Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Í HNOTSKURN
»
Sænski vísindamaðurinn
Svante Arrhenius veitti
fyrstur athygli sambandinu
milli koltvísýrings og hitastigs
í lofti. Það var nokkru fyrir
aldamótin 1900.
»
Mengun hefur lengi verið
að aukast en með olíu-
öldinni keyrði um þverbak.
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
BREYTINGAR á loftslagi jarðar
geta valdið upplausn og miklum
átökum víða um heim, einkanlega
þó í Afríku og í sunnanverðri Asíu.
Kom þetta fram á umhverfisráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna á Balí í
Indónesíu en henni lýkur nú í viku-
lok.
Í ályktun frá UNEP, Umhverfis-
stofnun SÞ, segir, að baráttuna
gegn loftslagsbreytingum verði að
heyja á tvennum vígstöðvum, með
því að draga úr útblæstri gróður-
húsalofttegunda og með því að auð-
velda fátækum ríkjum að bregðast
við breytingunum.
Mörg ríki munu 
ekki þola álagið
?Ef ekki tekst að vinna gegn lík-
legum breytingum á veðurfari,
munu mörg ríki, sem standa nú þeg-
ar illa vegna afleits stjórnarfars,
brotna saman og valda ókyrrð og
átökum vítt um kring,? sagði einn af
höfundum UNEP-ályktunarinnar,
Hans Schnellhuber, prófessor við
loftslagsrannsóknarstofnun í Pots-
dam í Þýskalandi. Segir hann, að
hækki hitastigið um fimm gráður á
Celsíus, muni afleiðingin verða
nokkuð, sem kalla megi ?borgara-
styrjöld? víða um heim.
Stjórnmála- og hernaðarfræð-
ingar hafa komist að þessari sömu
niðurstöðu og ástæðan er fyrst og
fremst aukin átök um vatnið, upp-
skerubrestur og miklar afleiðingar
stórviðra og annarra náttúruham-
fara.
Þessa er þegar farið að gæta í
Afríku þar sem vaxandi vatns-
skortur er víða farinn að ógna af-
komunni þótt úrkoman hafi aukist
sums staðar í álfunni, einkum um
hana miðja. Þá er óttast, að hærra
sjávarborð muni færa ósasvæði Níl-
ar í kaf og eyðileggja annað rækt-
arland með aukinni seltu í jarðvegi.
Verst er ástandið á Sahel-svæðinu
sunnan Sahara og þau átök, sem
þar eiga sér stað, til dæmis í Darf-
ur, Chad og víðar, eru í raun bein
afleiðing loftslagsbreytinga.
Ljótar horfur í Suður-Asíu
Í Suður-Asíu eru Indland, Pak-
istan og Bangladesh mjög ber-
skjölduð fyrir loftslagsbreyting-
unum. Jöklar í Himalajafjöllum
hopa hratt og það getur síðar boðað
vatnsskort fyrir hundruð milljóna
manna. Hækkandi sjávarborð ógnar
Bangladesh og breytingar á mons-
únrigningum munu hafa alvarlegar
afleiðingar í landbúnaði.
Í Kína mun hækkandi hitastig
auka hitabylgjur og þurrka og auka
enn á vatnsskort og eyðimerkur-
myndun.
Í nýlegri skýrslu frá bresku her-
fræðistofnuninni, IISS, segir, að ör-
yggis- og hermál verði æ fyrirferð-
armeiri í umræðum um loftslags-
breytingar enda ljóst, að afturför í
umhverfinu muni stórkostlegar og
mjög alvarleiðingar í för með sér.
Loftslagsráðstefnunni á Bali lýk-
ur sem fyrr segir í vikulok en ekki
er líklegt að samstaða verði um að-
gerðir. Raunar segja vísindamenn,
að hugsanlega sé baráttan gegn
loftslagsbreytingum nú þegar töp-
uð.
Óttast styrjaldir vegna
breytinga á loftslagi
Ein alvarlegasta
afleiðing hlýnunar
er vaxandi vatns-
skortur mjög víða
Reuters
Friður Þeir Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Rajendra
Pachauri, formaður milliríkjanefndarinnar um loftslagsmál, tóku í gær við
friðarverðlaunum Nóbels í Ósló. Í ávarpi sínu sagði Gore, að mannkyn
hefði lýst yfir stríði gegn jörðunni og hvatti til, að friður yrði saminn.
Semjum sátt við jörðina
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
VLADÍMÍR Pútín, forseti Rússlands, lýsti því yfir
í sjónvarpi í gær að hann styddi Dímítrí Medve-
dev, fyrsta aðstoðarforsætisráðherra landsins, í
forsetakosningum sem eiga að fara fram 2. mars.
Medvedev verður forsetaefni fjögurra flokka sem
styðja Pútín, þ. á m. Sameinaðs Rússlands, en
óvænt stuðningsyfirlýsing Pútíns nú er talin
tryggja Medvedev sigur. ?Ég hef þekkt hann í
meira en sautján ár, ég hef unnið náið með honum
allan þann tíma, og ég styð framboð hans alger-
lega og fullkomlega,? sagði Pútín í gær.
