Tíminn - 15.06.1995, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.06.1995, Blaðsíða 16
Vebrib (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gær) • Veburhorfur á landinu í dag: Sunnan og subvestan átt, víbast gola e&a kaldi. Smáskúrir um sunnan- og vestanvert landib en á Nor&ur- og Austurlandi ver&ur líklegast úrkomulaust a& mestu. Hiti 10 til 15 stig, hlýjast nor&austanlands. • Horfur á laugardag: Breytileg átt, gola e&a kaldi og skúrir um allt land. Hiti 7 til 12 stig ví&ast nvar. • Horfur á sunnudag: Nor&læg átt, nokku& hvöss, einkum vestan til. Rigning og hiti 2 til 5 stig nor&an til á landinu en skýjaö a& mestu og 8 til 12 stiga hiti sunnan tiT. Fimmtudagur 15. júní 1995 • Horfur á föstudag: Subaustan strekkingur um mestallt land, einkum sunnan oq vestan tiíT Hiti 15 til 19 stig nor&austan til en 10 til 15 stig annars stá&ar. • Horfur á mánudag: Fremur hæg nor&læg átt. Skúrir og hiti 3 til 6 stig nor&an til á landinu en a& mestu þurrt og 7 til 11 stiga hiti sunnan til. Róbradagakerfi meö 21.500 tonna aflahámarki í þorski. Landssamband smábátaeigenda: Ávísun á hrun í útgerð krókabáta Örn Pálsson, framkvænidastjóri Landsambands smábátaeigenda, segir a& samkvæmt tillögum stjórnarli&a um ró&rardagakerfi muni krókabátar a&eins geta sótt sjó í 79 daga á heilu fiskvei&iári en ekki 86 eins og lialdib hefur veri& fram. Ef menn vilja færa sókina yfir á sumarift, þá fækkar ró&radögum umtalsvert og veröa a&eins 51 en ekki 60. Hann segir þessar breytingar, ásamt 21.500 tonna aflahámarki í þorski, breyti nánast engu fyrir lífs- afkomu útgeröa krókabáta. Þá sé þaö jafnframt ljóst a& stórútgeröir, me& LÍÚ í broddi tylkingar, vir&ast hafa náö fram öllu sínu í baráttu sinni vib aö koma böndum á þorsk- veiöar krókabáta. Meirihluti sjávarútvegsnefndar Alþingis fékk því framgengt í viö- ræbum við sjávarútvegsráðherra að róðradagakerfi krókabáta verði tek- ið upp þann 1. febrúar á næsta ári Einnig er gert ráð fyrir að þeir sem velja aflahámark í haust geti komiö inní róðradagakerfið með nýju fisk- veiðiári haustið 1996. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur sjávarútvegsnefndar Alþingis, segir að samkvæmt útfærslu meiri- hlutans á róðrardagakerfinu muni veiðidögum krókabáta fækka miðað við banndagakerfiö. Hinsvegar munu menn ráða sínum sóknar- dögum sjálfir, öndvert við það sem er í banndagakerfinu. „Þannig aö menn ráða því hvern- ig þeir ganga um klefann sinn," seg- ir SteingrímurJ. Framkvæmdastjóri LS segir ab eftir sem áður sé með þessu verið að skapa fleiri vandamál en verið hafa og aö atvinnuleysi og gjaldþrot muni verða fylgifiskar þessarar stefnu varðandi krókabáta. Þar fyrir utan sé líklegt að margföld- unaráhrifin á aðrar atvinnugreinar og fjárhag sveitarfélaga, sem háð eru fiskveiöum krókabáta, verði og verður því skipt í fjögur tímabil. umtalsverð. Hafnarfjöröur: Nú er beöiö eftir krötum: Ný bæjarstjórn mynduö í Noregi? Átta af ellefu bæjarfulltrúum fóru til Noregs í morgun, allir fimm kratarnir, tveir sjálfstæ&ismenn, annarþeirra