Náttúrufræðingurinn - 1974, Blaðsíða 54
176
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
skjálfta árið 1789 seig landið á milli Almannagjár og Hrafnagjár
um eina alin (63 cm) eftir frásögn Sveins Pálssonar, sem kom þang-
að þremur árum eftir jarðskjálftann (Thoroddsen, 1925). Þetta sig
var mælt í Almannagjá og Hrafnagjá, en sennilegt er, að landsigið
hafi verið öllu meira en það, sem sjá mátti á einni sprungu hvoru
megin sigsins. Ef allt sig Þingvalla hefur átt sér stað í jarðskjálft-
um, þá hefur þurft 50 til 100 jarðskjálfta, svipaða þeim sem kom
árið 1789, eða að jafnaði einn jarðskjálfta á hverjum 100 til 200
árum síðastliðin 9000 ár. Sögulegar heimildir benda ekki til, að
miklir jarðskjálftar hali verið tíðir á Þingvöllum síðan á landnáms-
öld.
Sá möguleiki er fyrir hendi, að Þingvellir hali sigið með um Jiað
bil jöfnum hraða þau 9000 ár, sem gert er ráð fyrir, að liðin séu,
síðan hraunið rann. Þá hefur landið svignað niður þangað til berg-
spennan varð svo mikil, að misgengi varð á meginsprungum austan
og vestan sigdalsins. Jarðskjálftar hljóta að haía orðið samtímis
misgengi á sprungunum. Eftir jarðskjálftann er bergspennan minni,
en áframhaldandi sig byggir upp spennu á nýjan leik og eftir viss-
an tíma, sem sennilega skiptir hundruðum ára, má aftur búast við
jarðskjálfta og misgengi á sprungum beggja megin sigdalsins.
Sumarið 1966 hóf ég mælingar á Þingvöllum til að ákvarða, hvort
þar væri stöðugt landsig og, hve hratt landið sigi. Einnig áttu mæl-
ingarnar að sýna, hvort misgengi yrði á sprungum svæðisins án þess
að jarðskjálfta yrði vart, svo og að sýna nákvæmlega hve mikið mis-
gengi yrði í jarðskjálftum. Nú hafa þessar mælingar staðið í nokkur
ár og verða helztu niðurstöður þeirra birtar hér á eftir.
Mœlingarnar
Sumarið 1966 voru sett niður 42 fastamerki meðfram þjóðveg-
inum við norðanvert Þingvallavatn. Þrjú vestustu merkin voru
vestan Almannagjár og fjögur austustu merkin voru austan Hrafna-
gjár. Merkin voru sett með 50 metra millibili næst gjánum, en
1. mynd. Kort af Þingvöllum og nágrenni. Sýndir eru fastapunktar liallamæl-
ingalfnunnar og númer nokkurra þeirra svo og lielztu gjár svæðisins. (Að mestu
eftir 1:50000 korti útgefnu af Army Map Service, Washington).
Map of the Thingvellir area showing the bench marks of the levelling profile
and the principal recent faults.