Tíminn - 16.02.1986, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.02.1986, Blaðsíða 14
14Tíminn í sendiráði Kín- verska alþýðulýð- veldisins við Víðimel 29 voru menn að búa sig undirað fagna nýju ári, þegar okkur blaðamenn bar að garði á föstudag í seinustu viku. Sam- kvæmt tungldagatal- inu eru áramótin jafn- an seint í janúar eða í byrjun febrúar og í ár bar þau upp á hinn 9. febrúar. Sendiráðs- starfsmenn hugðust fagna nýja árinu í sín- um hóp þarna um helgina. Paö var hr. Li Qinping, sendirápu- naulur, sem veitti okkur viðtöku, en hann veitirsendiráðinu hérforstöðu. Sjálfur situr sendiherrann í Kttup- mannahöfn. Eiginkona Li Qinping starfar reyndar einnig í scndiráöinu sem menningarfulltrúi cn hún var upptekin við undirbúning nýjárs- fagnaðarins og gat því ekki rætt viö okkur í þetta skipti. Hr. Li Qinping er langreyndur diplómat sem á að baki meira cn tuttugu ára feril í utanríkisþjónustu lands síns og það var fengur að fá slíkan ntann til aö ræða um rcynslu sína sem fulltrúi hinnar fjarlægu og gömlu þjóðar, Kínverja.sem unt leiö er ein yngsta þjóð veraldar í þeint skilningi að hún hefur tekið til við að móta sér framtíð undir nýjum for- merkjum. Það kom næstuni af sjálfu sér að við byrjuðum spjall okkar á að spyrja hann um þýðingu áraniótanna í liuga Kínverja. „Pessi gömlu áramót, sem viö köllum Itka stundum vorhátíð, eru mestu hátíöahöld okkar Kínverja," segir Li Qinping. „Þetta eru þriggja daga hátíðarhöld, sem fólk notar til þess að koma saman og borða besta veislumat. Pá koma fjölskyldur sam- an og njóta samvistanna eins og hægt er með því að óska hver öðrum vel- farnaðar. Hámark skemmtunarinn- ar er auðvitað á gamlárskvöld og eru veisluhöld alla nóttina þar sem fólk borðar, drekkur og spilar. Á ganil- árskvöld má bókstaflega „heyra" nýja árið nálgast þar sem kínversk börn sprengja allt kvöldið alls konar púðurkerlingar eða „kínvcrja" til að fagna nýja árinu. Jú vissulega verður manni hugsað heim til Kína á slíkum tímamótum. Þessi gömlu áramót eru okkur alltaf mikilvæg þótt við séum langt að heiman. Ég á sex systkini í Shanghai og móður á lífi og mér verður hugsað til þeirra en það cr of langt frá íslandi til Kína til þess að ég geti farið hcim um áramótin. Móðir mín er hjá bræðrum mínum, sem annast hana, því kínvcrsk fjölskyldutengsl eru sterk, alveg eins og hér á lslandi. Systkini mín eru ýmist tæknimennt- að fólk eða þá kennarar. Svo má nærri geta hvort mér verð- ur ekki hugsað til sona okkar tveggja, en þeir cru báðir við nám. Sá eldri er við nám í tæknifræði, en sá yngri lýkur prófi úr mcnntaskóla í sumar. Hann ætlar í háskólanám og leggur því mjög hart að sér um þess- ar mundir." Þú átt langan feril að baki í utanríkis- þjónustunni? „Já, ég hóf störf 1958, og þetta er því oröinn langur tími. Ég var í níu ár í Hollandi og þar lærðum við kon- an mín bæði hollensku. Pá vorum við í fimm ár í Brússel og Luxemborg, áður en leiðin lá hingað til lands. Þetta er þriðji veturinn okkar hér og scm betur fer er hann jafn mildur og sá í fyrra. Ég kom hér 30. maí 1983, þ.e. tveimur dögum eftir að Stein- grímur Hermannsson myndaði ríkis- stjórn sína,- Þessi fyrsti vetur var mjög harður, snjóar og stormviðri, svo kannske leist manni ekkert á blikuna. En þessir tveir síðari vetur hafa bætt það upp." Hvernig lá leið þín inn í utanríkis- þjónustuna? „Ef ég á að svara þessu með að lýsa skólagöngu minni, þá byrjaði égeins og önnur börn í Kína í skóla sjö ára gamall. Ég var í barnaskóla gagn- Sunnudagur 16. febrúar 1986 anna og Kína nema Sovétmenn fjar- lægi þessar hindranir. Við lítum því svo á að það sé Sovétmanna að stíga næsta skrefið til bættra samskipta." Á ferli þínum sem starfsmanns