Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						10
LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983
íþróttir
r*.//
íslandsmeistarinn
Og silfurhafinn:
Lækka meðal-
aldurinn á HM
í golfi
¦  íslandsmeistarinn í karluflokki í golfi,
hinn rúmlega tvítugt GyKi Kristinsson GS,
og silfurliuliiin á Islandsmótinu liimi 14
ára gamli Úllar Jónsson GK, eru nú við
keppni á Heimsmeistaramótinu í golli,
sem er í Algarve í Portúgal. Koma þeir
kaþpar Iflclega til að lækka eitthvað meðal-
aidurinn á mótinu, en auk þeirra eru
flestir keppendur á mótinu þrautþjálfaðir
atvinnumenn. Margt íslenskra golfmanna
er nú í haustfríi í Algarve, og fylgjast
sjálfsagt grannt með mótinu, sem stendur
nú um helgina.               - SÖE
Nýtt heimsmet
íhásökki-2,38
- Kínverjinn Jianhua enn að
¦ Kínverjinn Zhu Jianhua er enn að í
hástökkinu. Þessi iuikli hástökkvari setti
í vikunni nýtt heimsmet í karlaflokki,
stökk 2,38 metra. Jianhua átti sjálfur
gamla metið, sem ekki var reyndar ýkja
gamalt, það var 2,37 metrar.   -SÖE
Nágranna-
slagurinn í dag
í körfunni
¦  í dag Ieika Njarðvík og Keflavík í
Reykjanesmótinu í körfuknattleik, og
ræður leikurinn úrslitum í mótínu. Njarð-
víkingar hafa ekki enn tapað leik. Keflvík-
ingar hafa aftur á móti tapað fyrir Hauk-
um, en Haukar töpuðu fyrir Njarðvík.
-SÖE
Reykjavíkurmótið
í körfu:
Hefst í dag
¦  Reykjuvíkurmótid í körfuknattleik
liefst í dag, Tveir leikir eru, báðir í
meistaraflokki karla. Valur og I'Vum byrja
klukkan 14.00, og íR og ÍS leika strax á
eftir, klukkan 15.30. Á niorguu eru þrír
leikir, KR og Valur khikkan 14, og ÍS og
Fram klukkan 15.30. Klukkun 17.00 hefst
fyrst leikurinn í kvennaflokki, þá keppa ÍS
og KR. Næstu leikir eru síðan á miðviku-
dag. Leikirnir eru ullir í íþróttahúsi Haga-
skóla.                      _SÖE
Alþjóoasamskipti íþróttafólks:
Ráðstefna á Hótel
Esju um helgina
¦ Nú um helgina fer fram ráðstefna
fulltrúa International Sports Exhangei að
Hótel l.sju. Ráðstefnan er haldin í bofti
Flugleiða og eru þátttakendur frá Norður-
löndum, Bandaríkjunum og Englandi.
Á laugardaginn er forráðamönnum
knattspymufélaga hérlendis boðið að
koma til skrafs. og ráðagerða og fá
upplýsingar um knattspyrnumót víða er-
lendis. Sú móttaka byrjar klukkan 15.30
að Skálafelli á efstu hæð Hótels Esju og
er ráðgert að hún standi til kl. 17.30.
Þar verða til dæmis gefnar upplýsingar
um Norway Cup og Dana Cup, en margir
íslenskir knattspyrnumenn hafa sótt þau
mót.
Þór vann
¦ Þór Vestmannaeyjum sigraði Hk í annarri
deild karla í handknatdeik í gærkvöld 19-11 í
Eyjum. Þorbergur Aöalsteins og Gylfi Birgis-
son voru markahæstir með 5 mörk hvor hjá
Þór. Guðni Guðfinnsson hjá HK einnig með 5.
PÁ vann Grótta Reyni frá Sandgerði 32-25.
-SÖE-SGG
LÉTT HJÁ ÞRÓni
Páll Ólafs meö 11 ífyrri hálfleik
¦ Líklegt er að róðurinn verði erfiður
hjá Akureyringum þennan veturinn í
handboltanum, ef litiö er til fyrstu deild-
ar. KA frá Akureyri á örugglega, ef ekki
gerist kraftaverk, eftir að eiga í erfið-
leikum í baráttunni við falldrauginn. í
gær tapaði liðið sínum fyrsta leik í fyrstu
deild fyrir Þrótti, 20-26. Það má þó segja
KA-strákunum til hróss, að þeir eru
baráttuglaðir og gefast ekki upp, og ef
lukkugyðjan verður með þeim, er aldrei
að vita hvað gerist. Þeir unnu alla vega
síðari hálfleikinn 13-10.
