Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1992, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.02.1992, Blaðsíða 6
ÍÞRÓTTAÞJÁLFUN Þráinn Hafsteinsson - íþróttafræðingur skrifar íþróttaþjálfun unglinga á kynþroskaskeiðinu Hvernig og hvers vegna? Þátttaka i íþróttum á kynþroska- skeiði og stuttu eftir það virðist vera erfiðleikum háð fyrir margan unglinginn og allt of margir hætta iþróttaiðkun á þessu aldursskeiði. Ástæður brottfallsins eru ekki þekktar, en margar kenningar eru til sem ekki verða raktar hér. Ein ástæðan er þó talin vera sú að þjálfun unglinga á kynþroska- skeiðinu taki ekki nægilegt tillit til líkamlegs þroska og ólíkra þarfa meðan á þessum umbrotatíma stendur í lifi þeirra. Líkamlegar breytingar Kynþroskaskeiðið hefur í för með sér miklar, líkamlegar breytingar, s.s. mikla lengdaraukningu, oft í kringum 10 cm á ári. Bein, vöðvar, öndunarfæri og kyn- færi vaxa mjög hratt og hefur það í för með sér stóraukinn kraft til ýmissa átaka, s.s. á íþróttasviðinu. Þolgetan eykst einnig verulega. Líkaminn verður hæfari til þess en fyrir kynþroskann að þola kraft og þolæfingar. Oft kemur ekki í ljós fyrr en á kynþroskaskeiðinu hvar líkamlegir hæfileikar einstaklings- ins liggja í íþróttum, því þá fyrst skýrist hvemig líkamsbygging einstaklingsins verður. Hjá unglingum í ömm vexti er oft um að ræða tímabundna stöðnun eða jafnvel afturför í hreyfigetu og æfingum sem krefjast jafnvægis. Ástæðurnar liggja í hröðum vexti beina og vöðva. Það tekur tíma fyrir tauga- og vöðva- kerfin að stilla saman strengi sína og ná að stjórna hreyfingum stærri og sterkari vöðva og lengri og þyngri beina. Þetta hefur í för með sér að klunnalegar hrey- fingar geta tímabundið verið áberandi og tæknileg færni í íþróttum getur orðið slakari en áður, eða framfarir litlar þrátt fyrir miklar æfingar. Kynþroskaskeiðið hefst að jafnaði tveimur árum fyrr hjá stúlkum en drengjum og einnig getur verið margra ára munur á því hvenær einstaklingar af sama kyni taka út kyn- þroska sinn. Sálrænir þættir Leitin að sjálfsmyndinni er einkenn- andi fyrir kynþroskaskeiðið. Hver er ég? Hvemig vil ég vera? Hver vil ég að ímynd mín verði í augum annars fólks? Félagarnir hafa oft meiri áhrif en for- eldramir á lífsvenjur og lífsstfl. Vits- munaþroskinn er mjög mismunandi. Mikilvægi þess að þjálfarinn, sem félagi og stjórnandi unglinganna, leggi áherslu á heilbrigðan lífsstfl, aga og reglusemi á öllum sviðum og hjálpi til við að finna fyrirmyndir sem leiða unglingana á braut sem þroskar þá til árangurs í íþróttum sem á öðmm sviðum, verður seint ofmetið. Takið tillit til þroska hvers og eins En hvað kemur þetta tal um líkam- legan og andlegan þroska íþróttaþjálfun- inni við? Þarf ég sem þjálfari ekki bara að kunna skil á sjálfri íþróttagreininni? Ég kann góð skil á tækni, taktík og æfingauppbyggingu, hvað þarf ég að kunna meira? Vissulega er mjög mikilvægt að íþróttaþjálfarinn kunni góð skil íþróttagreininni, þar er alltaf forsenda þess að árangur náist. En það er ekki síður mikilvægt, og ekki hvað síst við þjálfun unglinga á kynþroska- aldrinum, að vita hvenær leggja eigi fyrir ákveðnar æfingar, svo sem kraft- og þolæfingar, og hvenær þurfi að meta hvar á þroskabrautinni hver einstakl- ingur er. Mikilvægi þess að taka tillit til einstaklinganna og gefa þeim verkefni við hæfi og leggja ekki alltaf sömu æfingarnar fyrir jafnaldra verður seint brýnt um of fyrir þjálfurum og leiðbeinendum. Það getur verið margra ára þroskamunur á unglingum sem eru jafn gamlir og æfa og keppa í sama liði. Tengsl líkamsþroska og árangurs í íþróttum Hlutverk þjálfarans sem félaga ungl- inganna er mjög mikilvægt á þessum ár- um og eitt það mikilvægasta sem hann getur komið til skila og útskýrt sem félagi er hvaða áhrif kynþroskinn hefur á íþróttalega getu unglinganna. Þjálf- arinn á að útskýra fyrir þeim hvað gerist í líkamanum og að það sé í flestum til- fellum eðlilegt að unglingar taki út þroska sinn mismunandi hratt og að einn úr hópnum sé bráðþroska en annar seinþroska. Einnig að vegna þrosk- amunarins verði að leggja fyrir mis- munandi æfingar á stundum, því æfingar sem geri sumum gott séu gagns- lausar fyrir aðra. Útskýrið einnig að líkamleg geta strákanna verður meiri vegna karlhormónanna sem líkaminn byrjar að framleiða við kynþroska- skeiðið. Strákamir fá stærri vöðva, stærri bein, stærra hjarta, stærri önd- unarfæri sem gerir þá hæfari til íþróttaiðkunar. Útskýrið einnig að með Inga Dögg og Lilja Sif eru báðarfœddar 1979. 6 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.