Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						16 14. desember 2008 SUNNUDAGUR
Þ
að er mjög mikilvægt að byggja 
upp traust í þjóðfélaginu á 
nýjan leik,? segir Geir H. Haar-
de, forsætisráðherra og for-
maður Sjálfstæðisflokksins. 
?Það er líka mjög mikilvægt að 
allt sem snertir bankana, gömlu og nýju, sé 
með þeim hætti að það sé traustvekjandi. Ég 
tel að ríkisstjórnin og flokkarnir í þingmeiri-
hluta hafi gert það sem þeir geta til þessa til 
að vinna hér að öflugri endurreisn og þar 
með endurnýjuðu trausti.? 
En traust á eftirlitsstofnununum?
?Við þurfum eflaust að fara mjög nákvæm-
lega yfir þau mál öll. Ég held að fólk sé 
óánægt með það að það er ekki enn þá komið 
í ljós hvað raunverulega gerðist í bönkunum. 
En nú eru þessar rannsóknir að fara í gang 
sem ákveðið hefur verið að ráðast í. Það er 
verið að leggja síðustu hönd á frumvarpið 
um rannsóknarnefnd sem mun fara í saum-
ana á þessu öllu; hvað gerðist, af hverju gerð-
ist það, hvað hefði verið hægt að gera og hvað 
þarf að gera í framtíðinni svo að svona lagað 
gerist ekki aftur. Þannig að ég tel að það eigi 
eftir að ráðast hér í heilmiklar umbætur í 
framhaldinu af þessu.
Við þurfum til dæmis að taka á hlutafé-
lagalögunum og ýmsu sem snýr að bönkun-
um til að koma í veg fyrir að það sé hægt að 
spila hér með bankakerfið í líkingu við það 
sem talið er að hafi gerst hér. Við þurfum svo 
að huga að því að setja stjórnarskrárnefnd til 
starfa á nýjan leik.? 
Verða uppstokkanir á ríkisstjórn nú fyrir 
eða í kringum áramót?
?Ég get ekki svarað þér því, þar sem ég er 
ekki í aðstöðu til að tala um það. En slíkt er 
aldrei útilokað.? 
Bankahrunið óumflýjanlegt
Voru öll skref stjórnvalda, bæði í aðdrag-
anda og kjölfar bankahrunsins, rétt?
?Það má eflaust finna dæmi um einhver 
mistök. Ég held samt að stjórnvöldum verði 
ekki kennt um það hvernig fór. Ég held að 
það liggi fyrir að það var glannaskapur í 
bönkunum og að einhverju leyti óábyrg 
bankastarfsemi í gangi. 
Þegar maður horfir til baka núna og virðir 
fyrir sér þær staðreyndir sem liggja á borð-
inu, og það er auðvitað ekki allt komið fram, 
þá hefur þetta sem gerðist, þegar komið var 
á ákveðinn tímapunkt, sennilega verið óum-
flýjanlegt. Hvort sem eitthvert skref sem 
stigið var, eða ekki stigið, var rétt eða rangt. 
Ég held að þetta hafi þá verið orðið tíma-
spursmál hvenær eitthvað svona hrikalegt 
kæmi. 
Við erum náttúrulega fórnarlömb, að hluta 
til, hér í alþjóðlegu fjármálakreppunni. Nú 
eru ýmis fleiri lönd í Evrópu, meira að segja 
lönd innan Evrópusambandsins, að leita á 
náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna þess 
hvernig hin alþjóðlega kreppa er að leika 
þau. Ég óttast mjög um hag vina okkar í 
Eystrasaltslöndunum um þessar mundir. Ég 
segi því, af þessu tilefni, að nú er gott að við 
erum komin í skjól með okkar mál. Það mátti 
ekki vera seinna miðað við í hverju önnur 
lönd eru að lenda.? 
Má reikna með einhverri heildstæðri upp-
byggingaráætlun frá stjórnvöldum? 
?Við erum búin að vera að vinna í mjög 
mörgum hlutum. En við höfum verið að snúa 
okkur að því sem er mest aðkallandi; vanda-
mál heimilanna og fyrirtækjanna, viðfangs-
efni sem snúa að endurreisn bankakerfisins, 
samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn 
og að vinna í deilumálum við aðrar þjóðir. 