Jóhann Bergþórsson, og Magnús Jón bæjarstjóri fyrir Alþý&ubandalagib. Fer&inni er heitib til smábæjarins Bærum viö Oslóarfjörb, mesta íhalds- og snobbbæjar Noregs. Taliö er full- víst a& myndun nýrrar bæjar- stjórnar beri á góma í fer&inni. Sumir segja jafnvel a& bæjarfull- trúarnir komi heim me& fullskap- a&a nýja bæjarstjórn. Alþýöuflokkurinn ræddi í gær- kvöldi stöbiina, bæjarfulltrúar, varamenn og stjórn fulltrúaráösins. Ekkert er enn ákveðiö um fram- haidið, hvort menn leita til vinstri eða hægri eftir samstarfi — eða hvaða kröfur kratar setja. Ljóst er þó að bæjarstjórastóllinn verður þeim ekki laus í hendi. Tryggvi Harðarson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins, sagði í samtali við blabið í gærkvöldi að án efa mundi bæjarstjórnarsamstarf bera á góma í Noregsferðinni. Hann sagði hins vegar að dagskrá gestgjafanna væri stíf og ekki gæfist mikill tími til ab mynda bæjarstjómina við Oslóar- fjörðinn, það yrði gert við annan fjörð síðar, Hafnarfjörðinn. Þessa dagana eru Kjarvalsstaöir undirlagbir af fólki sem er oð hengja upp sýningu sem sýna mun myndlistarþró- unina á Islandi alla þessa öld. Sýnt er í öllum sölum og göngum, einhver umfangsmesta sýning sem hér hefur ver- /'ð sett upp. Myndin sýnir Rögnu Róbertsdóttur koma einu verka sinna fyrir á Kjarvalsstöbum í gcer. Tímamynd cs. s Islensk myndlist — Kjarvalsstaöir, stœrsti listeigandi landsins, sýnir yfirlit malaralistar 20. aldarinnar í allt sumar: Allir salir veröa teknir undir myndir borgarinnar Reykjavíkurborg, eða Lista- safn Reykjavíkur, er eigandi þúsunda myndverka, sem spanna alla þessa öld. Raunar er Listasafn Reykjavíkur eig- andi fleiri listaverka en nokk- urt annab safn í landinu, Listasafn íslands þá ekki und- anskilið. Þessi verk eru alla jafna ósýnileg almenningi e.n eru geymd í málverkageymsl- um. Á þjóðhátíðardaginn opnar geysimikil yfirlitssýn- ing á myndlist 20. aldarinnar á íslandi á Kjarvalsstöðum, sýningin íslensk myndlist. Þar mun ýmislegt koma í ljós sem áður var huliö listunnendum. Á sýningunni gefst fólki kost- ur á að skoöa allt það markverð- asta sem Listasafnið á af mynd- list. Þar mun landsmönnum og erlendum gestum á íslandi gef- ast kostur á aö skoða þróun myndlistar á öldinni. Mynd- verkin eru af ýmsum toga og unnin með allskyns efnum. Anna Margrét Bjarnadóttir, kynningarstjóri á Kjarvalsstöð- um, sagði í samtali við Tímann að þaö hafi þótt við hæfi aö opna svo stóra og metnaðarfulla sýningu á sjálfan 17. júní. Opn- un Sumarsýningar Kjarvalsstaða verður kl. 16 og sýningin opin til 10. september frá 10 til 18 daglega. Athöfnin hefst meö lúðraþyt við innganginn, en innandyra mun Bernardel-strengjakvar- Ibúar öldrunarstofnana í Reykjavík taka 7 lyf aö meöaltali: Um 33% á sterkum ge&lyfjum og 62% á róandi- og svefnlyfjum íbúar öldrunarstofnana í Reykjavík taka að jafnaði 7 lyf samkvæmt könnun á daglegu lífi fólks á þessum stofnunum. Lyfjanotkun á hjúkrunarheim- ilum á Akureyri reyndist held- ur minni, eða 6,4 lyf að meðal- tali. Hér