Tíminn - 05.02.1994, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.02.1994, Blaðsíða 14
14 IfítgÍBH Laugardagur 5. febrúar 1994 Hagyrðingaþáttur________________________________________ Fyrst er limra, sem sett er saman í tilefni ummaela forsætis- rábherra um umræður í ríkistjóminni um tittlingaskít: Aukinn árangur bceri og farsœlla vœri ef stjómmálaflokkar og stjómendur okkar töluöu um tittlingalceri. Kveðiö í tilefni af landbúnaöarumræöunni: Innan dyra á Alþingi oft er hugsun nokkur, en Seljavallavísindi vefjast fyrir okkur. í tilefni sömu umræöu: Þegar Blöndal banna lcetur birgðimar að flytja inn, asnakjöt og froskafcetur, fer að gráta neytandinn. (Síðari vísan er einkar vel fallin til söngs. Lag: Bráðum koma blessuð jólin eða Detta úr lofti dropar stórir.) Fjölskylduár Fjölskyldunnar ári á einkavæðingunni hröðum. Fjölskyldumar fjórtán þá fá að halda vel á sþöðum. (Þjóstólfur) Ekki þarf þessi ágæta vísa skýringar vib, fremur en sú sem á eftir kemur: Úrræðaleysi Engum til nytja óskimar flytja atvinnuleysingjar. Eins og menn vita á Alþingi sitja únceðaleysingjar. Ástandið í Sjálfstæöisflokknum í 4. viku 1994, er yfirskriftin á eftirfarandi kvebskap: Davíð á ferð og flandri, flokkurinn heima í klandri, i í þrófkjöri pilsaþytur prýðir þó svartur litur, pínist hjá strcetó auminginn Andri. Jón Leví sendi þessa ágætu limru og jafnframt vísu, sem kom upp í huga hans þegar auglýst var eftir hundi í Bylgjunni. Sveitamenn kippa sér ekki upp við hundshvörf og telja þau næsta náttúruíeg. Hamingja Mörg er raun í Reykjavík, reglum allt er bundið. Hundgreyið hefur hitt á tík og hamingjuna fimdið. Nokkrir botnar bárust vib síöasta fyrripart. Einn er eftir Jón Leví og er vísan öll svona: Milljarðafundur Markús tíndi milljarði og minnihlutinn fann hann. Því Sigrún er skjöldur í skarði, skjótt hér til ftcegðar vann. Sap sendi eftirfarandi og lagfærði fyrripartinn ofurlítið: Markús týndi milljarði, meirihlutinn fann hunn — efvaldið hefur viljandi, velja þurfum annan. Nýr fyrripartur datt inn á símbréf Tímans: Öld er köld með vaxtavöld, veldur höldum tjóni. Hér er dýrt kveðið og ætti að vera hagyröingum kær áskoran. Botnar og vísur sendist til Tímans Stakkholti 4, 105 Reykjavík. Símbréf: 16270 Eyjólfur Stefánsson Fæddur 14. júlí 1905 Dáinn 31. janúar 1994 Eyjólfur Stefánsson, móðurbróöir minn, er látinn. í mörg ár hefur veriö vík milli vina í fleiri en ein- um skilningi, en þó fyrst og fremst vegna þess sjúkdóms sem hrjáir margan mann á gamals aldri og jafnvel fyrr og hindrar eðlileg tjáskipti. Þeim mun skær- ar loga minningarnar úr Subur- sveit og frá Höfn, þegar Eyjólfur setti svip á líf mitt og annarra sem voru í nánd hans. Reyndar man ég fyrst eftir honum sem Adda og því gælunafni var hann jafnan kallaöur. Hann var sonur Stefáns Jónssonar, hreppstjóra og vegaverkstjóra á Kálfafelli og konu hans Kristínar Eyjólfsdótt- ur, hreppstjóra og hómópata á Reynivöllum. Systkinin voru fimm og Addi þeina elstur. Næst- ur var Steinn, fyrram skólastjóri og kirkjuorganisti á Seyðisfirði, látinn fyrir tæpum 3 árum, þá Regína, búsett á Höfn, nú til heimilis á Skjólgarði, svo Magnea, móðir mín, lést fyrir tæpu ári, og loks Guðný, til heimilis í Reykjavík. Eyjólfi voru í blóð bornar þær kenndir sem einkenna góða bændur: virðing fyrir náttúranni