Tíminn - 15.08.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.08.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 15. ágúst 1986 Okurdómurinn í Reykjavík vekur athygli: Sekt skilorðsbundin í fyrsta sinn í sögunni Sakadómur Reykjavíkur hefur nú kveðið upp fyrsta dóminn í okurmál- inu gegn þeim einstaklingum sem lánuðu Hermann Björgvinssyni pen- inga, eins og sagt var frá í Tímanum í gær. Sú nýbreytni er við þennan dóm, að rúmlega tveir þriðju sektar- innar sem dæmd er, er skilorðsbund- in, eða ein milljón af 1.400 þúsund- um. Skilorðið er ekki skilgreint í dóminum, svo um er að ræða hefð- bundna skilgreiningu á skilorðs- bundnum dómi eins og þeir hafa hingað til verið dæmdir þegar mönn- um hefur verið dæmd skilorðsbundin refsivist. Að sögn Péturs Guðgeirssonar sakadómara, sem kvað upp dóminn var stærsti hluti sektarinnar dæmd skilorðsbundin til þriggja ára vegna þess að það var talið harkalegt og ósanngjarnt eins og á stæði að dæma alla sektina til tafarlausrar greiðslu. Kemur það fyrst og fremst af því að Hermann Björgvinsson sem þáði lán af dómfellda, lánaði áfram peningana sem hann fékk frá dómfellda og öðrum og hann er ákærður fyrir umfangsmikla okur- lánastarfsemi. Einnig er dómurinn á þennan veg af þeim sökum að dóm- felldi situr uppi með tékka frá Her- manni sem er ríflega milljón að fjárhæð sem dómurinn gengur út frá að vonlaust sé að fáist greiddur. Dómfelldi, Björn Pálsson, hefur lýst því yfir að hann muni una dóminum, en ríkissaksóknari hefur ekki fengið dómsgerðir í málinu enn sem komið er, og því er óljóst enn hvort hann mun áfrýja til Hæstarétt- ar. „Ég veit ekki til þess að það sé neins staðar gert ráð fyrir því í lögum að hægt sé að hafa hluta af sekt skilorðsbundna og hluta óskil- orðsbundna, en það er ekki þar með sagt að það sé óheimilt. Petta er hins vegar fyrsta dæmi um slíkt í sög- unni“, sagði Jónatan Þórmundsson prófessor við lagadeild Háskóla Islands, þegar Tíminn bar dóminn undir hann. Jónatan kvaðst ekki vera búinn að sjá dóminn og gæti því lítið um hann sagt að svo komnu máli. Aðspurður um það hvort hon- um fyndist eðlilegt að dæma skil- orðsbundið þann hluta sektarinnar sem er í formi óútleysanlegs tékka frá okurlánaranum, sagði Jónatan að slíkt væri alltaf álitamál. „Það væri spurning hvort hætti að leggja upp úr slíkum hlutum þegar verið væri að dæma í ólöglegum viðskipt- um, og einkum að tengja það bein- línis". ABS Heimsmeistara- einvígið í skák: Jafntefli í 7. skákinni Anatoly Karpov og Garrí Kasparov sættust á jafntefli í sjöundu einvígisskákinni sem fór í bið sl. miðvikudagskvöld. Rétt áður en skákin átti að hcfjast bauð Karpov jafntefli símleiðis sem Kasparov þáði. Karpov var skiptamun yfir í biðstöðunni en Kasparov hafði tvö peð upp í og færi gegn berskjölduðum kóngi Karpovs. Þrátt fyrir jafnteflisúr- slitin er skákin tvímælalaust sú skemmtilegasta í einvíginu til þessa. Staðan er enn jöfn, 3 '/2:3 V2. Áttunda skákin verður tefld í dag og hefur Kasparov hvítt. Biðleikur hans var 41. - Kg7-98. Áreksturinn var geysiharður eins og sést á BMW bílnum. Tímamynd Finnbogi Hólmavík: Arekstur á blindhæð - tveir farþegar sendir með sjúkraflugi Árekstur var rnilli Wagoneer jeppa og BMW fólksbifreiðar á blindhæð um kílómeter norðan við Hólmavík á mánudaginn. Tvær konur sem voru farþegar í bílunum voru fluttar með sjúkra- flugi til Reykjavíkur, önnur illa fótbrotin og hin með höfuðáverka og viðbeinsbrot. Þrír voru í Wagon- eer jeppanum, ökumaður og farþegi í framsæti sluppu nær órneidd, en þau voru í öryggisbeltum. Farþegi í aftursæti jeppans fótbrotnaði aftur á móti og farþegi BMW bifreiðarinnar fékk slæma höfuðáverka. Ökumað- ur BMW bílsins fékk einnig höfuð- högg en var ekki sendur til Reykja- víkur heldur var hlynnt að honum á heilsugæslustöðinni á Hólmavík. Fólkið sem slasaðist var