Tíminn - 28.05.1981, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 28. mai 1981
9
//Þetta fyrirtæki hefur
tvímælalaust orðið til þess
að raforkunotendur á
íslandi hafa orðið að
greiða hærra verð fyrir
raforkuna en ella."
væðingin miðuð við útflutning
jafnt sem heimamarkað. Þingið
lýsir sig andvigt þeirri stefnu, að
hleypa erlendum auðhringum inn
i atvinnulif Islendinga. Samstarf
við hérlenda aðila um orkufrekan
iðnað komi aðeins til greina i ein-
stökum tilfellum, enda sé þess
ætið gætt, að meiri hluti eignar-
aðildar sé i höndum Islendinga.
Starfsemi slikra félaga skal háð
islenskum lögum og dómsvaldi,
enda njóti þau ekki betri lögkjara
en sambærileg islensk fyrirtæki.
Þingið varar við rekstri þeirrar
stóriðju, sem kann að vera hættu-
leg heilsu og umhverfi manna og
valda óeðlilegri félagslegri og lif-
fræðilegri röskun. Telur þingið,
að mengunarvaldandi stóriðja
samrýmist ekki islenskum að-
stæðum og sé andstæð óskum
fólks i landinu. Leggja ber
áherslu á að að leitað verði eftir
hentugum iðnaði fyrir landbún-
aðarbyggðir og önnur fámenn
byggðarlög i þvi skyni m.a. að
koma i veg fyrir byggðaröskun.”
Lýk ég hér lestri úr flokks-
þingsályktun Framsfl. Ég visa til
þess sem Guðmundur G. Þór-
arinsson sagði hér i ágætri ræðu
um iðnaðarmál og iðnaðarupp-
byggingu á Islandi, þar sem hann
talaði um hin raunhæfu yfirráð,
þ.e. að hafa hönd i bagga með
sölu afurða og þeim viðskiptum,
sem sköpuðust i kringum fram-
leiðsluna.
Óholl og
hættuleg störf
Ég er raunar alveg hissa á þvi,
að Birgir Isl. Gunnarsson skyldi
haga orðum sinum á þann veg
sem hann gerði, a.m.k. stundum i
ræðu sinni. T.d. hefði hann alveg
getað komist hjá þvi að fara að
mæla þeirri mengun, sem af ál-
verinu hefði stafað, bót. Hann gat
alveg komist hjá þvi, a.m.k.
þangað til einhver heföi nefnt
hana. Hann ræddi um launakjör i
álverinu og það er alveg satt hjá
þingmanninum, að allar hrak-
spár, sem framsóknarmenn
höfðu uppi og þeir sem lögðust
gegn álverssamningnum á sinum
tima hafa sem betur fer ekki
ræst. En það hefur nóg af þeim
ræst fyrir þvi. Hann ræddi um
launakjör starfsmanna i þessu
fyrirtæki og það er alveg satt hjá
honum, þarna eru greidd há laun
en þarna er um óholla og hættu-
lega vinnu að ræða og a.m.k.
langar mig ekki til að vinna
verkamannavinnu á þessum
vinnustað. Fyrir óþrifalega og
hættulega vinnu verður auðvitað
að borga talsvert hátt kaup til
þess að halda góðum mannskap
og þetta hefur orðið m.a. til þess
að sprengja upp laun i rikisverk-
smiðjunum, þvi að rikisverk-
smiðjumenn hafa viljað hafa
sama kaup og menn hafa átt kost
á iálverinu.Þess vegna er áburð-
urinn dýrari heldur en ella hefði
getað orðið og þarna er einn þátt-
urinn i bullandi taprekstri sem-
entsverksmiðjunnar.
ur siðan námi lauk, helgað
sig myndlistarstörfum, alfarið.
Aö sitja við sinn keip.
Hafsteinn Austmann hefur ekki
verið mjög áberandi myndlistar-
maöur, þótt nafn hans sé þekkt
viða, og hann sýnir fremur sjald-
an. Er mér sagt að þetta sé tiunda
einkasýning hans hér á landi, sú
seinasta var i nýreistri vinnustofu
málarans suður i Skerjafirði rétt
við flugbrautina, sem var einkar
skemmtileg og óvenjuleg sýning.
