Morgunblaðið - 19.02.2007, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.02.2007, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2007 5 Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is „Ég held að ég geti varla lýst því hvernig mér og strákunum líður núna. Byrjunin á Íslandsmótinu var erfið en hópurinn hefur þjappað sér saman. Við vissum að það yrði breiddin í leikmannahópnum sem myndi skila okkur alla leið. Ein- kenni ÍR-liðsins er að það geta margir leikmenn tekið af skarið þegar á þarf að halda og ég held að það sé mesti styrkur liðsins,“ sagði Hreggviður Magnússon en hann hóf að leika með ÍR á ný sl. haust eftir þriggja ára dvöl í Bandaríkjunum þar sem hann var við nám. „Ég hef fengið að glíma við ýmis vandamál í vetur. Kinnbeinsbrot, veikindi og tognaða vöðva. Núna er ég búinn með þennan pakka og ég hlakka til þess að takast á við þau verkefni sem bíða okkar í deildarkeppninni. Við erum bikarmeistarar og við get- um unnið öll lið á landinu á Íslands- mótinu og ég er viss um að það tekst,“ sagði Hreggviður. Þjálfarinn hógvær Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari ÍR, sagðist hreykinn af sínu liði og þakkaði leikmönnum liðsins fyrir árangurinn. „Ég er hluti af liðs- heildinni og geri þetta ekki einn þrátt fyrir að handbragð mitt sé far- ið að sjást á leik liðsins. Við vissum alveg út í hvað við vorum að fara. Svæðisvörn Hamars/Selfoss kom okkur alls ekki á óvart. Þetta var mikil vinna hjá okkur, vörnin var góð og margir leikmenn náðu að sýna sitt besta þegar mest á reyndi. Við erum með gott lið og það dugði til þess að leggja gott lið að velli en mér fannst Hamar/Selfoss leika mjög vel í leiknum,“ sagði Jón Arn- ar en þetta er í fyrsta sinn sem hann fagnar sigri í bikarkeppninni sem þjálfari. „Það er alltaf gaman að heyra Queen-lagið „We are the Champions“ í leikslok eftir svona leik og vera hluti af sigurliðinu. Þetta er alltaf jafn skemmtilegt,“ bætti þjálfarinn við. Í aðdraganda leiksins sagði Pétur þjálfari Ham- ars/Selfoss að Jón Arnar væri veik- asti hlekkurinn í ÍR-liðinu. Góðlát- legt grín hjá eldri bróðurnum en Jón Arnar getur nú státað sig af gullverðlaunum sem þjálfari í bik- arúrslitum en Pétur á hins vegar tvo silfurpeninga. Byrd er sá þyngsti „Núna er ég búinn að vinna bik- arinn eftir að hafa tapað tvívegis í úrslitaleik með KR. Mér líður því gríðarlega vel og ég held að þessi titill eigi eftir að efla okkar lið enn frekar. Við getum gert hvað sem er í hér eftir,“ sagði Keith Vassell leik- maður ÍR í leikslok en hann hóf leiktíðina sem þjálfari og leikmaður Fjölnis en hætti þar störfum og gekk í raðir ÍR. „Tímabilið er búið að vera mjög sérstakt fyrir mig. Það sem ég var að gera hjá Fjölni gekk því miður ekki upp en mér líður vel hjá ÍR og þessi titill gerir veruna enn skemmtilegri,“ sagði Keith Vas- sell en hann er íslenskur ríkisborg- ari og varð Íslandsmeistari með KR á sínum tíma. Vassell ætlar sér að leika í nokkur ár til viðbótar en hann er 35 ára gamall. Hann telur að ferill hans yrði styttri en ella ef hann léki gegn jafnþungum leik- mönnum og George Byrd í hverjum leik „Það eru fáir eins erfiðir og hann Byrd. Ég held að engum líki illa við Byrd, hann er sannur íþróttamaður. Hann er sá þyngsti sem ég hef glímt við og hann kann svo sannarlega að nota styrk sinn undir körfunni,“ sagði Vassell. „Við vinnum tvo titla í ár“ „Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari ÍR, sagðist hreykinn af sínu liði og þakkaði leikmönnum liðsins fyrir árangurinn. „Ég er hluti af liðs- heildinni og geri þetta ekki einn þrátt fyrir að handbragð mitt sé farið að sjást á leik liðsins. Við viss- um alveg út í hvað við vorum að fara,“ sagði Jón Arnar Ingvarsson þjálfari ÍR Samhæft frákast Ómar Sævarsson leikmaður ÍR í baráttu um frákast gegn George Byrd og Marvini Valdimarssyni úr liði Hamars/Selfoss. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Áhorfendur voru lengi að tínast inn á áhorfendabekki Laugardalshallar- innar þar sem að afköstin í miðasöl- unni voru ekki nógu mikil. Stemning- in var hinsvegar góð og mun fleiri áhorfendur mættu í Laugardalinn í ár miðað við leikinn árið 2001 á milli þessara liða. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda og leikmenn Hamars/Selfoss náðu að snúa við blaðinu eftir að hafa verið 10 stigum undir í fyrri hálfleik, 29:19. Bojan Bojovic lét mikið sér kveða í sókn- arleiknum fyrir H/S á þessum kafla en hann náði ekki að fylgja góðri byrjun sinni eftir. Hamar/Selfoss beitti svæðisvörn megnið af leiknum og sagði Jón Arn- ar Ingvarsson þjálfari ÍR að sú leik- aðferð hefði alls ekki komið á óvart. Jón Arnar hafði betur gegn eldri bróður sínum, Pétri, sem varð öðru sinni að sætta sig við silfurverðlaun sem þjálfari Hamars/Selfoss í úrslita- leik. Pétur tók tapinu af karlmennsku og óskaði bróður sínum og ÍR til hamingju með sigurinn. „Ég ætla að byrja á því að óska ÍR og Jóni Arnari bróður mínu til ham- ingju með sigurinn. Við hefðum fagn- að sigri ef vítanýtingin hefði verið í lagi í þessum leik hjá okkur. Það fóru 12 víti forgörðum og það er einfald- lega of mikið,“ sagði Pétur Ingvars- son þjálfari Hamars/Selfoss eftir tap- leikinn gegn ÍR í úrslitaleik Lýsingarbikarkeppninnar. „Við lékum eins og við lögðum upp með. Við hægðum á leiknum og það var spenna í lokin eins og við bjugg- umst við.“ Pétur vildi ekki gera mikið úr atviki sem átti sér stað rétt undir lok leiksins er dæmd var villa á bandaríska leikmanninn George Byrd en stuðningsmenn Hamars/Sel- foss töldu að dæma hefði átt ruðning á Sveinbjörn Claessen, leikmann ÍR. „Ef við hefðum hitt úr vítunum okkar þá væru slík atvik ekki til um- ræðu. Ég var á annarri skoðun en dómararnir en þeir dæma leikinn – ekki ég,“ sagði Pétur. George Byrd leikmaður Hamars/ Selfoss var sammála þjálfaranum hvað vítaskotin varðar en Byrd sagði að leikmenn liðsins gætu verið hreyknir af leik sínum. „Þetta gekk ekki upp að þessu sinni. Vítaskotin hjá mér og fleirum voru ekki nógu góð og slík smáatriði skilja á milli. Ég verð ekki lengi að jafna mig á þessu tapi enda tapaði ég í úrslitum Ís- landsmótsins í fyrra með Skalla- grímsliðinu og þetta er einfaldlega hluti af leiknum. Annað liðið tapar og við verðum fljótir að vinna okkur út úr þessu. Það er mikið eftir af tíma- bilinu og ég held að við getum látið að okkur kveða í úrslitakeppninni,“ sagði Byrd. Leikaðferð ÍR gekk út á það brjóta sem oftast á Byrd undir körfunni enda var vítanýting hans slök en hann hitti aðeins úr 5 af alls 13 vítaskotum sínum í leiknum. Byrd skoraði alls 24 stig, tók 15 fráköst og gaf 8 stoðsendingar en það dugði ekki til. Eftir leikinn var Byrd hrókur alls fagnaðar í búningsher- bergjum ÍR og Hamars/Selfoss og tók hann tapinu með bros á vör. Brown tók af skarið Nate Brown, bandaríski leikmað- urinn í liði ÍR, tók af skarið í fjórða leikhlutanum þegar mest á reyndi og skoraði þar 12 af 17 stigum sínum í leiknum. Auk þess náði hann þrívegis að stela boltanum af leikmönnum H/S á þessum kafla. Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR, átti fínar rispur í leiknum og 23 sekúndum fyrir leikslok skoraði hann mikilvæg stig í vítateignum og kom ÍR fimm stigum yfir, 80:75. Friðrik Hreinsson skotbakvörður H/S var með ískalt blóð í æðum er hann skaut þriggja stiga skoti þegar 18 sekúndur voru eftir. Þá munaði að- eins 2 stigum á liðunum, 80:78. ÍR– ingar voru á vítalínunni það sem eftir lifði leiksins þar sem leikmenn H/S brutu af sér við hvert tækifæri til þess að stöðva leiktímann og freist- uðu þess að jafna. Brown og Ólafur Sigurðsson brugðust ekki á ögur- stundu og ÍR–ingar fögnuðu sigri eft- ir að Lárus Jónsson hafði skorað síð- ustu stig leiksins fyrir H/S. Lið utan Reykjavíkur eða Suðurnesja hafa ekki enn náð að sigra í úrslitaleik bik- arkeppninnar. KFÍ, ÍA, Snæfell og Hamar/Selfoss hafa komist í úrslita- leikinn og farið með silfrið heim úr þeim leikjum. Aldarafmælið byrjar vel „ÍR getur ekki fengið betri afmæl- isgjöf á 100 ára afmæli sínu. Til hamingju ÍR,“ sagði Hreggviður Magnússon leikmaður ÍR eftir 83:81 – sigur liðsins gegn Hamri/ Selfoss í úrslitum Lýsingarbik- arkeppninnar í karlaflokki. Þetta er í annað sinn sem ÍR sigrar í þess- ari keppni en árið 2001 áttust sömu lið við í úrslitum og þar hafði ÍR einnig betur. ÍR er eina liðið úr Reykjavík sem hefur unnið bik- arkeppnina s.l. 16 ár og kannski er gamla stórveldið úr Breiðholtinu að vakna til lífsins á aldarafmæli sínu. Morgunblaðið/Eggert Kátt í höllinni Stuðningsmenn ÍR voru fjölmennir og líflegir á áhorfendabekkjum Laugardalshallarinnar, enda rík ástæða til þess að fagna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.