Þetta eru mjög flókin mál á köflum en 
nauðsynlegt að ryðja þeim úr vegi. 
Það má segja að nú sé fyrsta áfanganum 
náð með samkomulaginu við Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn. Næsta mál er að fylgja því eftir, 
á grundvelli þeirrar efnahagsáætlunar sem 
nú liggur fyrir. Svo eru það fjárlög næsta árs, 
horfurnar í ríkisfjármálum og peninga- og 
gengismálin, sem eru lykilatriði. Ef það tekst 
að festa krónuna í sessi, þar sem hún styrkist 
frá því sem var, þá mun verðbólgan detta hér 
niður mjög hratt. Þá mun verða grundvöllur 
fyrir því bæði að slaka á gjaldeyrishöftunum, 
sem eru neyðarúrræði, og lækka hér vexti. 
Þetta hangir saman og mun hafa mikið að 
segja fyrir almenning í landinu. En hvort við 
síðan gefum út lengri tíma áætlun, það er 
bara mál sem er til athugunar.? 
Ekki kjarabætur að sækja
Þarf að huga að einhverjum sérstökum leið-
um til að byggja upp nýja atvinnuvegi sem 
hluta af endurreisn atvinnulífsins?
?Vinna og verðmæti er það sem við þurf-
um að leggja höfuðáherslu á. Þá lítum við til 
allra átta og nýsköpun og frumkvæði í nýjum 
greinum er gríðarlega mikilvægt. En við 
höfum líka gamalgrónar greinar hér sem eru 
að standa sig mjög vel og við þurfum að halda 
áfram að efla þær. Þar nefni ég orkufrekan 
iðnað og styrkingu í hefðbundnum greinum 
eins og sjávarútvegi, ferðaþjónustu og þess 
háttar.? 
Hvernig er samstarfi við aðila vinnumark-
aðarins háttað?
?Við leggjum mikið upp úr því að eiga gott 
samstarf við aðila vinnumarkaðarins. Við 
höfum átt þó nokkra fundi upp á síðkastið 
með aðilum á almenna markaðnum, okkar 
viðsemjendum í röðum opinberra starfs-
manna, bankamanna og sömuleiðis sveitar-
félögum. 
Ég held að það sé alveg nauðsynlegt að 
þessir aðilar allir horfi fram í tímann, til árs-
ins 2010. Við erum tilbúin til samstarfs um að 
leggja hér skynsamlegan grunn að aðgerðum 
til að tryggja hér vinnufrið og atvinnuupp-
byggingu. En ég held að það sé líka mikil-
vægt að allir átti sig á því að kjarabætur er 
ekki að sækja á næstunni, hvorki á almenn-
um markaði né hjá ríkinu. Það er ljóst að það 
er kjaraskerðing fram undan, við sjáum það 
á þeirri þjóðhagsspá sem við okkur blasir. 
Það verða einhverjar skattahækkanir, þó 
vonandi ekki mjög miklar. Og það þarf eitt-
hvað að draga úr opinberri þjónustu.?
Hvernig mun fólk helst verða vart við sam-
drátt í annarri útgáfu fjárlagafrumvarpsins? 
?Þetta mun birtast í því að ýmislegt sem 
ráðgert var kemur ekki til framkvæmda. 
Þannig sparast frá því sem var í upphaflegri 
tillögu frumvarpsins. Það verður eitthvað 
dregið úr framkvæmdum og það verður 
sparnaður í rekstri hjá ríkisstofnunum, en 
vonandi ekki það mikill að það hafi veruleg 
áhrif á þjónustuna. Síðan er sparnaður í svo-
kölluðum tilfærslum, þar sem ríkið er að 
veita fjármunum í annað en rekstur og fram-
kvæmdir. Loks er þarna skattahækkun. 
Saman gerir þetta 45 milljarða í þessum 
áfanga. En miðað við hvernig ástandið er 
getur verið skynsamlegt að gera meira núna, 
við erum ekki alveg komin að niðurstöðu um 
það.? 
Verða hækkanir á þjónustugjöldum?
?Það er ekki alveg búið að ganga frá því en 
í einhverju mæli má alveg búast við því.? 
Eru komnar einhverjar línur fyrir fjárlaga-
gerð ársins 2010? 
?Nei, það er ekki hægt að segja það enn þá. 
