Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						 30. DESEMBER 2008  ÞRIÐJUDAGUR2 ? fréttablaðið ? áramót
Fyrsta áramótaskaup sjón-
varpsins, flutt á gamlárskvöld 
1966, er ekki til á spólu. Andrés 
Indriðason dagskrárgerðar-
maður á hins vegar handritið 
enda var hann höfundur þess 
að hluta, upptökustjóri og 
hafði umsjón með skaupinu 
ásamt Steindóri Hjörleifssyni. 
?Þetta var nýtt fyrir öllum. Sjón-
varpið var bara búið að starfa í 
þrjá mánuði því það hóf útsend-
ingar 30. september 1966,? byrj-
ar Andrés þegar hann er beðinn 
að rifja upp fyrsta skaupið. Hann 
segir það hafa verið með öðru sniði 
en seinni tíma skaup sem tekin 
eru upp í bútum. ?Það var bara til 
eitt myndbandstæki fyrir upptök-
ur í myndverinu og var þeim ann-
mörkum háð að ekki var hægt að 
klippa í því. Þess vegna urðu upp-
tökur að fara fram í einu rennsli. 
Ef einhver mismælti sig eða endir-
inn var ekki á réttum tíma varð að 
byrja upp á nýtt. Spólurnar voru 
dýrar, í sparnaðarskyni voru þær 
notaðar aftur og aftur og ekki öllu 
efni haldið til haga,? segir hann og 
lýsir síðan skaupinu, bæði eftir 
handriti og minni.
?Umgjörðin var torg og á því 
miðju var bensíntankur, leikinn 
af Jóni Júlíussyni leikara sem 
tók virkan þátt í gríninu. Steindór 
Hjörleifsson var kynnir og spjall-
aði við gesti, hann var á þess-
um tíma dagskrárstjóri lista- og 
skemmtideildar og þjóðþekktur 
leikari. 
Heiti þáttarins, Áramótaskaup, 
kemur þarna fyrir í fyrsta skipti 
og bensíntankurinn spyr Steindór 
í upphafi hvort það sé ekki prent-
villa og eigi að vera ?Áramóta-
staup?. Steindór útskýrir að orðið 
skaup sé gamalt í málinu og merki 
skop og háð og sýnir það svart á 
hvítu í orðabókinni. Nú er orðið 
áramótaskaup komið inn í orða-
bókina yfir þennan þátt sem er 
kannski sá eini í víðri veröld sem 
heil þjóð fylgist með.? 
Andrés heldur áfram að telja 
upp gesti skaupsins. ?Leikararn-
ir Arnar Jónsson og Margrét Guð-
mundsdóttir sungu lög úr leikrit-
um og Bessi Bjarnason eitt um 
imbakassann. Ómar Ragnars-
son kom inn á torgið í einum af 
sínum örbílum og tók lagið. Konan 
hans, Helga Jóhannsdóttir, kom 
líka og þau hjónin fengu blóm 
því þau áttu brúðkaupsafmæli 
þetta kvöld. Ómar var ekki orð-
inn starfsmaður sjónvarpsins þá 
en það voru hins vegar Sigurður 
Sigurðsson íþróttafréttamaður og 
Magnús Bjarnfreðsson fréttamað-
ur sem komu fram í dulargervum 
og spiluðu saman á fiðlu og píanó. 
Þóttust vera pólskir tónsnillingar 
en upp um þá komst. Fleiri starfs-
menn sjónvarpsins komu við sögu 
með ýmsum hætti og einnig nem-
endur úr leiklistarskóla Leikfé-
lags Reykjavíkur sem tóku undir 
í söng.? 
Á þessum tíma segir Andrés 
áramótaræður hafa verið til siðs 
og enginn hafi þótt hæfari Ör-
lygi Sigurðssyni listmálara til að 
ávarpa þjóðina á þessum tíma-
mótum enda hafi hann gert það í 
bundnu máli.
?Þá á ég eftir að nefna tvennt,? 
segir Andrés. ?Annál ársins í spé-
spegli sem var fluttur með teikn-
ingum eftir Ragnar Lár og út-
hlutun sjónvarpstækja sem eig-
endur sjónvarpsverslana gáfu 
sjúkrahúsum. Guðrún S. Birgis-
dóttir, sem nú er þekktur flautu-
leikari, annaðist útdráttinn. Hún 
hafði áður komið fram í Stund-
inni okkar á jólunum og frumflutt 
Ég sá mömmu kyssa jólasvein við 
texta Hinriks Bjarnasonar.? 
Útsendingarsvæði sjónvarps-
ins á þessum tíma var takmarkað 
við höfuðborgarsvæðið og næsta 
nágrenni svo þjóðin gat ekki öll 
horft á skaupið að sögn Andrésar. 
