Tíminn - 07.12.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.12.1991, Blaðsíða 6
14 HELGIN Laugardagur 7. desember 1991 FRIÐRIK SHOPUSSON OG SIGRÍÐUR DÚNA KRISTMUNDSDÓTTIR: Friðrik kemur lítið nálægt jólahaldinu „Þetta eru fjórðu jólin, sem við Frið- rik eigum saman," segir Sigríður Dúna Kristmundsdóttir mannfærð- ingur. Jólahaldið fellur ágætlega saman hjá okkur, ekki síst vegna þess að Friðrik er fyrirmyndar mað- ur að elda fyrir - borðar allan mat og kvartar ekki yfir neinu, en hefur orð á því þegar honum þykir eitthvað gott. Eg held að honum væri nokk- uð sama hvað hann boröaði á að- fangadagskvöld. Ég hef skoðun á því hvaða matur á að vera á borðum á aðfangadagskvöld og Friðrik borðar hann.“ Sigríður Dúna segir að þau hafi bæði verið vön að borða rjúpur á jól- unum og að því levti fari smekkur þeirra vel saman. Asamt rjúpunum er soðið hangikjöt uppistaðan í há- tíðamatnum. Hangikjötið er soðið á Þorláksmessu til þess að fá smá ,jólalykt“ í bæinn. Desember er einn mesti annatím- inn á Alþingi og þegar líður á mán- uðinn fjölgar þingfundum og vinn- tími þingmanna og ráðherra verður meira og minna allur sólarhirngur- inn. Þar af leiðandi hefur Friðrik lítið komið nálægt jólahaldinu og yfir- leitt ekki átt lausa stund fyrr en á þorláksmessu. „Þessi ár sem við höfum verið sam- an hefur hann ekkert birst hér til þess að taka þátt í jólaundirbúningi fyrr en á þorláksmessu og þá að von- um dauðþreyttur," segir Sigríður Dúna. „Ég þekki þetta frá því að ég sat á þingi sjálf. Þannig að ef hann nær að kaupa jóiagjöf handa mér er það bara býsna gott.“ Hangikjöt, rjúpur og ís að hœtti Sigríðar Dúnu Hangihjöt: Uppskriftin að hangikjötinu er hefðbundin og einföld. Kjötið er sett í pott með vatni og ekki krydd- að að öðru leyti en að örlítill sykur er settur saman við vatnið. Eftir að suðan er komin upp er kjötið soðið við vægan hita í um það bil klukku- tíma á hvert kíló. Þegar kjötið er soðið er það látið kólna í soðinu. Það er síðan borið fram með með- Iæti eftir smekk. Rjúpur: Rjúpurnar eru hamflettar, stráð yfir þær salti og þær „spekkaðar", þ.e. fylltar með fleski eða svínafitu. Bringurnar eru síðan brúnaðar upp úr smjöri á pönnu. Rjúpurnar eru settar í pott með vatni, en varast ber að hafa vatnið of mikið, vegna þess að soðið er notað í sósu. Eftir tæpa klukkutíma suðu eru rjúpurnar til- búnar. Soðið er uppistaðan í sós- unni, en eftir að það hefur verið sigtað er hveitihristingur hrærður saman við. Ef rjúpurnar eru góðar þarf ekki að krydda sósuna að öðru leyti en bæta út í þær vænni krukku af heimalöguðu rifsberjahlaupi. Þannig fær sósan keim af ávaxta- og villibráðarbragði. Að lokum er þeittur rjómi borinn fram með sós- unni. Heimatilbúinn ís, sem eftirréttur: Eftirrétturinn hennar Sigríðar Dúnu er „parfait" heimalagaður ís af frönskum uppruna. Parfait, stendur fyrir orðið fullkomin, en ísinn samanstendur af 3 eggjarauð- um, tæplega 1 dl. af sykri og 3 dl. af rjóma. Eggjarauðurnar eru þeyttar sam- an við sykurinn og hrærunni síðan blandað saman við stífþeyttan rjóm- an. Þetta er síðan sett í form og fryst, en á meðan ísinn er að kólna er gott að hræra í honum öðru hvoru. Parfait er síðan borinn fram með heitri súkkulaðisósu. „Það á að gefa börnum brauð að bíta í á jólunum “. Allt fram á 20. öld var: BRAUÐ hátíðarmat- ur á íslandi Á nítjándu öld var helsta hnoss- gætið á jólum magájar, sperðlar og bringukollar. Jólagrauturinn þótti einnig ómissandi, sem ýmist var spaðgrautur, bankabyggsgrautur með sýrópsmjólk útá, eða hnaus- þykkur grjónagrautur með rúsín- um. Þetta kemur fram í bókinni Saga daganna eftirÁrna Björnsson. „Það á að gefa börnum brauð að bíta í á jóiunum", segir í vísunni, enda var.brauö lengstum fágætt á íslandi vegna íélegs innflutnings á mjöli. Því var brauð meðal alþýðu mann fremur hátíðarmatur, þótt ekki væri annað en flatkökur og pottbrauð. Laufabrauð er nefnt í elstu mat- reiðslubók sem út kom hér á landi árið 1800 og heitir Einfalt Matr- eidslu Vasa-Qver fyrir heldri manna Húsfreyjur. Þar segir: „Laufabrauð eður kökur af hveiti- deigi, vættu í sykurblandinni góðri mjólk eður