Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 4
.4 HELGIN NAMAR ÍSLANDS arvinnu, og voru þeim fengir í hend- ur kalksteinar úr Esjunni. Það hefur þótt líklegt, að slíkir menn væru dómbærir á kalk. Kannski hafa þeir líka verið það, og er jafnvel svo að sjá, að þeir hafi gert tilraun þess að brenna kalkið. Að minnsta kosti kváðu þeir upp þann úrskurð, að úr steinum þessum fengist gott kalk, ef þeir væru brenndir. Nú beið Egill ekki boðanna. Hann hófst handa um að kanna kalknámuna, og upp úr miðju sumri 1873 lét hann brjóta þar fimmtíu tunnur af kalksteini. Var hann fluttur á klyfjahestum til. sjávar, og uröu þetta tvöhundruð hestburðir. Síðan sendi Egill Emm- anúel, franska löggortu, sem hann átti sjálfur, inn í Kollafjörð og flutti kalksteininn á honum í Rauðarár- vík, þar sem hann ætlaði að koma upp ofni og hefja brennslu. Kalkbrennsla Þessi tilraun heppnaðist þó ekki. En Egill var ekki af baki dottinn. Ungur maður, Björn Guðmunds- son, múrari, var um þessar mundir við verknám í Kaupmannahöfn og kynnti hann sér kalkbrennslu. Þegar Björn kom heim, fékk Egill hann til þess að veita kalkbrennslunni for- stöðu. Var hafist handa um byggingu brennsluofns vestast á Arnarhóls- túni, skammt frá sjó, og var hann fullger í byrjun júnímánaðar 1876. Síðan hófst brennslan og gekk nú vel, og í ágústmánuöi tóku að birtast í blöðum höfuðstaðarins auglýsingar uni íslenskt steinh'm, sem kostaði sex krónur hver tunna. Þá var verðið á smjörpundinu sjötíu aurar og ullar- púndinu áttatíu til níutíu aurar. íslenska steinlímið var jafndýrt hinu útlenda. En ckki var öll sagan sögð með því. Hinir nýju iðjuhöldar duldust þess ekki, að íslcnska stein- límið var svo kröftugt, að blanda mátti fimm eða sex sandtunnum í kalktunnuna, rúmlega hclmingi mcira en útlenda steinlímið þoldi, og nálgaðist það „því gæði sements- ins, sem er þó fjórum sinnum dýr- ara.“ Kalknáminu og kalkbrcnnslunni var haldið áfram um sinn, cn þó var heldur slælega að verið sum árin. Kalkþörfin var ekki ýkjamikil, en samt varð stundum að flytja inn útlent steinlím. Kostnaðurinn við kalksteinstekjuna og flutninginn hefur verið mikill, og ef til vill hefur ekki leyft af því, að vinnslan borgaði sig. Loks lognaðist fyrirtækið út af. „Ekkert eftir nema kolanámutrúin“ Tvo síðustu áratugi nítjándu aldarinnar kvað minna að ráðagerð- um um námagröft. Nálega allar þær vonir, sem menn höfðu gert sér um slíkt á áttunda tugnum, runnu út í sandinn, og þeir þurftu nokkurn tíma til þess að sækja í sig veðrið. Þorvaldur Thoroddsen hafði líka hermt mönnum í nafni vísindanna, að þess væri tæpast að vænta, að hér fyndust námur, þar eð landið væri of ungt til þess, og loks risu upp orðhvatir menn, sem ekki létu sig muna um að gera gys að trúnni á auðævin í skauti fjallanna. Fáir voru þó jafn tannhvassir og Gestur Pálsson, þegar hann flutti fyrirlestur sinn um menntunarástandið á Is- landi haustið 1889: „Að bæta efnahaginn," sagði hann, „hefur hina síðustu áratugi verið lifandi orð hér á landi. Það hefur glumið á hvers manns vörum frá Reykjanesi norður á Melrakka- sléttu. Fyrst héldu menn nú, að hér væru sjálfsagt gullnámur í fjöilunum - það þurfti ekkert nema að athuga blessuð fjöllin betur en verið hafði til þess að sannfærast um, að þau gætu stráð gusum af gulli yfir héruðin í staðinn fyrir snjó og klaka. Svo þegar gullnámutrúin minnkaði, þá fóru menn að trúa á kalknámur. Trúin á þær stóð hæst, þegar verið var að vinna kalkæðina hérna í Esjunni, og hún smáslokknaði út, eftir því, sem Emmanúel sálugi varð meira skininn og fúinn liérna á battaríinu. Og þá var ekkert eftir nema kolanámutrúin - hún stóð lengst og stendur enn í dag.