Vinnustofusýningar eru sjaldgæf-
ar hér á landi, enda aðstaða viða
örðug til þess, eftir að sá siður
aflagðist að mestu, að málarar,
eða myndlistarmenn reistu sér
sérbyggð hús:
Hafsteinn Austmann er
abstraktmálari, og fer ekki ofan
af þvi. Hann hefur ekki tekið ný
mið af samtiðinni, sem virðist
þróast allverulega til hlutstæðra
mynda, eða figurativra, og þvi
hömlulausa frelsi er listin i land-
inu, eða i heiminum, býr viö
núna. Hann kýs að sitja við sinn
keip, og hygg ég að það sé býsna
farsæl.stefna. Hann hefur byggt
sér persónulegan myndheim, sem
hann ræktar, og kúvendingar
henta ekki.
Þetta kann að þykja nokkur
eigingirni, en i blaðaviðtali er
þetta haft eftir málaranum sjálf-
um: ,,..Ég hefi málað svona
myndir alla mina tið og geri ekki
ráð fyrir að það breytist nokkuð
héðan af, nema þá helst bara
smátt og smátt”.
Svo mörg voru þau orð, og satt
best að segja, þá eru hreinar
abstraktsýningar að verða of
fáar, hefðu nú fáir spáð þvi fyrir
fjórum árum eða fimm.
90 myndir smáar og
stórar.
A sýningu Hafsteins i vestursal
Kjarvalsstaða eru um 90 verk af
ýmsum stærðum og gerðum. Þau
eru máluð á löngum tima og ef
ráða má af nöfnum á slikum
myndun inntak þeirra, þá koma
fyrir myndanöfn eins og
hrap, drama, vetur, sólstafir,
ljósbrot, sprenging.
Þetta er mikil sýning og áhrifa-
mikil, sem hann nú er með að
Kjarvalsstöðum. Og ég hygg að
hún lýsi honum sem málara
nokkuð vel. Hann málar með oliu-
litum, blandar tækni og svo eru
um 50 vatnslitamyndir á sýning-
unni, flestar litlar.
Hafsteinn Austmann er hag-
leiksmaður i málverki og allri
kúnst. Tækni hans er ef til vill
með þvi besta, er gerist hjá
málurum. Þetta gjörir myndir-
nar þó ekki flóknar, þótt blæ-
brigði séu mörg og mikil. Haf-
steinn stjórnar sinum formum og
ljósfalli, með föstum takti.
Sér i lagi þóttu mér hinar stóru
myndir vel gjörðar, og eins
vatnslitamyndirnar, en fáir leika
þá litameðferð eftir, sem ég
þekki.
1 raun og veru er þessi sýning
listviðburður og ættu aitir list-
unnendur sem við já koir.ið að
leggja þangað leið sina, en sýning
unni lýkur 7. júni.
Jónas Guð
mundsson rit
höfundur
skrifar um
myndlist.
borgarmál
Kristinn Hallgrímsson,
bladamadur, skrifar
Bónus hjá
borginni
■ Merkilegum áfanga hefur
verið náð hjá Reykjavikur-
borg, þar sem náðst hefur
samkomulag um að taka upp
bónus- eða kaupaukakerfi i
nær allri bæjarvinnu. Sam-
komulagið er á milli borgar-
innar og átta stéttarfélaga,
þ.m.t. Starfsmannafélags
Reykjavikurborgar og nær til
mjög ólikra verk- og vinnu-
þátta. Má segja að hér sé um
brautryðjenda starf að ræða
sem unnið hefur verið hjá
borginni.
Þessi samningur er byggður
á grundvelli timamælinga og
v i n n u r a n n s ók n a sem
Rekstrarstofan hefur unnið.
„Það er stigsmunur á þessu
kerfi og hinum frægu slump-
akkorðum iðnaðarmanna,
sem blésu ekki úr nös þegar
málningarúllan var fundin
upp”, sagði Magnús Óskars-
son, vinnumálastjóri borgar-
innar, i samtali við Timann.
