Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Blaðsíða 6
Úrslit í Ljósmyndakeppni sjómanna Brimsigling Jóns Páls hlaut 1. verðlaun S Urslit liggja fyrir í ljósmyndakeppni sjómanna sem Víkingurinn efndi nú til í þriðja sinn. Dómnefnd var skipuð Árna Bjarnasyni forseta FFSÍ, Sæmundi Guðvinssyni ritstjóra Víkings og Ragnari Th. Sigurðssyni ljósmyndara. Formaður dómnefndar, Hilmar Snorrason, tók ckki þátt í að dæma myndirnar þar sem einn þeirra er sendu inn tnyndir heyrir undir hann í starfi. Samtals bárust 77 myndir og voru nær allar tnyndirnar teknar á staf- rænar myndavélar. Keppnin var jöfn og hart barist um efstu sætin, enda voru flestar myndanna hið mesta augnayndi og ljóst að í hópi sjómanna eru tnargir frá- bærir ljósmyndarar. Dótnnefndinni var falið að velja myndir í fyrsta til þriðja sæti svo og 13 aðrar myndir sem til viðbótar færu í Norræna ljósmyndakeppni sjó- manna, sem fram fór í Reykjavík skömmu síðar. Dómnefndin var sammála um að sú mynd sem verðskuldaði fyrstu verðlaun í Ljósmyndakeppni sjómanna væri Brim- sigling eftir Jón Pál Ásgeirsson yfirstýri- mann á varðskipinu Ægi og prýðir hún forsíðu blaðsins. Mynd eflir Guðmund Birki Agnarsson hlaut 2. verðlaun og 3. verðlaun mynd Þorgeirs Baldurssonar. Auk þeirra sem unnu til verðlauna fengu myndir frá eftirtöldum ljósmynd- urum brautargengi í norrænu keppnina: Jóni Kr. Friðgeirssyni bryta á v.s. Tý, Guðmundi St. Valdimarssyni bátsmanni á v.s. Ægi og Guðmundi Kr. Kristjánssyni skipstjóra á m.s. Skógafossi. Sjómannablaðið Víkingur þakkar öll- um þeim sem sendu inn myndir fyrir þátttökuna og hvetur íslenska sjómenn til þess að spreyta sig í Ljósmyndakeppni sjómanna sem nú hefur náð að festa sig í sessi. 1. Brimsigling Ljósm.Jón Páll Ásgeirsson yfirstýrimaður v.s. Ægi. Myndin sýnir skipverja á varðskipinu Ægi að koma úr vítanum i Norðfjarðarhorni. 6 - Sjómannablaðið Vfkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.