Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982
Islensk og erlend dæmi af því furðulega fyrirbæri, - urðarmána:
úrrá		c cvél	lltltl!
¦ Fyrir nokkru barst okkur grein
austan úr Rússíá, þar sem segir frá
athugunum Jaroslavsk-háskóla á fyrir-
bæri því sem „urðarmáni" nefnist.
Raunar var verið að ræða um þetta í
þættinum um furðuleg fyrirbæri í
sjónvarpinu fyrr á þessu ári, en hér
koma nokkur dæmi til viðbótar frá
Sovétríkjunum, - og fáein íslensk að
auki.
En hvað er „urðarmáni"? Jón heitinn
Eyþórsson, veðurfræðingur, ritaði um
þetta árið 1956 f tímaritið „Veðrið" og
þar segir hann að hér sé um að ræða
kúlueldingu eða eldhnött og getur sér
þess til að þetta sé hið forna fyrirbrigði
sem f heimildum gömlum hét þessu
nafhi, - „urðarmáni". Þetta er fremur
sjaldgæft og eðlisfræðilega óútskýrt
form eldingar. Helst verður vart við það
þegar þrumuveður er og mikið rafmagn
í loftinu.
í „Veðurfræði" sinni segir Jón þetta
eldkúlur eða lýsandi hnoðra, sem geta
svifið hægt í loftinu eða jafnvel oltið á
jörðinni og inn í hús. Þær sundrast oft
með miklum gný...."
Eigí skyldi trúa
urðarmána......
„Eigi skyldi trúa
urðarmána
lægi launboða
læðu-gesti....."
segir í Hásljóðum, sem birt eru í 10.
bindi þjóðsagna Sigfúsar Sigfússonar.
Frægast dæmi af urðarmána úr
gómlum sögnum er þó að finna í
Eyrbyggjasögu, þar sem segir frá
undrunum á Fróðá. Þar var urðarmán-
inn fyrirboði illra tíðinda, sem oftar í
sögum. Segir svo í Eyrbyggju
Urðarmáni kom inn
hvert kvöld sem annat
„At Fróðá var eldaskáli mikill ok
lokrekkja innar af eldaskálanum, sem
þá var siður. Útar af eldaskálanum váru
klefar tveir á sína hönd hvarr. Var
hlaðist skreið í annan, en mjölvi í annan.
Þar váru gjörvir máleldar hvert kveld í
eldaskála, sem siður var til. Sátu menn
löngum við eldana, áðr menn gengu til
matar. Þat kveld er líkmenn komu heim,
þá er menn sátu við málelda at Fróðá,
þá sá menn á veggþili hússins at komið
var tungl hálft. Þat máttu allir menn sjá,
þeir er í húsinu váru. Þat gekk öfugt um
húsit og andsælis. Þat hvarf eigi á brott,
meðan menn sátu við elda. Þóroddr
spurði Þóri viðlegg hvat þetta mundi
boða. Þórir kvað þat vera urðarmána.
„Mun hér koma eftir manndauður,"
sagði hann. Þessi tíðindi barþar við viku
alla, at urðarmáni kom inn hvert kveld
sem annat."
Fylgjur
Hér áður á öldum var það til siðs að
grafa fylgjur eftir barnsfæðingar, en ekki
¦  Húsið að Bókhlöðustíg 7. Sundið sem um er rætt er nú ekld lengur til staðar, en úr glugganum ofan við dymar mun
það hafa verið sem Jórunn sá urðarmánann líða hjá.
hefur það þótt einhlítt, því hundar áttu
til að grafa fylgjuna upp og éta og þótti
þá ekki óyggjandi að eitthvað af sál
barnsins tæki sér ekki bólfestu í
hundinum.
Var þá farið að brenna fylgjuna og ef
til vill hefur það verið hreinlætisráðstöf-
un um leið, þótt ekki sé gott að segja
þar um. Eftir að sá háttur var upp
tekinn, myndaðist sú trú að ýmis Ijós
sæust í ferð með barninu og þótti það
góðs viti með einni undantekningu:
stundum sást „urðarmáni" fylgja á hæla
barnsins og það boðaði auðvitað ekki
neitt gott.
Pompa ég og pompa ég
Til er þjóðsaga á þá leið að maður
sem var á ferð um fjallveg sá hvar
glóandi eldhnöttur,kom veltandi ofan úr
fjalli. Lá vel á eldhnettinum því hann
söng í sífellu um leið og hann nálgaðist
manninn óðfluga: „Pompa ég og pompa
ég og pompa ég sem áður."
Sem von var leist manninum ekki á
blikuna, en varð loks á að kalla til
eldhnattarins: „Pompaðu þá til helvítis!"
Varð kúlunni mjög hverft við og
sprakk hún í loft upp með miklum
eldglæringum og hvarf.
Þessi þjóðsaga er alls ekki ólík
lýsingunum á urðarmánanum, þótt ekki
séu önnur dæmi handbær um að hann sé
gefinn fyrir sönglist. En það á kannske
eftir að koma í ljós, þegar vísindin öðlast
nánari þekkingu á honum!
Lýsti svo
bjart varð í húsum
Sveinn Pálsson segir svo frá í
dagbókum sínum árið 1799 að spurst
hafi til urðarmána í Flóa:
„Að norðan, - Vetur mikill. Teikn
sáust á lopti í Flóa aftenen den 8.de.
Hnöttur stærri en tungl með hala hægt
líðandi frá O-V lýsti svo bjart varð í
húsum. Ergo: urðar- s: undramáni."
Hagalín segir frá merkum sjómönnum
á Maríu í „Vér Maríumenn": Einn
sjómannanna, Hákon að nafni, segist
þekkja fimm undratungl og eru þau
„Heltungl, harðindatungl, flærðarmáni,
Freysmáni og urðarmáni."
En ekki þarf að fara aftur í aldir til
þess að finna frásagnir af urðarmána.
Hér höfum við tvær nýrri, báðar úr
„Veðrinu":
Fyrst er frásögn skráð að ósk dr.
Þorsteins Sæmundssonar, sem léði hana
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24