Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						24  6. september 2008  LAUGARDAGUR
G
amansaga með alvar-
legu ívafi um baráttu 
góðs og ills. Svo lýsir 
Hallgrímur nýjustu 
bók sinni, sem kemur 
út á haustmánuðum. En 
það hangir meira á spýtunni. Bókin 
var skrifuð jöfnum höndum á íslensku 
og ensku. 
?Þetta er kannski fyrsta tvítyngda 
skáldsagan okkar,? segir Hallgrímur, 
og bætir við að aðdragandinn hafi 
verið nokkuð langur. 
?Fyrir allmörgum árum kom 101 
Reykjavík út í enskri þýðingu og Íri, 
sem þýddi bókina, skoraði þá á mig að 
skrifa hreinlega bók á ensku. Kannski 
nennti hann bara ekki að þýða meira 
eftir mig. En þessi áskorun blundaði 
alltaf í mér. Svo dag einn fékk ég hug-
mynd sem hentaði henni: Leigumorð-
ingi hjá króatísku mafíunni í New York 
neyðist til að flýja land, og bjargar sér 
með því að fara til Íslands í gervi sjón-
varpspredikara. Og þá stóðst ég ekki 
freistinguna.? 
Ögrandi verk 
Hallgrímur kveðst með þessu fráleitt 
vera að kasta íslensku fyrir enskuna; 
þetta sé ekki hefðbundin meiktilraun 
að hætti poppara. 
?Við getum auðvitað sagt að hér sé 
rithöfundurinn í útrás. En aðalatriðið 
var þó hið ögrandi verkefni. Sem lista-
maður verður maður alltaf að takast á 
við eitthvað sem maður getur næstum 
því ekki, ögra sjálfum sér. Ég skrifa 
auðvitað ekki fullkomna ensku en 
skáka í því skjólinu að sögumaðurinn 
er Króati að tala ensku á Íslandi, mínar 
tungumálatakmarkanir verða því 
hans.? 
Hallgrímur byrjaði á bókinni fyrir 
tveimur árum. Hugmyndin var alltaf 
að skrifa hana líka á íslensku, en fyrst 
þurfti hann að verða sér úti um ensku-
mælandi ritstjóra. 
?Ég þurfti mjög á því að halda. Og 
fyrir ári síðan, þegar ég var búinn með 
fyrstu gerðina, var bókin pikkuð upp 
af bókmennta-agent í London, Barböru 
Taylor hjá Andrew Nurnberg Associ-
ates. Þetta var mikill skóli fyrir mig, 
að komast í kynni við yfirlesara eins 
og þeir gerast bestir út í heimi. Það er 
meiri harka, meira miskunnarleysi og 
maður kemst ekki upp með hvað sem 
er, mikið strokað út og maður látinn 
heyra það. Þeir eru ekki hrifnir af 
kjaftæði þarna úti. Þetta var því dálítil 
eldskírn fyrir mig og við getum sagt 
að nú sé loks búið að straumlínulaga 
mig sem höfund!?
Hallgrímur segir að ásamt ögrun-
inni hafi hvatinn að bókinni einmitt 
verið löngun til að komast í tæri við 
öðruvísi ritstjórn en hann hafði áður 
kynnst og að vera hluti af einhverju 
stærra samhengi. ?En ég geri ekki ráð 
fyrir að endurtaka leikinn, þetta var 
bara ein hugmynd sem ég vildi fram-
kvæma. Ég verð alltaf íslenskur höf-
undur. Fyrir utan hvað þetta var erf-
itt!?
Þótt bókin sé ekki nema um 230 
síður, hálfdrættingur á við bækur 
Hallgríms yfirleitt, hafa Tíu ráð verið 
tvö ár í vinnslu, enda eru þetta í raun-
inni tvær bækur, skrifaðar jafnhliða. 
?Og þetta var að gera mig geðveikan,? 
viðurkennir hann. ?Ég kláraði fyrst 
enska versjón með Barböru, sem ég 
færði svo yfir á íslensku. Þá breyttist 
ýmislegt sem ég þurfti þá að breyta 
aftur í ensku útgáfunni og svo koll af 
kolli. Síðustu mánuði er ég búinn að 
vera með bæði skjölin opin á skján-
um.?
Mikið áfall 
Þótt til stæði að smiðshöggið yrði rekið 
á báðar útgáfur samtímis, höguðu 
örlögin því þannig að sú íslenska 
kláraðist fyrst. ?Já, þetta var sorglegt 
og dramatískt og dálítið erfitt að segja 
frá þessu,? segir Hallgrímur. ?Bar-
bara, ritstjórinn minn, kom hingað 
heim í fyrra og mér leist strax vel á 
hana. Hún var frábær ritstjóri og sam-
starf okkar gekk mjög vel. Hún hélt 
mikið upp á bókina en var jafnframt 
mjög hörð við hana. Þetta var svona 
?tough love?. 
