Tíminn - 24.10.1986, Blaðsíða 19

Tíminn - 24.10.1986, Blaðsíða 19
Föstudagur 24. október 1986 Tíminn 19 lllllllllllllllllllllll HELGIN FRAMUNDAN ...................................................................................... ..... liillliliSi" ..........I.......... .............. .................................. ........................................ .......................... ...............................................I..... Operan Tosca Óperan Tosca eftir Puccini verð- ur á stóra sviði Þjóðleikhússins á láugardags- og sunnudagskvöld. Laugardagssýningin var sett inn vegna mikillar aðsóknar, en upp- selt er á aðrar sýningar út mánuð- inn. Kristján Jóhannsson fer í þrjár vikur til Bandaríkjanna um mánaðamótin vegna annarra verkefna, en síðan hefjast sýn- ingar á Toscu að nýju eftir miðjan nóvember. í aðalhlutverkum í Toscu eru: Elísábet f. Einksdóttir (Tosca), Kristján Jóhannsson (Cavar- adossi) og Malcolm Arnold (Scarp- ia). í öðrum helstu hlutverkum eru: Viðar Gunnarsson (Ange- lotti), Sigurður Björnsson (Spo- letta), Sigurður Bragason (Sciar- rone) Guðjón Óskarsson (Djákninn) og Stefán Arngrímsson (fangavörður). Auk þeirra taka stór hljómsveit, Þjóðleikhúskór- inn, drengjakór og aukaleikarar þátt í sýningunni. Samtals er um 150 manns á sviði og í gryfju. Við opnun sýningarinnar afhenti Magnús Kjartansson SÁÁ keramik- verk að gjöf. Á myndinni veitir nýr formaður SÁÁ, Pjetur Þ. Maack, verkinu móttöku. Verkið heitir „Áhyggjur". GALLERÍ BORG Nú stendur yfir „upphengi" þeirra Magnúsar Kjartanssonar og Jóns Axels Björnssonar á málverkum í Gallerí Borg viöAustur- völl, en þessari sýningu lýkur n.k. þriðjudag. Magnús sýnir fimm málverk, fjög- ur þeirra undir gleri, og unnin með blandaðri tækni, Auk þess sýnir hann allmörg mónóþrykk. Jón Axel sýnir fimm olíumálverk, sem öll eru unnin á þessu ári. Allar myndir þeirra tvímenninganna eru til sölu. Gallerí Borg er opið daglega kl. 10-00-18.00 og kl. 14-00-18.00 um helgar. íslenska óperan: II Trovatore Síðasta sýning á óperunni II Trovatore verður í kvöld, föstud. 24. október kl. 20.00. 1 aðalhlut- verkum eru: Kristinn Sigmunds- son, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Hrönn Hafliðadóttir, Garðar Cortes, Viðar Gunnarsson og Elísabet Waage. Hljómsveitar-i sjtóri er David Parry, en hann stjórnaði einnig fjórum sýningum í maí sl. Á föstudagskvöld verður 12. sýning á Uppreisn á ísafirði eftir Ragnar Arnalds í Þjóðleikhúsinu, — en hún hefur verið sýnd við mjög góða aðsókn síðan 26. sept- ember. Uppreisn á ísafirði fjallar bæði á gamansaman og áhrifamikinn hátt um hin sögufrægu Skúlamál og atburði sem þeir tengdust. í helstu hlutverkum eru: Róbert Amfinnsson, Randver Þorláksson, Kjartan Bjargmundsson, Lilja Þór- isdóttir, Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir og Helgi Skúlason. Leik- stjóri var Brynja Benediktsdóttir og leiktjaldahönnuður Sigurjón Jó- hannsson. Næsta sýning verður á föstud. kl. 20.00. Leiksýning í Hlaðvarpanum: Veruleiki Sýningar verða laugardginn 25. okt. og sunnud. 26. okt. kl. 16.00 báða dagana á leikritinu „Veru- leiki" eftir Súsönnu Svavarsdóttur í Hlaðvarpanum Vesturgötu 3. Leikstjóri er Helga Bachmann, en leikendur: Ragnheiður Tryggvadóttir og Guðný Helga- dóttir. Aukasyning í Iðnó á laugard. kl. 15.00: „Gönguferð um skóginn" Vegna fjölda áskorana hefur Leikfélag Reykjavíkur ákveðið að endurtaka leikritið „Gönguferð um skóginn" sem flutt var tvíveg- is í tengslum við fund þeirra Gorbatsjovs og Reagans. Hér er um að ræða nýtt, bandarískt leikrit eftir Lee Blessing um friðar- viðræður stórveldanna, þar sem aðalpersónur eru leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétmanna í afvopnunarviðræðum í Genf. Það eu þeir Gísli Halldórsson og Þorsteinn Gunnarsson sem leika Sovétmanninn Botvinnik og Bandaríkjamanninn Honeyman. Verkið er flutt í sviðsettum leik- lestri í þýðingu Sverris Hólmars- sonar. Leikstjóri er Stefán Bald- ursson. Sýningin verður kl. 15.00 á laugard. í Iðnó. Myndin er tekin þegar Þjóðleikhúsið upplýsir hver sé höfundur Ieikritsins „Uppreisnin á ísafirði", - og höfundurinn, Ragnar Arnalds, sést þarna með leikurumí lok leiksins. ( | Sýningar Þjóðleikhússins helgina 24.