Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						4 30. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR
 Þú getur alltaf treyst 
á prinsinn
Hlíðasmára 8 ? 201 Kópavogi ? s: 554 7200
 Reykjavíkurvegi 68 ? 220 Hafnarfirði ? s: 5557220
 www.hafid.is
SJÁVARÚTVEGSMÁL Veiðistofn 
mældist 270 þúsund tonn í 
nýafstöðnum rannsóknaleiðangri 
Hafrannsóknastofnunar. 
Aflaregla í loðnu gerir ráð fyrir 
að að minnsta kosti 400 þúsund 
tonn séu skilin eftir til hrygning-
ar í lok vertíðar og ekki er 
gerlegt að leggja til veiðikvóta 
fyrir komandi vetrarvertíð að 
svo stöddu.
Undanfarin ár hefur kvóti ekki 
verið gefinn út fyrr en á fyrstu 
mánuðum nýs árs og mun 
rannsóknaskip Hafró verða gert 
út til frekari rannsókna á loðnu 
eftir áramótin. 
Mælingarnar að þessu sinni 
sýndu hins vegar mikinn fjölda 
loðnuseiða á rannsóknasvæðinu 
frá Austur-Grænlandi til 
Austurlands. Seiði ársins í ár 
verða uppistaðan í veiði- og 
hrygningarstofni loðnu fyrir 
vertíðina 2010-2011.  - shá
Stofnmælingar loðnu:
Ekki hægt að 
gefa út kvóta
SUÐUREY VE Veiðistofn mælist ekki 
nægilega stór til að gefa út kvóta.
FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
Verðlækkun í flugi
Stór flugfélög á borð við British Air-
ways og Virgin Atlantic hafa tilkynnt 
verðlækkun á flugmiðum yfir Atlants-
hafið. British Airways er með tilboð á 
75 áfangastaði, þar á meðal er flugið 
fram og til baka milli London og New 
York á 259 pund. Flugmiðarnir hafa 
ekki verið jafn ódýrir í 20 ár.
DANMÖRK
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á 
höfuðborgarsvæðinu gómaði í 
gærmorgun 22 ára gamlan mann 
á stolnum bíl eftir nokkra 
eftirför. Var hann í annarlegu 
ástandi. 
Klukkan hálfsjö í gærmorgun 
var tilkynnt um stolinn bíl, af 
gerðinni Toyota Corolla, í 
Hafnarfirði en þá hafði eigandinn 
ætlað að halda akandi til vinnu en 
gripið í tómt. Um klukkan níu sá 
lögreglan bílinn skammt frá 
Hlemmi og var ökumanninum 
gefið merki um að stöðva en 
sinnti hann því ekki. Hófst þá 
eftirför sem endaði við brúna í 
Skeiðarvogi en þar tókst lögreglu-
mönnum á tveimur bílum að króa 
manninn af. Að sögn lögreglu má 
það teljast mikil mildi að tekist 
hafi að stöðva hann áður en hann 
hélt út á Miklubraut en hann var 
á leið þangað þegar náðist að 
stöðva hann. - jse
Lögreglumenn í eftirför:
Bílaþjófur góm-
aður á flótta 
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s. 
Hitastig eru í °C. 
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
17°
2°
6°
0°
1°
2°
2°
6°
2°
2°
20°
5°
9°
26°
-2°
3°
12°
1°
ÁRAMÓTIN 
3-8 m/s en 10-15 
allra syðst
NÝÁRSDAGUR 
3-10 m/s stífastur 
allra syðst
4
2
-1
-1
-2
-1
-1
5
4
7
-1
5
8
9
8
4
6
5
4
3
3
4
2
0
-1
1
-4
3
3
-3
-3
0
FÍNAR ÁRAMÓTA-
HORFUR 
Veðurhorfurnar 
fyrir áramótin hafa 
lítið breyst. Vindur 
almennt hægur, síst 
þó reyndar allra syðst 
þar sem búast má við 
strekkingi. Það léttir til 
suðvestan og vestan 
til nálægt miðnætti 
en almennt verður 
skýjað og þurrt. 
Þó má búast við 
einhverjum dropum 
syðst og éljakornum á 
Vestfjörðum. Semsagt 
ágætt fl ugeldaveður.  
Sigurður Þ. 
Ragnarsson
veður-
fræðingur
BANGLADESS, AP Ströng öryggis-
gæsla var á götum í Bangladess í 
gær þegar efnt var til kosninga í 
fyrsta sinn í sjö ár. Kosninganna 
hefur verið beðið með óþreyju 
eftir tveggja ára neyðarástand.
