Morgunblaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 17 MENNING FÓSTURJÖRÐIN hefur verið Sveinbirni Sveinbjörnssyni afar hugleikin, a.m.k. sé tekið mið af þeim fjölda titla á verkum hans sem bera með sér íslensk fyrirbæri eða einfaldlega ættjarðarást. Í fyrra var 160 ára fæðingarafmæli tónskálds- ins fagnað, en Sveinbjörn mætti með vissum fyrirvara kallast fyrsta tón- skáld Íslendinga. Nýjar hljóðritanir á verkum hans hafa loks nýlega ver- ið gefnar út á plötum, og var því kjörið tækifæri að tileinka skáldinu fyrstu tónleika nýrrar tónleikaraðar, Klassíkur á Kjarvalsstöðum. Efnisskrá tónleikanna var afar fjölbreytt því á boðstólum voru sönglög, píanó- og kammerverk og kórlög. Tónleikarnir hófust á góðum flutningi á því stutta en stórbrotna píanóverki „Idyll“. Þessu fylgdu sex hugvitssamlega smíðuð sönglög þar sem sjarmerandi söngstíll sóprans- ins ómaði vel yfir nokkuð krefjandi píanóleik. Frásagnargleðin var mikil og bætti það aðeins fyrir textaleysi í tónleikaskrá. Áður en tónleikagest- um var hleypt í hlé var svo boðið upp á einn gullmola úr smiðju Svein- björns, píanótríó í a-moll. Léttur og klassískur stíll tónskáldsins skein í gegn í hjartahlýjum flutningi, en sérstaklega ánægjulegt var að hlýða á samspil þremenninganna. Að hléi loknu var fiðlusónata Sveinbjörns í F-dúr flutt, en frum- hljóðritun hennar kom út á geisla- diski rétt fyrir jól. Hátíðarbragur þessara opnunartónleika gat varla verið meiri því undir lokin flutti Hamrahlíðarkórinn fimm lög Svein- björns, þ. á m. þjóðsöng Íslendinga. Í lokin veittu skipuleggjendur Þor- gerði Ingólfsdóttur viðurkenningu fyrir ævistarf sitt í þágu tónlistar- innar og söng óvenju músíkalskur áheyrendahópurinn Lofsönginn í röddum, hvorki meira né minna. Klassík á Kjarvalsstöðum TÓNLIST Kjarvalsstaðir Leikin var ýmis tónlist eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Flytjendur: Nína Margrét Grímsdóttir píanó, Signý Sæmundsdóttir sópran, Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanó, Auður Hafsteinsdóttir fiðla, Sigurgeir Agnarsson selló, Rut Ingólfsdóttir fiðla, Richard Simm píanó, Hákon Bjarnason píanó og Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Miðvikudaginn 12. mars kl. 20. Klassík á Kjarvalsstöðum: Opnunartónleikarbbbnn Alexandra Kjeld BLÓÐRAUÐUR sjór og veð- urbarðir sjómenn að berjast við há- karla virðast lítið eiga skylt við sjarmerandi tónsmíð eftir Elfridu Andrée, sænskt tónskáld sem var uppi á síðari hluta nítjándu aldar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu. Alltént gat ég ekki séð þá teng- ingu á tónleikum Trio Nordica sem haldnir voru á Kjarvalsstöðum á sunnudagskvöldið. Fyrir aftan tríó- ið, sem skipað er Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara, Auði Haf- steinsdóttur fiðluleikara og Monu Kontra (áður Monu Sandström) pí- anóleikara, gat að líta risavaxið mál- verk eftir færeyska málarann Sámal Joensen Mikines. Af tónlistinni að dæma lifði hann og hrærðist í mun hrjúfari veruleika en sænska tón- skáldið. Verk hennar var hrífandi rómantískt og laglínurnar gæddar yndisþokka sem hljóðfæraleik- ararnir þrír komu fullkomlega til skila í vönduðum og einkar ánægju- legum flutningi. Ekki mikið um blóð- uga hákarla þar. Tríóið fagnar fimmtán ára afmæli um þessar mundir og auðheyrt var að það hefur starfað lengi. Samspilið var sérlega nákvæmt, jafnvægið í styrkleika milli hjóðfæraleikaranna fullkomið og túlkunin áreynslulaus, en samt gædd rétta tilfinningahit- anum. En þótt sænska tónsmíðin hafi verið skemmtileg, var það í næsta atriðinu á dagskránni, aðalverki þessara klukkustundarlöngu tón- leika, þar sem ég féll í stafi. Ef ég má leyfa mér að vera persónulegur hafði ég engan sérstakan áhuga á að heyra hinn þungmelta Brahms þetta kvöld, en fljótlega eftir að flutning- urinn á Píanótríóinu í C-dúr op. 87 hófst varð ég gersamlega heillaður. Sannfæringarkrafturinn var gríð- arlegur og dulúð tónlistarinnar, náttúrustemningin og nostalgían sem ógerningur er að skilgreina með orðum, heltók