rjóma, útskornar ýmis- lega, og soðnar í bræddu smjöri, eru svo algengin, að frá þeim þarf ekki meira að segja." í bók Árna segir: „Þótt ýmis skrautbrauð séu til í öðrum lönd- um, þekkjast ekki algjörar hlið- stæður laufabrauðs. Athygli vekur, hversu næfurþunnt það á að vera, og mætti geta þess til, að mjöl- skorturinn hafi valdið því í upphafi. Útskurðurinn gat einnig valdið því að kakan yrði enn matarminni en ella. Hinsvegar var þarna komin bráðfalleg og gómsæt kaka, sem gaman var að borða, þótt hver maður fengi kannski ekki nema eina slíka." Eftir miðja 19. öld verður laufa- brauðið mjög bundið við Norður- land. Á allra síðustu árum hafa hins vegar margir tekið þennan sið upp sér til gamans. Árni segir enn fremur í bók sinni að kaffið komi til sögunnar á ís- Iandi um 1760, en eftir miðja 19. öld er farið að veita það á aðfanga- dagskvöld. ,A1eð kaffinu voru helst borðaðar lummur með sýrópi eða , pönnukökur. í Gilsbakkaþulunni er getið um te með sýrópi sem hina dýrlegustu jólafæðu. Er þar líklega um að ræða íslenskt grasate". Fyrir tíma eldavéla var mest allt kaffimeðlæti steikt, t.d. lummur, pönnukökur og kleinur. Eldavélar með bakarofni verða ekki algengar á íslandi fyrr en upp úr 1920 og um leið verður talsverð breyting á jóla- mat fólks, einkum í sveitum. Jafn- framt er farið að flytja meira inn af hveiti, sykri og örðu sem þurfti til bakturs. í nokkra áratugi var tíska að eiga sem fjölbreytilegastar kökutegundir er gesti bar að garði, en mest var vandað til kökubakst- urs fyrir jól. Smákökubakstur er enn sjálfsagður hluti jólaundir- búningsins á fjölmörgum heimil- um hérlendis og fjölbreytnin í smákökum og jólagóðgæti er sífellt að aukast. Hér eru rifjaðar upp nokkrar gamlar og góðar jólauppskriftir á laufabrauði og smákökum. LAUFABRAUÐ (35 stk.) 1 kg hveiti 1 1/2 tsk. lyftiduft 1 tsk. salt 5-6 dl mjólk Fita til að sjóða í Mjólkin er soðin. Hveitið er sett á borð. Þar í blandað salti og lyfti- dufti. Mjólkinni er hrært sjóðandi heitri saman við. Hrært í þar til deigið er alveg jafnt, en vel þykkt. Þá er dcigið hnoðað saman þar til það er gljáandi, hart og sprungu- laust, en það má ekki festast við borðið. Það á að vera seigt og hart. Hnoðað í lengjur, sem skornar eru í jafn stóra bita. Bitarnir hnoðaðir á milli handanna í jafnar kökur, sem eru flattar út eins þunnt og mögulegt er. Þá er kakan tekin undan diski og skorin með alls konar laufaskurði. Kökurnar eru soðnar í feiti við mikinn hita og eiga að vera ljósbrúnar. HÁLFMÁNAR 500 g hveiti 200 g smjörlíki 200 g sykur 1 1/4 dl mjólk 1 tsk. hjartasalt 1 egg — 1 tsk. kardimommur 250 g sveskju- eða ávaxtamauk Búið til hnoðað deig, það breitt þunnt út. Búnar til kringlóttar kökur með móti. Hálf til ein te- skeið sveskju- eða ávaxtamauk lát- ið á miðja kökuna og hún klemmd saman með gaffli. Kökurnar smurðar með hrærðu eggi. Bakað- ar ljósbrúnar við góðan hita. SPESÍUR 125 g smjörlíki 125 g hveiti 125 g sykur 125 g möndlur 1/2 egg Smjörlíkið er mulið í hveiti. í það er blandað sykrinum og möndlun- um, er afhýddar hafa verið og sax- aðar mjög smátt. Eggið, látið í og hnoðað. Flatt þunnt út. Búnar tii kringlóttar kökur með móti. Því næst er tekið innan úr kökunum með öðru minna móti. Bakað ljós- brúnt. VANILLUHRINGIR 250 g hveiti 185 g smjörlíki 125 g sykur 1 egg 1/4 tsk. hjartasalt vanilla Hveiti og hjartarsalti er sáldrað á borð. Smjörlíki mulið í. Vanillu og sykri blandað saman við. Vætt í með egginu. Hnoðað uns það er jafnt og engar eggjarákir sjást. Hveiti sáldrað á bretti og deigið lát- ið á það. Látið bíða hálfa eða heila klukkustund eða þar til að það er orðið stíft. Blikkmót sem til þess eru ætluð eru sett í söxunarvél. Deigið saxað. Kemur þá fram bár- ótt lengja sem skorin er sundur og búnar til hæfilega stórir hringir. Látið á smurða plötu og bakað ljós- brúnt. KÓKÓSMAKKARÓNUR 2 eggjahvítur 100 g sykur 90-100 g kókósmjöl Eggjahvíturnar eru þeyttar vel stífar. Sykrinum hrært saman við, síðan kókósmjölinu. Sett með te- skeið á smurða plötu. Bakað við meiri yfirhita í 10 mínútur, ljós- brúnt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.