og um leið áráttan að ná tökum á henni og nýta hana sér og öðrum til góðs. Hann hóf snemma ab stunda almenn bústörf á Kálfa- felli og tók ungur viö búsforráð- um af fööur sínum. Um það leyti var sú tæknivæöing ab byrja í landbúnaði, sem sumir telja nú að sé að ríða honum að fullu. Addi var næmur fyrir öllu sem til framfara horfði. Hann varö á undan nágrönnum sínum aö beita hesti fyrir grind á hjólum, í stað þess að flytja heybagga á klakki, og fyrsta dráttarvélin í einkaeign í Suðursveit kom að Kálfafelli. Ég hafði þá fyrir stuttu flust með foreldrum mínum á Höfn, en var „í sveit" hjá Adda í tvö sumur. Minnist ég enn þeirr- ar sælu að fá að sitja 11 ára gam- all á bensín-Fergusoninum og knýja hann áfram til hagsældar landi og lýb! Ekki var þó síður á- nægjulegt að fara með beisli út í haga og koma því með lagni upp í hest, stundum tvo. Ríöa svo ber- bakt heim. Um líkt leyti og Addi tók við búsforráðum á Kálfafelli festi hann ráö sitt á þann hagkvæma hátt að skiptast á systrum við föður minn: Addi fékk Ágústu föðursystur minnar og faöir minn giftist Magneu systur Adda. Þau Addi og Gústa voru mjög sam- hent um búskapinn og reistu sér myndarlegt tvíbursta steinhús, sem þau fluttu í áriö 1936. Það var mikið áfall fyrir þau hjón þegar heymæði tók ab sækja á Eyjólf. Hún varö þess valdandi að fjölskyldan sá sér þann kost vænstan að flytjast úr Subursveit. Leiðin lá á Höfri árið 1952. Ein- hverju hefur þar trúlega rábið aö t MINNING elsti sonurinn, Stefán Sigmar, fæddur 1933, var ekki náttúraður fyrir búskap. Hin voru enn á bamsaldri: Hreinn, fæddur 1943, Kristinn Elís, fæddur 1946, og El- ísabet Magnea Kristín, fædd 1950. Sigmar og Hreinn lærðu bifvélavirkjun og settust aö í Reykjavík. Kristinn er læknir á Akureyri og Elísabet verslunar- mabur og húsmóbir á Dalvík. Ekki gátu Addi og Gústa alveg sagt skiliö við búskapinn, þótt þau væru komin í sjávarpláss. Þau byggðu hlööu og gripahús skammt frá heimili sínu og höfðu í mörg ár kýr, eins og þá var al- vanalegt á Höfn, en einnig kind- ur og hænsni. Bæði höfðu yndi af hestum og áttu jafnan góða hesta löngu áður en hestaíþróttin varð almenningsgaman í þéttbýli. Eyjólfur tók við vegaverkstjórn af föður sínum í Suðursveit og var eftir aö hann fluttist á Höfn aðstobarverkstjóri Bjarna Bjama- sonar. Að þessum störfum gekk hann af lífi og sál, engu síöur en búskapnum, hugmikill og dug- mikill, hlífði síst sjálfum sér, gekk að hverju starfi við hlið undir- manna sinna. Enn er ónefnt aöaláhugamál Eyjólfs, en það var hljómlist og þá einkum söngmennt. Til er mynd af honum ungum meö harmoniku, en frá því ég man eftir honum var orgelið hans hljóðfæri. Harmoníum var til á æskuheimili hans og mun hann snemma hafa fariö að fást við það. Móðir hans kenndi honum nótumar, en hún hafði komist í snertingu við orgelleik meðan hún stundabi nám í Kvennaskól- anum í Reykjavík rétt fyrir alda- mótin. Um abra tilsögn var vart að ræða, og var Eyjólfur ab mestu leyti sjálfmenntaður. Þó var hann eitthvað hjá Bjama í Brekkubæ í Nesjum og seinna í nokkrum tímum hjá Páli ísólfssyni. En löngu áöur, líklega um tvítugt, var hann orðinn kirkjuorganisti í Subursveit. Hann safnaði saman söngelsku fólki úr sveitinni og stofnaði kór, sem söng viö kirkju- athafnir og á öðram mannfund- um. Þá taldi fólk ekki eftir