mig og hélt mér föngnum út allt verkið. Sérstaklega áhrifamikill var hæg- ur annar þátturinn, en þar köstuðu hljóðfæraleikararnir einföldu stefi á milli sín, sem tók á sig alls konar myndir, og var það svo eðlilega út- fært og látlaust, en samt svo óvið- jafnanlega fagurt að ég mun aldrei gleyma því. Fyrir mér var það list- ræn opinberun. Í raun hefði maður ekki þurft neitt meira þetta kvöld. En samt var eftirréttur í boði, þrjú smástykki eft- ir Piazzolla sem runnu einkar ljúf- lega niður, enda leikin af viðeigandi ástríðu. Notaleg stemning var á tónleik- unum, burtséð frá því andrúmslofti sem sjálf tónlistin skapaði. Mál- verkin eftir Mikines (sem áttu mun betur við Brahms en Andrée) höfðu sitt að segja, en einnig sú staðreynd að ekkert svið er í salnum. Áheyr- endur sátu því nær tónlistarfólkinu en á venjulegum tónleikum, og það auðveldaði manni að sameinast tón- listinni. Og hvílík tónlist! Náttúrustemning og nostalgía Morgunblaðið/Ómar Hrifning Óviðjafnanlega fagurt, segir Jónas Sen um leik Tríós Nordica. TÓNLIST Kjarvalsstaðir E. Andrée: Píanótríó í g moll; Brahms: Píanótríó í C dúr; Piazzolla: Oblivion, Libertango og Escualo. Trio Nordica lék. Sunnudagur 16. mars. Kammertónleikarbbbbb Jónas Sen ÞAÐ kann að vera að langþráð blíðskaparveður hafi dregið úr ann- ars sæmilegri mætingu á seinustu TKTK tónleikunum í Kópavog- inum. Efnisskrá tónleikanna var að þessu sinni helguð Mozart og tveimur kammerverkum hans fyrir ólíka hljóðfærahópa. Sennilega verður aldrei ausið nægu lofi á snilld tónlistar hans, en það verður einfaldlega að segjast að hún er búin nokkrum eiginleikum sem gæða hana allt að því læknandi áhrifum. Öfgarnar sem heyrast í formi, styrkleika, tóntegundaskipt- um og ýmsu öðru kristalla enn bet- ur jafnvægið sem við flest ásæl- umst og heyrum raunar stöðugt í náðarsamlegum laglínum tón- skáldsins. Píanókvartettinn í g–moll KV 478 er þekktur gullmoli í dag. Hraður upphafskaflinn var leikinn af mikilli mýkt og komst samspilið á gott flug í vel heppnuðum úr- vinnsluhluta. Fínt samspil náðist milli strengja þar sem selló og víóla veittu laufléttum fiðluleik öruggan stuðning. Píanóleikur var þá ávallt tempraður og í góðu jafn- vægi. Samspil næsta hljóðfærahóps í strengjakvintettinum KV 516 var ágætt, en af bar vandaður og fagur leikur Pawels Panasiuk á sellóið sem raunar hélst alla tónleikana. Margir staðir hefðu mátt skína meir í menúettnum og lokakafla, en var slíkt erfitt að greina þar eð eyrun eiga ríka tilhneigingu til að ýkja, leiðrétta og draga fram það besta úr öllum meðalgóðum flutn- ingi, sérstaklega þegar Mozart á í hlut. Í heild var samspilið einstillt og hendingamótanir góðar. Sólskin og hlýtt veður var afskaplega rök- rétt framhald af þessum tónleikum. Magnaður Mozart TÓNLIST Salurinn Píanókvartett í g-moll KV 478 og strengjakvintettett í g-moll KV 516 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Flytjendur: Bryndís Pálsdóttir fiðla, Sigurlaug Eð- valdsdóttir fiðla, Ásdís Hildur Runólfs- dóttir víóla, Svava Berharðsdóttir víóla, Pawel Panasiuk selló og Agnieszka Mal- gorzata Panasiuk píanó. Laugardaginn 8. mars 2008 kl. 13. Kammertónleikar TKTKbbbnn Alexandra Kjeld Á FIMMTU háskólatónleikum ársins var frumflutt nýtt verk eftir Hauk Tómasson, eitt afkastamesta tónskáld Íslendinga um þessar mundir. Óhefðbundin hljóð- færaskipan í verkinu samanstóð af sópran, harmónikku og slagverkstríói, en það er samsetning sem undirrituð hefur ekki kynnst áður. Lögin sex sem mynda „Niður – þytur – brak“ voru samin á árunum 2000 – 2006 við valin ljóð sem finna má í ljóðabókinni Myrkar fígúrur eftir Sjón. Ljóðin eru í formi prósa og eru rík af sterkum orð- um sem vísa ýmist til hljóða, gjörða eða ljóslifandi mynda. Ljóðin hafa það jafnframt sameiginlegt að fanga augnablik og tilfinningar á nokkuð áhrifaríkan hátt. Slagverk og harmónikka, undir tónbilagleiðum sópr- ansöng, sköpuðu magnþrungna kvikmyndastemmningu strax í fyrsta lagi, „Birtingu“ . Eins og hljóðfæra- samsetning gefur að skilja lék