Tíminn - 08.06.1991, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.06.1991, Blaðsíða 14
26 Tíminn Laugardagur S.júmM 991 H9 MINNING Karl Jóhann Sighvatsson Fæddur 8. september 1950 Dáinn 2.júní 1991 Ég sá hann fyrst í Silfurtunglinu. Hann var að syngja hástöfum Sin- atralagið „Strangers in the Night“, sjálfur nýkominn á mölina af se- mentsskaganum og genginn til liðs við þekktan kvartett, Tóna. Svo kom orgelsóló og þá breyttist krúnerinn í negra og orgelið í tryllitæki. Það var þá sem ég ákvað hvernig nýfengnum fermingargróðanum skyldi varið. Ég skellti mér á Farfisaorgel daginn eft- ir. Okkur varð snemma vel til vina, mér og Karli Sighvatssyni. Vegur hans óx ört í íslenska tónlistarbrans- anum á þessum tíma, enda hafði slík- ur fimbulorgansláttur ekki áður heyrst hér á landi. Hann eignaðist ungur dýrindis hljóðfæri sem var bandarískt Hammondorgel og upp- hófst þar með hið mesta ástarævin- týri sem aldrei tók enda. Slíkur var ástarbríminn í öndverðu að ekki dugðu til tíu fimir fingur, heldur var bókstaflega öllum líkamanum beitt: handarbökum, olnbogum, hnjám, höku, nefi og enni svo eitthvað sé nefnt. Og síðan umbreyttist þessi unglingslosti smám saman í eins- konar föðurlega umhyggju fyrir þessu hljóðfæri og öðrum þeim Hammondorgelum sem hann smám saman eignaðist eða útvegaði öðrum. Hann var í stöðugu sambandi við innlenda Hammondeigendur sem er- lenda með verndun og viðhald stofnsins að leiðarljósi, sífellt að huga að velferð þessara dýrgripa sem nú er hætt að framleiða. „Þetta eru eins og börnin mín,“ sagði hann, „það verður að hugsa vel um þau.“ Orgelástin varð til þess að hann hélt utan til æðra tónlistamáms, bæði í Vínarborg og í Boston, hvaðan hann sneri margefldur heim og Iék Drottni til dýrðar í kirkjum landsins til hinsta dags. Og sem kirkjuorganisti var hann engum líkur. Ég mun aldr- ei gleyma því er ég gekk með ný- fædda dóttur mína inn í Akureyrar- kirkju fyrir nokkmm misserum, en þá hafði Karl nýlokið þar tónleikum ásamt fleiri kirkjuorganistum. Þegar hann kom auga á sinn gamla vin niðri á kirkjugólfinu með nýfætt barn í fanginu, þá opnaði hann orgel- ið aftur, kveikti á því og hóf að leika af fingmm fram einn þann magnaðasta spuna sem ég hef heyrt til þessa. Kollegar hans stóðu agndofa í kring- um hann, barnið mitt var uppnumið og ég að sjálfsögðu harla ánægðúr með þessi fyrstu kynni barnsins af kirkjutónlist. Eftir á harma ég það eitt að hafa ekki haft segulbandstæki handbært, en því miður hefur allt of lítið varðveist af organspuna þessa sérstæða listamanns. Ég stend í þakkarskuld við Karl fyr- ir margra hluta sakir. í fyrsta lagi var hann sá sem einatt hvatti menn til dáða, leiðbeindi og hrósaði óspart þegar vel tókst til. Hann varð jafn- framt til þess að opna augu mín og margra annarra fyrir mikilvægi hollrar fæðu og meðvitaðrar ræktun- ar sálar og líkama. Fyrir tuttugu ár- um byrjaði hann að drífa mig með sér í daglegar sund- og heilsuræktar- ferðir, sem enn í dag em mér kær ávani. Fyrst og síðast var hann þó traustur vinur vina sinna og aldrei vflaði hann fyrir sér langferðir eða langlínusím- töl ef því var að skipta. Okkar vinátta var að því leyti sérstök að mæður okkar fengu einnig að njóta hennar meðan þær lifðu. Þannig heimsótti Karl iðulega móður mína til að spjalla og leika fyrir hana á píanó, og ég snæddi reglulega með móður hans og við ræddum það sem henni var kærast: strákarnir hennar tveir. Kalli var afar lengi að jafna sig eftir fráfall hennar, svo sterk og kær vom þau bönd. Hann átti í rauninni oft mjög erfítt í sínu lífi, svo tilfinninga- næmur og opinn sem hann var. En þjáningin átti vafalítið einnig sinn þátt í að skapa hinn stóra og litríka listamann Karl Sighvatsson. Um fyrri helgi ræddum við lengi saman og það var mikill hugur í mín- um manni. Hann hafði tekist á hend- ur ábyrgðarstarf við undirbúning og framkvæmd mikillar pflagrímaferðar íslenskra kirkjuorganista og kirkju- kóra á slóðir meistaranna í París, Ca- prí og Róm. Langþráður draumur um að fá að hlýða á orgel Péturskirkj- unnar í Róm, sjá og heyra helstu org- elsnillinga og kirkjukóra álfunnar átti að rætast í þessari ferð. Jafnframt var fyrirhugaður tónlistarflutningur á allmörgum stöðum. Þetta var sú ferð Karls Sighvatssonar sem aldrei var farin. í kvöld hefði hann staðið með félög- um sínum við leiði meistara Chopin og sungið honum lof. Þess í stað stendur hann nú við hlið meistarans og hlýðir á sönginn, handan móð- unnar miklu. Fjölskyldu, unnustu og syni votta ég innilegustu samúð. Okkar er minningin um góðan dreng. Jakob Frímann Magnússon enn meiri háttar 0STATILB0Ð Nú eru það smurostarnir: Paku með 3 dósum af rækjuosti eða 3 mismunandi tegundum. Áður kostuðu 3 dósir umji9f kr., IIÚ 372 kr.* Einnig léttostur, 3 dósir í pakka, sem kostaði áður umt466 kr., nú 349 kr.* Um 25% lækkun. * leiðbeinandi smásöluverð. --------------------------------------------------N ií Eiginmaöur minn Yngvi Markússon Oddspartl lést þann 5. júni á Sjúkrahúsi Suöurlands. Tilvalið i ferðalagið og sumarbústaðinn! r Sigríður MagnúsdótUr "N Innilegustu þakkir til allra þeima sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ingibjargar Ámadóttur Miöhúsum, Reykhólasvert Ólína Jónsdóttir Svelnn Guömundsson Jón Sveinsson Ingibjörg Sveinsdóttir Böðvar Þorsteinsson Þrymur Sveinsson Guðmundur Sveinsson Auðunn Daníelsson VÁTRYGGII\GAFÉLAG ÍSLANDS HF Útboð Tilboð óskast í bifreiðir, sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Bifreiöirnar verða sýndar að Höfða- bakka 9, Reykjavík, mánudaginn 10. júní 1991, kl. 12-16. Tilboðum sé skilað fyrir kl. 17:00 sama dag. VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS h.f. — Ökutækjadeild —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.