Tíminn - 23.11.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.11.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Sunnudagur 23. nóvember 1986 Svanfríður Hagwaag Hvítkálssalöt Pcgar fer aö vetra breytist úrvaliö af grænmeti í verslunum. Þá kemur á markaöinn svokallaö vetrarhvítkál, sem er þéttara í sér og auðveldara aö þrífa. Kálið er mjög gott vetrargrænmeti, en ódýrt og inniheldur mikiö magn af C-vítamíni. Paö er hægt aö gcra ótrúlcga góö salót úr vctrarhvítkáli og saman viö þaö er hægt aö blanda mörgum öðrum tegundum af grænmeti fyrir utan ávexti og kryddjurtir. Avaxta- og hvítkálssalat 60 gr rifið rauðkál 250 gr rifið hvítkál Vi lítill laukur, saxaður 2 msk. sítrónusafi 1 msk. hunang ■V4 dl jógurt 60 gr söxuð appelsína 60 gr saxaöur ananas Skolið rauðkáliö undir köldu vatni í um það bil 1 mínútu til að festa rauða litinn. Blandið síðan káltegundunum saman ásamt lauknum. Blandið saman sítrónusafanum og hunanginu og hellið yfir kálið. Látið standa í um það bil 2 tíma. Látið síðan renna af kálinu og blandið saman við það jógurtnum og ávöxtunum. Látið standa í 1 klukkutíma í viðbót og látið síðan renna vel af salatinu. Berið fram á diskum fyrir hvern á salatblaði. Þetta er mátulegt fyrir 5 manns. Grænmetishvítkálssalat 250 gr rifið hvítkál 125 gr rifnar gulrætur I afhýddur laukur, saxaður 70 gr radísur í þunnum sneiðum 1 græn paprika í sneiðum Vt bolli hvítvínsedik 1 msk hunang 2 msk tamari sojasósa svartur pipar Blandið grænmetinu saman í skál. Hristið saman í krukku edikinu, hunanginu og tamarisósunni. Hellið þessari sósu yfir grænmetið og blandið. Stráið svörtum pipar eftir smekk yfir. Þekið og látið standa þangað til næsta dag. Blandið saman öðru hverju. Tex Mex salat Va bolli spínat eða grænkál I hvítlauksbátur, afhýddur ögn af rauðum pipar Vi lítill laukur 1 lA msk. matarolía lA bolli mysa 1 tesk. hunang Vi tsk. sojasósa 500 gr. rifið hvítkál Látið allt nema hvítkálið í blandara og blandiö þangað til allt er vel blandað saman. Blandið síðan saman viö hvítkálið. Gulrætur í eplasafa: 3 bollar gulrætur í sneiðum 1 bolli eplasafi Vi tsk tsk sjávarsalt 1 msk smjör Þekið gulræturnar með’eplasafanum í litlum potti. Saltið. Látið lok á pottinn og látið malla þangað til gulræturnar eru soðnar. Bætið út í ögn af vatni ef með þarf. Takið lokið af pottinum og látið malla þangað til vökvinn er gufaður upp. Bræðið sjörið og hellið því yfir gulræturnar. „Nú mála ég mest dansara,“ segir Sjöfn. (Tímamynd Pjetur) Það var fyrir 37 árum að ung stúlka, Sjöfn Hafliðadóttir, hleypti heimdraganum til þess að setjast í balletskóla í London, Sadler Wells skólann. Hún hafði lært ballet í Þjóðleikhússkólan- um áður og einnig lagt stund á listnám í Handíða og myndlist- arskólanum, en þangað hafði faðir hennar, Hafliði Sæmunds- son, kennari, sem var mikill listavinur, sent hana. Á uppvaxtarárunum voru það því dansinn og listamennskan sem toguðust á um hana, þótt henni tækist á ýmsan hátt að sameina þetta hvort öðru, eða eins og Kurt Zier sagði við Sjöfn þegar hún var á æskuárum: „Þú hlýtur að geta teiknað, því þú dansar svo mikið.“ En mikið vatn er til sjávar runnið frá því hún fyrst hélt utan og kannske hefur hana ekki grunað það þá að hún ætti eftir að verða meira og minna á ferðalagi æ síðan. Það atvikaðist í byrjun þannig að hún fór að læra tískuteiknun hjá Emil Bo- uchard í París og þar kynntist hún fyrri manni sínum, Leif Hempel, sem á heimsfrægar málningarverksmiðjur með sama nafni, og ásamt honum átti hún eftir að ferðast víða um heim. „Já, maðurinn minn ferðaðist mjög mikið og það varð aftur til þess að ég gat satt að segja ekki fest rætur á sama stað í langan tíma. Ég bjó til dæmis í eitt og hálft ár í Tyrklandi, þar sem ég vann hjá helsta tískuhúsinu í Istanbul, Temi, í eitt og hálft ár. Þar bæði teiknaði ég og var hugmyndateiknari. Síðar bjó ég Rætt við heims- borgarann Sjöfn Hafliða- dóttur sem nú heldur sýningu á Kjarvals- stöðum í nokkra mánuði í Egyptalandi og var tvö ár í Líbanon og mjög oft vorum við í Monte Carlo, þar sem Hempel átti stórhýsi. Milli þess vorum við mikið í London og í París. Jú, þetta var skemmtilegt líf og ég held að það auki víðsýnina að fara svona víða og kynnast svona mörgu. Við Leif Hempel vorum gift í 14 ár, en þá skildum við. Ég giftist að nýju nokkrum árum seinna listmálara sem heitir Ge- org Provard og það er nú svo að við erum alltaf á ferðinni líka. Hann er af frönskum og hol- lenskum ættum, en fæddur í Bandaríkjunum og þar höfum við búið og í Kanada. Nú búum við á Florida. Við ferðumst mikið með listsýningar og einnig hef ég sýnt með ýmsum hópum, þar á meðal ferðahópum lista- manna og á ýmsum söfnum og ef þú spyrðir mig hve margar sýningar ég hef haldið, þá er ég hrædd um að ég gæti ekki svarað því. Ég hef einkum málað dansara upp á síðkastið og það hefur þann kost að þannig get ég haldið áfram í dansinum alveg endalaust, sem yrði erfitt að gera í raunveruleikanum. En ég held að ég skynji í myndunum mínum hverja hreyfingu, það sem er að gerast á ákveðnu andartaki og reyni að koma því til skila. Þetta er mér mjög mikils virði. Já, ég er búin að sýna ákaflega víða, en þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem ég sýni á ís- landi. Ég veit ekki hvernig við- tökurnar verða, þær eru svo ólíkar frá einu landi til annars, til dæmis eru þær allt aðrar í Kanada eða Bandaríkjunum. En það er dásamlegt að koma til íslands, því hér finnst mér fólk svo miklu rólegra en úti. Bandaríkjamenn vilja alltaf vera að vinna, ef þeir slappa af verða þeir taugaveiklaðir. Samt er gott að vera þar ytra. Eins og ég sagði bý ég nú í Florida, en þar líkar mér best í Bandaríkjunum að New York frátalinni. Ég fer aftur út þann 7. des- ember og mun þá hafa verið hér í þrjá mánuði. Já, auðvitað taka þá við nýjar sýningar.“ Við þökkum Sjöfn fyrir spjall- ið og hvetjum lesendur til að sjá sýningu hennar sem haldin er í austurforsal Kjarvalsstaða, en þar sýnir hún 16 verka sinna, sem öll eru olíumálverk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.