Morgunblaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2008 25 Kynni okkar við þau Jósef og Þóru Björk hófust er þær Rannveig og Þóra voru í hjúkrunarnámi fyrir um hálfri öld og varð fljótt mjög vel til vina. Hjúkr- unarnemarnir bjuggu þá allir í heimavist sem styrkti mjög hin persónlegu tengsl þeirra. Þóra Björk kom trúlofuð í skólann, unn- ustinn var samstúdent frá MA, glæsimenni enda dáðust skólasyst- urnar að stóru myndinni af honum á skrifborði Þóru. Eftir útskrift stofnuðum við heimili, eignuðumst börnin og átt- um skemmtilegar og eftirminnileg- ar samverustundir, enda voru þau hjón sérlega góð heim að sækja, höfðingjar í gestrisni sinni, ein- staklega viðræðugóð, sögufróð og hnyttin í tali. Þau áttu strax fal- legt heimili á Akranesi þar sem þau bjuggu reyndar alla tíð, við fórum víðar um og um árabil lok- uðu fjarlægðir á náin samskipti en alltaf héldust tengslin. Við fylgdumst úr fjarlægð með framgangi Jósefs bæði í fjöl- skyldufyrirtæki, í bæjarmálum á Akranesi og loks í landsmálum sem þingmaður. Það var hinn eðli- legi ferill fyrir mann með hans gáfur og mannkosti. En við stop- ula samfundi var það heimilisfað- irinn og vinurinn Jósef sem við hittum og þar var maður sem ekki voru svik í. Þar sem annars staðar voru þau hjón jafningjar og sam- ferða enda mótaðist heimilisbrag- urinn af þjóðlegum kristnum gild- um og heilbrigðum viðhorfum, þau voru bæði sprottin úr slíkum jarð- vegi. Samfundir við þau voru því mik- il veisla, kímnigáfan ómótstæðileg en meiddi engan, enginn manna- munur gerður en virðing fyrir öllu sem lifir. Heimsókn þeirra Jósefs og Þóru Bjarkar til okkar í Genf var okkur mikið ánægjuefni. Nú höfðum við rúman tíma til að rifja upp minn- ingar og ræða saman á dýptina. Við fórum víða og það var aldrei dauð stund. Það var afar gaman að ferðast með þeim. Jósef var eins og alltaf sérlega áhugasamur um lífshætti og sögu hvar sem við komum. Hann var afar minnugur, setti staði og atburði í fróðlegt og skemmtilegt samhengi og tengdi allt með skondnum og óvæntum athugasemdum. Hann var einstak- ur viðræðumaður. En sérstaklega er í huga okkar núna heimsóknin til þeirra síðsum- ars ásamt vinahjónum frá Genf. Akranes skartaði sínu fegursta í kvöldsólinni. Jósef var að vanda hrókur alls fagnaðar og það var ógleymanlegt þegar hann sýndi okkur málverkasafnið þeirra hjóna og lýsti því svo skemmtilega hvernig áhrif þau hefðu á hann hvert um sig. Hann var fagurkeri eins og þau bæði hjónin sem heim- ili þeirra ber vott um. Það er hlý- legt og alltaf gott þar að vera. Þegar við ókum burtu stóð hann á hlaðinu og veifaði til okkar glað- ur í bragði í kveðjuskyni. Sú mynd stendur okkur ljóslifandi fyrir sjónum nú. Við munum sakna Jósefs. Við vottum Þóru Björk, sonun- um þremur og ástvinum öllum innilega samúð. Guð blessi þeim hinn dýrmæta fjársjóð minning- anna. Farinn er höfðingi og góður vin- ur. Veri hann góðum Guði falinn. Rannveig Sigurbjörnsdóttir. Bernharður Guðmundsson. Jósef Halldór Þorgeirsson ✝ Jósef HalldórÞorgeirsson fæddist á Akranesi 16. júlí 1936. Hann lést 23. