Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
                                    MT51MT37  MT56MT37        LÍKUR eru á því að litlar sem engar
aflaheimildir falli ónýttar niður nú um
fiskveiðiáramótin að undanskilinni út-
hafsrækju. Rækjuveiðar hafa aldrei
verið minni en á þessu fiskveiðiári,
eða um 1.000 tonn, enda aðeins einn
bátur um hituna. Veiðarnar eru óarð-
bærar og því hirða menn ekki um að
nýta kvótann. Aflaheimildir á þessu
fiskveiðiári voru tæplega 13.000 tonn.
Miklar tilfærslur aflaheimilda eiga
sér nú stað, en fiskveiðiárinu lýkur að
loknum þessum degi. Samkvæmt
reglum mega handhafar veiðiheimild-
anna nota ýmsar tilfærslur til að
koma í veg fyrir að heimildir falli
ónýttar niður og einnig til að greiða úr
málum, ef þeir hafa veitt umfram
heimildir. Björn Jónsson, kvótamiðl-
ari LÍÚ, segir að mikið sé um að vera
núna, en menn hafi þó fyrstu tvær
vikurnar á næsta fiskveiðiári til að
ganga frá málum sínum. Svo virðist
sem nær engar botnfiskveiðiheimildir
falli ónýttar niður. Samkvæmt
reglum má færa heimildir milli teg-
unda um 2% í flestum tegundum eða
5% í heildina. Flytja má 20% afla-
heimilda yfir á næsta fiskveiðiár og
veiða má 5% umfram úthlutaðan
kvóta, og dregst það þá frá úthlutun
næsta fiskveiðiárs. Loks hafa menn
þann möguleika að fá heimildir
geymdar fyrir sig hjá öðrum, sem til
þess hafa svigrúm, með því að flytja
þær á milli. 
Gengur vel hjá smábátum
Veiðar smábáta hafa gengið mjög
vel á árinu. Heildarafli þeirra stefnir í
um 80.000 tonn. Útgerð báta í króka-
aflamarkskerfinu hefur gengið mjög
vel að sögn Arnar Pálssonar, fram-
kvæmdastjóra Landssambands smá-
bátaeigenda. Heildarafli þeirra fer úr
62.300 tonnum í fyrra í um 75.000
tonn nú. Þorskafli þeirra fer úr tæp-
um 37.000 tonnum í fyrra í um 40.000
tonn nú og ýsuaflinn úr 16.000 tonn-
um í 22.500 tonn, en smábátarnir hafa
leigt til sín mikið af ýsuheimildum úr
aflamarkskerfi stóru bátanna. Örn
segir að því muni bátarnir ná að nýta
sér veiðiheimildir sínar og afkoman sé
góð í kjölfar hækkandi fiskverðs. 
Lítið fellur ónýtt niður
um fiskveiðiáramótin
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
ÚR VERINU
HÓPUR íbúa í bænum Graven á
norðanverðum Hjaltlandseyjum vill
ekki að Síldarvinnslan í Neskaupstað
reisi fiskimjölsverksmiðju á staðnum
Sella Ness í nágrenni Graven. Hann
hefur farið fram á endurskoðun á
ákvörðun Byggðastofnunar eyjanna
á fjárhagslegri þátttöku við byggingu
verksmiðjunnar.
Ein af skýringunum á mótmælun-
um er að hagvöxtur á Íslandi sé á nið-
urleið og stýrivextir hafi verið hækk-
aðir 20 sinnum og standi nú í 13,5%.
Nokkur misseri eru síðan Síldar-
vinnslan hóf kannanir á því hvort
hagkvæmt væri að reisa fiskimjöls-
verksmiðju á Hjaltlandi. Töluvert er
síðan öll tilskilin leyfi fyrir rekstrin-
um fengust og jafnframt loforð um að
byggðasjóður Hjaltlandseyja kæmi
inn með fjármagn. Til stóð að Síld-
arvinnslan flytti til eyjanna búnað úr
verksmiðjum sínum á Íslandi, sem
ekki eru starfræktar. Framlag hjalt-
nesku byggðastofnunarinnar er 66
milljónir króna, en heildarkostnaður
er áætlaður um 1,4 milljarðar króna.
Framlag byggðastofnunarinnar er
því 4,6% kostnaðar.