slagverkið veigamikið hlutverk í öllum lögum verksins og var eiginlega í for- grunni ásamt sópranröddu. Auk þess var það í ystu æsar, ýmist með æstum áslætti eða draugalegum núningi. Björt rödd Herdísar hljómaði fallega og hafði hún auð- heyranlega gott vald á breiðu tónsviði. Eins áreynslu- laust og háu nóturnar komu út var ekki síður gaman að heyra lága tónsviðið, t.d. í „harlekín“. Upp mögnuðust hinar bestu rythmaveislur með frábærum sólóum hvers og eins slagverksleikara. Það er ánægjulegt hvað form og uppbygging verka hafa verið vel heppnuð atriði hing- að til hjá Hauki Tómassyni og var hér engin undantekn- ing á því. Í „Uppstigningu á fjöllum“ var hann snúinn í norðan stinningskalda með andardrætti harmónikk- unnar, braki og brestum í slagverki og dulúðlegum sam- leik marimbu og víbrafóns. Þetta frábæra verk ætti að falla vel í kramið hjá flestum, tónelskum sem taktelskum. Stórgóð slagverksveisla TÓNLIST Hátíðarsalur HÍ Caput frumflutti Niður – þytur – brak eftir Hauk Tómasson, sex lög samin við ljóð úr Myrkum fígúrum eftir Sjón. Flytjendur: Her- dís Anna Jónasdóttir sópran, Eggert Pálsson slagverk, Pétur Grétarsson slagverk, Frank Aarnink slagverk, Tatu Kantomaa harmónikka. Stjórnandi: Guðni Franzson. Miðvikudaginn 12. mars kl. 12:30. Háskólatónleikarbbbbn Alexandra Kjeld Tónskáldið Haukur Tómasson er afkastamikill. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Við Sigurður Guðmundssonmyndlistarmaður ræddumsaman á dögunum í tilefni af opnun sýningar með nýjum ljós- mynda- og myndbandsverkum. Sig- urður sagðist reyna að vinna gegn hugmyndum en notaðist þess í stað við myndsýnir og ætti fólk að upp- lifa list en vera ekki alltaf að greina hana og leita að einni merkingu. Merkingin þrengdi að upplifuninni.    Annað sem hann talaði um erþað þegar listamenn skynja að fólk er sérstaklega hrifið af ákveðnum verkum – eins og raunin var með ljósmyndaverkin sem hann hætti að gera fyrir aldarfjóðungi (og mun hafa sagt að hann ætlaði ekki að vinna aftur með ljós- myndir). „Þegar listamenn fá meðbyr með ákveðnum verkum þá fara þeir að stæla sjálfa sig. Ef ég geri það tek ég fljótt eftir því og verð hnugginn. Ég tek minna eftir því hjá öðrum því ég vil alltaf sjá meira og meira af því sem ég elska í verkum þeirra. Ég get þó ekki hugsað mér að standa í því sjálfur, að vera verka- maður verka minna, útungunarvél af eigin endurspeglun af endur- speglun af endurspeglun.“ Listasagan er full af dæmum um hvora tveggja: þá sem héldu sér við þema eða hugmynd sem þeir unnu úr allan sínn feril, eins og Giorgio Morandi sem málaði sín einföldu en heillandi kyrralíf frá þrítugu til dauðadags, og svo hina sem sprengdu gat á hefðina og sneru sér svo að því næsta í staðinn fyrir að njóta ávaxtanna af mögulegri framleiðslu fyrir safnara. Þar er Robert Frank gott dæmi, en eftir að hafa sent lykilverkið The Am- ericans frá sér á sjötta áratugnum sneri hann sér að allt annarskonar ljósmyndun – og negldi nagla gegn- um frumprent verksins svo safn- ararnir væru ekki að angra hann.    Sigurður Guðmundsson sneri séraftur að ljósmyndamiðlinum; konkret miðli sem skráir það sem linsunni er beint að. Og víst er þetta athyglisverð sýning, sem markar ný skref á ferli listamanns- ins og vekur spurningar. Mörg verka sýningarinnar vísa í eldri ljósmynda- verkin en ég heyri að skoðanir fólks eru skiptar. Hvað er hann að fara með þessum nöktu konum? spyrja sumir; aðrir nefna karlrembu. Í samtali okkar talaði Sigurður um að ákjósanlegt væri að fólk tæki verkin inn en færi ekki strax í að skilgreina þau. „Það vilja allir skilja allt eins og skot,“ sagði hann. „Ég skil alls ekki verkin mín hér – en ég fíla þau. Þetta eru afleiðingar reynslu. Góð- ar kökur, þótt uppskriftina vanti.“ Útungun og endurspeglun »Negldi nagla gegn-um frumprent verks- ins svo safnararnir væru ekki að angra hann. Morgunblaðið/Einar Falur Mállausir kjarnar Sigurður Guðmundsson við eitt verkanna á sýningunni. efi@mbl.is AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.