Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1982
15
menningarmál
Sýniljóð og
skúlptúrar
KJARVALSSTAÐIR
MAGNÚS TÓMASSON
Sýniljóð II
Visual Poetry II & Skolptur.
4. júní - H. júlí 1982
83verk
Opið á venjulegum tíinuni.
Þeir sem rita um sýningar í blöð
komast oft i þann vanda, sem er verri
en sá að veita leiðsögn, ef svo má orða
það. Tala hreint út um það hvað sé gott
og hvað sé slæmt á sýningum, að ekki
sé nú talað um þegar listamenn halda ár
eftir ár allt að þvi sömu sýninguna, eins
og Septem-hópurinn gjörir stundum. En
það er sá vandi að geta sér til um það
hvort sýning sem heild sé það sem máli
skiptir, eða hvort einstök verk séu það
sem máli skiptir, að hver sýning sé i
rauninni margar einingar, t.d. málverk,
sem meta beri eins og þegar saltfiskur
er ragaður, eða skreið metin til
útflutnings. Þá er hvert eintak metið
sérstaklega og flokkað.
Þó ber það við að haldnar eru
sýningar, þar sem ullarmatsreglan á ekki
við. Minnist ég t.d. sýningar Guðbergs
Bergssonar er hann hélt i FÍM salnum
fyrir nokkrum árum og allar myndir
snérust svo að segja um það sama.
Sýning Magnúsar Tómassonar, mynd-
listarmanns er á nokkuð óglöggum
skilum, hvað þetta áhrærir, þarna eru
mörg áhugaverð myndlistarverk, sum
ný, önnur eldri, en ef til vill er það fyrst
og fremst sú veröld sem þarna verður
til, sem máli skiptir, fremur en ein og
ein mynd, eitt og eitt hugverk.
Umsögnin verður líka örðugri en oft
áður, því dúnmjúkt sólskinið verður
ekki vegið á hina venjulegu vog, né mælt
með hinni hefðbundnu stiku gagnrýn-
andans.
Magnús Tómasson er aðeins einskon-
ar skáld, sem býr til fingerða muni í stað
þess að rita hugsanir sínar á blað, inntak
myndanna er ekki form þeirra, eða litur,
heldur orðið, eða hugsunin.
Reyndar virðist listamaðurinn þarna
vera í engu minni vanda en sá sem skrifa
á um það á prenti, sem verið er að segja
með dularfullum táknum myndlistar-
innar, því Magnús gerir ofurlitla grein
fyrir hugmyndum sínum og vinnu. Er
vert að grípa niður i þá greinargerð, og
er þá stiklað á stóru. Hann segir m.a.:
„Það var á árunum 1967-69 að ég bjó
til ýmsa hluti, sem mér gekk illa að fella
að ríkjandi myndstefnum. í bland voru
litlar sprettimyndabækur, þ.e. að þegar
opnaður er tvíblöðungur sprettur fram
þrívíð mynd, einsog í ævintýrabókunum
um stígvélaða köttinn og Hans og
Grétu, sem ég minnist frá æsku. Þá duttu
mér i hug orðin „visual poetry,,, rétt
einsog maður veifar röngu tré, og allt
verður að heita eitthvað.
Nokkrar þessara sprettimynda rötuðu
síðar saman í bók, sem gerð var í einu
eintaki undir samheitinu „sýniljóð" eða
„visual poetry". Þessi snörun á ensku
orðunum „visual poetry" yfir í „sýni-
ljóð" var meira af skyldurækni við það
ylhýra en ánægju með orðið.
En hvað er þá „visual poetry"? Ef til
vill mætti skilgreina pað svona: Það er
eitthvað, sem er of tengt ljóði til þess að
geta verið mynd og of myndrænt til þess
að geta verið ljóð, eða: ekki nógu
myndrænt til þess að geta verið mynd og
heldur ekki nógu ljóðrænt til þess að
vera ljóð. Efnislega eru „sýniljóð"
einsog hverjar aðrar lygisögur, misjafn-
lega sannar, misjafnlega fyndnar, sumar
soldið „lousy-sneddy" og fljóta hér með
sakir frumstæðrar kímnigáfu höfundar."