?En þeir sem fengu notið þess 
skemmtu sér vel.? - gun
Þeir sem sáu fyrsta skaup-
ið skemmtu sér hið besta
Nokkur sjúkrahús fengu sjónvarspstæki að gjöf og dregið var um hvert þau skyldu fara. Um það sáu Guðrún S. Birgisdóttir, Bessi 
og Steindór. Verslunareigendur, sjónvarpsstarfsmenn og nemendur leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur fylgjast með.
LJÓSMYNDARI/BJARNLEIFUR BJARNLEIFSSON
Sigurður Sigurðsson og Magnús Bjarnfreðsson þóttust vera pólskir tónsnillingar. Á 
bak við má greina Þórunni Sigurðardóttur, Kristínu Ólafsdóttur, Hrönn Steingríms-
dóttur og Guðmund Magnússon meðal annarra.  LJÓSMYNDARI/BJARNLEIFUR BJARNLEIFSSON
?Þetta var nýtt fyrir öllum,? segir Andrés 
Indriðason sem hafði umsjón með fyrsta 
áramótaskaupinu ásamt Steindóri Hjör-
leifssyni og var höfundur handritsins að 
hluta. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
REYKJAVÍK
Stórar brennur:
Við Ægisíðu. Kveikt kl. 20.30.
Í Geirsnefi. Kveikt kl. 20.30.
Í Gufunesi. Kveikt kl. 20.30.
Við Rauðavatn. Kveikt kl. 20.30.
Litlar brennur: 
Í Suðurhlíðum neðan við 
Fossvogskirkjugarð. 
Kveikt kl. 20.30.
Við Suðurfell í Breiðholti. 
Kveikt kl. 20.30.
Við Kléberg á Kjalarnesi. 
Kveikt kl. 20.30.
Í Skerjafirði gegnt 
Skildinganesi 48?52. 
Kveikt kl. 21.
ÁLFTANES
Á Bökkum við Tröð. 
Kveikt kl. 20.30.
KÓPAVOGUR
Smárahvammur, Dalsmári. 
Kveikt kl. 20.30.
Fyrirhugað hringtorg við Þing-
mannaleið, Gulaþing og Boðaþing. 
Kveikt kl. 20.
GARÐABÆR
Sjávargrund, við Arnarnesvog. 
Kveikt kl. 21.
HAFNARFJÖRÐUR 
Við Tjarnarvelli á Ásvöllum.
Kveikt kl. 20.
MOSFELLSBÆR
Við Ullarnesbrekkur. 
Kveikt kl. 20.
SELTJARNARNES
Á Valhúsahæð. Kveikt kl. 21.
Áramótabrennur á 
höfuðborgarsvæðinu
Ólöf Snæhólm Baldursdóttir vill hvetja fólk til að nota öryggisgleraugu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Björgunarsveitirnar bjóða nú upp 
á nýjung í skottertum, Banka-
tertu, Víkingatertu, Stjórnmála-
tertu og Íslandstertu. 
?Terturnar eru myndskreytt-
ar af Halldóri Bjarnasyni með 
myndum af bankamönnum, ís-
lenskum útrásarvíkingum og 
stjórnmálamönnum,? útskýr-
ir Ólöf Snæhólm Baldursdótt-
ir, upplýsinga- og kynningarfull-
trúi Landsbjargar, og hvetur fólk 
til að nota hlífðargleraugu við 
sprengingarnar.
Flugeldasalan stendur undir 
allt að 90 prósentum af rekstrar-
kostnaði björgunarsveita lands-
ins við bíla og annan búnað, auk 
þjálfunar og æfinga björgunar-
sveitarfólks sem er tilbúið þegar 
kallið berst, allan sólarhringinn 
allan ársins hring. Ólöf er bjart-
sýn á söluna þetta árið. 
 ?Við finnum ekkert fyrir sam-
drætti enn þá. Aftur á móti finn-
um við fyrir miklum velvilja fólks 
og trúum því að fólk vilji skemmta 
sér um áramótin og styrkja björg-
unarsveitirnar í leiðinni.?
Ólöf segir Landsbjörg flytja inn 
vandaða og örugga  flugelda og 
er jafnframt eini flugeldasalinn 
sem beitir sér fyrir forvörnum en 
Landsbjörg gefur þetta árið 27.000 
börnum öryggisgleraugu í sam-
vinnu við Blindrafélagið. 
Sölustaðir björgunarsveitanna 
eru 112 talsins um allt land og opnir 
til klukkan 16 á morgun, gamlárs-
dag.  - rat
Ríkisstjórnin sprengd
Almenningi gefst sjaldgæft tækifæri til 
að sprengja ríkisstjórnina um áramótin.
MYND/LANDSBJÖRG

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48