Eitthvað var um skærur og 
ásakanir um kosningasvik, en 
stjórnvöld óttast að óeirðir 
brjótist út eins og gerðist fyrir 
tveimur árum þegar síðast var 
reynt að efna til kosninga.
Tveir fyrrverandi forsætisráð-
herrar, Khaleda Zia og Sheikh 
Hasina, keppast um hylli 
kjósenda, en Fakhruddin Ahmed, 
forsætisráðherra bráðabirgða-
stjórnar landsins, segist vonast 
til að stjórnarskipti gangi hratt 
fyrir sig. - gb
Kosningar í Bangladess:
Von um endur-
reisn lýðræðis
NÁTTÚRA Síld óð við yfirborðið í 
Vestmannaeyjahöfn í gær innan 
um skipin þar sem þau liggja bund-
in yfir jól og áramót. Eyjamenn 
fjölmenntu niður að höfn í vetrar-
stillunni til að fylgjast með þessu 
atferli fisksins. Mikið magn af síld 
var á ferðinni í og við höfnina. 
Sýnatökur benda til að hún sé sýkt 
að hluta.
Valur Bogason, sérfræðingur 
Hafrannsóknastofnunar í Vest-
mannaeyjum, sem var við sýnatöku 
við höfnina í gær, segir að lóðað 
hafi á síld víða og ljóst að mikið 
magn er á ferðinni. Valur og félag-
ar hans fengu um 150 kíló í síldar-
net sem þeir lögðu í stundarkorn 
við ytri höfnina. Sýnatakan er ekki 
síst ætluð til að kanna hvort síldin 
sé sýkt. 
?Síldin hefur gert þetta áður og 
menn hér í Eyjum segja mér að um 
1960 hafi hún verið veidd í höfn-
inni,? segir Valur. ?Þetta er því 
þekkt en sjaldgæft. Hún var komin 
fyrir jól því það hafa háhyrningar 
og súla verið að éta síld í Stakka-
bótinni hérna rétt hjá höfninni und-
anfarna daga.? 
Valur segist þurfa að giska á það 
af hverju síldin leitar inn í höfnina. 
Kannski leiti hún að kaldari sjó eða 
æti en hvorugt fyrirfinnist á þess-
um árstíma við Eyjar. ?Síldin sem 
við náðum í netin sýnir okkur hvort 
það er óvenjuhátt hlutfall af síld-
inni sýkt. En þar sem þetta er þekkt 
atferli hjá ósýktri síld er þetta lík-
lega bara eitthvað tilfallandi núna.? 
 - shá
Mikið magn af síld er í og við höfnina í Vestmannaeyjum:
Síldin veður uppi í höfninni 
SÍLDIN VEÐUR Í HÖFNINNI Á fréttavefn-
um Eyjar.net er stungið upp á því að 
fyrirtækin tvö sem vinna síld í Eyjum 
dæli henni beint úr höfninni.
FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR 
ORKUMÁL Orkuveita Reykjavíkur 
hefur ekki getað farið af stað með 
stækkun Hellisheiðarvirkjunar 
eða byggingu Hverahlíðavirkjun-
ar eins og til stóð vegna erfiðleika 
við fjármögnun. Stjórn OR sam-
þykkti í gær samning um orkusölu 
frá virkjununum til Norðuráls.
Orkuveitan bíður nú eftir því að 
fá umsamin lán, upp á samtals 
tæplega 32 milljarða króna, afhent 
frá Þróunarbanka Evrópu og Evr-
ópubankanum, segir Hjörleifur B. 
Kvaran, forstjóri OR.
Stjórn OR samþykkti í gær end-
urnýjun á samningi við Norðurál 
um sölu á orku til fyrirhugaðs 
álvers í Helguvík. Fyrirvarar eru í 
samningnum varðandi fjármögn-
un uppbyggingar virkjana OR, 
segir Hjörleifur.
Samið er um 100 megavött af 
orku til Helguvíkur. Þá fær Norð-
urál 75 megavött til viðbótar sem 
hugsanleg atvinnuuppbygging í 
Ölfusi hefur þó forgang að fram á 
mitt næsta ár. Að lokum er í samn-
ingnum viljayfirlýsing um sölu á 
75 megavöttum vegna síðari 
áfanga álversins. Orkan verður 
afhent í ársbyrjun 2011. 
Áformað 360 þúsund tonna 
álver þarf um 625 megavatta 
orku. OR mun aðeins sjá því fyrir 
175 megavöttum, og segir Hjör-
leifur erfitt að sjá að fyrirtækið 
verði aflögufært um meiri orku 
til álversins.
