Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2007, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2007, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Einar Garibalda Eiríksson einar.garibaldi@lhi.is Í bókmenntafræði hefur hugtakið K- þáttur þá sérstöku merkingu að vísa til skáldsagnapersóna er þjást af hvers kyns ofskynjunum eða eiga við taumlausa ofsóknaráráttu að stríða. Þessi notkun á sér fyrirmynd í höf- uðpersónu Réttarhaldanna eftir tékkneska rit- höfundinn Franz Kafka, en í því verki vaknar herra K. upp af þeim vonda draumi, að vera ásakaður um glæpi er hann kannast ekki við að hafa framið. Eðlisfræðingar nota þetta sama hugtak til að marka þá hámarksspennu er efnið þolir áður en það brotnar í sundur eða gefur sig undan álagi. Og með svipuðum hætti hafa þekk- ingarfræðin notað það sem vísun til endimarka kunnáttunnar, eða þeirra mæra er aðgreina hið skilgreinanlega frá hinu óþekkta. Þessi gefnu mæri eru að sjálfsögðu mörkuð með stórum upphafsstaf, en þannig hafa þekkingarfræðin einmitt útilokað – eða í það minnsta reynt að gjaldfella þá tegund þekkingar er hvorki dregur né þarfnast slíkra markalína og birtir nið- urstöður sínar á opnari og listrænni tjáning- armáta. Titill sýningarinnar vísar þannig til þeirrar skynjunar er nemur heiminn handan hins gefna og augljósa, ásamt vandanum er felst í því að orða hið ókunna er býr handan hinna gefnu mæra þekkingarinnar. Sýningunni er fyrst og fremst ætlað að hvetja áhorfendur til að taka þátt í samræðu við mál- arann Jóhannes S. Kjarval og líta á sýning- arrými Kjarvalsstaða sem áhættusvæði óheftr- ar hugsunar, fremur en geymslustað ósnertanlegra meistaraverka. Á henni er sam- band okkar við Kjarval spennt til hins ýtrasta; hefðbundnir rammar þekkingarinnar eru fjar- lægðir og verk hans sýnd án skírskotunar til stílfræði eða listsögulegra útlegginga. Engar tilraunir eru gerðar til að greina eða túlka verk hans með vísunum til staðreynda er varða líf hans, líkamsburði eða lundarfar, og þannig eru sýningargestir hvattir til að nálgast verkin án nokkurra formerkja, til að stíga nær þeim á eig- in forsendum án frekari málalenginga. Sýningin hafnar hefðbundinni nálgun og að- ferðafræði listasögunnar og stendur því að vissu leyti handan hennar. Með hefðbundinni lista- sögu er átt við þá tegund greiningar er byggir fræði sín á formgerðarlýsingum og hug- myndum um stílræna framvindu innan ramma ævisögunnar, aðferðar er hófst með ritun Vas- ari á Ævum hinna miklu listamanna og lauk með stóru bókinni um Kjarval 1875-1972, en í hana ritar einmitt einn af merkisberum hug- myndarinnar um endalok listarinnar. Á vissan hátt gengur sýningin því út frá hugmyndinni um að við lifum nú á tímum sem að einhverju leyti eru handan listasögunnar og sem tákn um það er hinu mikla verki Kjarvals „Krítík“ snúið við, þannig að það snýr bakhlið sinni til áhorf- enda. Hvernig sem á það er litið snýr verkið þó rétt á sýningunni, en árum saman hefur það einmitt hangið yfir nemendum í listasögu handan við vegginn þar sem það er nú sýnt, auk þess sem það prýðir forsíðu stóru bókarinnar um Kjarval. Þannig snýr verkið rétt í tvöföldum skilningi; annars vegar í átt að þeirri listasögu sem kennd er handan við vegginn og þeirrar sem geymd er innan bókarkápunnar, en hins vegar til sýning- argestanna hérna megin listasögunnar, ber- skjaldað og opið fyrir nýjum túlkunum handan goðsagnarsmíða hinna hefðbundnu listfræða. Með viðsnúningi Kjarvalsverksins er ekki ætlunin að fá sjálfan höfundinn til að snúa sér við í gröfinni, öllu heldur felur hann í sér gagn- rýni á þá umgengni