Tíminn - 24.02.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.02.1983, Blaðsíða 2
2______ fréttir FIMMTUDAGUR 24.FEBRÚAR 1983. Norðurlanda ráðsþingið í Osló: Rafmagnsveita Reykjavíkur grípur til hertra innheimtuaðgerða: FYRIRVARALAUST LOKAÐ HJA VANSKILAMÖNNUM! Þrjú þúsund rúmmetra nýbyggingu Rafmagnsveitunnar lokið íhaust ■ Hið nýja hús' Rafmagnsveitu Reykjavíkur á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar. (Tímamynd Árni). T illaga flutt um friðun sela ■ Tillaga um alfriðun sela var flutt á Norðurlangaráðsþinginu í Oslo í gær af finnsku þingkonunni Sinikka Kur- hukaara. Sinnikka sagði, að þeim, sem viidu friðun sela, fjölgaði stödugt í hcimin- um ekki síst á Norðurlöndum. Stakk hún upp á því að tii að koma í veg fyrir „seladráp“ gæti Norðurlandaráð beitt sér fyrir banni á sölu á alls kyns minjagripum og öðrum vörum sem gerðar væru úr selskinni. Einnig þakkaði þingkona íslending- um séstaklega skynsamlega afstöðu í hvalamálinu, en sem kunnugt erákvað Alþingi með naumum meirihluta fyrir skömmu að mótmæla ekki ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins um friðun hvala. „Ég blandaði mér í umræðu þing- konunnar og benti á.að ósamræmi væri t því,að bjóða Grænlendinga vcl- komna í ráðið, og örfáum mínútum síðar leggja til að selveiðar, sem eru mikilvægur þáttur í þeirra lífsafkomu, vcrði bannaðar," sagði Páll Pétursson, einn fulltrúi íslands í Norðurlandaráði, í samtali við Tímann. Páll las skýrslu Eyþórs Einarssonar, líffræðings, um selveiðar við Island. En þar kemur m.a. fram að selur cr ckki ofveiddur við ísland og óhætt sé að veiða hann áfram, svo framarlcga sem það sé gert með forsvaranlegum aðferðum og undir vtsindalegu eftirliti. Einnig benti Páll á hringormsvanda- málið í íslenskum sjávarútvegi sem eins og kunnugt cr má að miklu leyti rekja til sela. Páll sagði í samtali við Tímann, að ekki væri iíklegt að Norðurlandaráð myndi beita sér fyrir friðun scla í þessari lotu, hvað sem síðar yrði. -Sjó Ólafs- lögin hækkuðu bæturnar ■ Vegna ákvæða Ólafslaga um við- skiptakjör verður verðbótahækkun launa nú 1. mars. 0,43% meiri en ella hefði orðið. Hækkun framfærsluvísitölu frá nóvember til febrúar reiknaðist 15,5%. Frá dregst búvörufrádráttur og verðhækkun áfengis og tóbaks samtals 0,84% en á móti kekmur 0,43% hækkun vegna bættra viðskiptakjara milli 3. og 4. ársfjórðungs á síðasta ári. Verðbóta- vísitala verður því 14,74%, þ.e. sú hækkun sem verður á launum frá 1. mars. -HEI Umfférðarslys í Kópavogi ■ Umferðarslys varð í Kópavogi, síðdegis í gær, rétt við Hamraborg. Ekið var á lítinn krakka við gangbraut- ina sem þar er og var hann fluttur á slysadeild en að sögn lögreglunnar eru meiðsli hans ekki talin alvarleg. -FRI ■ „Vanskil hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur hafa mikið aukist upp á síðkastið og á það við um bæði cinstakl- inga og Ivrirtæki," sagði Eiríkur Bricm, fjármálastjóri Rafmagnsveitu Reykja- víkur, í samtali við Tímann í gær. „Við fórum að verða varir við þessa þróun síðla sumars í fyrra og nú er svo komið að vanskilaupphæðir skipta mörgum mill- jónum.“ Eiríkur sagði að í framhaldi af þcssu hefðu innheimtuaðgerðir nú verið mjög hertar og er fyrirvaralaust lokað hjá vanskilamönnum þessa dagana. „Van- skilin valda því að þeir skilvísu eru í rauninni að greiða niður rafmagn fyrir þá sem skulda," sagði Eiríkur enn, „þar sem vextir eru ekki reiknaðir á skuldir hjá okkur. Okkar er ekki stætt á því að reka þjónustufyrirtæki upp á þau býti og því höfum við gripið til þessara hertu aðgcrða. Vísitöluleikurinn hefur líka sitt að segja í þessu, meðan afstaða stjórnvalda til hækkunarþarfar dreifi- veitna er sú sem raun er á“. Rafmagnsvcita Reykjavíkur er nú að ■ Sýning á uni tvö hundruð myndum íslenskra fréttaljósmyndara verður opn- uð í vestursal Kjarvalsstaða á morgun klukkan 16. Rúmlega tuttugu núverandi og fyrr- verandi fréttaljósmyndarar eiga myndir á sýningunni. Á henni er að finna margs konar myndir, allt frá hörðustu frétta- myndum til hugljúfra stemmningsmynda og portraitmynda. Nokkrir góðir gestir munu heimsækja sýninguna: Ómar Ragnarsson, frétta- maður, flytur erindi um öflun frétta í reisa nýja byggingu undir starfsemi sína á mótum Suðurlandsbrautar og Grensás- Vegar. „Nýja byggingin má nú heita fullbúin að utan og verið er að vinna að frágangi máli og myndum á sunnudaginn kl. • 20.30, nemendur úr Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar flytja