Lítil mótmæli
Mótmælendur telja rétt að þátt-
taka byggðastofnunar verði endur-
skoðuð í ljósi þess að Samherji geti
tekið 660 milljóna króna lán hjá ís-
lenzkum banka á 13,5% vöxtum.
Fyrst fyrirtækið geti það, hafi það
enga þörf fyrir þátttöku byggðastofn-
unarinnar.
Þorsteinn Már Baldvinsson,
stjórnarformaður SVN, segir að í
raun hafi farið mjög lítið fyrir þessum
mótmælum, þótt þau séu blásin upp í
einstökum fjölmiðlum. ?Þetta er fyrst
og fremst runnið undan rifjum keppi-
nautar okkar, Norðmannsins Helge
Korsager, sem rekur fiskimjölsverk-
smiðju rétt við Leirvík. Hann vill ekki
fá samkeppni og beitir ýmsu fyrir sig.
Til marks um málflutninginn er það
náttúrlega algjörlega ljóst að kæmi
til þess að reisa þarna verksmiðju,
yrði hún aldrei fjármögnuð með láni
teknu í íslenzkum krónum,? segir
Þorsteinn Már.
Hann segir að öll tilskilin leyfi til
byggingar og reksturs verksmiðjuna
liggi fyrir. Síldarvinnslan hafi hins
vegar ekki tekið ákvörðun um hvort
hún verði reist. 
Vilja ekki íslenzka fiskimjölsverksmiðju
ÁRNI Johnsen,
fyrrverandi al-
þingismaður, hef-
ur fengið uppreist
æru vegna 2 ára
fangelsisrefsingar
sem Hæstiréttur
dæmdi hann í
hinn 6. febrúar
2003, enda telst
hann uppfylla lög-
formleg skilyrði
fyrir uppreist æru. Hafa handhafar
forsetavalds því veitt Árna uppreist
æru með undirritun sinni, en þeir eru
Geir H. Haarde forsætisráðherra,
Gunnlaugur Claessen, forseti Hæsta-
réttar, og Sólveig Pétursdóttir, for-
seti Alþingis 
Dómsmálaráðuneytið sendi frá sér
fréttatilkynningu í gær vegna fréttar
Fréttablaðsins um málið þá um morg-
uninn. Í tilkynningunni segir að um
langt árabil hafi undantekningarlaust
verið gerð tillaga til forseta Íslands
um uppreist æru, ef umsækjandi full-
nægir lögformlegum skilyrðum um
að hún sé veitt. Í því samhengi skipti
eðli brots eða sakaferill ekki máli, því
að eingöngu er litið til þess, hvort skil-
yrði séu uppfyllt.
Samkvæmt meginreglu um upp-
reist æru skv. almennum hegningar-
lögum er hægt að veita uppreist æru
að liðnum 2 árum frá því að refsing er
að fullu úttekin, fyrnd eða uppgefin.
Að sögn dómsmálaráðuneytisins
telst refsing að fullu úttekin á þeim
tíma er reynslulausn er veitt, ef við-
komandi stenst skilorð skv. túlkun
reglna um uppreist æru. Þessi túlkun
sé í samræmi við ummæli í greinar-
gerð með lögum nr. 16/1976 sem
breyttu almennum hegningarlögum
nr. 19/1940 og hefur einnig verið stað-
fest í 4. mgr. 65. gr. laga um fullnustu
refsinga nr. 49/2005. Liðin séu rúm
tvö ár frá því að Árni tók refsingu út
að fullu og telst hann því uppfylla lög-
formleg skilyrði til að hljóta uppreist
æru.
Árni Johnsen
Árni Johnsen hefur
fengið uppreist æru
SAMKVÆMT málaskrá dóms-
málaráðuneytisins hefur dæmdu fólki
níu sinnum verið veitt uppreist æru
frá árinu 1996 og átta mál um upp-
reist æru hafa verið skráð frá 2001?
2006.
Samkvæmt upplýsingum ráðu-
neytisins þýðir skráning máls ekki að
því hafi lokið með formlegri af-
greiðslu, jákvæðri eða neikvæðri.