kín- versku utanríkisþjónustunnar hcfur margt breyst og mikil umbrot orðið svo sem í menningarbyltingunni. „Því miður fór það svo á tíu ára tímabili menningarbyltingarinnar, 1966-1976, að vegna mistaka foryst- unnar tókst gagnbyltingarsinnuðum öflum að sölsa undir sig mikil völd og vinna óhappaverk sem höfðu alvar- legar afleiðingar í för með sér fyrir alþýðu landsins. Eorystumenn þessa gagnbyltingarhóps, sem við köllum fjórmenningaklíkuna, notfærðu sér trú almennings á Mao Zcdong til að afvegaleiða Kínverja af braut sósíalismans. Menningarbyltingin naut mikils stuðnings í upphafi, vegna þess að hún fór af stað í nafni Mao Zedongs, og fljótlega fóru margir að efast um réttmæti baráttunnar og þeim bar- áttuaðferðum, sem beitt var þar sem ráðist var með offorsi og valdbeit- ingu á virta og hæfa embættismenn. Að lokum tókst að sigrast á klíkunni sem hafði forystu fyrir menningar- byltingunni enda hafði allur al- menningur snúist gegn henni. Ég tel að eftir menningarbylting- una, og þó sérstaklega eftir uppgjör- ið 1979, hafi utanríkisstefna okkar tekið rétta stefnu, sjálfstæða og frið- sama, sem við trúum að eigi eftir að skila miklum árangri." Hvernig kynntist þú sjálfur menn- ingarbyltingunni? „Það var algent í menningarbylt- ingunni að fólk væri sent úr borgun- um til sveitanna á svonefnda „7. maí“ skóla sem kenndir voru við yfirlýsinguna um upphaf menningar- byltingarinnar frá 7. maí 1966. Ég var á slíkum skóla í eitt ár og þar var lögð áhcrsla á líkamlega vinnu og svokallaða pólitíska skólun. Það var eftir þetta að ég hóf störf hjá V-Evrópudeild utanríkismála- ráðuncytisins, en þar voru þá mörg óleyst verkefni, ekki síst vegna þess að baráttan fyrir réttmætri aðild Kína að S.Þ. stóðyfir. Viðerum þess minnugir að ísland studdi málstað Kína í því máli." Kína hefur mikið breyst á síöustu áratugum. Gætir þú borið saman Kína bernsku þinnar og Kína dagsins í dag í fáum orðum? „Það hafa orðið miklar brcytingar það er rétt, Þegar ég var barn höfðu Japanar hersetu í Kfna og fjórði ára- tugurinn var okkur ákaflega erfiður og það var sérstaklega erfitt að framfleyta stórum fjölskyldum eins og fjölskyldunni minni. Mér skilst að fjórði áratugurinn hafa reyndar líka verið erfiður fyrir alþýðu manna á íslandi. Við áttum í stríði við Japana í átta ár og á eftir tók við fjögurra til fimm ára borgarastyrjöld, svo að menn geta gert sér aðstæðurnar í hugar- lund. Ég var í menntaskóla þegar kommúnistar sigruðu í innanlands- stríðinu 1949. Ég minnist þess að fólk fagnaði mjög þessum umskipt- um og þó sérstaklega unga fólkið. Síðan hafa lífskjör stöðugt batnað og ástandið núna einkennist af stöðugleika þar sem allir hafa í sig og á. Nú er Iögð mikil áhersla á að tryggja að lífskjör haldi áfram að batna í framtíðinni. Reynsla okkar sýnir að til að ná þessu markmiði er stöðugleiki innanlands nauðsynlegur og friður á alþjóðavettvangi. Þess vegna gerum við allt til að efla heims- friðinn og innanlands reynum við að tryggja stöðugleika á stjórnmála- sviðinu með því að ungir og efnilegir leiðtogar stjórna nú við hlið gamalla og reyndra forystumanna. Þannig er áframhald núverandi stefnu tryggt þótt gömlu leiðtogarnir dragi sig í hlé." Áttu von á dveljast lengi á íslandi? „Það get ég ekki sagt um. Ég hef nú verið hér í tvö og hálft ár og algengt er í utanríkisþjónustunni að tíminn í hverju landi sé þrjú ár. Hvert ég verð svo sendur og hvenær veit ég ekki enn. Mér hefur þótt gott að vera á ís- landi og fólk hér hefur reynst vera bæði gott og heiðarlegt. Það er kannski seintekið í fyrstu, feimið og inn í sig, en þannig erum við Kín- verjar gjarnan líka. En við nánari kynningu kemur í Ijós að íslendingar eru almennt vingjarnlegir og vinátta þeirra er traust enda höfum við hjón- in eignast marga góða vini. U Quinping: „íslendingar eru kannski seinteknir í fyrstu, feimnir og inn í sig, en þannig erum við Kínverjar gjarna líka.