Við erum náttúrlega búin að gera grein fyrir 
því að núna strax eftir áramót munum við 
leggja fram drög að því hvernig við sjáum 
fyrir okkur næstu árin. Það er hluti af okkar 
vinnuáætlun með gjaldeyrissjóðnum.
Það er ljóst að það verður mikill halli á 
ríkissjóði á næsta ári og næstu árum og það 
er nauðsynlegt að taka þar í taumana. Við 
erum vön því að vera með góðan afgang af 
ríkissjóði undanfarin ár, en nú eru breyttir 
tímar og það er ekki hjá því komist að horfast 
í augu við það.? 
Fram hefur komið mikil gagnrýni á núver-
andi peningastefnu, bæði innan Sjálfstæðis-
flokks og Samfylkingar? Þurfa ríkisstjórnar-
flokkarnir ekki að koma sér saman um 
framtíðarstefnu í peningamálum? 
?Jú, jú. Peningamálastefnan er í grundvall-
aratriðum mörkuð í lögum um Seðlabankann 
og hlýtur alltaf að koma til athugunar. Það er 
sjálfsagt að fara yfir það og athuga í leiðinni 
hvaða kostir eru fyrir í þeim efnum. En ef 
verið er að tala um nýja mynt gjörbreytir það 
málinu, þá eru það allt aðrar forsendur sem 
þarf að skoða en ef ætlunin er að vera hér 
áfram með krónuna.? 
Hvað hefur tafið eftirlaunafrumvarpið og 
hvenær má búast við því? 
?Það er engin sérstök skýring á því önnur 
en að menn eru önnum kafnir. Það var mein-
ingin að þetta skyldi flutt sem þingmannamál 
og við vorum lengi að bíða eftir svari frá 
stjórnarandstöðunni um það hvort þeir væru 
tilbúnir til að vera með í þessu verkefni. Þetta 
er bara dagaspursmál held ég. Ég þori nú ekki 
að segja til um hvort það gangi fljótt fyrir sig, 
þar sem svo virðist sem einhverjir ætli að 
gera sér mat úr þessu máli, en það átti ekki að 
taka gildi fyrr en um mitt næsta ár, þannig að 
við sjáum til hvernig því reiðir af.? 
Tilbúinn til að ganga skrefi lengra í Evrópu-
málum
Nú hefur þú hleypt af stað málefnavinnu 
Sjálfstæðisflokks um Evrópumál. Annars 
vegar hefur verið gagnrýnt að þú sért ekki að 
leiða flokkinn í þessu máli. Hins vegar hefur 
val á þeim sem leiða málefnanefndirnar verið 
gagnrýnt; það sýni að Sjálfstæðisflokkurinn 
sé að snúast í átt að ESB?
?Mín afstaða hefur verið alveg skýr. Ég 
hef hins vegar hlustað á raddir innan Sjálf-
stæðisflokksins og ég tel að við þurfum að 
taka þetta mál upp að nýju og endurmeta það. 
Það gerum við á landsfundi flokksins. 
Þeir sem hafa hlustað á það sem ég hef 
sagt upp á síðkastið hafa orðið varir við það 
að ég hef verið tilbúinn til að ganga skrefi 
lengra í þessu máli en Sjálfstæðisflokkurinn 
hefur áður gert. Það byggist á hagsmuna-
mati. Við höfum fengið í þetta verk hóp af 
fólki sem þekkir vel til. Ég veit ekki betur en 
forystumennirnir í verkinu séu alveg for-
dómalausir menn, eins og ég er sjálfur. 
En það er landsfundurinn sem hefur síð-
asta orðið og ég sé fyrir mér að það verði 
greidd atkvæði á honum um annaðhvort eina 
tillögu eða jafnvel tvær um hvaða stefna 
verður tekin þarna. Ég geri mér vonir um að 
það verði hægt að ná þarna ákveðinni mála-
miðlun milli ólíkra sjónarmiða sem eru innan 
flokksins og það er þá verkefni formanns 
flokksins að finna þarna ákveðna leið.? 
Hvers konar málamiðlun?
?Ég ætla ekki að koma með það strax.?
Hefur þú áhyggjur af klofningi innan flokks-
ins með uppgjöri Evrópumála? 
?Nei, ég á ekki von á því. Flokkurinn er 
miklu stærri og merkilegri heldur en þessi 
deila um Evrópusambandið. 