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akraneskirkju 2. október. Kveðja frá Lions- bræðrum á Akranesi Sunnudaginn 21. september kom ég við hjá ykkur Þóru Björk, skömmu eftir hádegið. Þóra Björk tók á móti mér og hafði mikið við, bauð mér til stofu að þessu sinni en oftast tókum við tal við eld- húsborðið. Fljótt kom fram í umræðunni að nú skyldir þú þennan dag mæta á Landspítala, í hjáveituaðgerð sem beðið hafi verið síðan í vor. Þá að- gerð þekki ég, sjálfur fór ég í sams konar aðgerð fyrir rúmu ári. Ræddum við aðgerðina, dvöl á Reykjalundi eftir hana svo og næstu verkefni hjá Lions. M.a. léstu í ljós áhuga á að koma með mér á sviðamessu hjá Lionsmönn- um á Blönduósi, í októberlok næst- komandi. En það er ekki sjálfgefið að snúa heim eftir svona aðgerð. Við félagar þínir vorum að byrja fyrsta Lionsfund þessa starfsárs, þriðjudagskvöldið 23. september, ég nýtekinn við starfinu þínu frá síðasta ári, nýsestur í stólinn þinn með þeim orðum að hans skuli ég gæta þar til þú mætir aftur, þegar hringt var í Benjamín og hann fór þegar suður. Kallið var komið, vinur minn. Það er stórt skarð höggvið í hóp okkar Lionsmanna með fráfalli Jósefs. Enginn var honum fróðari um menn og málefni, hvort sem rætt var um Lionshreyfinguna eða annað. Hann kunni skil á ljóðum, vísum og frásögnum. Kunni allt um sögu Lions og reglur. Það var orðin venja að koma við hjá þeim hjónum, bera undir hann ýmis mál og ræða leiðir. Hann var ekki að- eins fjölfróður, heldur líka úrræða- góður, fastur fyrir og gætinn. Jós- ef gekk í Lionsklúbb Akraness 1965 og gegndi margvíslegum störfum fyrir klúbbinn og alla Lionshreyfinguna á Íslandi. Hann tók af skarið þegar þess þurfti og má í því sambandi minnast þess að þegar ágætur félagi fórst í starfi fyrir Lionshreyfinguna beitti Jósef sér af mikilli festu fyrir stuðningi Lionsklúbba landsins við ekkjuna og fjögur börn hennar. Nú var það svo að Jósef gekk ekki alveg heill til skógar. Nokkr- um árum eftir að hann gekk til liðs við Lionshreyfinguna veiktist hann alvarlega og gekkst fyrstur manna undir aðgerð á höfði hér heima á Íslandi vegna blæðingar við heila. Aðgerðin tókst vel en sá þróttmikli Jósef sem við þekktur fyrir að- gerðina, missti þrek. Engu að síð- ur skilaði hann miklu og minn- isverðu verki í þágu samfélagsins og var gerður að Melvin Jones- félaga sem er æðsta viðurkenning sem Lionshreyfingin getur veitt félaga sínum. Kveðjustund er runnin upp. Við þökkum samverustundir með góð- um dreng, biðjum Þóru Björk og allri fjölskyldunni blessunar, Guð gefi ykkur öllum styrk. Við Lions- bræður á Akranesi færum ykkur öllum, okkar dýpstu samúðar- kveðju. F.h. Lionsbræðra á Akranesi, Ófeigur Gestsson. Fallinn er nú frá góður félagi okkar, Jósef H. Þorgeirsson, sem lést þann 23. september sl. Jósef sat í bæjarstjórn Akraness fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 1966 til 1982. Auk þess sat hann í mörg- um nefndum á vegum Akrnes- kaupstaðar ásamt öðrum trúnaðar- störfum sem hann gegndi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Akranesi. Jósef sat á Alþingi 1978–1983. Samferðamönnum hans í pólitík- inni hér á Akranesi ber saman um það að Jósef hafi lagt mikinn dugnað og áhuga í þau störf sem hann innti af hendi fyrir bæjar- félagið sitt og var þekktur fyrir að koma vel undirbúinn til funda. Eft- ir að Jósef hætti formlegum störf- um fyrir Sjálfstæðisflokkinn þá fylgdist hann vel með og mætti reglulega á fundi og aðrar sam- komur á vegum flokksins. Með þessum fátæklegu orðum vildum við minnast Jósefs og þakka hon- um samstarf og störf fyrir Sjálf- stæðisfélögin á Akranesi. Hans verður saknað. Fjölskyldu Jósefs sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. F.h. Fulltrúaráðs Sjálfstæðis- félaganna á Akanesi, Magnús D. Brandsson. Góður vinur og skólafélagi úr MA er látinn. Enn einn. Þá eru að- eins eftir þrjátíu og þrír af fjörutíu og sjö úr árganginum. Það er nú einu sinni svo að eftir að fólk er komið yfir sjötugt má alltaf búast við að fækki í hópnum en samt kemur hvert