Tíminn - 12.02.1994, Blaðsíða 15

Tíminn - 12.02.1994, Blaðsíða 15
Laugardagur 12. febrúar 1994 sffHfKnii 15 Sigurlína Jónína Jónsdóttir Fædd 31. janúar 1922 Dáin 1. febrúar 1994 Þribjudaginn 1. febrúár sl. lést, eftir skamma legu en nokkur veik- indi, á Sjúkrahúsi Skagfiröinga á Saubárkróki Sigurlína Jónína Jóns- dóttir frá Fyrir-Barði í Fljótum. Sig- urlína var ættub úr Fljótum, dóttir hjónanna Sigríðar Guömundsdótt- ur frá Bakka í Austur-Fljótum og Jóns Sigmundssonar frá Vestara- Hóli, en þau hjón bjuggu lengst af á Molastöðum, síðar að Hraunum og síðast að Lambanes-Reykjum. Sigurlína, eða Lína eins og hún var kölluð dags daglega, var fædd að Deplum í Stíflu og ólst hún upp hjá foreldrum sínum að Molastöð- um ásamt systkinum. Systkinin voru sex, fimm alsystkini, en af þeim var hún elst, og hálfbróðir er var þeirra elstur. Lína giftist tíunda júní 1941 Björgvini Abel Márussyni frá Fyrir- Barði. Björgvin lést 13. nóvember sl. Þau hjón hófu búskap að Fyrir- Barði 1946 og bjuggu þar þangað til þau fluttu til Saubárkróks árið 1990. Þau vom samhent og gestris- in. Björgvin stundabi nokkuð vinnu utan heimilisins og hvíldi því umsjá búsins að miklu leyti á herbum húsfreyjunnar á meöan. Þau hjón Iáta eftir sig átta upp- komin börn, allt nýta þjóbfélags- þegna, en dreng misstu þau við fæðingu. Fyrstu búskaparárin í Fyrir-Baröi bjuggu þau Lína og Björgvin í torf- bæ. Hygg ég að Lína hafi veriö síð- asta húsmóðirin í Fljótum sem í torfbæ bjó. Torfbæirnir voru oft hlýir og vinalegir. Slík húsakynni heyra nú sögunni til, abeins fáein- um hefur verið haldib við. Veggja- brot má þó enn sjá á stöku stað, en víðast hafa þau verið jöfnuð við jörbu. Fljótin vom afskekkt sveit, snjó- þung að vetmm, en sumarfegurð mikil. Rafmagn og sími komu ekki á bæi þar fyrr en um miöjan sjöttá áratuginn. Það þurfti hver ab búa að sínu sem best og vera sjálfum sér nægur um flesta hluti. Annað þekktist ekki. Á mannmörgu heimili var margt ab starfa. Lína.var vinnufús og t MINNING handlagin. Hún var hæglát í fram- göngu, meðalkona að vexti, fríð sýnum með góðleg augu, ljósskol- litað hár, minnug og dugnaðar- forkur er sjaldan féll verk úr hendi. Mun henni best lýst með orðum þeim, er hún sjálf lýsti Rósu móð- urömmu sinni með í Skagfirskum æviskrám: „Hún var mjög vel verki farin innanbæjar og kom þab henni ab miklum notum með hinn stóra bamahóp. Hún var virðingar- verð eiginkona og móbir." Móður- foreldrum sínum lýsir hún svo: „Sparsemi, vinnugefni og nýtni var þeirra skjól og skjöldur. Ánægja með það er þau höfðu var lífsakker- ið er aldrei brást." Hygg ég að lífs- viðhorfi þeirra hjóna, Línu og Björgvins, sé nokkuð vel lýst með þessum orbum hennar. Lína barst ekki á um dagana og helgaði líf sitt fjölskyldu sinni og heimili. Hún var trúub og mætti örlögum sínum með æöruleysi. Ég kveb hana með orðum Valdimars Briem: Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt. Nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Bömum hennar vottum við hjón- in samúb