Morgunblaðið - 09.05.2008, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
íþróttir
ROSS McGowan frá Englandi og
Marco Ruiz frá Paragvæ eru efst-
ir eftir fyrsta keppnisdaginn á
Opna ítalska meistaramótinu í
golfi sem fram fer á Castello di
Tolcinasco vellinum við Mílanó.
Þeir eru báðir á 8 höggum undir
pari eftir að hafa leikið á 64
höggum en það er greinilegt að
keppnisvöllurinn er ekki sá erf-
iðasti á Evrópumótaröðinni því
rúmlega 95 kylfingar eru undir
pari eftir fyrsta keppnisdaginn.
Birgir Leifur Hafþórsson er ekki
á meðal keppenda á þessu móti
en hann varð að draga sig úr
keppni í gær
vegna meiðsla.
Birgir náði 11.
sæti á þessu
móti fyrir ári og
er það besti ár-
angur hans á
Evrópu-
mótaröðinni.
Þrír kylfingar
eru á 7 höggum
undir pari, Mark Foster frá Eng-
landi, Hennie Otto frá Suður-
Afríku og Marc Warren frá Skot-
landi. John Daly frá Bandaríkj-
unum er á 5 höggum undir pari
sem skilar honum í 14. sæti. Daly,
sem tvívegis hefur sigrað á stór-
móti, er í 609. sæti heimslistans
og hann er ekki með keppnisrétt
á PGA-mótaröðinni. „Ég er að ná
að sveifla kylfunni eins og ég
gerði áður. Það er jákvætt. Ég
hef verið meiddur í rúm tvö ár og
eftir aðgerð sem ég fór í fyrir
skemmstu hefur mér gengið mun
betur að spila golf,“ sagði Daly í
gær en besti árangur hans á
árinu er 60. sæti á Nationwide-
mótaröðinni í febrúar en það er
næststerkasta atvinnumótaröðin í
Bandaríkjunum.
John Daly blandar sér í baráttuna
John Daly
„ÉG hef tekið þá ákvörðun að leika í
eitt ár með Grindavík og eftir það
mun ég leggja skóna á hilluna,“ sagði
körfuknattleiksmaðurinn Páll Krist-
insson í gær í samtali við Morgun-
blaðið. Páll hóf ferilinn í Njarðvík og
hafði hann hug á því að leika með
þeim á síðasta tímabili sínu en ekk-
ert varð af því. „Það var mikil óvissa í
Njarðvík. Liðið hefur ekki ráðið
þjálfara eftir að Teiti Örlygssyni var
sagt upp og leikmenn liðsins eru
einnig í vafa um hverjir verða áfram
og þess háttar.“ Páll hefur leikið
undanfarin þrjú ár með Grindavík og
er hann ánægður í herbúðum liðsins.
„Mér hefur liðið
vel í Grindavík og
það er mikill hug-
ur í forráðamönn-
um liðsins og leik-
mönnum að gera
betur á næsta
tímabili.“ Páll er
32 ára gamall og
lék hann með
Njarðvík í 11
tímabil áður en
hann fór til Grindavíkur en hann á 54
landsleiki að baki. Á ferlinum hefur
Páll skorað 10 stig að meðaltali og
tekið um 6 fráköst í leik.
Páll áfram í Grindavík
Páll Kristinsson
Arnar Freyr Theódórsson hand-knattleiksmaður er genginn til
liðs við 1. deildarlið Gróttunnar í
handknattleik. Arnar lék með FH-
ingum á þessari leiktíð og er uppal-
inn FH-ingur og
þá hefur hann
einnig leikið með
Stjörnunni. Áður
höfðu Gróttu-
menn fengið til
liðs við sig mark-
vörðinn Hlyn
Morthens frá
Stjörnunni og
Ægi Hrafn Jóns-
son frá Val og þá gekk félagið nýlega
frá ráðningu á nýjum þjálfara en
Ágúst Jóhannsson mun stýra Sel-
tjarnarnesliðinu næstu þrjú árin.
Francois Sterchele, landsliðs-maður Belga í knattspyrnu, lét
lífið í umferðarslysi í fyrrakvöld.