Ennfremur segir hann:
„Undarlegir eru mennirnir, fyrst loka
þeir fuglana inni búri, búa svo til vél,
sem getur flogið. Síðan skera þeir
tungurnar úr næturgölunum og búa til
tæki sem syngur. Og þegar ég horfi á
þessa vesalings fugla í myndunum, efast
ég um sannleiksgildi málsháttarins, að
betri sé einn fugl í hendi en sjö i skógi.
Ekki veit ég nákvæmlega, hvenær ég fór
fyrst að hugsa um flug, en um 4-5 ára
aldur kannaði ég flugþol fiskiflugna með
því að binda tvinnaspotta um miðjuna á
þeim og láta þær síðan fljúga með eins
langan spotta og þær þoldu. Álíka langt
má rekja eggin. „Ef þú einn góðan
veðurdag, sérð eitthvað litið og hvítt
koma ofan úr loftinu, þá er það
kjarnorkusprengja", sagði bróðir minn
við mig, þegar við vorum minni en við
erum núna og vorum að skoða
kaffipakkamynd, sem hann fullyrti að
væri af vél sem framleiddi kjarnorku-
sprengjur. Seinna komst ég að því að
þetta myndi hafa verið útungunarvél.
En síðan hefur mér hætt til að rugla
saman eggjum og kjarnorkusprengjum,
og ætíð búist við einhverju hvitu ofan
frá."
Magnús Tómasson er fæddur í
Reykjavik árið 1945 og stundaði
myndlistarnám í Listaháskólanum i
Kaupmannahöfn á árunum 1964-1970.
Hann hélt sina fyrstu einkasýningu í
Bogasalnum árið 1962 og hefur síðan
haldið margar sýningar og tekið hefur
hann átt i samsýningum.
Hann var einn af stofnendum Gallerí
SÚM árið 1969, en sú stofnun átti vissan
þátt í að opna dyrnar fyrir nýlist, eða
sýniljóðum. Þar var ein tilraunastofan í
íslenskri myndlist um nokkurra ára
skeið og þar var heimurinn frelsaður svo
að segja i hverri viku, þegar best lét.
Magnús Tómasson er nú á launaskrá
hjá Reykjavíkurborg, en sú nýbreytni
hefur verið tekin upp að hafa einn
reykvískan myndlistarmann á launum
árlega, og má á vissan hátt telja þessa
sýningu vera kvittun fyrir þau laun.
Þóra Kristjánsdóttir greinir frá þessu
i sýningarskrá, en þar segir i upphali:
„Þó að sitthvað sé tílviljun háð í heimi
hér, getur það þó ekki verið tilviljunin
einber hver valdist fyrstur til að þiggja
starfslaun Reykjavíkurborgar úr hópi
listamanna, verða fyrsti „borgarlista-
maðurinn" eins og það hefur verið
kallað i gamni og alvöru. Sem betur fer
er sú gróska i okkar listum, að úr
mörgum góðum kostum var að velja, og
verður svo vonandi framvegis ef þessi
tilhögun verður að þeirri hefð sem stefnt
er að og staðfest er með vali annars
listamanns sem framúr skarar á yfir-
standandi ári. Auðvitað kemur sú
tilviljun til skjalanna, hvar menn eru
staddir í vinnu sinni, þannig að þeir
sækist eftir þessari aðstöðu. En það hygg
ég flestir menn mæli, að Magnús
Tómasson hafi verið vel að þessari
viðurkenningu kominn. Verk hans, sem
hann kallar „sýniljóð" eru nýsköpun í
okkar myndlist, persónuleg tjáning
listamanns er gengur sína eigin götu,
sem er ekki að öllu leyti troðin, en hann
ratar þó býsna vel."
Sýning Magnúsar Tómassonar er
fremur stór, miðað við þá smámuni sem
myndir hans gjarnan eru, en myndir
hans eru eiginlega hálfgerðar örverur,
sumar að minnsta kosti.
Ef undanskildar eru fáeinar „venju-
legar myndir", þá fjallar listamaðurinn
mikið um einhvers konar boðskap, eða
vangaveltur.