okkar. Guðmundur Óli Pálsson Guð blessi lífs þíns brautir, þitt banastríð og þrautir, og starfs þtns mark og mið. Við hugsum til þín hljóðir, að hjarta sér vor móðir, þig vefur fast og veitir frið. (E. Ben.) Hún Lína amma okkar er dáin að- eins rúmum tveim mánuðum eftir ab eiginmaður hennar hann afi, Björgvin Márusson, hvarf héðan. Það er því skammt stórra högga á milli og eftir stöndum við full efa- semda. Við trúum því vart ab þau séu bæði farin. Við trúum því varla ab við getum ekki heimsótt þau í sumar. Þau, sem ávallt tóku okkur af hlýju og alúð þegar við heim- sóttum þau norður, sem var alltof sjaldan. Þeim var báðum svo um- hugað um að okkur libi öllum sem best. Afi lifði að mestu í eigin heimi frá því að við fórum að muna eftir honum, vegna þess hversu heyrn hans var skert. Hann reyndi þó alltaf aö spjalla við okkur og gera að gamni sínu, þegar við hittum hann. Ávallt lagði amma mikib upp úr því að segja honum frá því sem var að gerast hverju sinni, ásamt fréttum af vinum og vanda- mönnum. Ástúð þeirra og umhyggja fyrir hvort öðru var mikil. Þau stóðu ávallt saman, hvab sem á gekk. Það ætti því að vera okkur huggun harmi gegn ab þau fengu að fara með svo stuttu millibili. Því aldrei hugsuðum vib um þau öbmvísi en sem eitt. Elsku mamma og þið systkinin. Við vitum að söknuður ykkar er mikill. Meb þessum fátæklegu orð- um kvebjum við ömmu okkar og afa og gemm orð Spámannsins ab okkar lokaorbum: „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín." Heiða Jóna, Hanna Þóra, Björgvin Jónas, Birgir Már og Sigrún Edda Steinunn Dagmar Snjólfsdóttir Djúpavogi Fædd 21. maí 1907 Dáin 6. febrúar 1994 í dag fer fram frá Djúpavogskirkju útför tengdamóður minnar, Stein- unnar Dagmar Snjólfsdóttur, Borg- argerði, og langar mig að minnast hennar í fáum oröum. Dágmar, eins og hún var alltaf kölluð, fædd- ist 21. maí 1907 á Melrakkanesi í Álftafirði. Var hún dóttir merkis- hjónanna Snjólfs Stefánssonar og Ásdísar Sigurbardóttur, en þau voru síðustu ábúendur ab Vetur- húsum í Hamarsdal. Var hún elst sex bama þeirra. Rúmlega tvítug giftist Dagmar Björgvini Björnssyni frá Borgar- gerði á Djúpavogi, en hann lést 23. október sl. Bjuggu þau í Borgar- geröi í farsælu hjónabandi og varð fimm barna aubið og afkomend- umir eru orbnir 64. Börn þeirra eru: Ásgeir, var kvæntur Sjöfn Magnúsdóttur og eiga þau sjö böm; Svavar, kvæntur Elínu Sigríði Gústafsdóttur og eiga t MINNING þau þrjár dætur; Snjólfur, kvæntur Hrefnu Hjálmarsdóttur og eiga þau fjögur böm; Óli, kvæntur undirrit- aðri og eigum við tvö börn; Gub- laug, gift Þórami Pálmasyni og eiga þau þrjú böm. Er ég kom á Djúpavog frá Höfn fyrir hartnær þrjátíu árum, var margt öbmvísi en er í dag. Þá var farin Lónsheiði og hún ekki fær nema hluta ársins. Fyrir unga konu, sem var að byrja búskap sinn og kunni ósköp lítib fýrir sér í þeim efnum, var gott ab eiga góða tengdamóður. Við áttum margar góðar stundir saman og hún sagði mér frá gömlum tíma. Mér er minnisstætt, þegar hún lýsti fyrir mér tildrögum