-26. okt.: Uppreisn á ísafirði Pétur Halldórsson í Listasafni ASÍ Síðasta sýningarhelgi Nú stendur yfir málverkasýning Péturs Halldórssonar í Listasafni ASÍ, Gresásvegi 16, efstu hæð. Þetta er fyrsta einkasýning Péturs og eru á henni 25 myndir, aðallega olíu- og akrýlmálverk. Sýningin er opin virka daga kl. 16-20, en laugardag og sunnudag kl. 14-22. Sýningunni lýkur 26. október. Kaffiveitingar um helg- Karólína Lárusdóttir - sýnir á Kjarvalsstöðum Á morgun laugard. 25. október kl. 14.00 opnar Karólína Lárus- dóttir sýningu í Vestursal Kjar- valsstaða. Sýnd verða olíumál- verk, vatnslitamyndir og grafík- myndir. Öll verkin eru unnin á síðasta ári. Karólína er fædd í Reykjavík 1944. Eftir stúdentspróf frá MR hélt hún til myndlistarnáms í Bretlandi. Hún útskrifaðist frá Ruskin listaskólanum í Oxford árið 1967, og nam síðan við Bark- ing College of Art í London með ætingu sem aðalgrein til 1977. Hún er búsett í Englandi síðan á námsárunum og vinnur þar að list sinni. Hefur einnig stundað kennslu og haldið fyrirlestra um myndlist víðs vegar. Þessi sýning er sjötta einkasýn- ing Karólínu, en einnig hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga. Hún er meðlimur í „The Royal Society of Painter-Etchers and Engravers"., Sýningin er opin daglega kl.14.00-22.00 og lýkur 9. nóv. Eitt af verkum Karólínu Lárus- dóttur „Vegurinn", sem ermálað með olíu á striga 1986. Frá leikstarfsemi Leikfélags Sólheima Leiklist í Sólheimum í Grímsnesi Vígt nýja íþrótta- og leikhúsið Fyrsta vetrardag, eða laugard. 25. október, fer fram á Sólheimum í Grímsnesi formleg vígsla hins nýbyggða íþróttaleikhúss með frumsýningu Leikfélags Sólheima á bellettinum Rómeó og Júlía við tónlist Sergei Prókofíevs. Á s.l. ári hefur veglegt hús risið á Sólheimum í Grímsnesi, svokall- að íþróttaleikhús. Er það byggt fyrir söfnunarfé Sólheimagöng- unnar á s.l. ári. Húsið er 375 m að grunnfleti á tveimur hæðum. Á jarðhæð eru þrjár vinnustofur fyrir vistmenn auk kaffistofu. Á efri hæð, sem gengið er inní af jafn- sléttu frá Sólheimahúsinu, er and- dyri, búningsklefar og 250 m’ salur. Þar verður aðstaða til íþróttaiðkana, leiklistarstarfsemi og samkomuhalds. Leiklist hefur löngum verið snar þáttur í starfsemi Sólheima, en allt frá fyrstu starfsárum heimilis- ins hefur leiklist verið notuð í meðferðarstarfinu. Aðstaða hefur hins vegar verið erfið hingað til vegna húsnæðisleysis. Leiksýningin Rómeó og Júlía er annar liður vígsluhátíðarinnar, sem hófst með veglegu íþrótta- móti, Sólheimaleikunum 1986, í lok ágúst s.l. Vígsluhátíðinni lýkur með aðventuhátíð fyrsta sunnu- dag í aðventu 30. nóvember. Hátíðin laugardaginn 25. októ- ber hefst með móttöku á jarðhæð íþróttaleikhússins kl. 15.00. Leik- sýningin hefst síðan kl. 16.00. Fjögur leikrit um helgina í Iðnó Aukasýning verður kl. 15.00 á laugardag á leikritinu „Göngu- ferð um skóginn" eftir Lee Blessing, þar sem þeir Gísli Hall- dórsson og Þorsteinn Gunnarsson bregða sér í gervi leiðtoga stór- veldanna. Land míns föður eftir Kjartan Ragnarsson með tónlist Atla Heimis Sveinssonar er sýnt á föstudag kl. 20.30. Svartfugl — síðasta sýning — verður á Svartfugli á laugardags- kvöldkl.20.30ogUppmeðteppið, Sólmundur eftir Guðrúnu As- mundsdóttur er sýnt á sunnu- dagskvöld kl. 20.30. Margrét Helga og Sigurður í hlutverkum Steinunnar og Bjarna í Svartfugli. Viðar Gunnarsson í hlutverki | Fernandos, umkringdur kórfé- lögum. Guðný Helgadóttir og Ragnheið-I ur Tryggvadóttir. Gísli Halldórsson og Þorsteinn skóginn". Gunnarsson í „Gönguferð um

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.