Tíminn - 20.07.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.07.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminrv Fimmtudagur 20. júlí 1989 REYKJMIÍKURBORG Hugmyndasamkeppni um skipulag á Geldinganesi Reykjavíkurborg efnir til hugmyndasamkeppni um skipulag á Geldinganesi samkvæmt keppnislýsingu þessari og samkeppnisreglum Arkitektafélags íslands. Viðfangsefni þessarar hugmyndasamkeppni er að kanna byggingarmöguleika á Geldinganesi, sem frá náttúrunnar hendi er að mörgu leyti sérstætt sem byggingarsvæði. Keppnissvæðið er allt Geldinganes, sem er um 220 hektarar að stærð, og auk þess eiðið sem tengir Geldinganesið við land. Heimild til þátttöku hafa íslenskir ríkisborgarar og útlendingar með fasta búsetu á íslandi, þó með þeim takmörkunum sem kveðið er á um 20. gr. samkeppnisreglna A.í. Trúnaðarmaður dómnefndar er Ólafur Jensson, framkvæmdastj. Byggingaþjónustunnar, Hallveig- arstíg 1,101 Reykjavík, pósthólf 1191,121 Reykja- vík, símar 29266 og 39036 (heima). Gögn varðandi keppnina verða afhent af trúnaðar- manni dómnefndar í Byggingaþjónustunni, Hall- veigarstíg 1, Reykjavík. Keppnislýsing verður látin í té endurgjaldslaust, en fyrir önnur keppnisgögn skal greiða skilatryggingu að fjárhæð kr. 5.000. Veitt verða verðlaun að fjárhæð kr. 5.000.000. Fyrstu verðlaun verða ekki lægri en kr. 2.500.000. Auk þess er dómnefnd heimilt að kaupa tillögur fyrir allt að kr. 1.000.000. Verðlaunaupphæð er miðuð við vísitölu byggingarkostnaðar í maí 1989, 139,0 stig. Tillögur skal afhenda trúnaðarmanni í Bygginga- þjónustunni, Hallveigarstíg 1, Reykjavík, eigi síðar en 13. desember1989, kl. 18.00 að íslenskumtíma. Borgarstjórinn í Reykjavík DEUTZ-FAHR tromlumúgavélar DEUTZ-FAHR tromlumúgavélum á ótrúlega hagstæðu verðl. Vinnslubreidd 3,5 m. Hafið samband við sölumenn okkar sem allra fyrst i Ármúla 11, eða hringið í síma 681500. i A DEUTZ KHD FAHR LEKUR ER HEDDIÐ BLOKKIN? SPRUNGIÐ? Viðgerðir á öllum öeööum og biokkum. Plönum hedd og blokkir- rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiða. Viðhald og viðgerðir á iðnaðarvélum - járnsmíði. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin - Sími 84110 Gunnar B. Kvaran, forstöðumaður Kjarvalsstaða, ásamt Bernard Huan, forstöðumanni safnsins í Epinal, við verk eftir Andy Warhol; Campbeli‘s soup. NÝUSTASÝNING Á KJARVALSSTÖÐUM Laugardaginn 22.júlí kl. 16:00 verður opnuð sýning að Kjarvals- stöðum á alþjóðlegri nútímalist þar sem sýnd verða verk eftir þá lista- menn sem borið hafa hvað hæst í listasögunni undanfarna áratugi, m.a. Frank Stella, Andy Warhol, Gilbert og George, Tony Cragg, Donald Judd og Sigmar Polke, svo nokkrir séu nefndir. Alls verða sýnd verk eftir 27 listamenn á sýningunni. Sýningin kemur frá listasafni í Epinal í Frakklandi, en forsvars- menn safnsins hafa lagt áherslu á að safna og fylgja eftir þeim listastefn- um sem komu fram í byrjun 7. áratugarins. Að sögn forstöðumanna Kjar- valsstaða hafa aldrei fyrr verið jafn margir merkir listamenn saman komnir innan veggja listasafns á íslandi. GS ISLAND TIL JAPAN Þann 1. ágústkl. 