Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						10  28. júlí 2008  MÁNUDAGUR
JAFNRÉTTISMÁL ?Yfirmarkmið 
skólans er að vinna að jafnrétti 
kynjanna og auka frumkvæðis-
rétt kvenna,? segir Sjöfn Vil-
helmsdóttir, verkefnisstjóri 
jafnréttisskólans. Hún segir það 
vera í samræmi við þúsaldar-
markmið Sameinuðu þjóðanna 
um þróun.
Kristín Ingólfsdóttir rektor 
Háskóla Íslands og Ingibjörg 
Sólrún Gísladóttir utanríkisráð-
herra skrifuðu undir samstarfs-
yfirlýsingu þann 19. júní síðast-
liðinn um stofnun jafnréttisseturs 
og jafnéttisskóla.
?Skólinn miðast við að auka 
getu einstaklinga og stofnana 
sem koma að uppbyggingu jafn-
réttismála,? segir Sjöfn en aðal-
áhersla skólans verður á þróun-
arlönd og fyrrum átakasvæði.
?Námið á að byggja upp jafn-
réttisstarf í þróunarlöndunum. 
Til dæmis er stefnan sú að skól-
inn fari til þróunarlanda og haldi 
námskeið í samstarfi við heima-
menn,? segir Sjöfn en bætir við 
að framtíðarmarkmiðið sé að 
bjóða einnig upp á námskeið 
fyrir íslenska aðila sem starfa 
við þróunarsamvinnu og friðar-
uppbyggingu.
Framtíðaráætlun jafnréttis-
skólans er að verða hluti af 
háskólasamfélagi Sameinuðu 
Þjóðanna en það getur tekið 
nokkur ár að fá í gegn. 
Stefnt er að því að eiga náið 
samstarf við jarðhita- og sjávar-
útvegsskóla Sameinuðu þjóðanna 
í Reykjavík auk Landgræðslu-
skóla Landbúnaðarháskólans á 
Hvanneyri. 
Dæmi um samstarfsverkefni 
við aðra skóla Sameinuðu þjóð-
anna hér á landi, að sögn Sjafnar, 
myndu felast í rannsóknarverk-
efnum um samfélagsleg áhrif 
virkjunar jarðhita og nýjungar í 
fiskveiði og sjávarútvegi með 
nálgun kynjafræðinnar.
Sjöfn segir námsfyrirkomulag 
verða stutt og hagnýt námskeið 
frekar en formlegt nám sem 
lýkur með háskólagráðu.
Formleg stofnun skólans verð-
ur í nóvember með stórri alþjóð-
legri ráðstefnu. Á sama tíma 
verður stofnað alþjóðlegt rann-
sóknarsetur í jafnréttisfræðum 
og gert er ráð fyrir að skólinn 
verði þar til húsa. 
Skólinn er enn á undirbúnings-
stigi og ekki búið að útfæra end-
anlegt námsfyrirkomulag. 
 vidirp@frettabladid.is
Heildsöludreifing og þjónusta:
Tæknivörur, Skútuvogi 12c auk viðurkenndra söluaðila um land allt
M110 fæst hjá Vodafone og Símanum,
ÚTIVISTARSÍMINN
sem þorir og þolir
Flúðasiglingin var rosaleg, 
allt rennblotnaði en síminn 
virkaði.
Þekki þessi ekki 
neitt, Fannst þau 
bara svo ekta 
þýsk eitthvað.
Skemmtilegt sjónarhorn, 
Nonni skal aldrei komast 
með tærnar þar sem ég 
hef hælana.
Þetta var frábær ferð 
og kjötið ljúffengt.
Sætt.
Blautasta Hróarskeldu-
hátíðin hingað til, að 
utan sem innan.
30 mínútum áður 
en sá stóri tók.
Nenni þessu varla aftur, 
en það var gaman 
meðan á því stóð.
Á skíðum 
skemmti ég 
mér...
Högg,- ryk- og rakavarinn (IP54) ? VGA myndavél ? Bluetooth
Vasaljós ? Stereo FM-útvarp ? Innbyggður hátalari
NOREGUR Um 400 norskir bændur 
efndu til mótmælagöngu í 
höfuðborginni Ósló á fimmtudag 
gegn samningaviðræðum 
Heimsviðskiptastofnunarinnar 
um meira viðskiptafrelsi, þar á 
meðal í viðskiptum með landbún-
aðarafurðir.
Bændurnir hrópuðu slagorð og 
báru spjöld þar sem þeir sögðust 
frekar vilja engan samning en 
vondan. Norskir bændur óttast, 
eins og bændur víðar um lönd, að 
samningurinn hafi slæm áhrif á 
landbúnað og margir þurfi að 
hrökklast frá búi.
Ráðherrar og embættismenn 
frá aðildarríkjum Heimsvið-
skiptastofnunarinnar hafa 
síðustu daga í Genf reynt að 
ljúka við Doha-samningalotuna, 
sem hófst fyrir sjö árum í Doha í 
Katar.
 - gb
Norskir bændur mótmæla:
Báru spjöld og 
höfðu uppi köll
ATVINNULÍF ?Við verðum vör við að 
fólk segi ekki upp störfum áður en 
það er orðið öruggt um að fá nýtt 
starf eins og sást í fyrra,? segir 
Elva Tryggvadóttir, ráðgjafi hjá 
Ráðningarþjónustunni. 