ekki í ör- yggisbeltum. Meiðsl farþeganna sem fluttir voru til Reykjavíkur á sjúkra- hús eru ekki talin vera alvarleg. Að sögn lögreglunnar á Hólmavík varð annað slys skammt þar frá sem þetta slys varð nú fyrir aðeins tæpum hálfum mánuði síðan og þá urðu meiri slys á fólki. Sýning á Kjarvalsstöðum: Reykjavík í 200 ár Svipmyndir mannlífs og byggðar „Reykjavík í 200 ár- svipmyndir mannlífs og byggðar" er heiti mikill- ar sýningar sem opnar á Kjarvals- stöðum á laugardaginn kl. 18. Eins og nafnið bendir til á sýningin að gefa mynd af lífi og byggð í Reykja- vík og er 200 ára afmæli borgarinnar að sjálfsögðu tilefni sýningarinnar. Á sýningunni kennir margra grasa, sett hefur verið upp krambúð, leiksýning verður þar á dagskrá og Djúpivogur: Merkidufl gert óvirkt Landhelgisgæslan gerði dufl óvirkt austur við Djúpavog í gær. Um var að ræða merkidufl frá flugvél sem getur verið hættulegt ef farið er að fikta við þau. Duflið rak á land fyrir um viku síðan, en Gæslan fór í flug til Austfjarða í dag og var þá duflið gert óvirkt í leiðinni. SBS hlaðið hefur verið sandpokavirki sem minna á hernám Breta hér á landi. Þá gefst sýningargestum kost- ur á að sjá í fyrsta sinn tillögu að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur, en uppistaða sýningarinnar eru þó fjöldi ljósmynda úr bæjarlífinu. „Það hafa aldrei sést á einum stað jafnmargar myndir úr Reykjavík" sagði Sigurð- ur Tómasson, blaðafulltrúi sýningar- innar. Myndirnar eru yfir 600, aðallega ljósmyndir, og þá þær elstu sem teknar hafa verið í borginni, en einnig málverk, litprentanir og skjöl, frá fyrstu áratugum borgarinnar. Á hverjum laugardegi og sunnu- degi verða haldnir fyrirlestrar, alls 12 að tölu, og mun Áuður Auðuns, fyrrverandi forseti borgarstjornar, ráðherra og þingmaður ríða á vaðið næsta sunnudag, með fyrirlestri sem nefnist „í borgarstjórn fyrir 40 árum“. Verða aðrir fyrirlestrar ekki síður áhugaverðir og mun Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi ritstjóri, t.d. flytja þar erindi um blaða- mennsku. Leikritið “Flensað í Malakoff" verður sýnt fimmtudaga og föstu- daga kl. 19.00 og laugardaga og sunnudaga kl. 16.00. Leikritið gerist á 19. öldinni og eru höfundar þess Erlingur Gíslason, sem jafnframt leikur í sýningunni og Brynja Bene- diktsdóttir, sem er leikstjóri verksins. Leikarar auk Erlings, eru Saga Jónsdóttir, Edda Þórarinsdótt- ir, Karl Ágúst Úlfsson, Grétar Skúlason, Eyþór Arnalds, Benedikt Erlingsson og Kristín Guðmunds- dóttir. Þau fjögur síðastnefndu auk Guðrúnar Högnadóttur, munu auk þess veita gestum upplýsingar um sýninguna og skemmta gestum með hljóðfæraslætti, leik og söng. í leik- sýningunni leika allir leikendur á eigin hljóðfæri, og sagði Finnur Torfi Magnússon, sem samið hefur tónlist og útsett lög fyrir leikinn, að sjaldgæft sé, að jafn færir og fjölhæf- ir tónlistarmenn séu jafnframt allir leikarar sýningarinnar. Auk þess sem þegar hefur verið nefnt, má þarna sjá gamlar slökkvi- bifreiðir og lögreglumótorhjól, hringsjámynd af Reykjavík, sem Leifur Þorsteinsson ljósmyndari hef- ur tekið, og fyrir utan aðalinngang Kjarvalsstaða mætir sýningargestum verkið Tvennir tímar, eftir fram- kvæmdastjóra sýningarinnar, Magn- ús Tómasson, og hlaðið af Tryggva Hansen, torfskurðarmeistara. Sýningin stendur til 28. september og kostar aðgangur 100 kr. Ókeypis er fyrir börn og eldri borgara. phh Krambúð óvissra tíma, mætti e.t.v. nefna krambúðina sem upp hefur verið sett á Kjarvalsstöðum. Að mcginstofni gefur hún mynd af krambúð eins og þær gerðust á árunum 1920-30, en glöggir menn munu fínna þær bæði eldri og yngri hluti. Magnús Tómasson, teiknaði sviðsmyndina, en Margrét Magnúsdóttir valdi hlutina. Margrét sá einnig um leiktjöld og búninga í „Flensað í Malakoff“. (Timamynd: Sverrir)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.