Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						mmtm
SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983
Gluggað í hina áhrifamiklu kennslubók Jónasar frá
Hriflu um íslandssögu:
Betri heimild
um Jónas en
sögn lands
og þjóðar
Bókin hef ur sennilega mótað viðtekna
söguskodun íslendinga
¦ Jónas Jónsson frá Hriflu (1885-1968)
var um áratugaskeið einn atkvæðamesti
stjórnmálamaður íslendinga. Hann hasl-
aði sér völl víðar en á vettvangi
stjórnmála; kannski hafa hugmyndaleg
áhrif hans orðið mest sem höfundar
kennslubóka um sögu íslands. Þessar
bækur hafa verið notaðar í skólum hér
á landi í næstum sjö áratugi og án
nokkurs vafa hafa þær mótað sögusjón-
armið margra íslendinga. Við ætlum að
glugga aðeins í íslandssögu Jónasar og
styðjumst við ritgerð sem Sigríður
Hagalínsdóttir sagnfræðingur hefur
samið.
Jónas Jónsson var kennari í nærri
fjóra áratugi. Veturinn 1905-1906
kenndi hann við unglingaskólann að
Ljósavatni og þá kviknaði hugmyndin
að íslandssögu hans. Hann skrifaði árið
1966: „íslandssagan var erfið námsgrein.
Þar (þ.e. að Ljósavatni) var notuð
kennslubók sem miðuð var við próflest-
ur-. Börnin sögðust ekki ráða við efnið
og báðu mig að segja sér sögu um efnið.
Ég sá að börnin höfðu rétt að mæla. En
ég var ekki sagnfræðingur, heldur kenn-
ari. Ég las bækur um menn og málefni
og breytti efninu í söguform. Það líkaði
börnunum betur en bókin. Síðan ritaði
ég kaflana og gaf þá út."
Hrifnæmur og áhrífagjarn
Það gefur að skilja að þegar efnið er
tekið þessum tökum mótast inntak þess
mjög af þeim. Þar sem eitt meginmark-
mið höfundar var að koma efninu frá sér
í sem einfóldustu formi svo að það verði
börnum aðgengilegt hlýturstíllinn einnig
að draga dám af þessu markmiði. Enda
er hann einfaldur og skýr. Mikið er af
endursögnum af atburðum sem líklegir
eru til að gera persónur og sögulega
atburði eftirminnilega. Minna ber á
sagnfræðilegrí nákvæmni hvað varðar
lýsingar á þjóðfélagsháttum eða út-
skýringar á rás sögunnar. Þar að auki er
stíll Jónasar persónulegur og oft skáld-
legur. Einkum birtist þetta í því hversu
hrifnæmur og áhrifagjarn hann er. Það
er eins og hann geti sjaldan stillt sig um
að koma því á framfæri sem hann er
hrifinn af. Til dæmis um þetta er notkun
Jóriasar á kvæðinu Skjaldbreiður eftir
Jónas Hallgrímsson sem m.a. er notað
sem uppistaða í náttúrufræðilega greina-
gerð um jarðsögu Þingvalla.
Kostulegar verða einnig í augum seinni-
tíma manna skírskotanir til ýmissa
samtímafyrirbæra sem Jónas bar mjög
fyrirbrjósti. Þannigkemurþessi athuga-
semd eins og skrattinn úr sauðaleggnum
í endursögn á Egils sögu: „Margir menn
bjuggu í landnámi Skalla-Gríms. Einn
af þeim byggði bæ á Hvanneyri, þar sem
nú er búnaðarskólinn."
Gleymir sér í frásögninni
Persónuleiki Jónasar gægist fram á
fleiri sviðum. Oft er eins og hann gleymi
sér í eigin frásögn, stígi fram á
sjónarsviðið og láti beint eða óbeint í
ljós afstöðu sína til persóna, trúmála eða
þjóðfélagslegrar framvindu. Hann hikar
aldrei við að koma með athugasemdir
varðandi sögupersónur sem fjallað er
um. Um endalok viðskipta þeirra Hrafns
Sveinbjarnarsonar og Þorvaldar frænda
hans Vatnsfirðings kemst hann t.d. svo
að orði: „Þorvaldur rak heimafólk flest
í kirkju, en lét hálshöggva Hrafn. Síðan
rændi Þorvaldur á Eyri öllu fémæti, sem
harm náði til. Þannig skildi með hinum
göfugasta manni og versta níðingi Sturl-
ungaaidarinnar." Ekki fær Jónas heldur
dulið afstöðu sína til ýmissa þjóðfélags-
mála og þróunar. Um atferli Guðmund-
ar biskups Arasonar kemst hann svo að
orði: „Biskup virti að engu landslög eða
dóma Alþingis, en bauð dóm erki-
biskups í Noregi. Var það upphaf
þeirrar óheillastefnu að fá erlendum
mönnum æðsta úrskurðarvald í ís-
lenskum málum."