Elva segir að þrátt fyrir að rólegt 
sé yfir hásumarið hafi starfsfólk í 
nógu að snúast í kringum ráðning-
arbeiðnir sem berist. ?Fyrirtæki 
vanda sig betur við valið og taka sér 
lengri tíma til að finna rétta starfs-
manninn.?
Elva segir sambærilegan fjölda 
fólks í atvinnuleit leita til fyrirtæk-
isins og á sama tíma í fyrra. ?Það 
hefur einungis orðið lítils háttar 
fjölgun á skrá hjá okkur.?
Elva telur fólk enn nokkuð 
áhyggjulaust um að fá vinnu. ?Ungt 
fólk í atvinnuleit neitar afgreiðslu-
störfum til dæmis 
enn hiklaust.?
?Sumarið er 
sambærilegt og 
verið hefur en við 
búumst við breyt-
ingum strax eftir 
verslunarmanna-
helgi,? segir Agla 
Sigríður Björns-
dóttir, ráðningar-
stjóri hjá Vinna.is. ?Við erum farin 
að sjá fólk úr bönkum og verktaka-
fyrirtækjum á skrá hjá okkur og 
búumst við fleirum með haustinu 
þar sem fyrirtæki hafa boðað ráðn-
ingarstopp.?
Agla segist einnig hafa séð dæmi 
um að fólk hætti við að skipta um 
starf vegna ástandsins á atvinnu-
markaðnum.  - ht
Ráðningarskrifstofur búa sig undir breytingar:
Margir hætta við að 
segja upp starfi
ELVA 
TRYGGVADÓTTIR
Markmiðið er 
að vinna að 
kynjajafnrétti
Jafnréttisskóli Háskóla Íslands verður settur á lagg-
irnar í nóvember. Markmiðið er að verða hluti af 
háskólasamfélagi Sameinuðu þjóðanna. Aðaláhersla 
skólans verður lögð á þróunarlönd.
SAMSTARFIÐ INNSIGLAÐ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Kristín Ingólfsdóttir glaðar í 
bragði við undirritun samstarfsyfirlýsingar um jafnréttisskóla.
Skólinn 
miðast 
við að auka getu 
einstaklinga og 
stofnana sem koma 
að uppbyggingu 
jafnréttismála.
SJÖFN VILHELMSDÓTTIR
VERKEFNISSTJÓRI
UMFERÐIN ?Það er ein af mörgum 
asnalegum gloppum í kerfinu að 
gangandi vegfarendur hafi ekki 
gangbrautarrétt á hraðahindrun-
um,? segir Dofri Hermannsson, 
fulltrúi Samfylkingar í umhverf-
is- og samgönguráði.
Hann  segir liggja í augum 
uppi að hraðahindranir skuli 
vera merktar sem gangbrautir.
Í blaðinu í gær var viðtal við 
lögreglumann, sem lýsti eftir því 
að gangbrautum yrði gert hærra 
undir höfði í íbúðahverfum, en 
síðustu ár hefur þeim fækkað, og 
hraðahindranir komið í staðinn.
Um hindranirnar gilda ekki 
ákvæði um stöðvunarskyldu og 
má jafnvel leggja ökutæki á 
hraðahindrun. Dofri segir að 
gott væri ef ?löggjafinn gæfi 
ríkari heimildir til að stjórna 
umferðinni með skynsamlegum 
hætti?.
Margrét Sverridóttir, óháður 
fulltrúi í samgönguráði, segir 
hins vegar að þetta sé í góðum 
farvegi.
?Það hefur náðst rosalega 
góður árangur við að lækka 
hámarkshraða í íbúðahverfum 
og ég get ekki séð að menn séu á 
rangri leið. Ef það er allt of mikið 
af gangbrautum, þá kannski virð-
ir fólk þær ekki eins vel. Hins 
vegar eru þær mjög mikilvægar, 
til dæmis í kringum skóla,? segir 
hún. Ekki náðist í fulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins og VG.
 - kóþ
Fulltrúi Samfylkingar um gangbrautir og hraðahindranir í íbúðahverfum:
Gloppur eru í gangbrautarrétti
TANSANÍA Annar albínói var 
myrtur í Tansaníu á fimmtu-
dag. Þá hafa 26 albínóar verið 
drepnir á innan við ári í 
landinu. Fórnarlambið var 
karlmaður, en kona hans 
særðist einnig í árásinni. 
Árásarmennirnir skáru hægri 
fótinn af manninum og hluta af 
kynfærum hans. Galdralæknar 
á svæðinu eru taldir bera 
ábyrgð á morðunum. Trúað er 
að hár, hendur, blóð og aðrir 
líkamspartar albínóa færi fólki 
ríkidæmi. 173 galdralæknar 
hafa verið handteknir síðan í 
mars fyrir þessar sakir. 
  - kbs
Albínóamorð halda áfram:
Kynfæri og fót-
ur skorinn af
GANGBRAUTARHINDRUN Síðustu ár 
hefur gangbrautum fækkað í íbúða-
hverfum.  FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
BRESKUR HERMAÐUR SÉST RÆÐA VIÐ 
BARN Á LEIÐANGRI SÍNUM Í KABÚL Í 
AFGANISTAN Nú eru um 7.800 breskir 
hermenn í Afganistan, flestir í Helm-
and, þar sem talíbanar hafa haldið sig 
frá því þeir misstu völdin árið 2001.
NORDICPHOTOS/AFP

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56