Í vor greindist hún hins vegar með 
krabbamein, var í lyfjameðferð í allt 
sumar sem ekki bar árangur og hún 
lést síðan í lok ágúst. Ég kláraði 
íslensku útgáfuna daginn sem hún var 
jörðuð, í síðustu viku. Það er á svona 
augnablikum sem manni fallast nánast 
hendur. Þetta var svo furðulegt. Að 
kynnast manneskju og vinna svona 
þétt með henni en sjá hana síðan 
hverfa fyrirvaralaust. 
Nú er staðan sú að íslenska útgáfan 
er sem sagt komin í hús en sú enska 
situr á hakanum í bili. Ég vonast til að 
einhver annar innan umboðsskrifstof-
unnar taki bókina að sér og við komum 
henni í höfn.?
Feginn þegar Edda sprakk
Það er nýtt fyrir Hallgrími að vera til-
búinn með bók fyrir jólavertíðina í 
byrjun september, yfirleitt hefur hann 
ekki skilað handriti fyrr en í lok 
október. Það þakkar hann nýjum for-
leggjara sínum, Jóhanni Páli Valdi-
marssyni, en Hallgrímur var áður á 
mála hjá Eddu. 
?Ég er mjög ánægður með samstarf 
okkar Jóhanns Páls hingað til. Ég varð 
afskaplega feginn þegar þetta Eddu-
ævintýri lognaðist út af, enda var þetta 
eitt allsherjar klúður, loftbóla sem 
sprakk. Það er gott að vera kominn 
aftur niður á jörðina í samband við 
fólk sem er í sambandi við raunveru-
leikann, en lifir ekki í draumaheimi.?
Sjúklingnum að smábatna 
Það er léttara yfir Tíu ráðum en síð-
ustu bók Hallgríms, Roklandi, enda 
segist hann hafa blásið mikið í þeirri 
síðarnefndu. Það þýði þó ekki að 
honum liggi minna á hjarta, hann fái 
hins vegar útrás í hverri viku með 
pistlaskrifum í Fréttablaðinu. Og þar 
hefur hann oft margt á hornum sér. 
Hvers vegna? 
?Ísland er búið að vera lasið land og 
ég vil endilega leggja mitt af mörkum 
til að lækna það. Mér þykir vænt um 
landið mitt og mér hefur sárnað að sjá 
veiruna grassera í hjarta þess. Við 
sjáum betur og betur hversu ástandið 
var í raun slæmt, ekki síst þegar við 
lesum dagbækur Matthíasar Johann-
essen. Landið var í höndunum á hálf-
gerðu glæpagengi sem sveifst einskis 
við að halda öllu í sínum höndum. 
En sjúklingnum er að smábatna 
núna. Það var til dæmis mikil land-
hreinsun í því að losna við Moggarit-
stjórana, Styrmi og Matthías. Ég efast 
um að nokkrir tveir einstaklingar hafi 
unnið landi sínu meiri skaða en þeir. 
Ísland er búið að vera lasið land
Hallgrímur Helgason er tilbúinn með nýja bók fyrir jólavertíðina sem ber hinn eftirtektarverða titil Tíu ráð til að hætta að 
drepa fólk og byrja að vaska upp. Í samtali við Bergstein Sigurðsson segir Hallgrímur frá því hvers vegna hann réðst í að skrifa bók 
á ensku, hvernig hægt er að lækna Ísland og frá unaðshnappinum sem hann fann í Eyjafirði. 
ELDSKÍRN ?Þetta var mikill skóli fyrir mig, að komast í kynni við yfirlesara eins og þeir gerast bestir út í heimi. Það er meiri harka, meira miskunnarleysi og maður kemst 
ekki upp með hvað sem er, mikið strokað út og maður látinn heyra það. Þeir eru ekki hrifnir af kjaftæði þarna úti.? FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Litla ljóta klíkan hans Davíðs er 
kannski ekki orðin alveg áhrifalaus en 
ástandið er þó ögn skárra nú en þegar 
Ísland var í herkví ríkisstjórnar, ríkis-
lögreglu, Morgunblaðs og bankaráðs 
Landsbankans.?
Mýkri maður 
Hann viðurkennir hins vegar að það 
hafi mýkt hann að kona hans, Oddný 
Sturludóttir, er orðin borgarfulltrúi 
Samfylkingarinnar. 
?Jú, ég er allavega hættur að drepa 
fólk og byrjaður að vaska upp. Nýja 
bókin er allegóría! Nú er ég nýr og 
mýkri maður, enda sérlega mjúkmáll í 
þessu viðtali, eins og þú heyrir. 
En ríkisstjórnin er líka orðin mýkri 
núna. Við lifum á mýkri tímum. Geir 
Haarde er jafnvel of mjúkur. Við erum 
vissulega ágætlega sett, með kröftugt 
og kreatíft þjóðfélag, en við verðum að 
vera á tánum. 
