 

hjartveikur og atvinnulaus.

Hvorki hefur gengið né rekið í samningavið-

ræðum í deilu Asera og Armena um Nagorno-

Karabakh, sem Aserar telja hafa verið hersetið 

af Armenum frá árinu 1994. Lítið sem ekkert 

miðar í samkomulagsátt þrátt fyrir viðleitni 

Minsk-hópsins svokallaða til að miðla málum 

en hann var stofnaður árið 1992. Í Minsk-hópn-

um eru Rússar, Frakkar og Bandaríkjamenn. 

Aserar vilja fá stuðning þjóða heims; opinbera 

yfirlýsingu þess efnis að Armenar séu árásarað-

ilinn, þeir hafi ráðist inn í Aserbaídsjan. Aðeins 

þá verði forsenda til friðar og sátta. 

Stríðsástand á árunum 1992-1994

Mikið gekk á milli þjóðanna tveggja í lok 

níunda og byrjun tíunda áratugarins þegar 

Sovétríkin höfðu liðast í sundur og íbúar 

í Nagorno-Karabakh höfðu 

samþykkt í atkvæðagreiðslu að 

segja skilið við Aserbaídsjan. Stríð 

braust út á árunum 1992-1994. 

Um 800 þúsund Aserar urðu að 

yfirgefa heimili sín og 30 þúsund 

menn létu lífið í átökunum. Þá er 

talið að hátt í ein milljón flótta-

manna sé í Aserbaídsjan í dag, 

mestmegnis Aserar frá hernumdu 

svæðunum en einnig flóttamenn 

frá Tsjetsjeníu og Tyrklandi. 

Flóttamannabúðirnar eyðilagðar

Stefnt er að því að eyðileggja sem flestar 

flóttamannabúðir, sem hafa verið yfirgefnar 

fyrir betra húsnæði, í lok þessa árs. ?Með hjálp 

alþjóðasamtaka og ríkisstjórnarinnar 

er gert átak til að bæta lifnaðarhætti 

þessa fólks,? segir Gurban Sadigov, 

deildarstjóri í aserska stjórnarráðinu, 

og bætir við að fjárframlag í verkefni 

til hagsbóta fyrir flóttamenn aukist 

verulega á þessu ári. Hver fjölskylda 

fái 10,5 dollara, eða rúmlega 600 

krónur, og átta kíló af mat til að lifa 

af á mánuði frá ríkinu en það sé ekki 

nóg. Ef forsetinn taki ákvörðun um 

það verði sú upphæð hækkuð. ?Fólk 

hefur ekki vinnu, ekkert húsnæði, 

engin föt og það getur ekki lifað af tíu dollur-

um. Það er ekki einu sinni nóg fyrir einn dag,? 

segir hann. 

Stjórnvöld í Aserbaídsjan hafa byggt sérstök 

hverfi fyrir flóttamennina þar sem hver fjöl-

skylda fær sitt eigið hús. Í hverfinu eru skólar, 

heilsugæsla, sjúkrahús, menningarmiðstöðvar, 

bænahús og jafnvel lystigarðar. Samkvæmt 

áætlun forsetans frá 2004 fær hver fjölskylda 

0,12 hektara garð og land til að yrkja jörðina. 

?Við reynum líka að hjálpa fólkinu að finna 

vinnu,? segir Sadigov en ekki virðist mikla vinnu 

að hafa úti um landið, í þessum hverfum er 

það helst í skólunum eða heilsugæslustöð-

inni því ekki er um neinn iðnað að ræða eða 

atvinnuskapandi starfsemi aðra en landbúnað. 

Aserar byggja efnahag sinn einkum á olíunni 

og fer sú starfsemi mestmegnis fram á Kaspía-

hafi eða við Kaspíahafsströndina. Olían er 

síðan flutt með olíuleiðslu í gegnum Georgíu til 

Tyrklands.

?

 

EKKERT ÞOKAST Í SAMNINGAVIÐRÆÐUM 

GURBAN SADIGOV 

Deildarstjóri í aserska 

stjórnarráðinu.

Í SKÓLANUM Í FLÓTTAMANNAÞORPI Þessi börn eru í hópi þeirra 

heppnu, þau búa í nýju flóttamannahverfi og ganga í skóla.

Staðsetning: Í Kákasus. Um fimmt-

ungur, 16 prósent, landsins er undir 

stjórn Armena í Nagorno-Karabakh. 

Höfuðborg: Bakú.

Íbúar: 8,5 milljónir. 

Forseti: Ilham Alijev. Ilham Alijev tók 

við af föður sínum, Heydar Alijev, árið 

2003. Ilham Alijev var þá þegar forsæt-

isráðherra landsins. Stjórnarandstaðan 

og vestrænir stjórnmálaskýrendur hafa miklar efasemdir um áhuga Ilhams 

Alijev á lýðræði, mannréttindum og mál- og prentfrelsi. 

Armenar styðja Armena í Nagorno-Karabakh og hafa hersetið hátt í 

fimmtung af Aserbaídsjan frá því um miðjan tíunda áratuginn. Hátt í milljón 

Asera hraktist frá heimilum sínum á hernumda svæðinu og um 230 þúsund 

Armenar voru reknir frá Aserbaídjsan.

Aserbaídsjan lýsti yfir sjálfstæði sínu frá Rússlandi eftir byltinguna 1918 

en Rauði herinn sigraði Asera árið 1920 og varð Aserbaídsjan hluti af Sovét-

ríkjunum en lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum í ágúst 1991. 

Útflutningsvörur: Olía, gas og eldsneyti.

Efnahagur: Aserar hafa notið fjárfestinga erlendra olíufyrirtækja og efnast 

vel síðustu árin. Mikill munur er á efnahagi fólks, ríkidæmi er hjá fáum í 

Bakú en örbirgð úti á landi. Forsetinn er talinn hafa efnast vel síðustu árin.

? ASERBAÍDSJAN

RÚSSL.GEORGÍA

TYRKL.

ÍRAN

ASERBAÍDSJAN

ARMENÍA

KASPÍA

HAF

Baku

Stepanakert

Nagorno-

Karabakh

Jebrayil

Imishly

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92
Blašsķša 93
Blašsķša 93
Blašsķša 94
Blašsķša 94
Blašsķša 95
Blašsķša 95
Blašsķša 96
Blašsķša 96