Margar ástæður geta verið fyrir því
samkvæmt upplýsingum ráðuneyt-
isins. Í fyrsta lagi getur þetta verið
vegna þess að í ljós hefur komið að
refsing sú sem óskað var uppreistrar
æru á hafði ekki flekkun mannorðs í
för með sér, og því ekki tilefni til að
aðhafast frekar í máli. Í öðru lagi að
umsækjandi hafi ranglega talið sig
vera með refsingu á sakavottorði
sínu. Í þriðja lagi er ekki tilefni til að
veita formlega uppreist æru, þegar
hún hefur fengist sjálfkrafa nema við-
komandi hafi óskað þess sérstaklega,
sbr. 84. gr. almennra hegningarlaga,
þegar um er að ræða eina refsingu
sem ekki fer fram um eins árs refsi-
vist og liðin eru a.m.k. fimm ár frá því
refsing var að fullu úttekin, fyrnd eða
uppgefin. Í fjórða lagi hefur athafna-
leysi umsækjanda um að leggja fram
öll tilskilin gögn með umsókn sinni
leitt til þess að málum hefur verið lok-
ið án formlegrar afgreiðslu. Þá ber
þess að geta að aðeins í einu tilviki
sem komið hefur upp frá 2001 hefur
verið synjað um uppreist æru og þá
með vísan til þess að tímaskilyrði um
að liðin væru a.m.k. 2 ár frá því refs-
ing væri að fullu úttekin, fyrnd eða
uppgefin, voru ekki uppfyllt. 
Samkvæmt ráðuneytinu leiðir upp-
reist æru ekki til að refsing sé tekin
út af opinberu sakavottorði heldur
aðeins að við bætist ný færsla aftan
við viðkomandi refsingu þar sem til-
greint er að uppreist æru hafi verið
veitt. 
Níu manns veitt uppreist æru síðan 1996
BOÐUNARFERLIÐ vegna Boeing-
þotu breska flugfélagsins Britsh Air-
ways, sem lenti á Keflavíkurflugvelli
vegna gruns um eld í farþegarými,
virðist ekki hafa verið í samræmi við
verklagsreglur í slíkum tilvikum.
Vanalega á Neyðarlínan að fá boð um
slík tilvik beint frá flugumferðar-
stjórn, en í þessu tilviki fór boðunin
fyrst til vaktstöðvar siglinga og síðan
til lögreglu áður en Neyðarlínan fékk
tilkynningu um málið og sendi þá út
eitt þúsund boð með sms. Boðunin
gekk eins og til var ætlast þegar
Neyðarlínan sendi út sms-boðin
skömmu eftir kl. 18 en ekki liggur fyr-
ir hvers vegna fregnin barst Neyð-
arlínu í gegnum tvo milliliði, þ.e. vakt-
stöð siglinga og lögreglu. Af hálfu
flugmálastjórnar fengust ekki svör
þegar eftir þeim var leitað í gær.
Fundur viðbragðsaðila var haldinn
á þriðjudag vegna atviksins eins og
alltaf er gert í tilvikum sem þessu.
Ellisif Tinna Víðisdóttir hjá sýslu-
manninum á Keflavíkurflugvelli sagði
að ferlið hefði gengið vel fyrir sig en
að öðru leyti sagðist hún ekki myndu
upplýsa opinberlega um það sem
fram færi á svona fundum.
Ljósmynd/Hilmar Bragi
Neyðarboðun Boðin um komu þotu BA fóru ekki venjubundna boðleið.
Neyðarboðun ekki
í samræmi við reglur
»
Kl. 17.48 heyra starfsmenn
Neyðarlínu að Landhelg-
isgæslan og Vaktstöð siglinga
hafi upplýsingar um þotu BA.
»
Kl. 17.56 lætur Landhelg-
isgæslan formlega vita.
»
Kl. 18.00 spyr Flug-
málastjórn hvort Neyð-
arlínan viti af málinu.
»
Kl. 18.02 hefst boðun Neyð-
arlínunnar og eru send út
um eitt þúsund boð. Nokkrar
mínútur tók boðin að fara í
gegnum kerfið.
Í HNOTSKURN
»
Átta mál um uppreist æru
hafa verið skráð frá 2001 til
2006.
»
Aðeins í einu tilviki frá 2001
var neitað um uppreist æru.
Í HNOTSKURN

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56