Þessi 26 ára gamli leikmaður belg-
íska liðsins FC Brügge fór út af veg-
inum á Porche-bifreið sinni á milli
Antwerpen og Knokke og hafnaði
hún á tré með fyrrgreindum afleið-
ingum. Sterchele varð markakóngur
belgísku 1. deildarinnar á síðustu
leiktíð en hann lék með Beerschot
áður en hann gekk til liðs við
Brügge.
Sterchele, sem skoraði sex mörk áþessari leiktíð, lék sex landsleiki
fyrir Belgíu. Æfingu Brügge-liðsins
í gær var aflýst en keppnistíma-
bilinu í Belgíu lýkur um þessa helgi.
Mark Viduka, framherji New-castle, verður frá æfingum og
keppni í 3-6 mánuði en Ástralinn
þarf að fara undir hnífinn vegna þrá-
látra meiðsla í hásin. Kevin Keegan,
knattspyrnustjóri Newcastle, segir
að það taki Viduka nokkra mánuði
að jafna sig á aðgerðinni allt upp
undir hálft ár. Hann mun því ekki
taka þátt í fjórum leikjum Ástrala í
undankeppni HM sem fram fara í
næsta mánuði.
Richard Jef-ferson,
framherji NBA-
liðsins New Jer-
sey Nets, hefur
verið ákærður
fyrir líkamsárás
en atvikið átti sér
stað í Minneapol-
is fyrr á þessu
ári. Í ákærunni er
greint frá því að Jefferson hafi verið
staddur á Graves-hótelinu í Minnea-
polis þegar hann tók mann kverka-
taki með báðum höndum. Málið
verður tekið fyrir þann 18. júní.
Roy Keane, knattspyrnustjóriSunderland, er byrjaður í sum-
arhreingerningunum. Hann hefur
nú tilkynnt að Andy Cole, Ian Harte,
Stephen Wright og Stan Varga fái
ekki nýjan samning við félagið en
samningar þeirra renna allir út eftir
tímabilið.
Fólk sport@mbl.is
Lakers átti ekki í vandræðum með að
landa 120:110-sigri og er staðan 2:0
fyrir Lakers sem hefur unnið alla 6
leikina fram til þessa í úrslitakeppn-
inni. Besti leikmaður deildarinnar
fagnaði áfanganum með því að skora
34 stig, taka 8 fráköst og gefa 6 stoð-
sendingar.
Bryant er á 12 ári sínu í NBA-
deildinni og hefur hann aldrei áður
fengið viðurkenninguna sem besti
leikmaður deildarkeppninnar. „Ég
veit ekki hvernig ég á að lýsa því
hvernig mér líður. Það er ekki hægt.
Við skulum láta veisluna byrja og ég
lofa ykkur að við ætlum að spila langt
fram í júní,“ sagði Bryant þegar hann
tók við viðurkenningunni.
Margir körfuboltasérfræðingar
vestanhafs hafa sagt að Bryant hafi í
gegnum tíðina hugsað of mikið um að
skora í stað þess að gera aðra betri í
kringum sig.
Magic hrósar Bryant
„Að mínu mati á Bryant að hafa
fengið þessa viðurkenningu fjórum
eða fimm sinnum áður. Það sem hef-
ur breyst er að hann hugsar meira
um liðið og aðrir leikmenn njóta góðs
af því hve mikla athygli varnarmenn
andstæðinga Lakers veita honum.
Hann er leiðtogi og frábær liðsfélagi.
S.l. sumar óskaði Bryant eftir því að
fá að fara frá félaginu en hann skipti
síðan um skoðun. Margir áttu von á
þetta tímabil yrði hræðilegt fyrir La-
kers en Bryant tókst með hjálp liðs-
félaga sinna að snúa við blaðinu og
þetta tímabil er eitt af þeim bestu í
sögu félagsins,“ sagði Magic John-
son, fyrrum stjórstjarna Lakers, við
CNN-fréttastofuna eftir leikinn í
gær.
Derek Fisher, leikmaður Lakers,
skoraði 22 stig gegn sínu gamla félagi
og án efa hefur Jerry Sloan þjálfari
Utah Jazz verið ósáttur við hve vel
Fisher leikur gegn Utah. Sloan var
lítt hrifin af því þegar Fisher ákvað
að semja ekki við Utah á ný og fara í
Lakers. Deron Williams, aðalleik-
stjórnandi Utah, var lærlingur hjá
Fisher þegar þeir léku saman hjá Ut-
ah. Fisher virðist ekki hafa kennt
honum allt sem hann kann því Willi-
ams hefur ekki náð sér á strik gegn
Lakers fram til þessa. Carlos Boozer,
aðalskorari Utah Jazz, hefur einnig
átt í erfiðleikum í úrslitakeppninni.
