Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						nnc*f  Hi
ro 11 ir»sbl6r>i *6 J
rtnirmT fH
Landkönnuðurinn
Vilhjálmur
Stefánsson
Blaðsíða 21
Framsækin og full-
tamin Toyota
en skapofsalaus
Blaðsíður 14-15
Endalok Viðeyjarklausturs
Vorið 1538 lét í haf sá velborni valdsmaður Kláus von
Marwitsen, eftir tveggja ára dvöl á íslandi, þar sem hann fór
með vald hirðstjóra í umboði Kristjáns konungs 3. Hann
hugðist taka sér ársleyfi í Danmörku. Það var raunar algengt
að æðstu höfðingjar landsins entust lítt að sitja við hið
fábreytta líf sem þeim var búið á íslandi, válynd veður og Iitla
kunnustu landslýðsins í fágun og kurteisi. Þeir brugðu því
gjarna á það ráð að stjórna úr fjarlægð, að fuliu eða með
hléum, og setja umboðsmenn á meðan til að sjá um daglegt
ainstur og hirða ríkuleg lauii eftir sem áður. Og Kláus hafði
röskleikamanni á að skipa.
Sá hét Diðrik van Mynden, þýskur maður, ættaður frá
Hamborg. Hann var af kaupmönnum kominn og bróðir hans
hafði fetað í spor feðra sinna. Hann hét Kort van Mynden og
verslaði í Hafnarfirði. Það gerði Diðrik enn betur til starfa
síns fallinn að hann hafði er hér var komið sögu búið í 12 ár
á íslandi og þcnað undir fyrri hirðstjóra, verið ráðsmaður
þeirra og erindreki. En með brottför Kláusar hirðstjóra óx
vegur hans mjög. Hann var gerður að fógeta og settist að á
Bessastöðum við marga sveina og mikla rausn.
Diðrik af Mynden tók klaustrið herskildi 1539 og
varð að gjalda fyrir það með hroðalegum dauðdaga.
Agasamt hafði verið í Danmerk-
urríki undanfarin
ár. Kristján konungur hafði loks náð
ríkjum eftir þriggja ára innanlands-
ófrið árið 1536. A meðan höfðu þeir
biskuparnir, Ögmundur Pálsson og
Jón Arason haft hirðstjórnina með
höndum, en er friður komst á aftur
verið sviptir henni. Kláus van der
Marwitzen var sem sé fyrsti maður-
inn sem kóngur dubbaði til þessa
starfa eftir að hann settist í hásæti.
En það var ekki aðeins að þeim
biskupum væri dregin burst úr nefi
með því að þeir misstu hirðstjóra-
tignina. Kristján konungurvarmikill
aðdáandi hins nýja siðar Lúthers og
voru þess þegar farin á sjást merki
er Kláus fór utan í orlof sitt 1538.
Konungur var stórskuldugur og sá
boðskapur siðaskiptanna að eignir
kirkjunnar skyldu upptækar til hins
veraldlega valdhafa féll honum vel í
geð. Þetta var Kláusi van der Mar-
witsen mæta vel kunnugt og einnig
fógeta hans. Ekkert var heldur því
til fyrirstöðu að þeim yrði sjálfum
mögulegt að maka krókinn á kostn-
að klaustra og kirkjueigna. Þegar
kirkjan var svo að segja óhelg í
augum konungsvaldsins mundi ábót-
um og biskupum ekki hægt um vik
að leita réttar síns, enda reyndu þeir
. í lengstu lög að heiðra þá skálka sem
fóru fram með ofbeldi og yfirgangi,
til þess að kaupa sér frið. En brátt
kom að því að slíkt kom fyrir lítið.
Óeirðamaður
Lengi hafði illt orð farið af Diðriki
frá Mynden og það löngu áður en
hann varð fógeti. Hann þótti bæði
illorður og illvirkur. Barði hann á
mönnum og veitti þeim áverka er
honum bauð svo við að horfa og
skirrðist ekki við að fara með grip-
deildum og ránum og fengu margir
að kenna á því. Til dæmis rændu þeir
Diðrik og félagi hans, Kort Hrafn að
nafni, eitt sinn 4 nautum af Hvanna-
völlum og voru 2 þeirra eign Skál-
holtskirkju. Sömuleiðis rændu þeir á
Eyrarbakka og víðar. Segir Jón
Egilsson svo frá að afi hans, séra
Einar Ólafsson, sem var prestur í
Görðum á Álftanesi og sóknarprest-
ur Diðriks, þá er hann var ráðsmað-
ur, hafi oft átt í útistöðum við hann
og þeir meira að segja flogist á. Kom
svo að séra Einar hótaði Diðrik því
að hann væri fús að lesa upp ævisögu
hans á Alþingi og væri það honum
maklegt - því að bæði stæli hann
sjálfur og kæmi öðrum til að stela!
J?eim Kláusi og Diðrik mun hafa
þótt Bessastaðir ónógir til aðseturs
og búnaðar við mikið mannahald og
meðal erinda hirðstjórans er hann
sigldi, var-að bera sig upp við kóng
um þetta efni. Og hann fékk góða
úrgreiðslu. Er hann kom til íslands
að nýju vorið 1539 hafði hann fengið
af konungi umboð hans á Viðeyjar-
klaustri og öllum jörðum sem undir
það lágu. Skyldi hann taka að sér
klaustrið, en sjá ábóta og munkun-
um fyrir viðurværi óg öllu sem þeir
þyrftu með.