sér að fara gangandi langan veg til æf- inga, oft í rysjóttu veðri og ár ó- brúaöar. Á Höfn varð hann strax söngkennari við barnaskólann, stofnaði kóra barna og fullorö- inna, spilaöi við messur í bama- skólanum, og í kirkjunni eftir að hún reis. Áhuginn var ódrepandi og hugurinn oft svo mikill að öðram gat reynst erfitt aö fylgjast með. Auknefnavísum Hornfirö- ingum þóttu handahreyfingar hans við kórstjóm tilkomumiklar og gáfu honum viðumefniö putt. Eins og um önnur auknefni, sem Hornfirðingar gefa hver öðrutn, greri þetta við og svo vel aö fyrir stuttu, þegar fluttur var útvarps- þáttur um ósinn, talaði einn viö- mælenda um Eyjólf sem Adda putt, rétt eins og um skírnar- og ættarnafn væri ab ræða. Addi kunni þessu viðurnefni vel, tók sjálfan sig mátulega hátíðlega, hafði létta lund og gat gert góð- látlegt grín bæði að sjálfum sér og öðrum. Addi var fjörmaður mikill og hrókur alls fagnaöar á manna- mótum, stjórnaöi fjöldasöng og söng stundum sjálfur fyrir. Hann hélt eigin söngrödd þó lítt á loft, en dáði mjög rödd konu sinnar, enda björt og tær og hefði senni- lega orðið vel frambærileg í söngsölum hvarvetna, hefði hún hlotib þjálfun eftir kúnstarinnar reglum. Fyrir vel áratug fóra umsvif Eyj- ólfs að minnka. Hann hætti sem kórstjóri og kirkjuorganisti. Bú- skapurinn var úr sögunni, nema hestarnir. Börnin voru farin í aðra landshluta. Þá tóku þau hjón sig upp og fluttust búferlum til Dalvíkur í nálægö barna sinna, Elísabetar og Kristins. Stuttu eftir þetta fór því miður að halla undan fæti. Ágústa fékk krabbamein og dó árið 1983. Það varð Adda mikið áfall, en um líkt leyti fór ab hrjá hann sú kvöl sem þó e.t.v. leggst þyngst á aðstand- endur, sem verða ab horfa upp á elskulegan föbur og vin fjarlægj- ast inn í sinn eigin lokaða heim þar sem enginn veit hvað er að gerast nema e.t.v. hann sjálfur; um það getur enginn sagt, því að sambandið er rofið. Nokkur huggun var það þó að svo virtist sem líðan Adda væri ekki slæm, aðeins þetta afskiptaleysi og fjar- ræna sem margir kannast við hjá þeim, sem komnir era á efri ár. Addi var vistmaður á Skjaldarvík og síðar á Kristnesi. Á báðum þessum stöðum fékk hann eins góba umönnun og aöstæöur leyfðu. Þá voru og tíðar heim- sóknir dóttur og sonar og fjöl- skyldna þeirra frá Dalvík og Akur- eyri, og synimir í Reykjavík komu í heimsókn þegar færi gafst. Síö- ast sáum viö fjölskyldan hann fyrir 5 árum. Við sátum góða stund saman. Samræðurnar vora slitróttar. Sonur minn var þá á bamsaldri. Ég man vel glampann, sem kom í augu Adda þegar hann heilsaði honum og kvaddi. Þá var eins og eitthvað snerti streng í brjósti hans og hlýleikinn lýsti úr andlitinu. Eins og komiö var, getur fráfall Eyjólfs Stefánssonar með réttu talist líkn bæbi fyrir hann og að- standendur hans. Hitt er víst að söknuður náinna aðstandenda er alltaf til staðar, hvernig sem dauðann ber að höndum. Við, sem fjær stöndum, eigum e.t.v. fyrst í stað auðveldara en þeir með að ylja okkur við minning- una um góðan dreng, sannan at- orku- og listamann. Eysteinn Pétursson Í|| ÚTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, er óskað eftir tilboðum í endurbætur á loftræstikerfum í Laugar- dalshöll. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 1. mars 1994, kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.