Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 2
Fjörutíu ár liðin frá Halaveðrinu mikla / febrúar 1925 Mörgum er enn í fersku minni hið mikla ofviðri, sem geisaði á Halamiðum í febrúar árið 1925. Eftir það óveður, sem hefur verið kallað Halaveðrið mikla, áttu margir um sárt að binda. íslenzkir togaramenn fengu þá mikla reynslu af skipum sinum. Fiskimiðin kringum landið okkar eru auðug og afla- sæl. Og það eru þau, sem hafa á síðari tímum verið undirstaða þeirra afreka, sem unnin hafa verið hér á landi á sviði verklegra framkvæmda og aukinnar menningar. Og við þau eru tengdar vonir okkar um vaxandi menningarafrek á komandi tímum. En þó að hafið sé örlátt, hefur sú barátta verið fórnfrek, sem íslenzkir sjómenn hafa háð á þessum miðum. Margur hefur látið líf sitt í þeirra erfiðu bar- áttu. Og stundum hefur Ægir verið svo stórtækur í þeim efnum, að þjóðin hefur öll orðið harmi lostin. Við þekkjum óteljandi dæmi þess. Og að þessu sinni verður eins þeirra minnzt. Það var laugardaginn 7. febrúar árið 1925. Fjöldi íslenzkra togara var að veiðum út af Vestfjörðum, flestir á Halamiðum. Þessi fengsælu fiskimið voru þá nýlega orðin eftirsótt af íslenzkum fiskimönnum. En þeir voru ókunnir ennþá hinu óvenjulega veðurfari, sem algengt er á þessum slóðum. Þeir þekktu ekki ennþá nema að örlitlu leyti hinar straumþungu rastir, sem þarna myndast svo víða og gera sjólagið svo óskaplegt, þegar ofviðrin geisa. Hin snöggu veðra- brigði komu þeim enn á óvart. En á Halamiðum er það algengt, að veðurhæðin breytist skyndilega á 20 til 30 mínútum, úr 1—2 vindstigum í 10 vindstig eða meira, með frosthörku og byl. Og þannig var það að þessu sinni. Stormur hafði verið um daginn og höfðu flest af Nokkrir skipstjórar segja hér frá óveð'rinu og erfiðleik- uin, sem þeir áttu við að stríða. — Greinin birtist áður í Sjómannadagsblaðinu árið 1944. skipunum hætt að toga upp úr hádeginu. í eftirmið- daginn hvessti skyndilega og var á svipstundu komið ofsaveður, með frosthörku og hríð. Stóð veður þetta nær óslitið allan sunnudaginn og fram á mánudag. Eftir það fóru togararnir að tínast smám saman í höfn, allir meira og minna brotnir og illa útleiknir eftir veðrið. Voru flestir þeirra tilsýndar eins og fljótandi hafísjakar, þaktir samfelldri klakabrynju frá sigluhún niður á þilfar. Öllu, sem lauslegt var ofan þilja, hafði skolað fyrir borð, á mörgum hafði báta- þilfarið brotnað og stjórnpallurinn farið af sumum, allmargir misstu bátana og úr einum brotnaði aftur- mastrið. Enginn hafði komizt í landvar, áður en of- viðrið skall á. Loks var allur togaraflotinn, að tveimur skipum undanskildum, kominn í höfn. Þeir, sem saknað var, voru Leifur Heppni, eign hlutafélagsins Alliance og brezkur togari, Field Marshal Robertson, sem gerður var út frá Hafnarfirði, (eign Hellyersbræðra frá Hull). Á hinum fyrrnefnda voru 33 menn, allir ís- lenzkir, en á hinum síðarnefnda 35 menn, 29 íslenzkir og 6 brezkir. Þegar þrír sólarhringar voru liðnir frá því að of- viðrinu slotaði og ekkert hafði spurst til skipanna, fóru menn almennt að verða hræddir um að eitthvert óhapp hefði komið fyrir. Ákvað ríkisstjórnin því, 12. febrúar, að fá danska varðskipið Fyllu til þess að bregða sér vestur á firði og reyna að svipast þar um eftir skipunum. Togarinn Ceresio var sendur frá VÍKINGUR 36

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.