Páll Ólafsson var maður vallarins í
þessum leik. Þessi eldhressi Þróttari
skoraði 11 mörk í fyrri hálfleik, og var
mest megnis hvíldur eftir það. Greinilegt
að nafni hans Björgvinsson þjálfari lagði
ekki mikið upp úr því að láta hann slá
markamet Eyjólfs Bragasonar, sem
hann tók af Sigga Sveins, fyrrum félaga
Páls Ólafs, í fyrra. Staðan var 16-7 í
hálfleik, en í síðari hálfleik fékk varalið
Þróttar að spreyta sig.
Eftir fjörkipp KA í lokin urðu úrslit
26-20, og því sigur Þróttar aldrei í hættu.
Ragnar
Margeirsson
knattspyrnu-
maður í símtali
frá Svíþjóð
í gær:
¦ Ef ég geri samning, þá sem ég við
Örgryte, það kemur ekkert annað lið til
greina, sagði Ragnar Margeirsson knatt-
spyrnumaður í samtali við I 'ímann í gær,
en Ragnar dvelst nú við æflngar hjá
fyrstu deildarliðinu Örgryte í Svíþjóð.
„Ég dvelst hér í rólegheitum núna, og
mér líst vel á allar aðstæður hér, hvort
Auk Páls Ólafssonar var markvörður
Þróttar, Ásgeir Einarsson ágætur.
Mörkin: Þróttur: Páll 15, gísli 3,
Konráð 3, Jens 2, Lárus 1, Magnús 1,
Bergur 1.
KA: Sigurður 4, Logi 3, Sæmundur 3,
Jón 3, Erlingur 3, Kristján 2, Jóhann 1,
Magnús 1 og Þorleifur 1.
-SÖE
I
I
I
I
I
l
I
I
I
I
FH-INGAR KOMNIR
ÍAÐRAUMFERÐ
Liverpool dró sig út
úr IHE-keppninni
¦ „Það barst skeyti frá Englandi í inorgun,
þess efnis, að sökum fjárhagsörðugleika væri
Liverpool hætt við þátttöku í IHF-keppninni
í handknattleik, sem þýðir sjálfkrafa að FH
er komið í aðra umferð keppninnar", sagði
Egill Bjarnason formaður handknattleiks-
deildar III í Hafnarfirði í samtali við Tírnann
í gær.
l'ar með er Ijóst að FH-ingar eru komnir í
aðra umferð IHF-Evrópukeppninnar, en
margar skeytasendingar og miklar áhyggjur
hafa fylgt þvi hjá forráðamönnum 111 að
liðið dróst gegn Liverpool. Fyrst kom í ljós
að Englendingamir áttu ekkert löglegt keppn-
ishús, og sóttu um að fá báða leikina hér á
landi. FH svaraði því, og vildi fá svar fyrir 20.
september, enda ekki seinna vænna, þar eð
leikirnir áttu að vera um næstu mánaðamót.
Það dróst lengi vel, uns botn kom í niálið i
gær.
-SÖE
„Semvið
Orgryte
geri ég samning vid félag núna"
ég sem kemur í Ijós fljótlega", sagði
Ragnar.
Ragnar er á leið í frí til Spánar, en
þegar hann kemur aftur, mun hann ræða
við forráðamenn Örgryte, og kemur þá
í Ijós hvort af samningum verður.
- Ljóst er að Svíar hafa nokkum
áhuga á Ragnari, enda sýndi hann snilld-
arleik þegar Islendingar hlutu skellinn
gegn Svíum í Laugardal á dögununi í
vináttulandsleik þjóðanna, en það kem-
ur sem sagt ekki í Ijós hvort af samning-
um verður, l'yrr en að loknu sumarfrii
Ragnars, enda á hann skilið frí, hefur
leikið knattspymu samfellt í tvö ár, og
það fjögur keppnistímabil. Ragnar lék
nefnilega ¦' Þýskalandi fyrir tveimur
áruin, með Keflavik sumarið eftir, í
Belgíu síðastliðinn vetur, og með Kefla-
vík í Miiiiur.                -SÖE
Hvalreki á fjöru KKÍ:
FIBA-dómari
með námskeið
¦ Væntanlegur er hingað til lands dómari
frá FIBA, alþjóðakörfuknattleikssamband-
iiui, til að liulila hér námskeið fyrir starfandi
körfuknattleiksdómara. Er hér um meiri
háttar hvalreka fyrir Körfuknattleikssam-
band íslands að ræða, því dómari þessi,
David Tumer, er talinn einn sá færasti í
heiminum.
Turner mun kenna á námskeiðinu í um viku-
tíma, á kvöldin. Námskeiðið hefst hinn 28.
september og stendur til 3. október, og hefst
klukkan 17.00 á daginn ogstendur til klukkan
22.00 dag hvern. Námskeiðið verður haldið
í Árnagarði (Háskóla íslands).
