Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Blaðsíða 28
Snorri Sturluson, íþróttafréttamaður á Bylgjunni og sjómaður, segir ekkert þýða að hugsa um tímann þegar verið er við úthafsveiðar. Hann var á Dalborginni á Flæmska hattinum og ræðir hér um sjómennskuna við Nýfundnaland. „Hlógum í hálfan mánuð er kokkurinn handleggsbrotnaði" „Ég var í sumarfríi frá Rásinni norður á Dalvík og langaði að komast í erfiðisvinnu eftir að hafa setið á rassinum í langan tíma. Ég hafði verið að vinna við uppskipun í frí- inu og heyrt auglýst laust pláss á einhverjum dagróðrabáti og spurði frænda minn, Snorra Snorrason útgerðarmann, um skipið og útgerðina. Þegar hann heyrði að ég væri á höttunum eftir sjóplássi og væri til í að vera úti lengur en í viku þá bauð hann mér pláss á Dalborginni, sem var gerð út á Flæmska hattinn. Ég hafði sólarhring til að svara - ætli ég hefði þorað hefði ég haff lengri tíma - og hringdi á Rás 2. Þar töldu menn ómögulegt að standa í vegi fyrir svona tæki- færi þannig að ég var kominn upp í flugvél á leið til St. John’s kyöldið eftir, hálfringlaður og dasaður," segir útvarpsmaðurinn með forna nafnið, Snorri Sturluson, sem nú er íþróttafréttamaður á Bylgjunni. Kynntist sjómennsku Á UNGLINGSÁRUNUM Snorri, sem er 29 ára og ólst upp á Dalvík, kynntist sjómennsku, eins og útvarps- mennsku, strax á unglingsárunum, en faðir hans gerði út níu tonna dekkbát. Þá var hann líka á sjó hjá syni Snorra Snorrasonar. Síðast- liðið sumar réð hann sig á Dalborgu EA, sem gerð er út á rækju á Flæmska hattinn. Dalborgin, sem áður hét Othar Birting, er 61 metra skip með fjórtán manna áhöfn. Yfirleitt er skipt um helming áhafnarinnar á milli túra, sem standa í um það bil mánuð. Þannig eru menn yfirleitt úti tvo túra í senn og taka síðan þann þriðja í frí. Fyrsta vikan allt í lagi „Reyndar varð fyrsti túrinn okkar 42 dagar í allt vegna bilana og fleiri tafa. Þetta var að mörgu leyti eins og ég bjóst við. Þegar ég fór út hafði ég þó hugsað of mikið um hvernig þetta var þegar ég var bara úti í viku og viku í senn. Þá var komið í land og menn skemmtu sér ærlega í inniverunum. Það var alls ekki strembið. Ég varð því fyrir pínulitlu sjokki. Fyrsta vikan var allt í lagi en að henni lokinni rann það upp fyrir mér að þetta var aðeins lengra. Það varð samt allt í lagi. Það þýddi ekki að hugsa um tímann eða hvað það væri voðalegt að vera í burtu svona lengi og þar fram eftir götunum. Þá bilast maður bara. Við fiskuðum líka sæmilega þannig að tím- inn leið.“ GEÐHEILSUNNI HALDIÐ [ LAGI Hann segir sérstaka stemmningu skapast um borð í svona löngu úthaldi. Menn verði að vera léttir á því til að halda geðheilsunni. „Það var oft mikið hlegið um borð og ein- kennilegur húmor í gangi. Ég held að það sé einna eftirminnilegast þegar kokkurinn datt ofan í lestina og handleggsbrotnaði á báðum. Við hlógum í hálfan mánuð að því. Hann var alltaf að kveinka sér þegar hann bar fram steikina. Við töldum þetta tóman ræfildóm í manninum og hlógum að þessu. Hann hafði dottið ofan í frystilest og borið fyrir sig hend- urnar í fallinu. Þar lá hann í einhvern tíma og kallaði á hjálp en stóð upp þegar honum var farið að verða kalt, því hann taldi sig vera að fá lost. Hann áttaði sig ekkert á því að hann var í 36 gráða frosti. Þegar hann kom í land og fór í myndatöku kom í ljós að það voru sprungur í beinum í báðum handleggjum.“ Aldrei aftur úti um jól Snorri fór tvö úthöld með Dalborginni. Seinna úthaldið stóð frá 26. nóvember og hann var kominn heim 27. desember. „Að vera úti um jól, það geri ég aldrei aftur.“ Að- spurður hvort starfið hefði gefið vel af sér segir hann að heildarupphæðirnar á launa- seðlinum hafi svo sem ekki verið í lægri kant- inum en þegar allir frádráttarliðir voru með- taldir og það tekið með í reikninginn að launin ættu að duga fyrir þriðja mánuðinum líka, sem var frímánuður, þá hafi þetta alls ekki verið nein gullnáma. Íslendingar vel lhqnir Áhafnarskipti fóru fram í St. John’s á Ný- fundnalandi. Stoppað var í tvo daga í senn og segir Snorri næturlífið í borginni - sem leigu- bílstjórar segja að hýsi 120 til 170 þúsund sálir, eftir því við hvern er rætt - mjög fjör- ugt. Reyndar sé það mjög líkt því sem gerist almennt á austurströnd Bandaríkjanna og Kanada, en Snorri var einmitt skiptinemi í heilt ár á þeirri strönd fyrrnefnda landsins. Þar sé mikið um tónlistarbari og íbúarnir kunni mjög vel við íslendinga og hvað þeir séu drífandi og atorkusamir. „Viðmót fólksins var mjög þægilegt. Mað- ur varð ekki var við nein vandræði, leiðindi eða stæla. Menn tóku okkur opnum örmum um leið og þeir vissu að við værum íslending- ar. Margir tóku utan um okkur og sögðu: „Þið eruð duglegir fiskimenn. Við kunnum að meta ykkur.“ Þeir virðast orðnir þreyttir á eigin fiskveiðistefnu, þar sem mönnum er borgaður styrkur fyrir að sækja ekki sjóinn.“ Til í túr og túr Ertu kominn með báða fœturna á land núna eða œtlarðu afiur á sjó? „Maður á náttúrulega aldrei að segja aldrei, en ég fer ekki í bráð. Ég hef gaman af því að fara á sjó - mér finnst þetta engin kvöð, þótt þetta hafi vissulega breyst frá því sem var - en nú er ég kominn með fjölskyldu. Það er því annar þankagangur sem viðgengst nú. Ég held samt að ég komi ekki til með að leggja þetta fyrir mig. Þetta verða í mesta lagi ein- hverjir túrar sem ég fer. Þessi fjölmiðlun er einhver baktería sem lýsir sér þannig að ef maður smitast einhvern tímann af henni þá getur maður ekki haldið sig frá henni með nokkru móti.“ Pétur Pétursson 28 Sjómannablaðið Vikingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.