Fréttablaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 24
 30. DESEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● áramót 6. janúar 8. janúar Byssupúður, sem er undirstaða flugelda, var fyrst búið til í Kína. Flugeldar voru fundnir upp fyrir tilviljun í Kína fyrir um það bil tvö þúsund árum. Þá er talið að kín- verskur kokkur hafi óvart bland- að saman þremur efnum, KNO3 (saltpétri), brennisteini og kolum. Efnin voru hituð yfir eldi og þurrk- uð þar til úr varð svart púður sem sprakk þegar kveikt var í því. Þannig varð til það efni sem við í dag þekkjum sem byssupúður. Kínverjarnir þróuðu efnið frek- ar. Settu það í hola bambusstöng og hentu í eld. Við þetta sprakk stöngin og púðurkerlingin (kín- verjinn) var fæddur. Eftir þetta spiluðu púðurkerlingar mikinn þátt í hátíðarhöldum í Kína. Púðrið var vissulega ekki hættulaust og Kínverjar höfðu að hundrað árum liðnum útbúið nokkur vopn með sprengikrafti. Til dæmis örvar úr púðurfylltum bambusstöngum. Áður en langt um leið breiddist þekkingin um púðrið til vesturs. Englendingur- inn Roger Bacon (1214-1294) var fyrstur Evrópumanna til að rann- saka púðrið og skrifa um það. Hann komst að því að KNO3, eða saltpétur, væri drifkrafturinn í púðrinu. Hann gerði sér grein fyrir eyðingarmætti efnisins og skrifaði því allt á dulmáli sem eng- inn leysti næstu hundruð ár. Það var árið 1560 sem evrópsk- ir efnafræðingar náðu að auka sprengikraft byssup úðursins með því að leika sér að hlutföllum efn- isins. Lokaniðurstaðan var þessi: 75 prósent saltpétur, 15 prósent kol og 10 prósent brennisteinn. Þessi hlutföll eru enn notuð í dag. Þeir sem breyttu flugeldum í sanna listgrein voru Ítalir. Þeir fundu upp raketturnar sem var hægt að skjóta upp í loftið og sprungu þannig að þær mynduðu litrík ljós sem lýstu upp himininn. Það var ekki fyrr en á nítjándu öld sem fundin var upp leið til að fá rauða, græna og bláa liti í flugeld- ana en áður voru litirnir aðeins gulir og appelsínugulir. - sg Flugeldar í tvö þúsund ár Flugeldar lýsa upp himininn yfir Sydney. NORDICPHOTOS/GETTY Áramót í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Áramótunum fagnað í París. Áramótin með sínum gleðilát- um henta ekki öllum. Sérstaklega eru sum gæludýr viðkvæm fyrir sprengjulátum sem einkenna þessa hátíðisstund. Sum dýrin geta orðið logandi hrædd og því þarf að gera ráðstafanir svo þeim líði betur og hræðslan hafi ekki áhrif á gleði þessarar stundar. Hér eru nokkur ráð sem gott er að fylgja þegar áramótin renna í garð. Ekki skal hleypa köttum og hundum út á gamlárs- og nýárs- dag eða á þrettándanum. Þau gætu orðið hrædd og hlaupið í burtu eða jafnvel orðið fyrir bíl. Ef hundur sýnir hræðslumerki við sprengingar er mikilvægt að fólkið í kringum hann haldi ró sinni og sýni jafnvel gleðivið- brögð. Ekki skal vorkenna hund- inum því það gæti ýtt undir ótta hans. Einnig hafa lyktarhormón gefið ágæta raun en þau eru talin draga úr streitu og kvíða án auka- verkana. Þessi lyktarhormón fást án lyfseðils hjá dýralæknum. Gott er að útbúa skot þar sem dýrið getur leitað skjóls. Til dæmis á stað sem það venur komur sínar á, í búri eða stórum kassa. Ekki skal draga hundinn fram hafi hann fundið sér öruggan stað en best er að hafa ljósin slökkt í skot- inu, en kveikt ef miklir glampar eru af sprengingum. Tónlist getur minnkað hávaðann frá sprenging- um. Sé dýrið haldið ofsahræðslu getur verið gagnlegt að gefa því róandi lyf. Hestar verða einnig mjög hræddir við skotelda og ættu því að vera inni í húsum í kringum áramótin. Gott er að byrgja rúður í hesthúsum og hafa kveikt á út- varpi. - sg Gætt að dýrunum Það taka ekki öll dýr því jafn rólega og þessi bolabítur. NORDICPHOTOS/GETTY ● SÖLUSTAÐIR BJÖRGUNARSVEITANNA Flugeldasala björg- unarsveitanna stendur nú sem hæst. Sveitirnar selja um allt land og má nálgast upplýsingar um sölustaði á heimasíðu Slysavarnafélagsins Lands- bjargar, það er www.landsbjorg.is. Í Reykjavík selja björgunarsveitirnar meðal annars flugelda í húsi Flug- björgunarsveitarinnar við Flugvallarveg, við Bónus í Holtagörðum og við Sundlaug Vesturbæjar. Einnig eru flugeldar seldir við Nettó í Mjódd og við Spöngina í Grafarvogi. Í Kópavogi má nálgast flugelda við Salalaug, við Byko í Breiddinni og við Toyotahúsið á Nýbýlavegi 2. Í Hafnarfirði verða flugeldar seldir í Björgunarhúsinu, Flatahrauni 14, við Haukahúsið og í Firðinum. Mosfellingar geta keypt flugelda í Björgunarhúsinu við Völuteig 24 og við gamla Krónu- húsið við Háholt. Á Akureyri verða flugeldar seldir í Björgunarsveitarhúsinu við Hjalteyrargötu 12 og á Hornafirði má kaupa flugelda í húsi Björgunar- félagsins á Áslaugarvegi 9. - rat F R É T TA B L A Ð IÐ /R E U T E R S

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.