13.30 aðjapönsk- um tíma mun Leiksmiðjan ísland sýna sjónleikinn Þessi... þessi mað- ur á alþjóðlegri leiklistarhátíð áhugaleikhópa í Toyama í Japan. Toyama Intemational Amateur Theater Festival er haldin á 3-4 ára fresti. í ár munu 26 leikhópar frá 23 ríkjum og fjórum heimsálfum sýna á hátíðinni og verður atriðunum sjón- varpað um Japan. Leiksmiðjan ísland var stofnuð haustið 1987 en liðsmennirnir átta réðu til sín fjóra kennara í leiktúlk- un, raddþjálfun, söng og líkams- þjálfun. Um vorið, að lokinni átta mánaða þjálfun, varð að ráði að settur var upp sjónleikur, enda höfðu í starfinu komið fram ákveðn- ir eiginleikar og týpur, sem verkið Þessi ... þessi maður byggði svo á. Kári Halldór, einn kennara hópsins og leikstjóri samdi heildarhugmynd og framvindu verksins en Steingrím- ur Másson einn meðlimanna, skrif- aði samtöl og texta. Var sýnt í gamla Björg Vilhjálmsdóttir og Ásta Am- ardóttir. málmsteypusal vélsmiðjunnar Héðins og sjónleiknum vel tekið. Síðastlið- inn vetur barst boð frá Japan um að Leiksmiðjan ísland kæmi með sýn- inguna á hátíðina í Toyama, sem fulltrúar íslands. Unnið hefur verið að undirbúningi ferðarinnar frá því í vetur en ljóst var að ýmsu þyrfti að breyta til að draga úr kostnaði við förina. Megin- breytingamar voru þær að leikmynd var endurhönnuð og samin ný leik- gerð verksins. Undirbúningurinn hefur einnig farið fram utan veggja leikhússins; mörg fyrirtæki, stofnan- ir og ýmsir einstaklingar hafa stutt Leiksmiðjuna á einn eða annan máta og vísast hefði ekki orðið af förinni ef ekki hefði komið til velvilji Íiessara aðila. Kann Leiksmiðjan sland þeim bestu þakkir fyrir. í tilefni leikfarar Leiksmiðjunnar fslands til Toyama verða tvær sýn- ingar á Þessi ... þessi maður í Leikhúsi Frú Emilíu, Skeifunni 3c dagana 21. og 23. júlí n.k. og hefjast þær kl. 21.00. (Fréttatílkynning) Leiklist: Námskeið fyrir unga áhugamenn Þann 21 .júlí hefst á Akranesi samnorrænt námskeið fyrir ungt áhugaleikhúsfólk. Námskeiðið ber yfirskriftina „Ævintýrið á götunni" og stendur í viku, eða til 29.júlí. Hápunktur námskeiðsins verður götu-leiksýning, sem fer fram í miðbæ Akraness klukkan 14:00, laugardaginn 29.júní. Það er Bandalag íslenskra leikfé- laga og Norræna áhugaleikhúsráðið sem halda námskeiðið og þátttak- endur eru 48 talsins frá öllum Norðurlöndum. Kennarar á námskeiðinu eru þrír; tveir Danir, þeir Jakob Kiörboe, tónlistarmaður og Jens Kirkedal Jensen, grímugerðarmaður. Kol- brún Halldórsdóttir, leikstjóri, verð- ur íslenski kennarinn í hópnum. GS Þjónusta við bændur: Laugardagsopnun hjá Búnaðardeild Sambandsins í mörg ár hefur það tíðkast hjá mælist mjög vel fyrir. Mikið er um Búnaðardeild Sambandsins að hafa að vinir og kunningjar komi við og varahlutaverslunina opna á laugar- taki þá varahluti sem vantar, þegar dögum yfir sumarið, til að þjóna þeir eru á leið í sveitina, en einnig er bændum yfir háannatímann, og er hægt að koma varahlutum með flug- svo einnig nú í sumar. Að sögn vélum og rútum vítt og breitt um þeirra Sambandsmanna, er þessi landið. Opnunartíminn á laugardög- þjónusta mikið notuð og er þetta um er kl. 10 f.h. til kl. 14. e.h. og er orðinn fastur liður á hverju sumri og beinn sími við verslunina 39811.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.