ab stofnun kvenfé- lagsins Vöku, sem stofnab var árið 1928. Dagmar var ein af stofnfélög- um. Dagmar var mikið náttúmbam, hafði yndi af dýmm og blómum. Ber slíkt vitni um gott hugarfar. Hún var greibvikin og öölingsskap- ur hennar var mikill. Aldrei heyrði ég hana hallmæla neinum og var hún orðvör kona. Þessi fátæklegu orb eiga ab vera þakklætisvottur fyrir allt sem þú geröir fyrir mig. Mikiö er ósagt, en þú varst aldrei fyrir ofhlab. Ég veit að þú gekkst þína ævibraut á Guðs vegum og varst ömgg í trúnni um eilíft líf. Hér eru sendar bestu þakkir til lækna og starfsfólks Sjúkrahússins á Egilsstöðum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér mi fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Ólöf Óskarsdóttir DAGBOK Lauqardaqur 12 febrúar 43. daqur ársins - 322 daqar eftir. 6. vika Sólrís kl. 9.33 sólarlag kl. 17.52 Dagurinn lengist um 7 mínútur Kristín Blöndal með tvær málverkasýningar í galleríinu „Hjá þeim", Skóla- vöröustíg 6B, stendur yfir mál- verkasýning Kristínar Blöndal. Á sýningunni em sjö verk unnin í ýmis efni. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 12-18 og laugar- daga frá 10-14. Þá sýnir Kristín einnig um þess- ar mundir í „Á næstu grösum", Laugavegi 20. Þar em 6 myndir: „Dans", olía á striga. Opiö virka daga frá 11.30-14 og 18-20; Kristín Blöndal stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1988-92. Hún tók þátt í óháðri listahátíö, „Ólétt", 1993. Rábstefna Náttúru- verndarrábs Á áttimda Náttúmvemdarþingi, sem haldið var í október 1993, var samþykkt ab halda opna ráð- stefnu til kynningar og umræðu um stefnu í náttúruvernd áður en endanlega yrði gengið frá henni af hálfu Náttúruverndar- ráðs. Ráðstefnan veröur haldin laug- ardaginn 19. febrúar nk., í funda- og ráöstefnusölum ríkisstofnana, Borgartúni 6, og hefst hún kl. 9 og lýkur kl. 17. Ráðstefnan er öll- um opin. Þátttaka tilkynnist Náttúruverndarráði, Hlemmi 3, Reykjavík, sími 627855. Ráð- stefnugjald er kr. 2.000. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Laugardagur: Leikritiö „Margt býr í þokimni" sýnt í Risinu laug- ardag kl. 16 og sunnudag kl. 20.30. Miöapantanir í s. 12203 og 10730 og viö inngang. Sunnudagur: Sveitarkeppni í brids kl. 13 í Risinu og félagsvist kl. 14. „Margt býr í þokunni" sýnt kl. 16. Dansab í Gobheim- um kl. 20. Mánudagur: Opið hús í Risinu kl. 13- 17. Söngvaka kl. 20.30. Stjórnandi er Jón Tómasson og undirleikari Sigurbjörg Hólm- grímsdóttir. Fríkirkjan í Reykjavík Sunnudagur: Gubsþjónusta kl. 14. Fermdur verbur Kristján S. Þórðarson, írabakka 2, Reykjavík. Organisti Pavel Smid. Prestur Cecil Haraldsson. Náttúruvemdarfélag Suðvestur- lands NVSV): NVSV kynnir nýjar hug- myndir um náttúru- og minjaskoðun og vöktun Náttúruverndarfélag Suðvestur- lands (NVSV) stendur fyrir kynn- ingu næstu helgar á nýjum hug- myndum um náttúruskoöun og vöktun og minjaskoðun og vökt- un á Suðvesturlandi. Þessar hug- myndir eru byggðar á reynslu, sem félagið hefur aflab í starfi sínu undanfárin tíu