Þá er fyrirhugaður fyrirlestur Turners fyrir
áhugafólk um dómgæslu í körfuknattleik, og
verður sá haldinn sunnudaginn 2. október
klukkan 20.00, í fyrirlestrarsal Verk- og
raunvísindastofnun Háskólans. Þar eru allir
velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Enginn vafi er á að koma Turners er mikill
fengur fyrir KKÍ, en eins og lesendum er
kunnugt, hefur styr oft staðið um dómgæslu
í körfuknattleik hér, og heldur vaxið en
minnkað síðastliðin ár. Nú gefst dómurum
tækifæri til að bæta sig og samræma betur
aðgerðir, undir leiðsögu þjálfaðs og viður-
kennds dómara af alþjóðavettvangi. Nánari
upplýsingar um námskeiðið eru gefnar á
skrifstofu Körfuknattleikssambandsins, í
síma 85949, þátttökugjald hvers dómara er
kr. 1000.- oe enn eru laus nokkur sæti.
-SÓE
Útlendingar sem eru
giftir íslendingum:
NJÓTA SÖMU RÉT
„Leyf i Websters er háð samþykki
Hermann Guðmundsson framkvl
¦ „Frá sjónarhóli Iþróttasambands ís-
lands er mál DeCarsta Webster alfarið í
höndum     Körfuknattleikssambands
Islands", sagði I lermann Guðmundsson
framkvæmdastjóri ISÍ í samtali við Tím-
ann í gær. „I reynd imi segja að formið
sé það, að Iþróttasambandið geti veitt
útlendingum leyfi til að keppa hér, en þó
því aðeins að sérsambandið sem í hlut á,
mæli með þvi, sagði Hermann, „en slíkt
leyfi þarf sífellt að endumýjast",
„Hermann vitnaði í svohljóðandi þátt-
tókureglur ÍSÍ 2. kafla um hlutgengi
keppenda:
„Sé um eríenda íþróttamenn að ræða,
þurfa þeir að fí skriflegt leyfi síns
sérsambands auk ieyfís frá hiutaðeigandi
sérsambandi hér á iandi og fram-
kvæmdastjórn ÍSÍ. - Þó má enginn út-
lendingur taka þátt í tslandsmeistara-
móti í neinni grein, nema í flokka-
leikjum, enda hafi hann þá verið búsett-
ur hér i landi íþað minnsta síðastliðin
tvö ár, sé í félagi hér og hafi stundað
æfingar íþví. Einnig tilþessþarfskriflegt
leyfi framkvæmdastjórnar ÍSÍ. Útlend-
ingar sem hafa verið búsettir hér á landi
í eitt ir eða lengur mega taka þátt í
óllum öðrum mótum en íslandsmeistara-
mótum og millilandakeppnum, enda
komi tilþess skriflegt leyfi framkvæmda-
stjórnar ÍSÍ í hvert skipti. Pó getur
framkvæmdastjórn ÍSÍ veitt útlendingi
keppnisleyfi, þó búsetutími hans hér i
íandi sé skemmri en iðurnefnd íkvæði
segja, ef viðkomandi sérsamband mælir
með þvf að undantekning sé gerð".
Samkvæmt þessu getur Körfuknatt-
ieikssamband íslands útilokað að allir sem
ekki eru íslenskir ríkisborgarar, með
hliðsjón af ákvórðun á síðasta ársþingi
sambandsins, leiki með í íslands- og
meistaramótum. - En þá gerist enn
áleitin spurningin, sem varpað var fram
á íþróttasíðu Tímans í gær, er slík
útilokun lögleg gagnvart lögum um
mannréttindi og félagsfrelsi, þegar í hlut
eiga menn sem eru áhugamenn, sem
eiga sína fjölskyldu hér á landi, greiða
sína skatta hér og vinna sína vinnu, en
verða vegna strangra reglna um ríkis-
borgararétt að bíða lengi eftir honum.
Hvers vegna eru svona reglur settar?
Ástæðan
Ástæðan fyrir því að KKÍ setti þessar
harkalegu reglur, að enginn mætti leika
í íslands-og meistaramótum hér á landi,
nema vera íslenskur ríkisborgari, var
það helsi sem sambandið setti sér um
háls sjálft. Þegar leyft var að erlendir
leikmenn, sem þá voru kallaðir þjálfar-
ar, kæmu hingað til lands, kom skriða
bandarískra leikmanna hingað til lands.
Allir fengu þeir svimandi laun, hvort
sem þeir gátu þjálfað eða ekki. Sú varð
raunin að margir þeirra voru ekki hæfir
þjálfarar, fengu samt sömu laun, og
félögin þurftu samt að ráða þjálfara.
Enginn gat án útlendinganna verið, því
þá blasti við augljóst fall. - Að lokum
var þessi atvinnumennska orðin félögun-
um svo dýr, að enginn, nema kannski
helst Suðurnesjaliðin með allan sinn
áhorfendafjölda, gátu staðið undir því.
Og þá var tekið til við að setja reglur.
Útkoman varð sú, að ákveðið var, að
útiloka alla Bandaríkjamenn, sem komu
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20