eru talin öll lyf, m.a. augnlyf, húölyf, vítamín og kalk. Um þriðjungur fólks á hjúkrunarheimilum var á sterkum geblyfjum þá viku sem könnunin miðaðist vib, en um 15% fólks í þjónustuíbúbum í Reykjavík. Um fjórbungur allra tók gebdeyfbarlyf. Róandi lyf og svefnlyf tóku um 62% fólks á stofnunum í Reykjavík en 54% á Akureyri. Nær 10% höfðu fengib stungulyf í vik- unni á hjúkrunarheimilum í Reykajvík en aðeins 0,6% á Ak- ureyri. Einnig var kannað hvort þetta aldraða fólk hefði fengið ný lyf á undanförnum þrem mánubum. Um 43% Reykvíkinganna höfbu fengið a.m.k. eitt nýtt lyf á síð- ustu þrem mánuðum en um 36% á Akureyri. Könnunin náði til meira en 1.600 aldraðra á öllum helstu öldrunarstofnunum á höfuð- borgarsvæbinu og Akureyri. Með- alaldur þessa hóps er um 84 ár, en konur eru þó bæði heldur eldri og talsvert fleiri en karlar. Fólkib hafði búið að meöaltali þrjú og hálft á á þessum öldrunarstofn- unum. Heilsufarið er orðið heldur dapurt hjá mörgum. Um fjórb- ungur hefur verulega skerta heyrn. Allflestir geta þó gert sig skiljanlega meb talmáli. Sjón- depra er líka stórt vandamál. Þriðjungur fólks á hjúkrunar- heimilum hefur verulega eða mikið skerta sjón og annar þriöj- ungur nokkuð skerta sjón. Helstu sjúkdómseinkennin reyndust: Heilabilun, gigt, beinþynning, háþrýstingur, kransæbasjúkdóm- ur, þunglyndi, heilaáföll, kvíði, ský á auga og gláka. Svo dæmi séu tekin reyndust um 10% fólks á hjúkrunarheimilum með Alz- heimer og nærri helmingur með önnur elliglöp. Um 14% voru með kransæðasjúkdóma, álíka margir þunglyndir og nokkru fleiri höfðu fengiö heilaáfall. Af íbúum hjúkrunarheimila í Reykjavík var um fjóröungur með beinþynningu og fimmti hver með gigt, en þessir sjúk- dómar voru af einhverjum ástæð- um meira en helmingi fátíðari á heimilunum á Akureyri. Meðal íbúa þjónustuíbúöa í Reykjavík þjáðust tiltölulega fleiri af kransæðasjúkdómum (22%), háþrýstingi (27%), þung- lyndi (20%) og kvíba (17%), gigt og liðbólgum (28%). Helstu heilsufarskvartanir ein- staklinga á öldrunarstofnunum voru hins vegar: verkir, sérstak- lega í liðum, svimi, bjúgur, hægbatregða og mæði. ■ tettinn leika, en hann skipa Gréta Guðnadóttir, fiðla, Cbigniew Dubik, fiðla, Guð- mundur Kristmundsson, víóla, og Gubrún Th. Sigurðardóttir, selló. Viö athöfnina fer einnig fram útnefning á Borgarlistamanni Reykjavíkur. ■ Halldór harm- ar kjarnorku- tilraunir Utanríkísrábherra, Halldór Ásgrímsson, harmar þá ákvörðun frönsku stjórnar- innar að hefja á ný tilraunir með kjarnasprengingar á Kyrrahafseyjum á hausti kom- anda. Undrast verður að yfir- lýsing Frakklandsforseta kem- ur íkjölfar alþjóðaráðstefn- unnar í New York í fyrra mán- ubi, sem framlengdi gildistíma samningsins um bann við dreifingu kjarna- vopna. Halldór Ásgrímsson kveöst vona að þessi ákvörðun Frakka verbi ekki til þess að torvelda enn afvopnunarsamningana í Genf, sem stefna að því að koma á allsherjarbanni við til- raunasprengingum með kjarna- vopn á næsta ári. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.