Tímarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Skinfaxi

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Skinfaxi

						Skordýraæturnar hafa veikbyggða
gogga, sem oft hafa við goggvik útvöxt
hárbursta, sem auðveldaþeim veiðarnar.
Þeir sem lifa á fræum hafa stuttan og
sterkan gogg. Hérlendis eru 9 tegundir
spörfugla verpandi. í fyrri fuglaþáttum
hefur verið skrifað um: maríuetla (5.
og 6.'85), þúfutittlingur (2.'85), músar-
rindill (5. og 6.'85), steindepill (5. og
6. '85), skógarþröstur (5. og 6. '85),
snjótittlingur (6. '85), auðnatitdingur
(5. og 6. '85), stari (6. '85) og hrafn (6.
•85).
Aðrar 10 hafa orpið án þess að ílendast
eða eru árvissir flækingar: gráþröstur
(6. '85), svartþröstur (6. '85), bláhrafn
(6. '85), kráka (6. '85), dvergkráka (6.
'85), landsvala, bæjarsvala, gráspör (6.
'85), fjallafinka (6. '85) og bókfínka.
í fuglaþáttum Skinfaxa hefur verið
fjallað um 14 og verður þessum þáttum
hætt með því að bregða upp lýsingum
á þeim 5, sem liggja hjá garði.
JO,.
Maríuerla (maríætla).
Goggur stuttur grannur, gulur blær við
rætur, dökknar að oddi. Fætur langir
grannir, fölbrúnir. Blýgrá á baki.
Kollur, hnakki, kverk og bringa svört.
Enni, vangar og hálshliðar hvít.
Jaðarfjaðrir stéls hvítar en miðfjaðrir
svartar. Að vorlagi er dökki litur
karlfuglsins svartari en á kvenfuglinum.
Á fæti veisar hún stéli í sífellu og
hnykkir höfði. Flugið er öldótt og
reikult. Rödd hratt en endurtekið hvellt
hljóð.
Steindepill (steinklappa).
Goggur dökkur. Fætur dökkbrúnir.
Kollur, hnakki og bak blýgrátt. Vængir
svartir. Bringa og kviður mógult.
Neðan og aftur frá augum svört rák,
sem bryddast með hvítri brúnarák. í
enda stéls er svartur breiður bekkur,
sem dregst upp eftir miðfjöðrum stéls.
Áberandi hvít er efri hluti stéls  og
fleygast liturinn um stélsrætur upp til
Skinfaxi 1. tbl 1987
baksins. Skjótur á fæti. Flugið lágt.
Tyllir sér oft og hossar sér þá með
rykkjum og bukki, og þenur út
stélfjaðrir um leið. Röddin er eins og
þegar smellt er í góm. Til á fuglinn
dillandi söngstef.
Bókfinka.
Hérlendis tíður flækingur,. 1986 varð
hún varpfugl. Greinist best á grænum
lit gumpsins.
Landsvala (sóttarsvala).
Sést hér tíðum á vorin. Hefur orpið
hérlendis nokkrum sinnum. Smár
svartur goggur. Fætur smáir svartir. Að
ofan svartblá, sem bláleitum málmgljáa
slær á um koll og herðar. Dumbrauð á
enni og í kverk. Á neðanverðum hálsi
svartblátt band. Kviður og bringa
ljósgul. Ystu stélfjaðrir langar, svo að
stél verður djúpklofið. Hraðfieyg og létt
á flugi. Rödd síendurtekið ískur.
Hreiðrið úr leir og stráum, límir hún í
króka og syllur húsa.
Bæjarsvala,
Kemur hingað í smá hópum á vorin t.d.
til Heimaeyjar. Greinist frá landsvölu á
skjallahvítum gumpi. Stélið svart og
djúpsýlt. Einkennilegt er að hinir stuttu
fætur eru fiðraðir fram á tær.
Múrsvölungur.
Berst hingað oft sinnis. Greinist
auðveldast frá svölunum á löngum
bogadregnum grönnum og oddhvössum
vængjum, stuttu klofnu stéli og ljósum
bletti í kverk.
Með þessum ellefta þætti lýk ég
þessum fuglahugleiðingum í Skinfaxa.
Hvatning hefur það verið, að ýmsum
hafa þættirnir komið að gagni. Til eru
þeir, sem hafa ljósritað þá og
smækkað, svo betra væri að koma
þeim fyrir í vasa á göngu. Ég þakka
ritstjóra áhuga hans á að birta þættina.
Vonandi tekst fljótlega að gefa út
handhæga fuglabók um íslenska fugla
sem sýni þá í raunverulegum litum og
með teiknuðum skýringamyndum.
Þorsteinn Einarsson
Undirrítaður vill nota þetta
tækifæri, og þakka Þorsteini
Einarssyni fyrir að hafa viljað
taka að sér að gera þetta, og hans
rniklu vinnu er hann hefur lagt í
gerð þessara þátta sem nú eru
orðnir ellefu.
Þá vona ég að einhverjir lesendur
hafi haft gagn og gaman að
þessum þáttum.
Guðmundur Gísiason ritstj.
31
					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16
Page 17
Page 17
Page 18
Page 18
Page 19
Page 19
Page 20
Page 20
Page 21
Page 21
Page 22
Page 22
Page 23
Page 23
Page 24
Page 24
Page 25
Page 25
Page 26
Page 26
Page 27
Page 27
Page 28
Page 28
Page 29
Page 29
Page 30
Page 30
Page 31
Page 31
Page 32
Page 32