ár. Hug- myndirnar veröa kynntar í dag, laugardag 12. febrúar, kl. 13.30 í Grunnskólanum í'Grindavík og á morgun, sunnudag, kl. 13.30 í Grunnskólanum í Sandgeröi. Bollufjör í Grensáskirkju Það veröur mikið um aö vera í Grensáskirkju á morgun, sunnu- daginn 13. febrúar, þegar bama- kór kirkjunnar heldur sitt árlega bollufjör. Á skemmtun þessari kemur kórinn fram undir stjóm kórstjórans Margrétar J. Pálma- dóttur. Á efnisskránni er tónlist af ýmsu tagi, en kórinn æfir mik- ið um þessar mundir, þar sem fyrirhuguð er ferð til Ítalíu í sum- ar. Þá eru væntanlegir aðrir lista- menn til að skemmta gestum. Foreldrafélagið selur bollur og kaffi og dregur skemmtunin nafn sitt af veitingunum. Hlutavelta verður í kjallara kirkjunnar. Kórinn býður alla hjartanlega velkomna á bollufjöriö. Kvikmyndasýning í Norræna húsinu Sunnudaginn 13. febrúar kl. 14 veröa sýndar tvær norskar kvik- myndir fyrir börn. Nár drðmmene vákner (26 mín.) er ævintýramynd þar sem óskir skyndilega rætast og draumar verða raunverulegir. Við kynn- umst Isabelu sem er 6 ára, ömmu hennar, jólasveinum, kanínum, kjúklingum og mörgum öðmm í þessari skemmtilegu teiknimynd. Sjuende far i huset er norsk brúðumynd gerð af Caprionos um þessa þekktu norsku þjóð- sögu (16 mín.). Allir eru velkomnir og er að- gangur ókeypis. Ársfundur MFA Ársfundur Menningar- og fræbslusambands alþýðu verbur haldinn þriðjudaginn 15. febrúar kl. 20 í Kornhlöðunni, Lækjar- brekku. Þar mun Gubjón Frib- riksson sagnfræbingur halda er- indi sem hann nefnir: „Hugsjón- ir Jónasar frá Hriflu og stefnur í fræðslumálum". Aö erindinu Ioknu gefst fundarmönnum tækifæri til aö koma með fyrir- spumir til fyrirlesara. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis. Kaffiveitingar verba seldar á staðnum. Fyrirlestur á vegum Stofnunar Siguröar Nordals Dr. Olga A. Smimickaja, prófess- or við Moskvuháskóla, flytur op- inberan fyrirlestur um norræn fræöi í Rússlandi í boði Stofnun- ar Sigurðar Nordals fimmtudag- inn 17. febrúar 1994, ki. 17.15, í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og nefnist: „Old Norse- Icelandic Studies in Russia: A Retrospect". Húsdýr í Geysishúsi Nú stendur yfir kynning á starf- semi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur í Geysishúsinu. Dýr úr Fjölskyldu- og húsdýragarðin- um munu af því tilefni líta inn á kynninguna um helgina og minna gesti á ab þrátt fyrir dimman vetur er ailtaf líf og fjör í Fjölskyldu- og húsdýragarðin- um. Nýir íbúar hafa bæst í dýrahóp- inn í Húsdýragarðinum: myndar- legur boli og lítill tveggja vikna kálfur. Þessir nýju íbúar garðsins bíða í ofvæni eftir að valin veröi á þá nöfn. Þeir fara því þess á leit ab gestir komi meö uppástungur aö nöfnum og stingi í hug- myndakassa sem veröur í fjósinu. Húsdýragaröurinn er opinn um helgina frá klukkan tíu til átján. Sýningin í Geysishúsinu stend- ur til 27. febrúar og er opið um helgina ffá klukkan 11 til 16. Ab- gangur á sýninguna er ókeypis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.