För í Vtásyjarklaustur
Hér hafði hlaupið á snærið hjá
þeim félögum og þeir biðu þess ekki
lengi að sýna kirkjuvaldinu á fslandi
hverjir það væru sem valdið væri
gefið. Vera má að þeir hefðu hugsað
sig betur um ef hin skapstóra og
ráðríka hetja, Ögmundur biskup í
Skálholti, hefði enn verið sá maður
er hann var. En hann var nú kominn
á gamals aldur og blindur að auki,
svo ekki þótti valdsmönnum kon-
ungs að mikil ógn gæti af honum
stafað.
Vorið 1539 um fardagaleytið reið
ábótinn í Viðey, sem þá var Alexíus
Pálsson, íyfirför um jarðir klausturs-
ins, til þess að vera við úttektir og
byggingar lausra jarða, eins og ábót-
um og ráðsmönnum þeirra var títt
um fardagaleytið. Var því fátt
karlmanna eftir heima í klaustrinu.
Þá var það á aðfaranótt hvítasunnu-
dags að þeir Kláus hirðstjóri, ný-
kominn utan, og Diðrik fógeti hans
og ýmsir förunautar þeirra, bjuggust
færis að heimsækja klaustrið í Viðey,
meðan þar væri mannfátt fyrir og að
óvörum og taka klaustrið. Komu
þeir í Viðey snemma hvítasunnu-
morguns með sólu og var þeim
ekkert viðnám veitt. Hröktu þeir
menn upp úr rúmum sínum, svfvirtu
þá, börðu, særðu og bundu suma.
Síðan slógu þeir eign sinni á klaustr-
ið og settust í það og tóku að sér allar
eignir þess. Brutu þeir upp ábóta-
stofuna, slógu upp hirslur og hirtu
það sem fémætt var, en brenndu
sumt og brjáluðu á annan veg. Tóku
þeir síðan á burt með sér úr Viðey
20 uxa gamla, meira en stórt hundr-
að (120) gamalla sauða og rúmar sjö
vættir fiska. Skildu þeir svo eftir
nokkra menn til umsjónar í eynni.
En er ábóti frétti þessi tíðindi, þótt
honum að vonum ekki ráðlegt að
halda heim til Viðeyjar að sinni.
Sneri hann frá og settist að á einni
jarða klaustursins, Hólum (Klaust-
urhólum) í Grímsnesi. Bjó hann þar
til dauðadags. En í Viðey féllu niður
messur og tíðagerðir, enda engir til
að halda slíku uppi.
Þykknar í Ögmundi
Þessi  tíðindi  spurðust víða og
þóttu all 01.  Líður nú fram að
Alþingi. Par hittust þeir Ögmundur
biskup og hirðstjórinn og Diðrik
fógeti við kirkjuna. Víkur þá biskup
j tali  að  klausturtökunni  og  spyr
| hvaða heimild þeir hafi haft til slíks,
en þeir báru fyrir sig konungsbréfið
i og var það þó aðeins afrit og ekki
samhljóða sjálfu frumbréfi konungs
að sögn Ögmundar sjálfs. Svöruðu
þeir annars fáu til, en biskup kvaðst
bjóða sig undir lög og rétt. Þeir
sögðu sig engu skipta þau lög, eins
og þeir kváðu á. Síðan skildu þeir.
Ritaði þá Ögmundur biskup kon-
ungi af Alþingi um tiltektir þeirra
Kláusar van der Marwitzen, hversu
þeir hefðu tekið Viðeyjarklaustur,
ruplað þar og rænt og fært klaustur-
fóíkið í fjötra. Muni þeir og hafa
farið óráðvandlega með konungs-
bréf og jafnvel falsað. Jafnframt
mælist hann til þess að sér verði veitt
Viðeyjarklaustur, með því að hann
hyggi á að láta af biskupsdómi og fá
klaustrið í hendur Gissuri Einars-
syni, enda sé sú ósk manna almennt,
lærðra jafnt sem leikra.
Voru lögréttumenn og höfðingjar
á þinginu í ærnum vanda, en sættust
á að allt skyldi standa í- Viðey svo
sem væri, uns bréf hefði borist frá
konungi um málið næsta ár.
Skömmu eftir þing ákvað Kláus
hirðstjóri að fara utan að nýju og
veitti hann Diðrik umboð sitt í
fjarveru sinni, þar á meðal klaustrið
í Viðey með öllum þess eignum og
tekjum, garðinn á Bessastöðum og
loks Gullbringusýslu. En Ögmundi
þótti hann ekki geta beðið eftir
úrskurði konungs. Lét hann því
tylftardóm klerka ganga um málið
og var niðurstaðan sú að Kláus van
der Marwitzen, Diðrik og allir föru-
nautar þeirra í Viðeyjarför, hefðu
gerst brotlegir við kirkjuna í ekki
færri en fjórtán greinum. Skyldu
þeir því fallnir í hið hæsta bann
páfans og allt þeirra fé undir klaustur
og kirkju, en eigur þeirra erlendis
dæmdar á konungsvald. Skyldu og
allir sem samneyti höfðu við þá haft,
skyldugir að taka lausn og skriptir.
Diðrik víkur sér í Skálholt
Ekki kippti Diðrik af Mynden sér
upp við þessi tíðindi og í ágústmán-
uði um sumarið gerði hann för sína
frá Bessastöðum við tíunda mann.
Var það ætlun hans að taka klaustrin
Kóngsgarðurinn á Bessastöðum 1720. Kirkjan er til hægri, en staðarhúsin andspænis henni og ber amtmannsbústaðinn hæst, en lengst til vinstri er bústaður fógeta. Vera má að eiUhvað þessu líkí
hafi verið hýst á dögum þeirra Kláusar van der Marwitsen og Diðriks frá Mynden 170 árum áður.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22