Við megum aldrei aftur lenda í klóm 
klíkuvaldsins með tilheyrandi Haf-
skips- og Baugsmálum. Ísland er í raun 
eins og Rússland þar sem Sjálfstæðis-
flokkurinn var kommúnistaflokkur-
inn. Og síðan kemur eftir-hruns-tíminn 
með Davíð í hlutverki Pútíns sem vill 
banna frjálsa fjölmiðlun og fangelsa 
þá auðmenn sem hann óttast. En 
ólígarkarnir í náðinni fengu hins vegar 
ríkisfyrirtækin fyrir slikk og enduðu 
svo á því að kaupa fótboltalið í London. 
Eftir sátum við, ég og þú og ljós-
mæðurnar, á sömu lágu laununum, og 
spyrjum okkur nú: Er Geir kannski 
bara Medvedev??
Meira fyrir ófríðar bókmenntir
Hallgrímur segist líta á það sem skyldu 
rithöfunda að halda valdhöfum á 
tánum, en álasar þó ekki höfundum 
sem skrifa ekki um þjóðfélagsmál. 
?Ég gagnrýni þá ekki. Það hefur 
hver sinn háttinn á. Sumir hafa enga 
þörf til þess, vilja bara skrifa sínar 
bókmenntir, sem eru þá dálítið inni í 
fínum skáp. En ég hef reyndar aldrei 
verið hrifinn af hugtakinu ?fagurbók-
menntir?. Ég er meira fyrir ófríðar 
bókmenntir sem fara út fyrir bók-
menntasviðið, eru sprottnar upp úr 
öllum kimum þjóðfélagsins og deila á 
það. 
Samtíminn er spennandi viðfangs-
efni. Ég vona að mér takist að skrifa 
eina breiða samfélagslega skáldsögu 
upp á þúsund síður um okkar litla þjóð-
félag áður en yfir lýkur, bók sem ger-
ist á fyrstu árum þessarar aldar. En 
meðgöngutími skáldsagna er langur 
og þessi saga á enn eftir að formast í 
hausnum á mér.?
Saklausa Ísland 
Þótt Tíu ráð sé ekki djúp þjóðfélagsleg 
ádeila, segir Hallgrímur að hún fjalli að 
vissu leyti um samband hins saklausa 
Íslands við hinn stríðshrjáða heim 
miskunnarleysis og ofbeldis. Það hafi 
líka verið frelsandi að rýna í íslenskt 
samfélag með augum útlendings. 
?Það var skemmtilegt. Ég varð að 
ímynda mér að ég hefði aldrei komið til 
Íslands áður, og reyndi að lýsa því með 
augum útlendings. Ég held að friðsemd-
in sem við höfum notið hafi gert okkur 
dálítið saklaus. Við vorum sveitamenn. 
En unga kynslóðin í dag er ekki 
sveitafólk, hún talar töff tungumál og 
hefur farið út um allt, er búin að sjá allt 
það ofbeldi og klám sem í boði er og því 
skyldari jafnöldrum sínum erlendis. 
Mín kynslóð og þær á undan voru sak-
lausari. Á þessu eru auðvitað kostir og 
gallar en ég held að ákvörðunin um 
styðja Íraksstríðið í þeirri von að her-
inn yrði hér áfram hafi verið síðasta 
verk sveitamannsins; tveir ósigldir sak-
leysingjar með svitaperlur á enni og 
stjörnur í augum að bukka sig fyrir 
Bandaríkjaforseta, ómerkilegum lyg-
ara sem nú er orðinn einn af stríðs-
glæpamönnum sögunnar.?
Unaðshnappurinn Hrísey 
Tíu ráð er að miklu leyti skrifuð í Hrís-
ey, sem er orðin annað heimili Hall-
gríms, þar dvelur hann ávallt hluta úr 
ári. 
?Ég á ekki ættir að rekja þangað eða 
neitt svoleiðis. Þegar ég var að skrifa 
Höfund Íslands sumarið 2000, bauðst 
mér að vera þarna í húsi og uppgötvaði 
þá þessa paradís rithöfundarins. Hrís-
ey er snípur Íslands. Ef þið lítið á kort-
ið sjáiði að landið okkar er liggjandi 
kona. Reykjavík er höfuðið, Snæfells- 
og Reykjanes hendurnar og jöklarnir 
brjóstin. Svo erum við með Skagatá og 
Langanestá. Á milli þeirra er Eyja-
fjörður. Hann er klofið og á honum 
miðjum er svo þessi litli unaðshnappur 
sem nefnist Hrísey. Það er einhver 
mögnuð orka þarna. Og það er enn allt-
af gott að skrifa þarna. 
Ég væri alveg til í að búa í Hrísey, en 
konan er borgarfulltrúi í Reykjavík, 
þannig að við erum bundin átthaga-
fjötrum. En ég er alltaf að skora á hana 
að taka sér fulllaunað námsár í Háskól-
anum í Hrísey.?
Við sjá-
um betur 
og betur 
hversu 
ástandið 
var í raun 
slæmt, ekki 
síst þegar 
við lesum 
dagbækur 
Matthíasar 
Johannes-
sen. Land-
ið var í 
höndunum 
á hálfgerðu 
glæpa-
gengi sem 
sveifst 
einskis við 
að halda 
öllu í sín-
um hönd-
um. 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80