og umræðu er við höfum átt í um arfleifð hans. Hér er alls ekki farið fram á að verkið snúi þannig til frambúðar, heldur er það fremur gert sem áminning um stöðu okkar ef svo ólánlega vildi til að við yrðum án verka hans, auk þess að vilja vera hvatning til endur- hugsunar á afstöðu okkar og sambandi til þeirra. Á tímabili gekk sýningin undir vinnuheitinu „Kjarval – Unplugged“, er sækir til þess er rokkhljómsveitir koma fram án stuðnings raf- mögnunar. Vinnuheiti sýningarinnar fangaði þannig ágætlega einn af megin útgangs- punktum hennar, sem var að mega birta okkur Kjarval algerlega umbúðalausan, þannig að sýningargestir gætu notið verka hans án ut- anaðkomandi truflunar. Á sýningunni eru allir rammar fjarlægðir af verkum hans, auk þess sem þau eru sýnd án allra hefðbundinna grunn- upplýsinga; því að þeim fylgja hvorki mál, titlar, ártöl eða efnisval, né heldur vangaveltur um meint inntak þeirra eða innihald. Í stað þess er rödd Kjarvals leyft að hljóma; bæði úr hátöl- urum og í sýningarskrá, þar sem hugleiðingar hans, ádrepur og ábendingar gamalla viðtala leiða sýningargesti í gegnum salina. Þetta færir okkur óneitanlega nær Kjarval og verkum hans, því um leið og við hlustum á orð hans sjálfs, losna verk hans úr römmum þeirrar hugsunar er lokað hafa þau innan ákveðinnar og gefinnar merkingar og engu er líkara en við uppgötvum nýjan Kjarval, handan allra fastmótaðra útlist- ana um eðli, stíl og merkingu í verkum hans. Aðferðir hefðbundinna listfræða hjálpa okkur vissulega við að halda utan um ýmsa mikilvæga þætti skilnings okkar á Kjarval, en á sama tíma verðum við að vera okkur meðvituð um takmörk þeirra og allra síst megum við láta þau einoka sambandið við Kjarval, enda þarfnast verk hans okkar sem áhorfenda, ekki síður en við þörfn- umst þeirra. Því menningarleg sjálfsvitund okk- ar krefst þess að við eigum í stöðugu samtali við verk hans og svo framarlega sem þau hreyfa við skynjun okkar og skilningi, eru þau í senn of dýrmæt og mikilvæg til að við getum leyft okk- ur að gleyma þeim á safni, hneppt í þröngan skilning opinberrar lýsingar á sannleiksgildi þeirra. Handan listasögunnar er því óþarfi að óttast um afdrif listarinnar og hérna megin markalínunnar hljótum við að snúa baki við goð- sögninni um meistarann og gefa sjálfum okkur nauðsynlegan tíma til að hlusta eftir mikilvægri rödd málarans Jóhannesar S. Kjarvals. Krítík „Á vissan hátt gengur sýningin því út frá hugmyndinni um að við lifum nú á tímum sem að einhverju leyti eru handan listasögunnar og sem tákn um það er hinu mikla verki Kjarvals „Krí- tík“ snúið við, þannig að það snýr bakhlið sinni til áhorfenda,“ segir Einar Garibaldi um Kjarvalssýninguna á Kjarvalsstöðum en henni lýkur á morgun sunnudag. Handan listasögunnar Á Kjarvalsstöðum fer nú að ljúka sýningunni „K-þátturinn / Málarinn Jóhannes S. Kjar- val“, en á henni eru verk „Meistara Kjarvals“ sett fram í óvenjulegu og allnýstárlegu sam- hengi. Í greininni hér á eftir lýsir sýning- arstjórinn nokkrum hugmyndum að baki sýn- ingunni, sem lýkur sunnudaginn 2. september. Þess má geta að þann dag kl. 15.00 verður Einar með leiðsögn fyrir áhuga- fólk um sýninguna. » Aðferðir hefðbundinna list- fræða hjálpa okkur vissu- lega við að halda utan um ýmsa mikilvæga þætti skilnings okk- ar á Kjarval, en á sama tíma verðum við að vera okkur með- vituð um takmörk þeirra og allra síst megum við láta þau einoka sambandið við Kjarval, enda þarfnast verk hans okkar sem áhorfenda, ekki síður en við þörfnumst þeirra. Höfundur er myndlistarmaður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.