Tilkynnt var í gær að OR hafi 
tryggt sér fimm milljarða króna 
skammtímalán með útgáfu skulda-
bréfa, sem eru sölutryggð af 
Landsbankanum. Vextir af láninu 
eru 1,25 prósentustigum yfir stýri-
vöxtum Seðlabankans, eða 19,25 
prósent eins og vextirnir eru í dag. 
Lánið er til 15 mánaða, og er hugs-
að til að greiða útistandandi skuld-
ir vegna ársins 2008.
Guðlaugur Gylfi Sverrisson, 
stjórnarformaður OR, segir vext-
ina vissulega háa, en búist sé við 
því að stýrivextir lækki hratt á 
næstunni. brjann@frettabladid.is
Dráttur á afhendingu 
lána tefur virkjanir
Dregist hefur að OR fái umsamin erlend lán upp á tæpa 32 milljarða króna. 
Lánin þarf til þess að af stækkun Hellisheiðarvirkjunar og byggingu Hverahlíða-
virkjunar verði. Orkan á meðal annars að fara til álvers Norðuráls í Helguvík.
?Almenningur á þessa orku, og það 
gengur ekki að það sé verið að versla 
með hana án þess að almenningur 
fái að vita hvaða verð fæst fyrir,? segir 
Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri 
grænna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.
Svandís lagði fram tillögu um að 
leynd yfir orkuverði til Norðuráls yrði 
aflétt á stjórnarfundi í gær. Meirihluti 
stjórnarinnar vísaði tillögunni frá. 
Ákvað Svandís þá að víkja af fundi 
meðan rætt var um verðið. Í bókun 
sem hún lagði fram segist hún ekki 
geta gengist undir þá afarkosti að 
þurfa að halda verðinu leyndu fyrir 
borgarbúum.
Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri OR, 
segir ekki koma til greina að aflétta 
leyndinni. Orkuveitan semji við marga 
um orkusölu, og það myndi gera 
samningsstöðu fyrirtækisins verri væri 
verðið gert opinbert.
Fréttablaðið upplýsti um mitt ár í 
fyrra að umsamið verð í fyrri samningi 
hafi verið rétt um tvær krónur á 
kílóvattstund. Samkvæmt tilkynningu 
frá OR er verðið óbreytt frá fyrri samn-
ingum, og því að líkindum um tvær 
krónur á kílóvattstund.
Svandís greiddi atkvæði gegn 
endurnýjun samnings við Norðurál á 
fundi stjórnar OR í gær. Samningurinn 
hefði runnið út um áramót. Svandís 
segir að tilvalið hefði verið að nota 
tækifærið og endurmeta þau verkefni 
sem orka OR eigi að renna til, og velja 
grænni, sjálfbærari og fjölbreyttari 
verkefni. Það séu gríðarleg vonbrigði 
að stjórn OR hafi ekki valið að fara 
þá leið.
MÓTMÆLIR LEYND YFIR ORKUVERÐINU
LEYND YFIR ORKUVERÐI Orkuverð í samningi við Norðurál er 
ekki gefið upp. Fréttablaðið hefur upplýst að verðið í fyrri samn-
ingi var um tvær krónur á kílóvattstund. Í tilkynningu frá OR 
kemur fram að orkuverðið sé óbreytt í endurnýjuðum samningi.
GENGIÐ 29.12.2008
GJALDMIÐLAR 
KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
 227,2573
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
 125,32 125,92
 183,75 184,65
 179,35 180,35
 24,068 24,208
 18,011 18,117
 16,298 16,394
 1,3852  1,3934
 194,74  195,9
Bandaríkjadalur 
Sterlingspund 
Evra 
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna 
Japanskt jen 
SDR 
RÚSSLAND, AP Jósef Stalín, einn 
grimmasti einræðisherra 20. 
aldar, lenti í þriðja sæti yfir 
helstu mikilmenni Rússlands í 
netkosningu á vegum rússneska 
ríkissjónvarpssins Rossiya.
Kosningarnar hafa staðið í þrjá 
mánuði og um hálf milljón manna 
hefur tekið þátt í atkvæða-
greiðslu, ýmist á netinu eða með 
símaskilaboðum.
Í fyrsta sæti lenti Alexander 
Nevský, þrettándu aldar dýrling-
ur sem vann frækin hernaðaraf-
rek, en í öðru sæti varð Pjotr 
Stolypin, forsætisráðherra á 
tímum Nikulásar II. keisara.
 - gb
Netkosning í Rússlandi:
Stalín í hópi 
mikilmenna

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48