dauðsfall jafnmikið á óvart. Okkur finnst sumum erfitt að sætta okkur við að vera ekki alltaf sömu ungu, lífsglöðu og eft- irvæntingarfullu stúdentarnir sem útskrifuðust 1956. Jósef Þorgeirsson kom í skólann 1951 og fylgdumst við því að allt frá landsprófsdeild til stúdents- prófs. Hann kom frá Akranesi, sonur þekkts athafnamanns, eini sonurinn í fjögurra systkina hópi. Mér kom hann fyrir sjónir sem frekar alvörugefinn, samviskusam- ur og metnaðarfullur ungur mað- ur, ekki alveg sami galgopinn og sumir bekkjarbræðurnir sem not- uðu hvert tækifæri til að sprella og spauga og búa til nýyrði og uppnefni um kennara og skóla- félaga. Jósef tók virkan þátt í fé- lagsstarfinu, var mikill ræðumaður á málfundum og liðtækur í blaklið- inu. Hann var líka bekkjar„inspec- tor“ í stærðfræðideildinni. Hann vissi vel hvert hann stefndi og var fljótur að átta sig á hver væri vænlegastur kvenkostur í bekknum. Það var aldavinkona mín, Þóra Björk Kristinsdóttir, vel gefin, hæfileikarík og hógvær með ljúfa lund. Hún var alin upp hjá prestshjónunum á Syðra-Lauga- landi, því gæða- og sómafólki, þar sem undirrituð átti tíðum athvarf og dvaldi oft frá barnsaldri við gott atlæti. Jósef og Þóra Björk giftu sig 1959 og svo komu synirnir þrír einn af öðrum. Barnabörnin eru fjögur, þar af einir þríburar, eftirlæti afa og ömmu. Eftir að Jósef varð lögfræðingur og Þóra hjúkrunarfræðingur bjuggu þau og störfuðu á Akra- nesi, tóku mikinn þátt í félagslífinu og hafa alla tíð látið gott af sér leiða. Heimili Jósefs og Þóru er menn- ingarheimili. Jósef safnaði bókum eins og tengdafaðir hans sr. Benjamín. Fagrir hlutir og mál- verk prýða húsið en mest virði af öllu er þó gestrisnin og hið elsku- lega viðmót sem vinir þeirra hjóna hafa notið alla tíð. Jósef hafði yndi af að segja sög- ur af alls konar fólki og skemmti bæði gestum sínum heima og í veislum þar sem hann var tíðum veislustjóri. Undanfarin ár var Jósef kominn aftur í „inspectors“hlutverk innan árgangsins. Hann hafði forgöngu um að halda fundi og undirbúa af- mælissamkomur og mikið var allt- af notalegt að fá inn um lúguna handskrifað bréf frá Jósef þar sem bekkjarfundir voru tilkynntir. Nú verða þau bréf ekki fleiri. Sorg og söknuður fyllir hugi okkar allra. Við kveðjum góðan dreng. Minn- ing hans lifir. Fyrir hönd bekkjarfélaganna sendi ég elskulegri vinkonu og bekkjarsystur okkar, Þóru Björk, og fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur og bið þeim Guðs blessunar. Sigríður Guðmundsdóttir. Við kveðjum ömmu Lilju með miklum söknuði. Við þökkum henni fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Við erum sérstaklega þakklátar fyrir samveruna með henni þegar við vor- um litlar og bjuggum í Eyjum. Sá tími á sér stóran sess í æskuminn- ingum okkar. Við munum eftir ótal fjölskylduboðum sem hjá henni voru haldin, eftir heita súkkulaðinu, rjómakökunum og smákökunum. Við áttum líka margar góðar stundir saman í rólegheitum. Þá kenndi hún okkur mannganginn og sýndi okkur hluti frá ferðalögum til framandi landa. Oft sátum við saman inni í eld- Lilja Þorleifsdóttir ✝ Lilja Þorleifs-dóttir fæddist á Gjögri í Stranda- sýslu 17. júní 1922. Hún andaðist á sjúkradeild Heil- brigðisstofnunar Vestmannaeyja 4. september síðastlið- inn. Útför Lilju fór fram frá Landa- kirkju 13. sept- ember sl. húsi þar sem hún lagði kapal og sagði okkur sögur frá því þegar hún var á okkar aldri á Ströndunum. Sögun- um fylgdu gjarnan vís- ur og gátur sem við fengum að spreyta okkur á og var þá oft mikið hlegið. Þessar stundir og ótal fleiri munu lifa sem góðar minningar í hjörtum okkar. Elsku amma, þín verður sárt saknað. