Tíminn - 31.03.1984, Blaðsíða 10

Tíminn - 31.03.1984, Blaðsíða 10
■ Nýi skólinn við Hraunberg. Tímamynd Ámi Sæberg 20 ára afmæli Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar: „SKOLINN EKKI STOFNAÐUR TIL AÐ ALA ATVINNUMENN” ■ Nú um helgina eru þau merku tímamót í sögu Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar að hann verður 20 ára. í tilefni af því heimsóttu Tímamenn skólann og áttu viðtal við forystumenn skólans og nokkra nemendur. Hér á eftir fer viðtal við þá Sigursvein D. Kristinsson skólastjóra og Sigursvein Magnússon aðstoðarskólastjóra. - Hvenær var skólinn stofnaöur, ná- kvæmlega? „Hann var stofnaður 30. mars 1964." - Hvernig stóð á því? „Ég (Sigursveinn D. Kristinsson) var búinn að starfa við tónlistarskóla á Siglufirði í fimm ár og hafði fengið reynslu á þessu sviði. Ég kom síðan hingað suður, og hér var áhugamanna- hópur um tónlistariðkun meðal almenn- ings, hópur sem vildi setja á stofn skóla sem ekki væri eingöngu til að ala upp atvinnumenn, heldur til að efla tónlistar- iðkun meðal almennings." - Hvernig gekk uppbyggingin? „Þetta var dálítið erfitt fyrstu árin. Kennarar kenndu mikið heima hjá sér, en 1971 var keypt þessi bygging, Hellu- sundi 7. Markmiðið var líka að kenna í úthverfunum, og þar kenndum við í hinum og þessum einkahýbýlum fyrstu árin, aðallega í ÁrbæogBreiðholti. En 1976 fengum við lausa kennslustofu sem við settum niður á lóð Fellaskóla. Þar eru 3 lítil kennsluherbergi, og þangað höfum við aðallega fengið forskólanem- cndur. Þetta er nauðsynlegt því að krakkar úr úthverfunum fara ekki að koma í skólann hér niður í bæ fyrr en þau eru orðin þetta 11-12 ára." „Til að mæta þörfum fullorðinna sem eru að hefja tónlistarnám stofnuðum við undirbúningsdeild, sem er hliðstæða við forskóla barna. Þar er kenndur nótna- lestur. taktlestur og undirstöðuatriði í tónfræði. Hún stendur í eina önn. í þessari deild er fólk á aldrinum 15 ára og upp í sjötugt. Elsti nemandinn hjá okkur núna er fæddur 1911." - Það er semsagt aldrei of seint að byrja? „Nei, stór hluti af þessu fólki er fólk sem er búiö að spila sjálft, t.d. í poppsveitum." - Hvernig reynist fólk úr popphljóm- sveitum? „Misjafnlega, þeir sem taka þetta alvarlega eru góðir. Það er mjög góður undirbúningur að spila í popphljóm- sveitum, t.d. fyrir tónheyrn. Það má geta þess að Friðrik gítarleikari í Mezzo- forte útskrifaðist héðan í gítarleik fyrir nokkru síðan." Sigursveinn eldri fer nú út í aðra sálma. „í reglugerð skólans, 1. grein.er tekið frain að skólinn verði að standast allar kröfur sem lög gera til tónlistarskóla í landinu, og skólinn er því jafngildi annarra tónlistarskóla. Við .njótum því stuðnings ríkisins og sveitarfélags eins og aðrir. Þegar lögin um tónlistarskóla voru endurskoðuð 1975 var sett inn merkileg lagagrein um það að sveitarfé- lög og ríki borgi laun kennara. Síðan hafa tónlistarskólar þróast mjög hratt, og skólagjöld standa nú straum af húsnæð- iskostnaði og hljóðfærakostnaði, í stað þess að áður fóru skólagjöld í að borga laun kennara." ■ Nafnarnir Sigursveinn D. Kristinsson (t.h.) og Magnússon, Tímamynd Árni Sxberg - Hvað eru margir í skólanum? „560 nemendur. Fyrsta árið voru þeir í kringum hundrað. Það eru 35 kennarar, sem kenna eftir því sem þeir geta, sumt eru stundakennarar og aðrir eru fast- ráðnir." - Þið eruð að fá ykkur nýtt húsnæði er það ekki? „Jú, þetta er orðið alltof þröngt hjá okkur, sérstaklega í Breiðholtinu. Það ver verið að byggja nýtt hús sem nú er orðið fokhelt. Það þarf líka að stækka þetta hús, þarf að bæta við það æfingasal. Það má geta þess að húsið í Breiðholtinu er fyrsta húsið á landinu sem er hannað sem tónlistarskóli eftir því sem við best vitum. Flatarmál hússins er 5452 og það er í Hraunbergi 2, rétt hjá Meningarmið- stöðinni Gerðubergi. - Getið þið sagt örlítið meira frá sögu skólans? „Þegar skólinn byrjaði átti fólk sem var byrjendur lítinn aðgang að tónlistar- námi. Við tókum fólk inn í skólann án tillits til aldurs og getu, sem var eins- dæmi. En þegar fólk er á annað borð komið í nám hjá okkur þá gerum við fullar kröfur til þess. Það hafa þó nokkrir nemendur útskrifast og farið í erlenda þáskóla, t.d. eins og Sigursveinn Magnússon hérna, hann var fyrsti nem- andinn sem útskrifaðist." - Hvað er vinsælasta fagið? „Píanóið er yfirþyrmandi, og svo gít- arinn, sem hefur orðið vinsæll. Við vorum svo heppin að hafa afburðasnjall- an gítarkennara, Gunnar H. Jónsson, Ég held að enginn annar skóli hafi lagt aðra eins áherslu á gítarkennslu, og það er eiginlega verk Gunnars að hafa lyft gítarkennslu í landinu á það stig sem hún er núna á. Hann gerði hljóðfærið viður- kennt. Við höfum aldrei haft neina fordóma gagnvart hljóðfærum hér, kennum meira að segja á harmoniku." Og með því lýkur viðtalinu. -ÁDJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.