“ (Tímamynd Sverrir) - segir sendiráðunautur Kína, Li Quinping, sem við heimsóttum á gamlaárskvöld í síðustu viku fræðaskóla og menntaskóla í Shang- hai, cn fór svo til Peking í tungu- málanám í háskóla. Eftir háskóla- námið tók ég próf sem gaf mér rétt- indi inn í utanríkisþjónustuna og einnig konan mín, en henni kynntist ég í háskólanum. Já, það er lögð áhersla á að fólk sé vel að sér í tungumálum sem velst í utanríkisþjónustuna og helst að fólk tali mál þess lands þar sem það starfar. Einn samstarfsmanna minna er orðinn mjög vel að sér í íslcnsku, scm hann heíur lagt stund á hér. Ég veit að auki um sex eða átta manns heima í Kína sem lagt hafa stund á íslenskunám. Fimm eða sex íslenskir stúdentar hafa lært kínversku og um þessar mundir er einn piltur og ein stúlka við kínverskunám í Peking. Þá er kínverskur piltur um tvítugt við ís- lenskunám við háskólann hérna núna." Þegar sendiráð ykkar í Reykjavík tók til starfa var sendisveitin nuin fjölniennari en nú er? „Já fljótlega eftir að stjórnmála- tengsl voru tekin upp milli íslands og Kína í desemer 1971, var kínverskt sendiráð opnað í Reykjavík. Um þetta leyti var skortur á reyndum diplómötum sem töluðu erlendar tungur og því varð að hafa marga túlka. Þá voru líka sérstakir bílstjór- ar. En nú aka kínverskir diplómatar yfirleitt bílum sínum sjálfir og þess er krafist að þeir kunni a.m.k. eitt erlcnt tungumál svo að það þarf ekki eins marga starfsmenn í sendiráðinu og áður. Ennfremur hafa verið gerðar ýms- ar umbætur á rekstri utanríkisþjón- ustunnar þar sem við leggjum áherslu á að nýta starfsgetu hvers og eins betur og á sem hagkvæmastan hátt. Þannig eru t.d. ekki sendiherr- ar í öllunt sendiráðum okkar heldur situr sendiherrann stundum í nálægu landi. Þpss vegna er sendiherra Kína á íslandi í Kaupmannhöfn án þess að það komi neitt niður á samskiptum ianda okkar. Hann kemur hingað öðru hverju þegar þurfa þykir og það hefur rcynst mjög vel. Við erum nú aðeins sjö manns við sendiráðið og þar af erum við fimm sem gegnum diplómatastörfum en tveir eru verslunarfulltrúar." Hvað viltu segja uni samskipti ís- lands og Kína? „Samskipti landanna eru mjög góð og ekki um að ræða nein ágrein- ingsefni sem standa í veginum. Sem fulltrúi Kínverska alþýðulýðveldis- ins er það hlutverk mitt að gefa ís- lenskum ráðamönnum upplýsingar um kínversk málefni og skiptast á skoðunum um ýmis alþjóðleg mál scm viðkoma löndum okkar auk þess sem sendiráðið leitast við efla efna- hags og menningartengsl landa okk- ar og ýmiss konar samstarf á sviði vísinda og tækni. Við Kínverjar teljum okkur geta margt Iært af fslenskri fiskveiðitækni og nýtingu jarðhita. Ég held að þar sé grundvöllur fyrir því að auka sam- skipti okkar mikið." Að undanförnu hefur verið rætt um að samskipti Kínverja og Sovét- manna hafi heldur batnað frá því sem var? „Það er rétt að á sumum sviðum hefur liðkast um og verslunarvið- skipti hafa aukist mikið að undan- förnu. En eftir sem áður eru hindr- anir í veginum fyrir því að stjórn- málasamskiptin komist í eðlilegt horf og þar ber hæst þrjár megin- hindranir sem Sovétmenn verða að ryðja úr vegi. Þær eru í fyrsta lagi stuðningur Sovétríkjanna við innrás Víetnama í Kambódíu, í öðru lagi mikill hersafnaður Sovétmanna á norðurlandamærum Kína og í þriðja lagi innrásarlið Sovétríkjanna í Af- ganistan. Það verða varla miklar breytingar á stjórnmálasamskiptum Sovétríkj- „Þá má „heyra“ nýja árið nálgast heima í Kína“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.