Þarna eru lágmyndir, höggmyndir,
einingamyndir, skordýr, fuglar og sára-
bindi. Ennfremur skúlptúrar.
Þótt sýningin sé ein, þá flokkar
listamaðurinn hana í nokkra flokka.
Hann byrjar á lágmyndum úr pappir og
teikningum. Þá kemur Ágrip af sögu
flugsins. Skúlptúr og loks Utanhúss.
Litur sýningarinnar er hvitur, ef hvítt
kallast þá á annað borð litur og
skáldskapurinn, eða inntakið er aðal-
atriði myndanna, fremur en augnaynd-
ið. Magnús er leikinn vel i höndunum.
Hann er dverghagur. Hann er hins vegar
ekki upphafsmaður þeirrar stefnu, er
hann fylgir, eða trúarbragðahöfundur.
Fjölmargir listamenn kjósa að setja sinn
boðskap fram svona, þótt ef til vill
hentaði ritmál og tónlist stundum álika
vel. Magnús Pálsson fæst t.d. við svipaða
vinnu. Lika Jón Gunnarsson, að maður
nefni svo ekki útlendingaherdeildina,
sem grafið hefur sig niður á þessar
vigstöðvar.
Endalaust má deila um það, hvort
boðskapur eigi endilega að vera í
listaverki, eins og málsháttur í páska-
eggi, eða rúsinur í jólaköku. En þar sem
mynd og ljóð , eða boðskapur ganga
samsiða, tekst vinna Magnúsar Tómas-
sonar best. Það mætti nefna leikmyndir
og skáldið er gesturinn i húsi listamanns-
ins, og leikarinn lika.
Jónas Gnðmundsson.
Jónas
Goðmnndsson
skrifar um
myndlist.
Af rican
Sancfus
¦ Akureyringar lögðu til forvitnilegan
þátt í Listahátíð '82, svarta messu eftir
Bretann David Fanshawe. Fanshawe
ferðaðist um A-Afriku og kynnti sér
tónlist þarlendra og tók upp á segul-
band. Upptökur þessar blandar hann
svo eigin tónsmíð fyrir kór (Passíukór-
inn á Akureyri), einsöngvara (Signý
Sæmundsdóttir) og fáein hljóðfæri (2
gítarar, 3ja manna slagverk, pianó,
orgel). Roar Kvam, norskur stofnandi
og stjórnandi Passíukórsins i 10 ár,
stjórnaði öllu sem rann saman í einni
heild eins og ólmur straumur. African
Sanctus er byggt upp i aðalatriðum eins
og kaþólsk messa - Kyrie, Gloria,
Credo, o.s.frv.
Þar kennir margra grasa, sem vonlegt
er. En einhvern veginn minnti heildin
mig dálítið á Carmina Burana eftir Carl
Orff: þetta er pínulítið simpilt, en
afskaplega kunnáttusamlega og hugvit-
samlega gert, enda hittir það beint i
mark hjá áheyrendum sem fögnuðu
ákaft, þannig að endurtaka þurfti tvo
kafla, þá sem æsilegastir voru, lokaþátt-
urinn Gloriu og Faðirvor.
Eins og forsvarsmaður Akureyringa
sagði einhvers staðar, þá töldu þeir sig
hafa eitthvað óvenjulegt fram að færa,
og komu því á Listahátíð á eigin
kostnað. Og þeir höfðu sannarlega
erindi sem erfiði, því þessi sýning var
mjög vel heppnuð i alla staði -
Listahátíð '82 minnír mest á hin frægu
orð Maós formanns: Látið hundrað
blóm blómstra - því hér hefur nær þvi
sérhver atburður verið „uppákoma", að
einhverju leyti óvenjulegur eða sér-
kennilegur. Og það á að sjálfsögðu ekki
sist við flutning Passíukórs Akureyrar á
þessari svörtu messu.
15.6.