Pútín getur ekki sóst eftir endurkjöri í kosning-
unum í mars sökum þess að stjórnarskrá Rúss-
lands kveður á um að menn megi aðeins sitja tvö
kjörtímabil á forsetastóli. Um langa hríð hafa því
verið vangaveltur um hver tæki við af honum, en
flestir hafa raunar talið að Pútín hygðist í halda
völdunum með einum eða öðrum hætti; þ.e. í gegn-
um einhvern af nánustu samstarfsmönnum sínum.
Nafn Medvedevs hefur lengi verið nefnt í þessu
sambandi en einnig nöfn manna eins og Viktors
Zúbkovs, sem Pútín skipaði forsætisráðherra fyrir
ekki löngu síðan, og Sergeis Ívanovs, sem eins og
Medvedev er aðstoðarforsætisráðherra. Allir eiga
þremenningarnir það sameiginlegt að þekkja Pút-
ín frá Pétursborgar-árum hans. Yfirlýsing Pútíns
um stuðning við Medvedev kemur þó töluvert á
óvart því að Medvedev er álitinn tiltölulega frjáls-
lyndur og ólíkt ýmsum helstu samverkamönnum
Pútíns ? þ. á m. Ívanov ? á hann sér enga fortíð í
rússnesku leyniþjónustunni. Þar við bætist að
Medvedev hefur aldrei gefið til kynna að hann
hefði áhuga á því að feta í fótspor Pútíns.
Fréttaskýrendur benda hins vegar á að val Pút-
íns gerir honum kleift að halda völdum, þrátt fyrir
að annar maður sitji á forsetastóli, annaðhvort
sem forsætisráðherra eða sem æðsti valdhafi í
nýju sambandsríki Rússlands og Hvíta-Rússlands
? en Pútín fer í opinbera heimsókn til Minsk á
fimmtudag. Medvedev eigi sér engan sjálfstæðan
valdagrundvöll, þ.e. hann stendur fyrir utan síló-
víka-klíkuna svokölluðu sem ræður að mestu ríkj-
um í Kreml og tengist leyniþjónustunni tryggða-
böndum. Í reynd á Medvedev allan frama sinn
Pútín að þakka ? og hann þykir hafa sýnt sig að
vera hollur velgjörðamanni sínum. 
Pútín krýnir Medvedev sem 
arftaka sinn á forsetastóli
DÍMÍTRÍ Medvedev er 42 ára
gamall og gegnir starfi stjórn-
arformanns í ríkisorkurisan-
um Gazprom, auk þess að vera
aðstoðarforsætisráðherra.
Hann kenndi lögfræði við há-
skólann í Pétursborg og hóf á
tíunda áratugnum afskipti af
borgarmálum og kynntist þá
Vladímír Pútín. Medvedev
fylgdi Pútín til Moskvu þegar
hann fór þangað til starfa og í október 2003 varð
hann skrifstofustjóri Pútíns sem þá var orðinn
forseti Rússlands. Medvedev er giftur og á einn
son.
Gamlir samstarfsmenn
Dímítrí Medvedev
Stuðningsyfirlýsing forsetans talin munu ráða úrslitum í væntanlegum kosningum
HÆKKUN sjávarmáls vegna loftslagsbreytinga stefnir Hollandi í sérstaka
hættu þar sem rúmur helmingur íbúa landsins býr á svæðum sem eru undir
sjávarmáli. Fram hefur komið sú tillaga að búa til eyju, sem yrði eins og
túlípani í laginu, til að verja ströndina gegn hækkandi sjávarmáli. Jafn-
framt yrði hægt að vinna dýrmætt land undan sjó undir byggingar.
Ríkisstjórn Hollands hefur falið ráðgjafarnefnd að kanna hagkvæmni
slíkrar eyju. Viðbrögðin við tillögunni hafa verið blendin. Umhverfisvernd-
arhreyfingar og nokkur verkfræðifyrirtæki telja að hægt verði að finna
ódýrari og hagkvæmari lausnir sem hafi minni áhrif á umhverfið.
                                  Vilja búa til ?túlípanaeyju?
DÓMARI í Bandaríkjunum tilkynnti
í gær að Conrad Black, fyrrverandi
fjölmiðlakóngur í Bretlandi, skyldi
afplána á bilinu
sex og hálft til
átta ár í fangelsi
en Black var í
sumar fundinn
sekur um fjár-
drátt og fleiri
sakir. 
Black heldur
enn fram sakleysi
sínu og hefur
áfrýjað dómunum
yfir sér. Hámarksrefsing fyrir þau
brot sem hann var sakfelldur fyrir er
35 ára fangelsisdómur.
Á hátindi valda sinna átti Black
The Daily Telegraph, eitt virtasta
dagblað í Bretlandi auk fjölda ann-
arra blaða bæði í Bandaríkjunum,
Kanada og í Ísrael. Hann var um
skeið einn helzti stuðningsmaður
Margrétar Thatcher, var veitt lá-
varðartign í Bretlandi, og í stjórnum
fyrirtækja hans sátu þekktir menn á
borð við Henry Kissinger.
Eyðir lík-
lega 6 árum
í fangelsi
Conrad Black

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52