Orðaval og hugblær textans tekur
einnig gjarnan mið af viðfangsefninu og
viðhorfi höfundar til þess. Jónas gerist
glaðbeittur á gleðistundum, sorgmæddur
á sorgarstundum, en á örlagastundum
hátíðlegur. Allt þetta veldur því að
íslandssaga hans er betri heimild um
persónuleika Jónasar Jónssonar frá
Hriflu, stíl hans og áhugamál, en sögu
lands og þjóðar.
Vissi af takmörkunum sín-
um
Sagnaritun Jónasar frá Hriflu ein-
kenndist fremur af viðleitni til að gera
söguna aðgengilegri en af tilraunum til
nákvæmrar greiningar og útskýringar.
Það er ljóst að hann var sér vel vitandi
um takmarkanir sínar sem fræðimanns,
sbr. ummæli hans. „Ég var ekki sagn-
fræðingur heldur kennari." Það er því
ef ti) vill ekki sanngjarnt að fjalla um rit
hans út frá fræðilegu gildi þess. Hvað
sem því líður er vert að hafa í huga að
kennslubók hans var um áratugaskeið
aðalkennslubók í íslandssögu í barna-.
og unglingaskólum og oft eina sagnfræði-
ritið sem menn kynntust. Söguskilningur
Jónasar var sá sem greiðastan
aðgang átti að Islendingum í langan tíma
og er sennilega enn þann dag í dag hin
viðtekna söguskoðun almennings.
Eingöngu saga stjórnmála
og stjórnarfars
í íslandssögu Jónasar er leitast við að
rekja söguna frá því að Naddoður og
Garðar Svavarsson rákust á landið og
þar til halla tók á 19. öldina. I
grundvallaratriðum skiptir Jónas tíma-
bilinu sem hann fjallar um á hefðbund-
inn hátt og má greina skiptingu hans á
kaflaheitum, s.s. Fundur íslands, Land-
námsöldin, Söguöldin, Sturlungaöldin,
Veldi kaþólsku kirkjunnar, Lútherskur
siður festir rætur, Efling konungsvalds-
ins, Einokun og einveldi, Fjötrarnir
rakna og Frelsisbaráttan hafin.
Hið fyrsta sem athygli vekur við
kónnun á efnisþáttum íslandssögu er
hversu höfundur heldur sig nær eingöngu
við stjórnmála- og stjórnarfarssögu ís-
lenginga. Þeir einstaklingar sem
fjallað er um eru yfirleitt virkir þátttak-
endur í valdabaráttu eða frelsisbaráttu
þjóðarinnar. Jafnvel þegar fjallað er um
trúmál eða kirkjumál eru það pólitísk
ítök og völd kirkjunnar og hennar
manna sem áhersla er lögð á.
Greina má ákveðinn söguskilning í
Islandssögu Jónasar. Sá skilningur skýrir
nokkuð vel áhersluna á sögu stjórnmála
og stjórnarfars. Bókin er byggð upp í
kring - um eina meginhugsun, frelsið.
Frelsið er sá meginás sem sagan snýst
um. Saga íslands er sagan af frelsisbar-
áttu einstaklinga og þjóðar. Þessa verður
vart þegar á fyrstu síðum bókarinnar í
umfjöllum um landsnámsmenn.
Þar fjallar Jónas um þá menn sem
flýðu ofríki Haralds konungs hárfagra:
„En þessir atburðir ollu því, að til
íslands fór mikið af kjarnmesta fólkinu,
sem til var í landinu. En um leið var það
sá hlutinn, sem óbilgjarnastur var og
yerst að stjórna. Og sjálfstæðið kom
íslendingum síðar á kaldan klaka." Það
er því með öðrum orðum frelsisástin
sem knýr fólkið til að setjast að á íslandi.
Frelsisástin íslendingum
dýrkeypt
í síðustu setningu tilvitnunarinnar
ýjar Jónas að kenningu um það hvaða
orsakir lágu að baki því að erlendír
konungar náðu her völdum. Þessa
kenningu setur Jónas svo fram síðar í
bók sinni. Hið glæsta þjóðveldi leið
undir lok vegna innri valdabaráttu og
eiginhagsmunastefnu nokkurra einstak-
linga: „Voru þessi málalok fslandi til
mestu óheilla, svo sem síðar kom fram,
en eigi var frelsistjónið og það ólán, er
af því leiddi, nema að sumu leyti
konungi að kenna. Mest var sökin hjá
íslendingum sjálfum. Þeir höfðu alltaf
átt bágt með að beygja sig fyrir nokkurri
stjórn. Frægustu landnemarnir voru
menn, sem þoldu ekki hið fasta stjórn-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28