Sigurður Steinþórsson
Ka m mers vei t
Listahátíðar
¦ Nú hefur sá merkisatburður gerst,
að felldir voru niður tollar af hljóðfær-
um. Lýkur þar með langri baráttu
hljóðfæraleikara fyrir réttlætinu, en
tollur þessi, 30-50%, hefur lagst mjög
misjafnlega á menn: hann hefur verið
nánast sem þungaskatttur i hljóðfæri
þvi fáir eigendur smáhljóðfæra munu
hafa keypt hljóðfæri sín hérlendis. Á
Ragnar Arnalds fjármálaráðherra heið-
ur skilinn fyrir að hafa látið undan
þrýstingi tónlistarmanna - eða kannski
snúist undan vindi réttlætis og skynsemi.
Þessi breyting kann að hafa það í för
með sér, að tónlistarnám verði ennþá
almennara en nú er, en um árangur
undangenginna eins eða tveggja áratuga
sáu menn gleðilegt dæmi á tónleikum
Kammersveitar Listahátiðar á sunnu-
daginn (13. júni). Þar stjórnaði Guð-
mundur Emilsson (f. 1951), en einleikar-
ar voru fjórir, fæddir á bilinu 1947-1963,
auk þess sem Ad Astra eftir Þorstein
Hauksson (f. 1949) var þarna flutt.
Hljóðfæraleikararnir höfðu semsagt tvo
samnefnara: þeir voru allir ungir, og
allir islenskir, en margir þeirra höfðu
komið sérstaklega heim frá útlöndum til
að taka þátt i þessum atburði, og aðrir
eru í sumarleyfi frá skólum erlendis. Það
var ekki dónalegt að heyra langa
einleikskafla Variaciones Concertantes
eftir Brasiliumanninn Alberto Gina-
stera frá fólki eins og Gunnari Kvaran
knéfiðlara og Unni Sveinbjarnardóttur
lágfiðlara, svo dæmi séu nefnd um það
sem þarna gat að heyra úr hljómsveit-
inni. Enda verður þess ekki langt að
biða að Sinfóníuhljómsveit íslands geti
verið alíslensk án þess að tapa gæðum,
ef það væri keppikefli i sjálfu sér. En
hin aðferðin, hin bandaríska, að flytja
inn fullnuma afreksmenn í hljóðfæraleik
og fá þá til að setjast að, er auðvitað í
fullu gildi líka, og sjálfsagt mun ódýrari
þegar á heildina er litið.
Á efnisskrá voru fjögur verk: Ad
Astra (1982) eftir Þorstein Hauksson er
að sögn höfundar afrakstur margra
mánaða tölvuvinnu í Stanford - en
spyrjum ekki um aðferð heldur árangur.
Ad Astra er eins og marvaði, limbó, án
hreyfingar. Um tíma spila strengjaleik-
ararnir á vínstaup með boga sínum, og
auk þess heyrðist mér vera spilað á sög.
Mér finnst saltfiskur ennþá vera
skemmtilegasta óhljóðfærið sem spilað
hefur verið á hér á landi.
Sinfonia Concertante fyrir hljóm-
sveit, fiðlu og lágfiðlu er talin með
merkari verkum Mózarts. Hinir ungu
einleikarar, Sigurlaug Eðvarðsdóttir og
Ásdís Valdimarsdóttir, léku fallega og
af miklu öryggi, en hefðu mátt taka
meira é með köflum, ekki sist lágfiðlan.
Richard Strauss samdi Duo Concer-
tante fyrir hljómsveit, klarinett og fagott
1948, árið áður en hann dó. Ég hef ekki
heyrt Sigurð Snorrason spila einleik
jafn-valdsmannslega fyrr, en ekki þarf
að spyrja að öðrum góðum eiginleikum.
Fagottið fellur dálítið í skuggann hjá
tónskáldinu, en Hafsteinn fékk þarna
góða kafla á milli. Skemmtilegt verk
með undraverðum æskuljóma hjá hin-
um 84ra ára Bæjara.
Og loks áðurnefndar Variaciones
Concertantes eftir Ginastera, 11 til-
brigði við tema og hvert tilbrigði fyrir
eitt eða fleiri sólóhljóðfæri. Þetta verk
er, eins og tónleikaskráin segir, fádæma
gott. Og það var þessi unga og
ókynskipta hljómsveit lika. Framtíðin
blasir við i íslenskri tónlist. .
15.6
Sigurðnr Steinþórsson
Sigurður
Steinþórsson
skrifar um tónlist

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24