Tíminn - 11.05.1991, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.05.1991, Blaðsíða 1
. MAÍ1991 - 86. TBL. 75. ÁRG. - VERÐ í LAUSASÖLU KR. 100,- Davíð Oddsson afneitar hraðsoðnu heiðursmannasamkomulagi við Jón Bald- vin og Ijóst að Eiður Guðnason hefur sest í ráðherrastól á fölskum forsendum: Oftúlkað samkomulag trúnaðar og trausts? Hver höndin uppi á móti annarri í þingliði ríkisstjórnarinnar sem hefur ekki þingstyrk til að færa umsamin verkefni til umhverfisráðuneytis Svo virðist sem hjólin hafi farið að snúast í þing- og ráðherraliði ríkisstjórnarinnar, sem byggð var á grundvelli „trúnaðar og trausts", eftir fréttaflutning Tímans af mismunandi túlk- unum ráðherra á því hvort Skógrækt og Land- græðsla eigi að flytjast til umhverfisráðuneytis eða vera áfram í landbúnaðarráðuneytinu. Jón Baldvin Hannibalsson hefur fullyrt í hópi al- þýðuflokksmanna að heiðursmannasamkomu- lag hafi verið gert í Viðey um þessa tilfærslu verkefna en í gær sagði Davíð Oddsson að ekk- ert slíkt samkomulag hafi verið gert og utanrík- isráðherra oftúlki stjórnarmyndunarsamkomu- lag þeirra. Sé svo virðist Ijóst að Eiður Guðna- son hefur sest í stól umhverfisráðherra á fölsk- um forsendum. Formenn ríkisstjórnarflokkanna komu sér í gær saman um texta í fréttatilkynn- ingu þar sem efnislega segir að málið verði rætt áfram í sumar og stjórnarfrumvarp um breytta verkaskiptingu lagt fram á þingi í haust. Ólíklegt verður að telja að samkvæmt því frumvarpi muni Skógrækt og Landgræðsla flytjast til um- hverfisráðuneytis því ríkisstjórnin hefur ekki meirihluta á þingi fyrir slíkri breytingu. A D/oric 'Aa 0 Ráðherrar í ríkisstjórninni á meðan allt lék í lyndi og gagnkvæmar fullyrðingar um • DiaOSIOa £ heiðursmannasamkomulag og oftúlkun höfðu enn ekki komiö fram. Timamynd: Ámi Bjama

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.