Boozer skoraði 21,2 stig að meðaltali
í deildarkeppninni og var með 55%
skotnýtingu. Í úrslitakeppninni fram
til þessa hefur Boozer skorað 15 stig
og skotnýtingin er aðeins 42% og í
öðrum leiknum gegn Lakers skoraði
hann aðeins 10 stig – öll í síðari hálf-
leik.
Jerry Sloan á sínu 20. ári
„Við megum ekki brjóta svona
mikið á þeim. Munurinn á liðunum í
fyrstu tveimur leikjunum eru víta-
skotin,“ sagði Jerry Sloan þjálfari
Utah Jazz eftir leikinn en næstu tveir
leikir verða á heimavelli Utah. Sloan
hefur stjórnað Utah undanfarin 20 ár
og er hann með lengsta feril allra
þjálfara hjá atvinnumannaliðum í
Bandaríkjunum sem eru enn að
störfum. Hann þjálfaði Chicago Bulls
í þrjú ár, 1979-1982, áður en hann tók
við Utah Jazz sumarið 1988. Þess má
geta að þrátt fyrir að Sloan hafi kom-
ið Utah Jazz í úrslitkeppnina 17 sinn-
um á undanförnum 20 árum hefur
hann aldrei fengið þá viðurkenningu
að vera þjálfari ársins í NBA-deild-
inni. Utah Jazz lék til úrslita um
NBA-titilinn tvö ár í röð, 1996 og
1997, en liðið tapaði í bæði skiptin
gegn Chicago Bulls.
Billups meiddur
Rashard Lewis, leikmaður Or-
lando Magic, sprakk út á réttum tíma
á heimavelli í þriðja leiknum gegn
Detroit Pistons. Lewis skoraði 33
stig í 111:86-sigri liðsins en hann kom
til liðsins s.l. sumar frá Seattle.
Chauncey Billups, leikmaður De-
troit, tognaði á aftanverðu læri
snemma í fyrsta leikhluta og kom
ekki meira við sögu. Það er áhyggju-
efni fyrir Detroit enda er Billups að-
alleikstjórnandi liðsins og var hann
m.a. valinn í Stjörnulið NBA-deild-
arinnar í febrúar. Nýliðinn Rodney
Stuckey tók við keflinu af Billups og
skoraði 19 stig og stóð sig vel. „Ég
hef auðvitað áhyggjur af meiðslunum
hjá Chauncey. Hann er herforinginn
inni á vellinum og stjórnar okkar liði.
Í fyrstu tveimur leikjunum var hann
aðalmaðurinn og það var munurinn á
liðunum að þessu sinni,“ sagði Flip
Saunders þjálfari Detroit.
Reuters
Bestur Kobe Bryant kallað liðsfélaga úr LA Lakers sína fram á gólf þegar hann fékk afhenta viðurkenninguna sem besti leikmaður deildarkeppninnar í
NBA-deildinni. Þetta er í fyrsta sinn sem Bryant fær þessa viðurkenningu á 12 ára ferli í deildinni en hann stefnir á að landa titli í júní með liðinu.
LA Lakers og Kobe
Bryant virðast óstöðvandi
Kobe Bryant hefur mátt glíma við að
þvo af sér þann stimpil að vera eig-
ingjarn leikmaður sem hugsaði lítið
um liðsheildina og það virðist sem
leikmaður ársins í NBA-deildinni sé
að ná þeim áfanga. David Stern
framkvæmdastjóri NBA-deild-
arinnar afhenti Bryant viðurkenn-
ingu sem besta leikmanni deild-
arinnar áður en annar leikur LA
Lakers og Utah Jazz hófst í fyrra-
kvöld í undanúrslitum Vesturdeildar
og í kjölfarið kallaði Bryant á liðs-
félaga sína og bað þá að halda á
verðlaunagripnum með sér. Í Aust-
urdeildinni hafði Orlando Magic bet-
ur gegn Detroit Pistons, 111:86, og
er staðan 2:1 fyrir Pistons.