tónlist að kvöldi 1. mars, 3 rnars kemur Sigurjón Jóhannsson, fréttafulltrúi Arnarflugs og fyrrum lektor við Blaðamannaháskól- ann í Osló og flytur erindi um frétta- ljósmyndun og 6. mars mun Indriði G.' Þorsteinsson, rithöfundur og blaðamað- ur, fjalla um þróun íslenskrar blaða- mennsku. Sýningunni lýkur 8. mars n.k. -Sjó. innanhúss, en við vonumst til að geta flutt starfsemi okkar inn í haust," sagði Eiríkur. Hann sagði að nú væri verið að vinna að endurskipulagningu á allri starf- semi og vinnsluferli innan fyrirtækisins, ■ Alvarlegt ástand í atvinnumálum og slæm staða fyrirtækja á Suðurnesjum var umræðuefni utandagskrárumræðu í efri deild í gær, sem Karl Steinar Guðnason hóf. Hann sagði að mikið atvinnuleysi væri nú þar um slóðir þrátt fyrir hávertíð, en áður var atvinnuleysi nær óþekkt á þeim árstíma. Lítill afíi berst á land og afkoma frystihúsanna er yfirliett afleit og lokun nokkurra þeirra blasir við á næstunni ef ekkert verður að gert, og mun atvinnuleysi þá aukast enn meir. A sama tíma sigla togararnir sem gerðir eru út frá Suðurnesjum með afla á meðan fisk vantar í vinnslustöðvarnar í landi og fólk gengur atvinnulaust. Hann beindi því til sjávarútvegsráðherra hvort einhverra ráðstafana væri að vænta til úrbóta. Steingrímur Hermannsson sagði að leyfi til siglinga með afla væru á vegum viðskiptaráðuneytisins og væru þau leyfi veitt í samráði við LÍÚ. En hann sagði togaraafla hafa verið mjög tregan frá áramótum og samsetningu aflans óhag- kvæm. Aðallega veiddist karfi, sem gott verð fæst fyrir á erlendum markaði en væri óhagkvæmur til vinnslu í frystihús- unum. Hann sagði að meðal um 20 frystihúsa á landinu sem ekki hefðu fengið nauð- synlega aðstoð væru nokkur á Suður- nesjum. Hann hefði gert ráð fyrir að með þeim ráðstöfunum sem hann lagði tilað teknar yrðu af gengismismun skreiðar færu 50-60 millj. kr. til þessara frystihúsa. En tillögur sínar um það hefðu verið felldar í neðri deild, og væri hægt að spyrja þá þingmenn sem það gerðu hvar ætti að taka peninga til aðstoðar höfuðatvinnuvegi Suðurnesja- manna. Hann kvaðst ekki tilbúinn að taka erlend lán til aðstoðar fiskvinnsl- þ.a.m. með stóraukinni tölvunotkun. Eru hér staddir erlendir sérfræðingar, sem eru starfsmönnum R.R. til ráðu- neytis og samráð um þau mál og hefur verið tekið mið af tillögum þeirra við tilhögun í nýja byggingunni. „Vera má að einhverjum þyki þetta bruðl,“ sagði Eiríkur, „en Rafmagns- veita Reykjavíkur, sem nú er 60 ára, • hefur búið við mjög óhentugar og ófull- nægjandi aðstæður að undanförnu og hefur verið til húsa á þrem stöðum í borginni til þessa. Meðnýju byggingunni ættu aðstæður því að gjörbreytast til hins betra.“ Nýja byggingin er fimnt hæða skrif- stofuhús og mötuneytisbygging. Magnús Snædal, byggingarstjóri, sagði okkur að alls væri húsið um 13 þúsúnd fermetrar. Fyrsta hæð skrifstofubygginarinnar er um 700 fermetrar en hinar hæðirnar fjórar eru um 440 fermetrar. Sagði Magnús hér vera unt tæknilega mjög fullkomið skrifstofuhús að ræða, þar sem mið væri tekið af þörfum starfsfólks og jafnframt til allra lagna og nota. -AM unni, en hann hefði átt viðtöl við Seðla- banka og viðskiptabankanna um ráð til lausnar. Að minnsta kosti yrði að leita allra leiða áður en tekin yrðu eflend lán til aðstoðar fyrstihúsunum. Grænland fær aðild að Noröur- landarádi ■ Aðild Grænlcndinga og breytt til- högun á veru Færeyinga og Álandsey- inga hlut nær einróma samþykki full- trúa á þingi Norðurlandaráðs í Oslo í gær. Aðeins einn fulltrúi að ráðinu, ErlenduT Patursson frá Færeyjum, grciddi atkvæði á nióti, 62 voru með, en tveir sátu hjá. Erlendur Patursson gerði grein fyrir mótatkvæði sínu og sagði hann það niðurlægjandi fyrir Færeyinga að eiga ekki sjálfstæða aðild að ráðinu, einsog t.d. íslendingar eiga. Taldi hann að þótt með samþykki tillögunnar yrði staða Færeyinga betri, væri skrefið ekki stigið til fulls fyrr en full aðild fcngist. Enginn sté í pontu til að svara athugasemdum Erlendar. -Sjó Um 55 mál fyrir Búnaðarþingi ■ Mál sem lögð hafa verið fyrir Bún- aðarþing voru orðin um 55 í gær, að sögn Agnars Guðnasonar, blaðafulltrúa. Nefndir þingsins voru að störfum í allan gærdag. ■ Róbert Ágústsson og Bjarnleifur Bjarnlcisson, báðir þaulaðir fréttaljósmyndarar, í óða önn að hengja upp myndir. Tímamynd Árni F réttal jósmy ndir á Kjarvalsstödum Neðri deild felldi ráð- stafanir til aðstoðar frystihúsum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.