“ Menn voru sem sagt ekki með öllu afhuga þessum málum á dögum Gests. Annað veifið bárust líka fregnir um athyglisverð jarðlög eða málmgrýti, er fundist hafði, og síð- asta ár aldarinnar kom til dæmis hingað maður frá Englandi, Black að nafni, gagngert þeirra erinda að leita járns og kopars á Rauðanesi á Mýrum og víðar þar um slóðir, ef vera kynni, að takandi þætti þar til við járngerðina, cr SkaUagrímur hafði frá horfið cndur fyrir löngu. Um leiö brá Englendingur þessi sér upp að Stafholti, því að þar hafði lengi verið kunnugt um efni, er brunnið gat, í svonefndum Stafliolts kastala. Kvað Black upp úr með það, að þetta væri gljákol, og þótti Stafholtspresti að sjálfsögðu ekki einskisvert, að þau skyldu vera í túnfætinum hjá honum. Hér var þó ýtt undir stærri drauma. Þegar Black kom til Reykjavíkur, lct hann alldrýginda- lega og gaf í skyn, að fleira og dýrmætara kynni að leynast í Staf- holtskastala en eldsneyti og lést þurfa að hraða för sinni til Englands. Ýmsir reyndu að geta í eyðurnar og veltu því fyrir sér, að í Stafholti myndi allgóð aðstaða til mikilla athafna: Það mátti fleyta sexæringi upp Hvítá og Norðurá, og við Staf- holtskastala var djúpur hylur, svo að unnt var að ferma fleyturnar við sjálft námaopið. En þetta datt fljótt niður. Aftur á móti var mörgum rík í huga þessi árin sú spurning, hvort ekki myndi vera hér leir, er nothæfur væri til tígulstcinagerðar. Þegar Egill Egilsen nytjaði kalk- námuna í Esjunni, var þar tvö sumur í þjónustu hans piltur á tvítugsaldri, ættaður úr lágsveitum Árnessýslu, Björn Kristjánsson að nafni. Hann gcrðist verslunarmaður ungur að árum, þó að efnafræði væri honum hugleiknari en kaupsýslan. Á þess- um árum var mönnum orði Ijóst að í þúsund ár höfðu landsbúar í raun- inni ckki annað gert í byggingarmál- um cn lirófla upp bráðabirgðaskýl- um, er entust einni kynslóð, og nú var að því komið, að byggt væri til frambúðar. í útlöndum voru tígul- steinahús, sem staðið höfðu nokkrar aldir, og það virtist líklegust lausn að byggja á þann hátt hér. Björn Kristjánsson tók að safna sýnishorn- unt af leir, sem hann aflaði sér víðs vegar í Kjósarsýslu og á Akranesi, og láta rannsaka þau erlendis. Slíkt hið sama gerði Sigurður Pétursson frá Ánanaustum, er fengið hafði nokkra fjárveitingu til slíks. Leir frá Uppkoti í Kjós þótti líklegur, og nú tók Björn Kristjáns- son að gera áætlanir um, hvað tígul- steinagerð myndi kosta. Taldist hon- um svo til, að hann gæti selt þúsund steina á þrjátíu krónur við verk- smiðjudyr, en fjörutíu, ef þeir væru komnir til Reykjavíkur. Þetta virtist honum svo hagfellt verð, að hann sótti árið 1898 um fimm þúsund króna alþingisstyrk til þess að koma upp tígulsteinaverksmiðju í grennd við Reykjavík, gegn því, að hann kenndi öðrum þennan starfa. En alþingi hafnaði umsókn Björns, og hann treysti sér ekki til þess að ráðast í þetta nýmæli hjálparlaust. Því fór svo, að hcr voru aldrei brenndir tígulsteinar. En áhugi Björns á jarðefnum og málmum dvínaði ekki, enda urðu þeir nú brátt margir fleiri, sem tóku að beina mjög huga sínum í þá átt. (Byggt á grein Jóns Helgasonar, „Sindur og síur“) Er vegurinn háll? Vertu því viðbúin/n að vetrarlagi. IUMFEROAR Fararhejlf Iráo Laugardagur 15. október 1988 Var Stjörnu Oddi R/ETT VIÐ ÞORSTEIN VILHJÁLMSSON, EÐLISFRÆÐING, UM STJARNVÍSI Á ÞJÓÐVELDISÖLD íslenskur Kópernikus? Á landnáms- og þjóðveldisöld voru siglingar tíðar milli íslands og annarra landa, og þá einkum Noregs, og hafa menn löngum dáðst að dirfsku og harðfengi hinna fornu skipstjóra og skipasmíðakunnáttu þessara tíma. En sjómennska og skipasmíð hefði oft komið að takmörk- uðu haldi á úthöfum, ef ekki hefði komið til þekking á aðferðum til að átta sig á stefnu og staðsetningu. Og hið sama átti við um langferðir á landi, t. d. ferðir víkinga um víðáttur Garðaríkis. Þar skorti þekkt kennileiti eins og á hafinu og menn urðu að grípa til sömu úrræða til að rata, sem var stjarnvísin. Einnig þurftu menn á skipulegu tímatali að halda, t.d. til að geta hist á Alþingi á sama degi ár eftir ár. En hve þróuð var þessi kunnátta og hvernig var hún fengin? Um þetta efni ræddi Þorsteinn Vilhjálmsson, eðlisfræðingur, í erindi í Háskóla íslands nú á dögunum. Hann leiddi m.a. líkur að því að á þjóðveldisöld hefðu íslendingar kunnað sitthvað fyrir sér á þessu sviði og meira að segja þróað aðferðir sem stundum stóðu því framar sem annars staðar þekktist í þann tíma. Þorsteinn greindi frá ýmsum hugleiðingum sín- um í sambandi við þá Þorstein surt og Stjörnu-Odda, sem vitað er að gáfu stjarnvísi gaum undir íslenskum himni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.