Ég held að það séu ekkert endilega margir 
sjálfstæðismenn sem hafa skipað sér í stjórn-
málaflokk út frá þessu tiltekna máli. Ef menn 
gera það og eru ekki sáttir við niðurstöðu 
Sjálfstæðisflokksins, ef hún er þeim á móti 
skapi, þá eiga þeir ekki aðra kosti en að ganga 
til liðs við Vinstri græn og það eru nú ekki 
margir sjálfstæðismenn held ég sem færu 
rakleiðis yfir í Vinstri græn. 
Það var mín tillaga, sem var samþykkt í 
miðstjórn og þingflokki flokksins að flýta 
landsfundi um átta mánuði. Auðvitað hefði 
verið að mörgu leyti þægilegra, meðal ann-
ars fyrir mig, að vera ekkert að því, en ég 
vildi gera það vegna þess að ég vil fá umfjöll-
un um helstu stefnumál flokksins og mat á 
því hvort bankakreppan og efnahagsörðug-
leikarnir núna eigi að hafa áhrif á stefnumót-
un flokksins til framtíðar. Ég vil líka fá ákveð-
in kaflaskil í þetta Evrópumál. Ef flokkurinn 
kemst að þeirri niðurstöðu að það eigi ekki að 
ganga lengra, þá liggur það líka fyrir. Loks 
vil ég líka að fulltrúar á landsfundi flokksins 
fái tækifæri til að kveða upp úr með það 
hvort þeir séu sáttir með núverandi forystu í 
flokknum í gegnum þessa erfiðleika. Ég býð 
mig fram áfram, en ef einhver vill breyta þá 
er þarna tækifæri til þess. En að öðru leyti er 
mikilvægt fyrir mig að fá endurnýjað umboð, 
ef það er það sem flokkurinn vill.? 
Hvert er þitt mat á stöðu þinni og varafor-
mannsins innan flokksins? Áttu von á fram-
boðum á landsfundi í janúar? 
?Ég á ekki von á því, en ég veit ekkert um 
það. Þetta er óbundin kosning og það eiga 
allir möguleika á að gefa kost á sér.? 
Ráðherraskipti ekki útilokuð
Það má eflaust finna einhver mistök ríkisstjórnar í aðdraganda og kjölfar bankahrunsins, segir Geir H. Haarde í viðtali við Svan-
borgu Sigmarsdóttur. Útlitið er dökkt með skattahækkunum, hækkun þjónustugjalda og kjaraskerðingu. Mikilvægt að allir átti sig 
á að ekki verði mikið um kjarabætur á næstunni. Óttast ekki klofning í Sjálfstæðisflokknum með uppgjöri í Evrópumálum.
NAUÐSYNLEGT AÐ TAKA Í TAUMANA Það verður mikill halli á ríkissjóði á næstu árum, segir Geir H. Haarde 
og nauðsynlegt að taka þar í taumana. Skynsamlegt gæti verið að ríkið spari meira á næsta ári en fram 
hefur komið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
?Ég er ekkert stressaður að upplagi,? segir 
Geir um álagið sem verið hefur á honum og 
ríkisstjórninni að undanförnu. ?En þetta er 
auðvitað mikið vinnuálag og mikið álag á þá 
sem ég umgengst mest. Ég er lítið heima og 
mikið í vinnunni. Fyrir mig persónulega hefur 
gengið mjög vel. Ég stunda líkamsrækt og 
reyni að vera samviskusamur í því. 
Að öðru leyti, ef ég hef frítíma, þá reyni ég 
að eyða honum með minni fjölskyldu og sér-
staklega barnabörnunum, það hefur ótrúlega 
góð áhrif á sálina.? 
Aðspurður hvort hann hafi náð að lesa 
jólabækurnar, segir hann: ?Ég er búinn að lesa 
þrjár íslenskar glæpasögur: Sjöundi sonurinn 
eftir Árna Þórarinsson, Myrká eftir Arnald 
Indriðason og svo er ég að ljúka við bók sem 
heitir Auðnin eftir hana Yrsu Sigurðardóttur, og 
þá er Stefán Máni næstur. Ég les alltaf glæpa-
sögurnar fyrst.?
? BÚINN MEÐ ÞRJÁR SAKAMÁLASÖGUR

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64