„Hugsunin á bak við þetta
er sú að þarna skapist hagnað
ur eða ávinningur sem
samningsaðilar skipti meö
sanngirni á milli sin”, sagði
Magnús.
Samningurinn er aðeins
gerður til eins árs til að
byrja með, þar sem allir að-
ilar vilja hafa vaðið fyrir neð-
an sig, áður en farið er að
semja til lengri tima. Undan-
farið hefur þetta verið rekið
sem tilraunabónus án form-
legra samninga, þannig að
segja má að veruleg reynsla
séfengin á þetta fyrirkomulag
nú.
1 öllum greinum sem þetta
hefur verið tekið upp hefur átt
sér stað umtalsverð afkasta-
aukning, eða á bilinu 15-40%.
Það er þvi ljóst að hagur og
hagnaður borgarinnar og
viðsemjenda hennar skiptir
milljónum ef ekki tugum
milljona nýkróna. Samingur-
inn gildir hjá vinnuflokkum
gatnamálastjóra i nýbyggingu
og viðhaldi gatna, vinnuflokk-
um hitaveitu, vatnsveitu, við
malbikun, við umferðarmerk-
ingu, verkstæði Vélamið-
stöðvar, verkstæöi SVR, tré-
smiðastofu borgarinnar, pipu-
gerð, malbikunarstöð, bif-
reiðastjóra á vörubifreiöum
og starfsmenn á holræsa-
hreinsibifreiðum.
„Að sjálfsögðu hefur mönn-
um fækkað við upptöku
svona bónuskerfa, og
klassiska dæmið er sorp-
hreinsunin en þar hefur
starfsmönnum kannski
fjölgað um tiu við byggingu
Breiðholtsins, svona gróft
sagt”, sagði Magnús Óskars-
son, vinnumálastjóri borgar-
innar.
„Hins vegar hefur borgin
aldrei notað þá aðferð að segja
upp mönnum, heldur notfært
sér þegar menn hætta störfum
að ráða ekki að nýju.”
Aðalhagnaður borgarinnar
með upptöku þessa kaupauka-
kerfis er sjálfsagt sá, að þegar
til lengri tima er litið þá
fækkar starfsmönnum á sama
tima og afköst aukast, og yfir-
vinna minnkar að sama skapi.
Þá er ekki verra að búast má
við að svokallaður „bæjar-
vinnustimpill”, sem bæði er
verðskuldaður og óverð-
skuldaður, hverfi af mest allri
vinnu.
Mönnum er sjálfsagt i
fersku minni þau vinnubrögð
sem tiðkuðust hjá vinnuflokk-
um rafmagns- hita- og vatns-
veitu, þegar skurðir voru
látnir standa opnir heilu og
hálfu árin, þar sem hver beið
eftir öðrum að framkvæma
eitthvað. „Nú er þetta punkta-
kerfi, þannig að vinnuflokkur-
inn fær ekkert borgað fyrr en
'hann hefur lokað skurðinum.
Þú getur rétt imyndað þér
hvort þeir finni ekki einhver
ráð til að loka skurðinum”,
sagði Magnús Óskarsson.
Miklir fjármunir fara i þær
vinnurannsóknir sem liggja
þurfa til grundvallar áður en
bónus- eða kaupaukakerfi er
tekið upp. Hefur sumum
blöskrað fjöldi þeirra króna
sem koma i hlut þeirra er
rekstrar- og hagræðingar-
rannsóknirnar annast, ,,en
það er ekki hægt að segja neitt
viö menn sem maður græðir
alltaf á að hafa i vinnu”, sagði
Magnús Óskarsson, vinnu-
málastjóri, i samtali við
Timann.
Samkomulagið hefur nú
verið kynnt i borgarráði og
eins hinum einstöku verka-
lýðsfélögum. Má búast við að
það hljóti fullnaðarsamþykki
á þeim stööum i þessari eða
næstu viku.