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Steinunn Lilja og Sigríður Bríet Smáradætur. Hún fæddist í stór- hríð í janúar. Ljósmóð- irin var á öðrum bæ. Föðursystir og fleiri komu og allt gekk vel. Stóra systir sat frammi í eldhúsi og hafði hjálpað til að sauma litlar flíkur. Kristín litla var svo góð og þæg. Tím- inn leið og systkinin fóru hvert í sína áttina í vinnu og skóla, en Kristín fann hann Friðþjóf á Dalvík og fór ekki lengra. Núna er stóra systir ein eftir. Hlíf Gestsdóttir. Móðursystir mín, Kristín Gests- dóttir, er látin eftir erfið veikindi. Systkinin í Bakkagerði voru fimm. Kristín var yngst systkinanna og móðir mín er elst og er hún sú eina sem eftir lifir. Þær systur voru alltaf Kristín Gestsdóttir ✝ Kristín Gests-dóttir fæddist í Bakkagerði í Svarf- aðardal 8. janúar 1930. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 14. september síð- astliðinn og var jarðsungin frá Dal- víkurkirkju 20. september. mjög nánar. Söknuður- inn er mikill hjá henni, en hún getur yljað sér við minningarnar um góða foreldra og góð systkini. Ég var send- ur í sveitina til afa og ömmu tveggja ára vegna stríðsins og Kristín, átta árum eldri, passaði mig svo að ég færi ekki í læk- inn. Hún var alla tíð uppáhaldsfrænka mín. Ég var 13 sumur og einn vetur í Bakkagerði. 19 ára fór ég norður á Dalvík á síld og bjó hjá Kristínu og Friðþjófi. Þá voru þau ný- gift, en það var ekkert mál að hýsa frænda sinn. Í gegnum árin var hún alltaf boðin og búin að aðstoða aðra ef á þurfti að halda. Hún annaðist pabba sinn og Ríkharð bróður sinn í þeirra veikindum og fyrir það ber að þakka. Bakkagerði var hennar áhugamál í seinni tíð. Hún hélt til haga öllum gömlum hlutum frá búskap foreldra sinna. Bakkagerði er í dag eins og að ganga inn í gamla tíma. Við hjónin sendum Friðþjófi, son- um og þeirra fjölskyldum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Kristínar Gestsdóttur. Gestur Sigurgeirsson. Guð minn góður hvað lífið getur verið ósanngjarnt stundum. Ég var einmitt að segja við Rúnar hvað mér fyndist notalegt að þrátt fyrir stutt kynni þá væruð þið mér svo kærir. Það ein- kenndi ykkur hamingja og góð- mennska og að sækja ykkur heim var eins og að fara í veislu hjá keisara í ímyndun minni. Maturinn sem þú eldaðir, Junya, var algert lostæti og það var svo yndislegt þegar við spurðum Eyþór hvort hann eldaði ekki líka, þá sagði hann: „Það er ekki hægt að toppa svona máltíð.“ Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast ykkur og fengið að Junya Nakano ✝ Junya Nakanofæddist í Yama- guchi-fylki í Japan 10. febrúar 1969. Hann lést í bílslysi 16. september síð- astliðinn og var jarðsunginn frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ 23. sept- ember. vera með ykkur í brúð- kaupsveislunni á Bakka ásamt yndisleg- um vinum ykkar hvað- anæva úr heiminum. Veislan var stórkost- leg. Veðrið yndislegt, maturinn algjört lost- æti og hamingjan skein úr augunum á ykkur. Mér þykir mjög vænt um að hafa verið í hópi þeirra sem boðið var til veislunnar og fengið að upplifa þetta með ykkur. Kynnin við Junya voru stutt en ánægjuleg. Þú, fallegi strákur, hvíl í friði, kæri minn. Svefninn langi er vakandi og vissan fylgir nú um nýja heima takandi til hendinni ert þú. (Garðar Jónsson.) Elsku Eyþór, Inga, Eyjólfur, for- eldrar Junya, vinir og aðstandendur. Við vottum ykkur innilega samúð og biðjum fyrir ykkur á þessum erfiðu tímum. Lísa og Rúnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.